Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR17. MARS 1,990. Reykjavlk fyrr og nú Allt frá því fyrstu tómthúsbýlin sáu dagsins ljós í Skuggahverfinu á síð- ustu öld hefur hverfið verið ibúða- hverfi í orðsins víðustu merkingu. Engu að síður hefur þróunin á þessari öld gert hverfið fjölbreyti- legra að húsagcrð og mannlífi cn dæmi eru til annars staðar í borg- inni. Hverfi fjölbreytileikans Til skamms tíma var Skuggahverf- ið skemmtileg blanda af steinbæjum sem byggðir voru þó nokkru fyrir aldamót, séríslenskum, bárujárns- kla'ddum timburhúsum sem einkum risu á fyrstu fimmtán árum aldar- innar og stórum steinhúsum sem byggð voru á árunum 1920-50. Nú eru hins vegar ekki nema tveir eða þrír steinbæir eftir í hverfinu, bráðfeigir að sjálfsögðu, og timburhúsin týna þar tölunni þessa dagana og sigla suður í Vatnsmýri þar sem verið er að „byggja“ „gamalt" hverfi. Fjölbreytni Skuggahverfisins var þó ekki síðri á sviöi mannlífsins en híbýla og kemur þá einkum tvennt til. Jafnframt því sem hverfiö hefur verið íbúðahverfi frá upphafi, hreiðr- aði þar um sig tvenns konar mis- munandi starfsemi. Snemma á þessari öld varð nyrsti hluti hverfisins að verksmiðju- og iðnaðarhverfi eftir endilangri síðari tíma Skúlagötu en skömmu síðar komu skriffinnar og aðrir opinberir starfsmenn sér fyrir vestast í hverf- inu. Þessar myndir eru einmitt tekn- ar yfir vestasta hluta Skuggahverfis- ins sem nú er öðrum svæöum fremur vettvangur ráðuneyta og annarra opinberra stofnana. Sennilega eru það tvö atriði sem réðu mestu um þetta staðarval opin- berra skrifstoíubygginga. Arnar- hólsland (sem auövitað náði miklu lengra í austur en núverandi Arnar- hóll) var í aldaraðir í konungseign og síðan íslenskri ríkiseign. Þegar íslenska ríkið tók loks að byggja yfir stofnanir sínar þótti flestum sjálfsagt að það byggði á sínum eigin lóðum. Þess vegna m.a. var ákveðið að reisa meðal möppudýra lands, Búnaðarbankann, Skipaút- hæðir hússins. gerð ríkisins, skrifstofu vegamála- Húsið var byggt 1938 og var þar stjóra, landlæknis, fræðslumála- lengst af Grænmetisverslun land- stjóra, ríkisféhirðis og ríkisbókhalds, búnaðarins. Fyrir tæpum þremur DV-mynd Brynjar Gauti Alþingishúsið þar sem nú eru gatna- mót Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Byrjaö var að grafa þar fyrir Al- þingishúsinu en síðan horfið frá því staðarvali eins og alþjóð veit. Safna- húsið (Landsbókasafnið) reis hins vegar í Arnarhólslandi við Hverfis- götu 1906-1909 og var það fyrsta opin- bera byggingin á þessu svæöi. Jónasfrá Hriflu og næsta nágrenni Á seinni hluta annars áratugarins voru upp áform um járnbrautarstöð fyrir neðan Sölvhólsgötu. Um sama leyti voru samvinnumenn að svipast um eftir hentugri lóð undir aðal- stöðvar sínar í höfuðstaðnum. Þeim þótti þá ekki ónýtt að byggja við Sölv- hólsgötu í nágrenni fyrirhugaörar járnbrautarstöðvar og nýgerðrar stærstu hafnar landsins. Elsti hluti Sambahdshúsanna við Sölvhólsgötu reis af grunni 1919-1920 en þar var Samvinnuskólinn til húsa og þar bjó I&ngst af skólastjóri hans, Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas var svo menntamálaráðherra á árunum 1927-32 og sem slíkur var hann öðr- um atkvæðameiri um staðarval Arn- arhvols og Þjóðleikhússins. Allmikl- ar deilur stóðu um staðarvalið í báð- um tilfellum en pólitiskir andstæð- ingar Jónasar sökuðu hann um þann ásetning, fyrst og fremst, að vilja hafa þessi opinberu stórhýsi í næsta nágrenni við sig. Eldri myndin