Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 6
6 .(mi2ÖAM)ÆGIfB;iffXMARSfÍS90. Útlönd____________________________________________ Kosið 1 Austur-Þýskalandi á morgun: Sameining í brennidepli Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, hvatti alla Austur-Þjóö- verja í gær til að nýta sér kosninga- rétt sinn á morgun, sunnudag, en þá fara fram fyrstu lýðræðislegu kosn- ingarnar þar í landi í rúm fjörutíu ár. Kanslarinn reyndi að draga úr ótta íbúa Austur-Þýskalands um að fyrirhuguð sameining þýsku ríkj- anna muni hafa í för með sér hrun þess víðtæka félagslega kerfis sem Austur-Þjóðverjar hafa notið. Hann gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagði að allir þeir sem á þyrftu að halda myndu njóta félagslegra réttinda eft- ir að vestrænt markaðskerfí hefur verið innleitt í Austur-Þýskalandi. Kohl hefur háð harða baráttu fyrir kosningabandalag hægri flokka í Austur-Þýskalandi, Bandalag fyrir Þýskaland. Margir segja að vestur- þýskir stjórnmálaflokkar hafi svo að segja lagt þessar kosningar undir sig, kosningar sem snúast bara um eitt málefni: fyrirhugaða sameiningu þýsku ríkjanna. Kristilegir demó- kratar, flokkur Kohls, styðja kosn- ingabandalag þriggja hægri flokka og vestur-þýskir jafnaðarmenn styðja sinn austur-þýska systur- flokk. Rúmlega tuttugu stjórnmálaflokk- ar og pólitísk samtök keppa um þau íjögur hundruð þingsæti sem kosið er til. Bandalag fyrir Þýskaiand og flokkur jafnaðarmanna njóta mests fylgis samkvæmt skoðanakönnun- um, um þrjátíu og fimm prósenta. Kommúnistar, sem breytt hafa nafni flokks síns í Lýðræðislegi jafnaðar- mannaflokkurinn, geta fengið allt frá fimm upp í sautján prósent atkvæða. En öruggt er talið að þeir muni missa þau völd og áhrif sem þeir nutu áður en byltingin varð í nóvember síöast- liðnum og verða i stjórnarandstöðu í fyrsta sinni. Umbótasamtökin Nýr Vettvangur, Lýðræði strax og Friðar- og mannréttindafrumkvæðið - mátt- arstólpar byltingarinnar í nóvember - fá minnst fylgi eða ljögur til fimm prÓSent. Reuter Kosningar fara fram í A-Þýskalandi á morgun. Hér sjást þrír menn koma kosningaspjöldum fyrir í Austur-Berlin. Símamynd Reuler Afríska þjóðarráðið ræðir við de Klerk Forsetí Suður-Afríku, de Klerk, mun ræða við fulltrúa Afríska þjóðarráðsins þann 11. apríl næstkomandi. Það verður fyrsti opinberi fyndur suður-afrískra stjórnvalda og ráðsins í þrjátiu ár. Nelson Mandela, varaforseti ráðsins, sagði að þessi fundur yrði að vera árangursríkur til að um írekari viðræður yrði að ræöa. Mandela, sem að öllum lík- indum veröur meðal fulltrúa Af- ríska þjóðarráðsins í þessum fyr- irhuguðu viðræðum, kvaðst bjartsýnn. En hann minnti þó á að de Klerk væri í forystu stjórn- málaflokks sem heföi komið á kynþáttaaðskilnaðarstefnunni. Blökkumannaleiðtoginn kvað de Klerk hafa tækifæri til að inn- leiða breytingar á friðvænlegan hátt. Reuter Grimmileg ógnarstjórn Qassam Muhammad Abdallah, eitt fórnarlamba efnavopnanotkunar íraka. Stjórnvöld í írak hafa haldið völd- um með aðstoð víðtæks nets njósn- ara í þjóðfélaginu og leynilögreglu sem hefur haft heimild til að hand- taka fólk og halda því án réttarhalda, pynta það og myrða. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku mannrétt- indasamtakanna Middle East Watch sem var gefin út fyrir rúmum mán- uði. Þar segir að ríkisstjórn íraks hafi beitt pólitíska andstæðinga pyntingum, rænt þeim og tekið þá af lífi. Irakar njóta engra mannrétt- inda fyrir utan frelsis til að iðka trú sína, segir í skýrslunni. Það var David Korn, fyrrum emb- ættismaður hjá bandaríska utanrík- isráðuneytinu, sem skrifaði skýrsl- una. í henni er ríkisstjórninni í Bagdad lýst sem einni af hrotta- fengnustu og ómannúölegustu sem sé við völd í heiminum í dag. í skýrsl- unni eru vestrænar ríkisstjórnir gagnrýndar fyrir afstöðu þeirra til íraskra stjómvalda. Þar er látið í veðri vaka að Vesturlönd setji efna- hagslega og hernaðarlega hagsmuni ofar viðbrögðum við ómannúðlegum stjórnarháttum ríkisstjórnar Sadd- am Hussein forseta. Mannréttindasamtökin Amnesty International eru harðorð í gagnrýni sinni á írakstjóm, sérstaklega vegna meðferðar hennar á minnihlutahópi Kúrda. í ársskýrslu samtakanna fyr- ir árið 1989 segir m.a. að íjöldi Kúrda og annarra stjómarandstæðinga hafi verið tekinn af lífl án þess að njóta lagalegra réttinda. „Meðal fórnar- lambanna voru heilu fjölskyldurnar, þar á meðal börn.. írakstjórn neitar því að hún beiti pyntingum, að því er fram kemur í upplýsingum Amnesty. En öruggar heimildir eru fyrir því að fangar eru beittir líkamlegum sem og andlegum pyntingum, sérstaklega af hendi leynilögreglunnar. í ljósi stjórnar- hátta í írak er ólíklegt að slíkt viö- gangist án heimildar háttsettra emb- ættismanna stjómarinnar. Börn pyntuð og myrt Enginn virðist vera undanskilinn þegar kemur að mannréttindabrota- ferli ráðamanna í írak. I skýrslu Amnesty frá því í október segir að í íröskum fangelsum viðgangist hrottafengin meðferð á ungum börn- um og unglingum. „Að öllu jöfnu hafa þeir ungbömin í sérstökum klefum viö hlið klefa foreldranna, neita börnunum um mjólk til að neyða fram ,játningar“ foreldr- anna,“ er haft eftir einum fyrmm pólitískum fanga í írak. Síðla árs 1987 vora eitt hundrað og fimmtíu Kúrdar teknir af lífi án dóms og laga í Abu Ghraib fangelsinu í Saddam Hussein, forseti íraks. Simamynd Reuter Farzad Bazoft, blaðamaðurinn sem var tekinn af lifi í írak Simamynd Reuter írak, samkvæmt upplýsingum Am- nesty. Níu af þeim voru enn á skóla- aldri, þar af einn aðeins íjórtán ára gamall. Árið 1985 voru þrjú hundruð börn og unghngar handtekin í þeim tilgangi að fá ættingja þeirra til að gefa sig fram við yfirvöld. Talið er að aö minnsta kosti þrjú barnanna hafi látist, meðal annars vegna bar- smíða og kynferðislegrar misnotk- unar. Eitt dæmi ómanneskjulegrar með- ferðar ráðamanna í írak á börnum er frásögn um tólf ára barn. Að þvi ert fram kemur í skýrslu Amnesty frá árinu 1986 var tólf ára gamall Kúrdi, Ali Hama Salih, handtekinn og yfirheyrður í febrúar árið 1981. Nokkru síðar var lík hans sent heim til foreldranna, hræðilega illa leikið eftir misþyrmingar. Efnavopnum beitt á íbúana írösk stjórnvöld eiga efnavopn og hafa beitt þeim. Eitt þekktasta dæm- ið og jafnfram hið hrottalegasta er árás íraskra öryggissveita og her- manna á þorpið Halabja í norður- hluta landsins í mars árið 1988. Ótt- ast er að minnsta kosti fimm þúsund Kúrdar hafi látist á hroðalegan hátt í þessari árás þar sem írakar beittu eiturgasi. Flest fórnarlamba árásar- innar á Halabja voru óbreyttir borg- arar, þar á meðal konur og börn. Blaðamaður tekinn af lífi Aftaka