Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 2
Fréttir
LAJJGARDAGUR 17. MARS 1990.
I>V
Býður kvenfólki að kynnast „nýjum og betri karlmönnum“:
Sendi bréf til
heimila víða
þúsunda
um land
„Ég tek þrjú þúsund krónur fyrir
að koma pari saman. Bréfín hef ég
sent til kvenna í Reykjavík og úti á
landi. Ætli ég sé ekki búinn að senda
um þrjú þúsund bréf að undanförnu
og ég reyni að senda til kvenna sem
eru ógiftar/' sagði karlniaður í sam-
taii við DV en umrædd bréf, sem
hann nefnir „Fréttabréf 1990", hafa
borist inn um póstlúguna hjá þús-
undum giftra scm ógiftra kvenna á
síðustu dögum.
Margar kvartanir hafa borist til
lögregiu vegna bréfanna og hefur að
minnsta kosti ein kæra verið lögö
fram til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. í umræddu „Fréttabréfi" segir
meðal annars:
Jóhann Briem listmálari.
Málverkin sem hurfu:
Verðgildið
hátt í þrjár
milljónir
Enn er ekki vitað hvað varð um 21
vatnslitamynd eftir Jóhann Briem
sem listamaðurinn gaf Gamla Garöi
um jólin 1935 en finnast nú hvergi.
Það sem torveldar alla eftir-
grennslan er að myndirnar virðast
hvorki hafa verið skráðar né ljós-
myndaöar.
Svo mörg ár virðast einnig liðin
siðan vatnslitamyndirnar hurfu af
veggjum Gamla Garðs að enginn
fyrrverandi Garðsbúa treystir sér
lengur til að lýsa þeim í smáatriðum.
Sjálfur er Jóhann Briem orðinn 83
ára gamall og man ekki gjörla eftir
efni myndanna en segir þó að allar
hafi þær fjallað um íslenskt sveitalíf.
Auk þess telur hann ekki ólíklegt
að þær hafi verið um 30 x 40 sm á
stærö.
Sumarið áður en Jóhann gaf þessar
myndir málaði hann mikið á æsku-
slóðum sínum að Stóra-Núpi í Árnes-
sýslu svo að ekki er fráleitt að ætla
að einhverjar þessara mynda séu
þaðan.
Jóhann Briem er einn af virtustu
listmálurum íslendinga, upphafs-
maður aö mjög litauðugum figúratíf-
um stíl með tákn- eða Ijóðrænu ívafi.
Myndir hans eru í öllum opinberum
söfnum á íslandi.
Þær eru auk þess sjaldgæfar og
jafnan í háu veröi. DV leitaði álits
þriggja aðila sem gjörþekkja íslensk-
an listaverkamarkað og bað þá að
áætla hvað fást mundi fyrir þessar
vatnslitamyndir eftir Jóhann á opn-
um markaði í dag.
Töldu þeir að verðleggja mætti
hveijá mynd á um 90-150.000 krónur.
Samkvæmt því mætti fá hátt á
þriðju milljón fyrir allar myndirnar.
-ai
- kærur og kvartanir berast til lögreglu og RLR
„Það koma nýir karlmenn í hverri
viku. Hluti af góðum degi er að kynn-
ast nýjum og betri manni. Ókeypis
jijónusta (fyrir kvenfólk). Hjónamiðl-
un og kynning fyrir allt landið.
Margir hafa fundið hamingjuna fyrir
mína milligöngu," segir í bréfinu.
Síðan er gefið upp símanúmer og
númer á póstboxi.
Gift kona, sem býr í Breiðholti,
hafði samband við DV og lýsti furðu
sinni á þessum bréfum. Hafði hún
lent í neyðarlegri aðstöðu þegar hún
hitti nágranna sinn við póstkassann.
Þar stóð hún meö „Fréttabréf 1990“
í hendinni og á umslaginu var nafn
hennar og stimpill með nafninu
„Hjónabandsmið]un“. ‘
PrétUbrif 1990
‘ Gtiblt daisf og bam5nað.