er að öllum líkindum tekin árið 1938. Þess má geta að Lind- argatan var malbikuð í stríðslok og jafnframt hækkuð verulega frá Ing- ólfsstræti austur að Klapparstíg. Eldri myndin sýnir glöggt að Arnar- Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson hvoll hefur verið byggður í slakka og að Lindargatan endar í brekku að Ingólfsstræti. Sennilega er aukning opinbers skrifstofuhúsnæðis áþreifanlegasta vísbendingin um útþenslu ríkis- báknsins. Eldri hluti Arnarhvols var reistur á árunum 1929-30, eftir teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar. Húsið kostaði þrjú hundruð og þrjátíu þús- und krónur enda hefði lítið þýtt að segja mönnum þá að hönnun á breyt- ingum Þjóðleikhússins kostaði tæpar hundrað milljónir í dag. í upphafi rúmaði húsið sjötíu skrif- stofuherbergi en það hýsti flestar opinberár stofnanir þess tíma. Má þar nefna skrifstofur Áfengisversl- unar ríkisins, Brunabótafélag ís- tollstjóraskrifstofuna, lögreglustöð- ina og skrifstofu lögmanns. í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar ílutti stjórnarráðið mikinn hluta starfsemi sinnar í Arnarhvol, jafnframt því sem aðrar opinberar skrifstofur fluttu úr húsinu. Byggt var við húsið að austanverðu með- fram Lindargötu 1945, auk þess sem þá var byggt dómhús Hæstaréttar við austurgaflinn. Nú eru í Arnarhvoli einungis ráðuneyti iðnaðar, við- skipta, fjármála og dóms- og kirkju- mála. Ugglaust er engu að síöur þröngt setið á þeim bæ. Launadeild fjármálráðuneytisins er annað sláandi dæmi um útþenslu ríkisins í steyptum fermetrafjölda. Sú var tíðin að tveir menn sáu um starfsemi launadeildarinnar í einu herbergi í Arnarhvoli. En deildin stækkar með síauknum fjölda ríkis- starfsmanna og fyrir nokkrum árum flutti hún sig aö Sölvhólsgötu 7, hús- ið sem sést vinstra megin á myndun- um. Þar lagði deildin undir sig báðar árum kom svo í ljós að launadeildin þurfti enn að stækka við sig en þá voru byggðar tvær hæðir ofan á Sölv- hólsgötu 7. En viðbyggingin er engu að síður hin glæsilegasta, til prýði fyrir umhverfið og sóma fyrir arki- tektana, þá Ásmund Harðarson og Karl Erik Rocksén. Tómthúsbýlið Höfn Á horni Ingólfsstrætis og Skúla- götu sér í Höfn, hús Fiskifélagsins sem byggt var 1932. Fram að þeim tíma og frá 1886 stóð þar tómthús- býhð Höfn, en síðustu árin sem býlið stóð bjó þar Oddur sterki af Skagan- um. Sænska frystihúsið og Seðlabank- ann er rétt að geyma til betri tíma. Þó má geta þess hér í lokin um Seðla- bankann á Arnarhóli að þar ræður húsum, öðrum fremur, Jóhannes nokkur Nordal, afkomandi Tómasar, bónda á Arnarhóli, Bergsteinssonar, ættfóður Arnarhólsættarinnar. Grandið ekki gömlum ljósmyndum, þær geta haft ómetanlegt gildi. - Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar Vísnaþáttur öllum leik Ellin Jón Ólafsson, skáld og ritstjóri, og Páll Ólafsson voru, eins og flestir vita, hálfhræður, samfeðra. Jón gaf út í tveim bindum ljóðmæli Páls þeg- ar sá síðamefndi var 72 ára. Fyrr hafði ekkert verið gefið út eftir hann. Var þetta um aldamótaárin 1899- 1900. Páll f. 1827, d. 1905. Jón var mjög umdeildur maður þótt mikil- hæfur væri. Ýmislegt þóttust sam- tímamenn geta fundiö að þessari út- gáfú. Jafnvel Páll gamli gat ekki stillt sig um að yrkja og vísan flaug lengra en hann ætlaði: Þá varð gremja og þjóðarkur, þjóðskáld varð að flóni, þegar Páll var prentaður á pappírinn frá Jóni. Næst varð það ekki fyrr en 1944 að Gunnar skáld Gunnarsson tók sig til og safnaði í ljóðasafn