Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. Andlát Vilhjálmur Jónsson, Kolbeinsgötu 3, Vopnafirði, andaðist miðvikudaginn 14. mars. Haukur Þorleifsson, fyrrverandi að- albókari, er látinn. Haraldur G. Júliusson, Sjólyst, Stokkseyri, lést á heimili sínu 15. mars. TiUcyimiiigar íslandsmeistarakeppni í „freestyle11 dönsum Nú er undirbúningur fyrir íslandsmeist- arakeppni 10-12 ára i „freestyle" dönsum hafmn. Keppnin fer nú fram sjöunda áriö í röö. Það er sem fyrr félagsmiðstöðin Tónabær og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem standa fyrir keppninni. Allir krakkar á aldrinum 10-12 ára, þ.e. fæddir á árunum 1977-1979, hafa rétt til þátttöku. Ekki er keppt til undanúrslita heldur er um aðeins eina keppni að ræða sem fer fram þann 31. mars í Tónabæ. Skráning í keppnina er hafln í félagsmið- stöðinni Tónabæ í síma 35935. Eins og í fyrra verður fjöldi keppenda takmarkað- ur viö 20 hópa og 25 einstaklinga. Vænt- aniegir þátttakendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst en skráningarfrestur rennur út þann 28. mars en þá er einnig síðasti skiladagur á lögum fyrir keppend- ur. Félag eldri borgara Opiö hús í Goöheimmn, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag. Kl. 14 fljálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Kattavinafélagið hefur upplýsingasíma 672909 sem það biður fólk aö gera viðvart í finni það kött senrtýnst hefur að heiman. í þennan sama síma eru kattareigendur beðnir að gera viðvart týnist heimiliskötturinn. Sumir kettir eru eyrnamerktir. Kirkjudagur Ásprestakalls verður sunnudaginn 18. mars. í tilefni þess verður safnaðarfélagið með kaffl- sölu í safnaðarheimilinu eftir messu sem hefst kl. 14. Þeir sem vilja gefa kökur, komi þeim í safnaðarheimilið eftir kl. 11 sama dag. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tíma: Vatnsendablettur 50-A, tal. eig. Magn- ús Garðarsson, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðandi er Bæjar- sjóður Kópavogs. ________BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram.í skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi, á neðangreindum tíma: Birkigrund 1-A, nyrðra hús, þingl. eig. Baldur Schröder, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka Islands, Lands- banki íslands, Helgi V. Jónsson hrl., Ævar Guðmundsson hdl., Bæjarsjóð- ur Kópavogs og Islandsbanki. Digranesvegur 46, 1. hæð, þingl. eig. Valdimar Þórðarson o.fl., þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.05. Uppboðsbeiðendur eru Skattheimta ríkissjóðs í Kópa- vogi, Bæjarsjóður Kópavogs, Jón Ei- ríksson hdl. og Veðdeild Landsbanka Islands. Kópavogsbraut 62, 1. hæð, þingl. eig. Jón Tryggvason og Hrefna Magnús- dóttir, þriðjud. 20. mai's ’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Armann Jónsson hdl. Melaheiði 17, þingl. eig. Raínar Karl Karlsson, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er Bæjarsjóð- ur Kópavogs. Nýbýlavegur 26, 3. hæð austur, þingl. eig. Óskar Jóhann Bjömsson o.fl., þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.00. Upp- boðsbeiðendur eru Gjaldheimtan í Reykjavík, Bæjarsjóður Kópavogs, íslandsbanki, Jón Eiríksson hdl., Ólaf- ur Axelsson hrl. og Veðdeild Lands- banka íslands. 