HjónattöbJun og fc>rming fyrír silt iaadiö.
Þaö tonco. nyjíf katimcoö í bvcrri víku.
<»cypís Nóotista.
Hluú a!'|;ööum degi st ú kymiasí nýjum og bctrí manni.
Kargír íwfa feödíb Íaatíítóuna iyrír mína milijgÖfigu.
' Hnidiö áiram ab idta aö inmíngjunni hao l»rf ckki ab vcni
iangt uodaa.
tg Cr mjög árcibankgur ög aJgjðf biadrndismshur ug fer meh
þetto %jórt trimaöarmál*
Láítu skrá j;ig og. um feib rpwsi bít atfigBktfci íyrír gööum
Hriadu í stma 670-785 sibdrga mííii \l iö.OÖ og 22.00 tóa
/ akúfabo í br»x 9f li m SUtyijaviL
Vin'«nmi(\rc uíhvBrfb i ^ - n ” sy
Meö vmsemci t»g viröic.gu.
Jrihaim Jonssoti
HJÓriAMIÐLUH
J 4-J
„Ég veit eiginlega ekki hvað mað-
urinn hélt um mig - harðgifta kon-
una. Og ég spyr - hvað ef maðurinn
minn hefði séð bréfið fyrst? Ég lét
manninn minn auðvitað vita strax
og hafði svo samband við lögregl-
una,“ sagði konan í samtali við DV.
Eiginmaður konunnar sagði að
bréf sem þessi gætu valdið leiðindum
og misskilningi þar sem þau eru send
út með vægast sagt handahófskennd-
um hætti. Konan úr Breiðholtinu
sagðist hafa heyrt um níræöa kyn-
systur sína sem einnig fékk bréf frá
hjónabandsmiðluninni.
Sendandinn sagðist reyna að senda
bréfin til ógiftra kvenna. Aðspurður
um hvernig hann finnur það út að
konurnar séu ókvæntar eða ekki í
sambúð sagði hann:
„Ég leita að konunum í síma-
skránni. Ef ekki stendur frú fyrir
aftan nafnið sendi ég þeim bréf,“
sagði hann.
Maðurinn segist hafa komið átta
pörum saman á síðustu tveimur
árum. Hann sagði að nokkur par-
anna væru nú að hugleiða hjóna-
band. Hann kvaðst þó ekki hafa feng-
ið nein viðbrögð til þessa vegna
„Fréttabréfs 1990“. Maðurinn hlaut
nýlega dóm fyrir skipulagða vændis-
starfsemi.
-ÓTT
Danskir sjómenn 1 hafvillum við Island:
Til Reykjavíkur á síðustu olíudropunum
- ferðinni var heitið til Vestmannaeyja
Skipstjórnarmenn á dönsku sand-
dæluskipi villtust inni á Faxaflóa
áður en þeir komu til Reykjavíkur í
gærmorgun. Þurfti hafnsögubátur að
leita að skipinu þar sem ekki voru
til fullnægjandi sjókort af íslandi um
borð. Hafnsögubátur kom síðan að
skipinu við svokallaða sjö-bauju sem
er skammt fyrir utan Reykjavík.
Skipiö heitir Gustav og var það á
leið frá Godtháb á vesturströnd
Grænlands í slipp í Danmörku. Sex
menn eru í áhöfn. Ætlunin var aö
koma við í Vestmannaeyjum til að
taka vistir. En dönsku sjómennirnir
villtust. Þeir sigldu eftir kompási og
„minni“, að sögn eins úr áhöfninni.
Engin ratsjá er í skipinu.
Danirnir báöu hafnsögumenn í
Reykjavík um leiðsögn að bryggju.
Þegar skipið lagðist að Ægisgarði
voru olíubirgöir nær þrotnar - olía
hefði aðeins dugað til þriggja klukku-
stunda siglingar í viðbót. Einnig var
orðið lítið eftir af vatni og öðrum
vistum í skipinu. Viðgerð fór fram á
dælu í skipinu í Reykjavíkurhöfn í
gær.