eftir Pál. Sú bók kom út á vegum Helgafells i Reykja- vik, síðar komu tvö ný ljóðasöfn áður óprentaðra vísna og ljóða 1955, enn þriðja safnið eftir lok síðari heims- styijaldar. Hafði handritið lent í hershöndum og bjargast meö ævin- týralegum hætti. Páll fór ekkert dult með það að hann væri drykkju- og kvennamað- ur. Alkunna var að fyrra hjónaband hans varð ekki nema svipur hjá sjón hallar við það sem vera átti og seinna konu- efnið var orðið meira en vinur þegar dauðinn batt enda á það. í formála segir Gunnar Gunnars- son: „Hversu heitt sem Páll elskaði Ragnhildi, konu sína, þá kom þaö þó fyrir að henni þótti hann líta of blítt til annarra kvenna. Eitt sinn, er hún átaldi hann fyrir stimamýkt viö vin- konu hennar eina, ansaði hann: Aldrei skal ég elska neina auðartróðu aðra en þig á þessu láði, það er að segja: að nokkru ráði.“ Páll orti um allt milli himins og jarð- ar. Ósjálfrátt munu flest bréf hans hafa orðið að ljóðum. Ástir, vín og hestar munu þó frægust yrkisefna hans. Þegar Grímur Thomsen var alflutt- ur frá Danmörku til íslands settist hann, eins og allir vita, að á Bessa- stöðum. Hann vantaði þá konu og gerði bónorðsfor sína alla leið að prestsetrinu að Hólmum í Reyðar- firði. Jakobína, systir prestsins þar, var þá ekki ung lengur en mann- kostakona talin. Páll var meðal brúð- kaupsgesta og orti: Kænn er Hólmaklerkurinn, karhnn veit hvað hlýðir, kann að gylla gömul skinn, svo gangi þau út um síðir. Gunnar skáld greinir einnig svo frá í formála sínum: „Frá Presthólum er vísan um Ólöfu Hjálmarsdóttur: Hænsnin eru mesta mein mitt og allra á bænum, þó er verri Ólöf ein áttatíu hænum.“ Þrjár vísur um einn af uppáhalds- hestum Páls. Yfir dali, ár og fljót, illa og góða vegi, láttu, Bleikur, fiman fót feta á þessum degi. Vertu hress, þótt löng sé leið, láttu sjá hvað getur. Fyrir þessi förin greið færðu strá í vetur. Elhn hallar öllum leik, eg þarf valla að státa. Hún mun alla eins og Bleik eitt sinn falla láta. Hér eru sýnishorn úr Fundnum ljóð- um: Nú er mér svo illt og allt amar að hjarta mínu, svo þú varla vænta skalt vel kveöinnar línu. Að þú leggur hönd um háls hjarta mínu aö svala, mér er kærra en mararbáls mörg þúsundir dala. Svona er þó ég sofni blund sama og þá ég vaki, hjartað um þig hverja stund heldur dauðataki. Útgáfa Gunnars Gunnarssonar á ljóðum Páls var kölluð úrval, sama einkennisheiti fékk og það bindi sem út kom 1955 og Páll Hermannsson alþingismaöur safnaði til, áður óprentað efni. Fundin ljóð, 1971, óþekkt kvæði og vísur, flest ort til konu skáldsins. En hefur efni fyrri bókanna þá veriö borið saman við útgáfu Jóns Ólafssonar? Það skyldi maður ætla. Þegar Ljóðmælin 44 komu út var þar birt kvæöið Bleiks- vísur í tveim hlutum. Ég man ekki betur en að þjóðkunnur rithöfundur birti þá athugasemd og fullyrti að ellivísan væri eftir ömmu sína, þin- geyska, sem þá var látin, og að um þetta yrðu blaðaskrif. Kann nokkur frekar frá þessu að segja? En nú bregðum við okkur í lokin í Kópavoginn: í fjölbýlishúsi þar búa tveir aldraðir rithöfundar. Saman- lagður aldur þeirra er 163 ár. Ekki er því undarlegt þótt þeir spyrji hvor Vísnaþáttur annan, þegar þeir mætast á góðviör- isdegi á stéttum við hús sitt, hvernig heilsan sé. Nú fyrir skömmu svaraði annar þeirra með eftirfarandi vísu: Ellin hallar öllum leik, eins og fyrr var kveðið. Döpur von og dauðableik dregst um vesalt geðið. Jón úr Vör Fannborg 7, Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.