49 Mælsku- og rökræðukeppni III. ráðs ITC á íslandi Laugardaginn 17. mars kl. 13.30 fara fram úrslit í mælsku- og rökræðukeppni III. ráðs ITC í Kornhlöðunni bak við Lækjar- brekku við Bankastræti. ITC Þöll í Grundarflrði leggur til að allur fiskur verði fluttur úr landi óunninn. ITC Seljur á Selfossi mæla gegn tillögunni. Kapp- ræðufundurinn er öllum opinn. Skaftfellingafélagið spilar félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, sunnudaginn 18. mars kl. 14. Þetta er síðasti spiladagur vetrarins og verða þá veitt heildarverðlaun. Þá verður á sama tima forsala aðgöngumiða á Skaftfelhngamótið sem veröur þann 24. mars. Kaffihlaðborð og söngur Árnesingakórinn í Reykjavík heldur kaffitónleika í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, nk. sunnudag þann 18. mars og hefj- ast þeir kl. 15. Efnisskráin er fjölbreytt. Kórinn hefur starfað af miklum krafti í vetur. Á aðventu hélt hann fjölsótta tón- leika. Um þessar mundir er verið að hljóðrita plötu sem væntanleg er á mark- aðinn fyrir næstu jól. Áætlað er að halda nokkra tónleika í vor. Flóamarkaður FEF Félag einstæðra foreldra verður með flóamarkað í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardaginn 17. mars. Spennandi varn- ingur á spottprís. Leið 5 aö húsinu. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 17. mars kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Fyrsti dagur í keppni. Allir velkomnir. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Norræna húsinu Sunnudaginn 18. mars kl. 14 verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í fundar- sal Norræna hússins. Fyrri myndin er sænsk og heitir Ulme og segir frá víkinga- drengnum Úlma, sem býr á Eylandi. Sýn- ingartíminn er um 50 mínútur. Seinni myndin er norsk og heitir Sommeijubel og er sýningartími hennar 43 mínútur. Myndirnar eru fyrir börn á skólaaldri og er aðgangur ókeypis. Skólatröð 7, þingl. eig. Sigurður F. Þorleifsson o.fl., þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er tollstjór- inn í Reykjavík. Túnhvammur í Lækjarbotnalandi 48, þingl. eig. Adam David, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur erú Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Ólafur Garðarsson hdl. Álfhólsvegur 49,2. hæð t.h., þingl. eig. Helgi Aðalsteinsson, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru Bæjarsjóður Kópavogs og Veðdeild Landsbanka íslands. Astún 14, íbúð 44, þingl. eig. Helga Leifedóttir, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 10.00. Uppþoðsþeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Ásgeir Thor- oddsen hdl., Guðríður Guðmunds- dóttir hdl. og Kristinn Hallgrímsson hdk___________________________ _________BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Daltún 32, þingl. eig. Guðrún H. Kristjánsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjud. 20. mars ’90 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, Bæjarsjóður Kópavogs, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Hlíðarvegur 149-A, þingl. eig. Gylfi Hinriksson, fer fram á eigninni sjálfii þriðjud. 20. mars ’90 kl. 15.30. Upp- boðsbeiðendur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Bæjarsjóður Kópa- vogs. Nýbýlavegur 26, 1. hæð, suðaustur, þingl. eig. Djúp hf., fer fram á eign- inni sjálfri, þriðjud. 