Að sögn skipverja gera þeir ráð
fyrir að veröa eina viku á leiðinni til
Jótlands þar sem skipið fer í slipp.
Skipið lagði af stað frá Godtháb í síð-
ustu viku og hreppti það slæmt veður
á leiðinni til íslands. -ÓTT
i
■—
Danska sanddæluskipið Gustav er komið vel til ára sinna. íbúðir skipverja eru fremst
verið notað við dýpkunarframkvæmdir á vesturströnd Grænlands.
skipinu. Gustav hefur
DV-mynd Brynjar Gauti
Eyíirðingar ásaka Hafnfirðinga um undirboð varðandi mengunarmál álvers:
Stundum ekki undirboð í umhverfismálum
segir Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði
„Ég trúi því ekki að nokkurt sveit-
arfélag í landinu fari að undirbjóöa
í sambandi við mengunar- og um-
hverfismál. Það kemur ekki til
greina að við fórum í undirboö við
aöra um þessa þætti málsins. Ef álit
sérfræðinga er aö það þurfi vot-
hreinsibúnað þá þarf hann og engin
undirboð koma til greina. Viö ætlum
ekki að taka þátt í undirboðum um
þetta né heldur með einhverjum
gylliboðum um ókeypis hafnaraö-
stöðu til 50 ára,“ sagði Guðmundur
Árni Stefánsson, bæjarstjóri Hafnar-
íjarðar, en hatrömm barátta er nú
komin upp á milli bæjarfélaga um
hið nýja álver.
Nokkrir Eyfirðingar, sem DV hefur
rætt við, hafa haldið því fram að
Hafnfirðingar geri minni kröfur í
sambandi við mengunarmál og snýst
deilan meðal annars um svokailaðan
vothreinsibúnað sem hreinsa á
koldíoxíð frá verksmiðjunni. Vegna
þess að Eyjafjörðurinn er lokaður
miðað við Straumsvíkursvæðið og
að þar að auki er þar kyrrara veður-
far er talið nauðsynlegt að setja upp
slíkan hreinsibúnað þar. Búnaður-
inn mun hins vegar kosta talsvért.
Guðmundur Árni treysti sér ekki
til að segja af eða á um það hvort
vothreinsibúnaöur yrði settur upp
við Straumsvík. Hann sagði að það
gæti ekki verið ákvörðun sveitarfé-
laga á hverjum stað heldur hlyti
Hollustuverndin að ákveöa það. Guð-
mundur sagði hins vegar að það hlyti
að skipta verulegu máli að ríkjandi
vindátt við Straumsvík væri heppi-
leg þannig að lítil hætta væri fyrir
umhverfið.
Höfum reynslu af álveri
- En af hverju teljið þið að Straums-
víkursvæðið sé besti staðurinn fyrir
áiver?
„Við vísum bara til þess að það var
engin tilviljun að ísal ákvað að reisa
þar álver eftir áralanga athugun. Þá
var málið skoðað í þaula og niður-
staðan var sú að Straumsvík væri
besti staðurinn. Það sama kom i ljós
þegar Atlantal-hópurinn lét gera
skýrslu um málið 1987. Þá vil ég
nefna aö viö höfum mannafla sem til
þarf, reynslu af því að eiga við for-
svarsmenn stórfyrirtækja, reynslu
bæjarbúa af þvi að búa í túngarði
álvers, reynslu verkalýðsforingja við
samningagerðina og reynslu okkar
af því að eiga við umhverfisvernd,"
sagði Guðmundur Árni.
Það kom fram hjá Guðmundi Árna
að kostnaður við að gera Straums-
víkurhöfn þannig að hún gæti sinnt
nýju álveri yrði um 150 til 200 milij-
ónir króna. Guðmundur sagði að
Hafnarfjarðarbær ætti höfnina og
hefði full yfirráð yfir henni. ísal mun
hins vegar hafa forgangsrétt á notk-
un hennar en Guðmundur taldi að
það ætti ekki að skapa nein vanda-
mál fyrir nýtt álver.
-SMJ