íraskra yfirvalda á blaða- manninum Farzad Bazoft fyrir meintar njósnir fyrr í þessari viku vakti reiði og hefur verið harðlega fordæmd af ríkisstjórnum um allan heim. Bazoft, sem fæddur var í íran, vann fyrir breska sunnudagsblaðið The Observer. Hann var handtekinn í september ásamt breskri hjúkrun- arkonu, Parish, er hann var að kanna fregnir um sprengingu í leyni- legri herstöð suðvestur af Bagdad. Parish var dæmd í fimmtán ára fang- elsi en Bazoft tekinn af lífi. Samkvæmt frétt í sænsku dagblaði getur Svíi, sem nú situr í írösku fang- eisi, átt von á því að verða dæmdur til dauða. Jalil Mehdi al-Neamy var har.dtekinn í ágúst þegar hann var á ferðalagi í írak. Að því er greinir frá í Aftonbladet er líklegt að hann verði kærður fyrir ólöglegt pólitískt athæfi en refsing fyrir slíkt í írak er dauða- dómur. Sænska utanríkisráðuneytið vill ekki tjá sig um mál hans að svo stöddu né skýra frá ákærunum á hendur honum. Þá er einnig vitaö um breskan kaupsýslumann í fang- elsi í írak en hann var dæmdur til ævilangrar fangavistar vegna ásak- ana um mútur. Reuter og TT Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækur ób. 3-5 LB.Bb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 4-6 Ib 6mán. uppsögn 4,5-7 Ib 12mán.uppsögn 6-8 Ib 18mán. uppsögr. 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sp Sértékkareikningar 3-5 Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlánmeð sérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandaríkjadaiir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,5-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb.lb Danskarkrónur 10,5-11,2 Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 18,5-19,75 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupqenqi Almennskuldabréf 18,5 19 Ib.Bb,- Sb Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir , Hlaupareikningar(yfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlan verðtryggð , Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Utlántilframleiðslu Isl. krónur 17,5-19,5 Ib SDR 10,95-11 Bb Bandarikjadalir 9,95-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb Vestur-þýskmörk 10,15-10,25 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 30 MEÐALVEXTIR óverðtr. mars 90 22,2 Verötr. mars 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Lánskjaravisitala mars 2844 stig Byggingavísitala mars 538 stig Byggingavísitala mars 168,2 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóóa Einingabréf 1 4,766 Einingabréf 2 2,610 Einingabréf 3 3,144 Skammtimabréf 1,620 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,097 Kjarabréf 4,723 Markbréf 2,516 Tekjubréf 1.971 Skyndibréf 1.416 Fjolþjóðabréf 1.270 Sjóðsbréf 1 2,289 Sjóðsbréf 2 1.717 Sjóðsbréf 3 1,602 Sjóðsbréf 4 1,353 Vaxtasjóðsbréf 1,6170 Valsjóðsbréf 1,5210 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 500 kr. Flugleiðir 165 kr. Hampiðjan 180 kr. Hlutabréfasjóður 174 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 373 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Oliufélagið hf. 403 kr. Grandi hf. 160 kr. Tollvörugeymslan hf. 118 kr. (1) Við kaup á viðskiptavixlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb=Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbánkinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.