Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1989, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1989. Miimisverðustu atburðir ársins 1989 Wincie Jóhannsdóttir: Samstaðan eftirminnileg „Eftir- minnilegustu atburðir lið- ins árs eru í mínum huga sú mikla sam- staðaogein- ingsemnáð- ist meðalfé- lagaíBHMRí verkfalli þeirra á ár- inu." sagði Wincie Jóhannsdóttir. kennari og varaformaður Bandalags háskólamanna í þjónustu ríkisins. í samtalivið DV. ..Hvað varðar umheiminn þá standa atburðirnir í Austur-Evrópu upp úr. Ég átti þess kost að ferðast um Austur-Þýskaland og Tékkósló- vakíu á liðnu ári og það færir þessa þróun miklu nær manni en ella,‘‘ sagði Wincie. ..Á nýju ári vænti ég þess að sjá árangur ýmissa ákvæða í kjara- samningi BHMR sem varða launa- jöfnuð og fróðlegt verður að fvlgjast með því. Einnig vil ég nefna að þróun innri markaðar Evrópu hlýtur að breytast með tilliti til atburðanna austan járntjaldsins. Þetta eru mál sem skipta okkur miklu þó flestir fylgist ekki nægilega vel með þeim,“ sagði Wincie Jóhannsdóttir að lok- um. -Pá Kristján Ragnarsson: Óttastfrekari olíuverðs- hækkun „Fráliðnu árierumér minnisstæðar þærmiklu breytingar semátthafa sér stað í Austur-Evr- ópu oghve hrattþær hafagerst. Þettaermér persónulega eftirminnilegt því síð- astliðinn vetur átti ég þess kost að ferðast um Austur-Berlín og sjá með eigin augum þær aðstæður sem fólk bjó við,“ sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, í samtali við DV. „Hvað varðar framtíðina er mér efst í huga að okkur takist að semja þannig íkjarasamningum að verð- bólgan fari ekki úr böndunum á ný.“ sagði Kristján. „Ég ber ugg í brjósti vegna olíu- verðshækkana sem urðu miklar á síðasta ári og horfur eru á að verði svo áfram. Þetta mun verða okkur erfltt eins og reynslan sýnir,“ sagði Kristjánaðlokum. -Pá Rósa Ingólfsdóttir: Mér tókst að halda húsinu mínu „Svar mitt við þessum áramóta- spurningum er í rauninni eitt: Eftir harðvítuga og stundumtví- sýna baráttu tókstmérað haldahúsinu mínuíöllu þessu vaxtaokri og þessari lífsaf- komukreppu og ég sé nú loksins fram á það að ég held húsinu til frambúð- ar. Með þetta í huga hlýt ég að líta mjög björtum augum fram á nýja árið enda þurfum við öll okkar heim- ili - okkar skj ól, “ sagði Rósa Ingólfs- dóttir, auglýsingateiknari og sjón- varpsþula. „Eg er sannfærð um að efnahags- kreppunni hér á landi linnir með hækkandi sól og þegar htið verður yfir farinn veg hafi kreppan orðið okkur íslendingum til blessunar þrátt fyrir allt, hún hafi stappað í okkur stálinu og reynt á manngildi okkar. Við íslendingar erum öll kóngar og drottningar sem vilja hafa það flott svo við verðum auðvitað að súpaseyðiðafþví. Þá lofar þróun heimsmálanna mjög góðu. Árið sem er að líða er ár hinna fallandi múra í margvíslegum skiln- ingi. Annars vegar falla múrar helsis og kúgunar, eins og Berlínarmúrinn, en hins vegar falla þeir múrar ein- staklingsins sem hingað til hafa kom- ið í veg fyrir það að hann rækti sjálf- an sig og hugi að því sem máli skipt- ir í lífinu. Ég spái því að árið 1990 verði ár líkamlegrar og andlegrar mannræktar.“ -KGK Elín G. Ólafsdóttir: Kjarasamn- ingamir „Mér eru síðustukjara- samningar minnisstæðir. Opinberir starfsmenn stóðuílöngu striðiogþá sérstaklega kennarar. Þá ermérofar- legaíhuga frumvarp fj ár veitinganefndar um að ríkið geti ekki skrifað undir kjara- samninga nema með samþykki Al- þingis. Það verða kannski sett bráða- birgðalög eins og gert hefur verið til að stöðva kjaradeilur,“ sagði Elín G. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans. „Kosningarnar, sem verða næsta vor, eru mér ofarlega í huga. Þær hafa reyndar tekið hug minn allan að undanförnu." -sme Hallmar Sigurðsson: Opnun Borg- arleikhússins minnisstæð „Opnun Borgarleik- hússins.