20. mars ’90 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Friðjón Öm Friðjónsson hdl., Fjárheimtan hf. og Bæjarsjóður Kópavogs. BÆJARFÓGETINN í KÓPAV0GI Afmæli Gísli Guðmundsson Gísli Guðmundsson vélvirkjameist- ari, Austurgötu 9, Hafnarfirði, er áttatíu áraídag. Gísli er fæddur í Hafnarfirði og þar ólst hann upp. Hann lauk barna- skólaprófi 13 ára í Hafnarfirði og fermdist sama vor. Næstu tvö árin tekur hann sér ýmislegt fyrir hend- ur, vinnur við sveitástörf um sumur en veturinn 1923-24 var hann mjólk- urpóstur á Korpúlfsstöðum og flutti mjólk á hestvagni til Reykjavíkur. Einnig vann hann eitt ár á Álafossi við spunavélina. Þegar Gíslrer 15 ára gamall hefur hann járnsmíða- nám hjá fóður sínum og lýkur námi frá Vélskóla Reykjavíkur 1931. Hann tók rafmagnspróf frá sama skóla 1939, tók sveinspróf í vélvirkj- un 1944 og hlaut meistararéttindi í iðn sinni 1964. Á árunum 1930-42 var hann til sjós sem kyndari, annar vélstjóri og fyrsti vélstjóri á ýmsum skipum. Upp frá því vann hann í landi við iðn sína. Gísli rak vél- smiðjuna Klett í Hafnarfirði um ára- tugaskeið ásamt tveimur öðrum. Var hann forstjóri Kletts 1955-85. í gegnum árin hefur Gísli starfað að félagsmálum í Hafnarflrði. Hann hefur unnið með ýmsum félögum og verið virkur í félagsstarfinu. Hann er félagi í Rotaryklúbbi Hafn- arfjarðar og er Paul Harris félagi. Hann er líka félagi í Iðnaðarmanna- félaginu í Hafnarfirði og er þar heið- ursfélagi. Undanfarin ár hefur Gísli verið meðhjálpari við Fríkirkjuna í Hafnarflrði. Gísli kvæntist þann 15.12.1934 Guðlaugu Högnadóttur, f. 22.2.1911, d. 5.8.1988. Foreldrar hennar voru Högni Guðnason, f. 10.10.1884, d. 27.12.1972, b. í Laxárdal í Gnúp- verjahreppi, og Ólöf Jónsdóttir, f. 30.10.1882, d. 26.5.1957. Börn Gísla og Guðlaugar: Ólöf E., f. 24.9.1936, búsett á Egils- stöðum, býr með Ólafi Sigurðssyni ogáhún þrjúbörn. Gylfl, f. 24.12.1940, d. 16.10.1946. Hildur, f. 17.11.1943, búsett í Eyja- firði, gift Úlfari S. Hreiðarssyni og eiga þau fimm börn. Ágústa, f. 4.3.1947, búsett á Suður- eyri, gift Magnúsi S. Jónssyni og eiga þau fjögur börn. Auður, f. 19.5.1948, búsett í Hafn- arfirði, gift Halldóri V. Halldórssyni og eiga þau þrjú börn. Sigrún, f. 16.6.1950, búsett í Hafn- arfirði og á hún þrjú böm. Að auki ól Gísli upp barnabarn sitt Gylfa Má Hilmisson, f. 7.9.1958, sem búsettur í Svíþjóð og kvæntur Katrínu Hrafnsdóttur. Systkini Gísla: Sigríður, f. 14.1. 1909, d. 2.8.1958; Hreiðar og Sigrún, Gísli Guömundsson. f. 21.5.1911, dáin sama ár; Engil- bjartur, f. 13.12.1912; Jóhanna, f. 14.2.1914; Elínbjört, d. 13.7.1915, dáin21 árs; Jón, f. 12.7.1916; Frið- mey, f. 15.10.1918; Friðberg, f. 16.3. 1919, d. 22.5.1987; Guðmundur Ágúst, f. 20.8.1920, dáinn 10 ára; Ruth, f. 8.8.1922, ogKristbjörg, f. 23.1.1924. Foreldrar Gísla voru Guðmundur Hróbjartsson, f. 25.6.1881, d. 18.7. 1951, járnsmiður í Hafnarfirði, og Ágústa Guðrún Jónsdóttir, f. 25.8. 1880, d.11.3.1961. Gísli er heima í dag og tekur á móti gestum eftir kl. 16. Halla P. Kristjánsdóttir Halla P. Kristjánsdóttir, Völusteins- stræti 36, Bolungarvík, er sextug í dag. Halla er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi á ísaiirði 1947 og hóf þá störf í Lands- bankanum á ísafirði. Veturinn 1952753 var hún í Húsmæðraskólan- um Ósk. Halla hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, fyrst á ísaflrði í skátafélaginu Valkyrjunni, þar sem hún var um árabil í stjórn og formaður um tíma. Jafnframt sat hún nokkur ár í stjórn íþróttafélags- ins Harðar. Eftir að Halla fluttist til Bolungarvíkur tók hún þátt í skáta- starfi í Bolungarvík. Hún hefur starfað mikið í kvenfélaginu Braut- inni, þar sem hún sat í stjórn í mörg ár, auk þess sem hún hefur verið formaður kirkjunefndar um árabil. Halla giftist þann 1.7.1953 Jónatan Einarssyni forstjóra. Foreldrar hans voru Elísabet Hjaltadóttir og Einar Guðfinnsson útgerðarmaður. Börn Höllu og Jónatans eru: Einar, f. 27.1.1954, viðskiptafræð- ingur, framkvæmdastjóri og forseti. bæjarstjómar í Bolungarvík, kvæntur Guðrúnu B. Magnúsdóttur tónlistarskólastjóra og eiga þau þrjá syni. Ester, f. 3.4.1955, viðskiptafræð- ingur og deildarstjóri hjá Pósti og síma í Reykjavík, gift Guðmundi S. Ólafssyni kennara og eiga þau þrjár dætur. Kristján, f. 28.10.1956, verslunar- stjóri í Bolungarvík, kvæntur Þor- björgu Magnúsdóttur ljósmóður og eigaþautvö börn. Elías, f. 16.11.1959, iðnaðarverk- fræðingur í Bolungarvík, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur skrifstofu- manni og eiga þau einn son. Heimir Salvar, f. 30.11.1965, sölu- maður í Reykjavík, býr með Ósk Ebenezersdóttur nema. Systkini Höllu eru: Magnús Helgi, f. 12.6.1916, d. 1968, skrifstofumað- ur, var kvæntur Bergþóru Þor- bergsdóttur, d. 1989; Bryndís, f. 8.9. 1918, d. 1971, var gift Ólafl Þorsteins- syni járnsmíðameistara; Gísli, f. 24.4.1920, skrifstofustjóri, kvæntur Sigurbjörgu J. Þórðardóttur kenn- ara; Helga Elísabet, f. 10.5.1922, ekkja Guðmundar í. Guðmundsson- ar netagerðarmanns, d. 1975; Ester, f. 9.8.1925, d. 24.3.1945; Elísa, f. 23.9. 1927, gift Ingimundi B. Jónssyni prentara. Foreldrar Höllu voru Rannveig Salóme Sveinbjörnsdóttir og Krist- Halla P. Kristjánsdóttir. ján Hannes Magnússon, verkamað- uráísafirði. Foreldrar Kristjáns voru Magnús Gíslason á ísafirði og Ehsa Helga- dóttir. Foreldrar Rannveigar Salóme voru Sveinbjörn Pálsson í Botni í Súgandafirði og Guðmundína Jóns- dóttir en fósturforeldrar voru Páll Jónsson, hreppstjóri á Kirkjubóli í Skutulsfirði, og Hallbera Jónsdóttir. Halla og Jóhann taka á móti gest- um á heimili sínu í kvöld kl. 20.30. Tónleikar Tónleikar í íslensku óperunni í tilefni af 50 ára afmæli Félags íslenskra tónlistarmanna verða haldnir tónleikar í íslensku óperunni laugardaginn 17. mars kl. 16.15. Efnisskrá tónieikánna er mjög flöibreytt og flytjendur eru ailir meðal fremstu tónlistarmanna þjóðar- innar. Allur ágóði rennur til byggingar tónlistarhúss. Aðgöngumiðar fást i ís- lensku óperunni og kosta 1000 krónur. Djass í Heita pottinum Að venju á sunnudagskvöldum er leikinn djass í Heita pottinum í Duus-húsi og annað kvöld leika Egili B. Hreinsson og félagar. Með Agh, sem leikur á píanó, eru Ámi Scheving, víbrafón, Þórður Högna- son, bassa, og Guðmundur R. Einarsson, trommur. Spunnið verður við þekktar staðlaðar perlur djassins auk þess sem á efnisskránni verða þekkt verk. Tónleik- amir hefjast kl. 21.30 og standa eitthvað íram yfir miðnætti. Tónleikar á Akranesi Signý Sæmundsdóttir söngkona og Fríöa Sæmundsdóttir píanóleikari halda tón- leika í Vinaminni á Akranesi laugardag- inn 17. mars kl. 16. Á efnisskránni eru verk eftir íslensk og erlend tónskáid, m.a. Sigfús Einarsson, Atla Heimi Sveinsson, W. A. Mozart, F. Schubert, G. Mahler og R. Strauss. Bílasalan Höfðahöllin Bíiasalan Höfðahöllin hefur nýhafið starfsemi í björtu og rúmgóðu húsnæði að Vagnhofða 9, (við hliðina 4 veitinga- staðnum Ártúni), með stórri útiaðstöðu. Eigandi er Einar Hjaltason, stýrimaður og bílasali um árabú. Sölumenn em Sæ- björn Valdimarsson, sem m.a. var versl- unarstjóri í Herrahúsinu á annan áratug, og Jóhann H. Jóhannsson, langreyndur bílasölumaður. Bílasalan Höföahöllin hefur það að markmiði að veita góða og trausta þjónustu og mun leitast sérstak- lega við að aðstoða landsbyggðarfólk við bílakaup og bílaskipti. Landsbyggðar- maðurinn hefur oftast knappan tíma í bæjarferðum og munu starfsmenn Höfðahailarinnar (s: 674840,674841) kapp- kosta við að finna hvort sem er réttu bfi- ana eða kaupenduma áður en fólkið kemur til borgarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.