öllsú helgiogallti kringumþað ermérmjög minnisstætt," sagðiHallmar Sigurðsson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins. „Nú, allir þeir atburðir sem hafa verið að gerast í Austur-Evrópu eru ennþá undraverðir og skyggja ef til villáalltannað. Ég er almennt bjartsýnn á framtíð- ina og vænti þess að þær hræringar, sem átt hafa sér stað, eigi eftir að hafa áhrif langt út fyrir Austur- Evrópu. Við verðum að hugsa ýmis- legt upp á nýtt, bæði í heimspekileg- um og stjórnmálalegum skilningi. Ég er einnig bjartsýnn á að þessari kreppu, sem hrjáð hefur landann, fari að ljúka og landið fari aftur að rísa.“ -GHK Alfreð Gíslason: „Heimurinn að taka á sig frjáls- ari mynd" „Hvaðvið- kemur íþrótt- unumþáer méraðsjálf- sögðu minn- isstæðust frammistaða íslenska landsliðsins í handknatt- leikíB- keppninni í Frakklandi. Það var mikill áfangi að landsliðinu skyldi takast að sigra í B-keppninni og að okkur skyldi tak- ast að vinna okkur sæti sem A-þjóð á ný,“ sagði Alfreð Gíslason, lands- liösmaður í handknattleik, er hann var spurður um minnisstæðustu at- burðina á árinu sem er að líða. „Mér er einnig minnisstætt úr íþróttunum að KA varð íslands- meistari fknattspymu og einnig man ég eftir því að ég var vahnn besti leikmaður B-keppninnar en annars lít ég frekar á þá viðurkenningu sem verölaun til handa landsliðinu. Þá er mér einnig minnisstætt að ég dreif mig af landi brott til Spánar. Þegar á heildina er litið eru at- burðir ársins í Austur-Evrópu ofar- lega á blaði og þá kannski öll þau átök sem átt hafa sér stað í Rúmeníu. Það er greinilegt að heimurinn er að fá á sig fijálsari mynd og ástandið er að breytast til hins betra í Austur- Evrópu. Ég segi sem betur fer vegna þess að ég held að fæstir hafi gert sér grein fyrir því hve ástandið í Austur- Evrópu var oröið alvarlegt," sagði Alfreð Gíslason. Starfsfólk í BÓNUS óskar viðskiptavinum sínum svo og landsmönnum öllum árs og friðar. Gleðjumst yfir lækkuðu vöruverði og vinnum saman að enn lægra verði á árinu sem nú rennur upp. BÓNUS í ^kátuocgl BÓNUS i ^Jfaxafanl BÓNUS fot, atin Ævar R. Kvaran: Atburðir A- Evrópu dýrð- legar fréttir „Hrun kommúnis- mans í Aust- ur-Evrópu er mérefstí hugaogmeð hvaða hraða það gerðist. Þóttég hefði haft hug- myndumþað þá hefði mig aldrei dreymt um með hvaða hraða kommúnisminn féll,“ sagði Ævar R. Kvaran. „Þetta eru svo dýrðlegar fréttir. Maður er áhorfandi að því að þjóðir eru leystar úr bölinu. Ég hef haft ríka samúð með þessu fólki. Ég hef aldrei pólitíkus verið en ég skrifaði grein á stúdentsárum mínum mn þegar Hitl- er og Stalin féllust í faðma og sagði að kommúnismi og nasismi væru tvö orð yfir sama hlutinn. Ég tel það hafa komið í ljós að þetta var rétt. Þetta eru stórkostlegir og ógleym- anlegir hlutir sem hafa vakið hjá mér mikla gleði og ég efast um að ég eigi eftir að lifa annað eins ár. Þetta ár gleymist mér aldrei. Þetta er byrjunin á algjörlega nýju ári hjá milljónum manna sem geta nú sagt skoðun sína án þess að vera varpað í fangelsi. Maður fær nýja yfirsýn yfir lífið og gildi þess, og þetta á að geta aukið bjartsýni í heiminum, en er jafnframt áminning til manna sem hafa völd og sækjast eftir völd- um,“ sagði Ævar að lokum. -GHK Þorsteinn Pálsson: Opnun Ber- línarmúrsins „Þaðfer ekkiámilli málaað minnisverð- ustu tíðindi liðinsárseru opnunBerlín- armúrsins- það stendur uppúröllu öðru,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins. „Ef horft er fram á við horfir mað- ur til kosninga á vori komanda sem ég hef trú á að styrki Sjálfstæðis- flokkinn og sveitarfélögin í heild,“ sagðiÞorsteinn. -SMJ Gísli Alfreðsson: Vænti þess að áætlanir standist „Mér er minnisstæð- astsúfram- vindaíÞjóö- leikhúsinuað ákveðið var að hefjastór- kostlegar framkvæmd- irviðleik- húsið,“ sagði Gísli Alfreðs- sonþj óðleikhússtj óri. „Eg vænti þess á nýja árinu að þær áætlanir, sem fyrir liggja, standist." -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.