Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. Mun ekki starfa eins og Bogdan - segir Þorbergur Aðalsteinsson sem er tilbúinn að taka að sér þjálfun landsliðsins í handbolta „Eg get ekki neitað að þetta boð kom mér á óvart. Ég átti von á að samið yrði við Bogdan að taká að sér liðið næstu tvö árin. Reyndar frétti ég þetta fyrst í gærkvöldi og við hjónin ræddum þetta lengi. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu aö ílytja heim og að ég taki þetta starf að mér. Aö vísu er eftir að gera samninginn en það verður gert í Osló um næstu helgi," sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari og leikmaður með sænska liðinu Saab, í samtali við DV. Er blaðið hafði samband viö hann á fimmtudag var hann á leið til fundar með liði sínu ogblaðamönn- um en þá vissi einungis formaður liðsins um þetta óvænta boð frá íslandi. Þorbergur hefur búið í Svíþjóð undanfarin fimm ár ásamt fjöl- skyldu sinni, Ernu Valbjörnsdóttur og börnum sem eru fimmtán og átta ára. Þorbergur, sem verður 34ra ára í maí, mun Ijúka hagfræði- próíl frá háskólanum í Linköping í haust. Eiginkona hans, sem var við nám í tölvufræðum, starfar nú á skrifstofu. Þau hjónin höfðu hugsað sér að dvelja eitt ár í viðbót í Svíþjóð. Þau eru þó alveg tilbúin að breyta því. Byrjaði ungur Þorbergur sagðist hafa veriö ell- efu ára þegar hann byrjaði að stunda handbolta með Víkingslið- inu. Hann segist aldrei hafa verið fyrir fótbplta enda verið lélegur í honum. „Ég var heppinn að komast inn i liö með strákum sem voru aðeins eldri en á þessum tíma var ekki mikið um barna- og unglinga- starf í handboltanum. Mikil þróun hefur átt sér stað í þá átt á undan- fórnum árum og ég er viss um aö sá mikli áhugi, sem hefur vaknað hjá smástrákum, er velgengni landsliðsins að þakka. Maður sá það hér í Svíþjóð hversu mikill uppgangur var í tennisíþróttinni þegar Björn Borg átti mestri vel- gengni að fagna. Fyrstu árin mín í handboltanum skaraði ég ekkert fram úr og það var ekki fyrr en ég var 13-14 ára sem maður náði tök- um á þessu.“ Þorbergur starfaði með landslið- inu á árunum frá 1976 til 1988 og á að baki 160 landsleiki. Hann segist þekkja handboltann vel og tlesta þá stráka sem með liðinu keppa. „Það er helst að ég þekki ekki yngri leikmennina," segir hann. Herþotur og handbolti Liðið, sem Þorbergur æfir með úti og hefur þjálfað síðastliðin þrjú ár, er rekið af Saabverksmiðjunum en starfsmenn fyrirtækisins eru unt átta þúsund. „Fyrirtækið fram- leiðir herþotur, bíla og trukka og handboltadeildin er bara ein af deildunum. í upphafi byrjaði það þannig að mörg sænsk fyrirtæki komu upp íþróttadeildum fyrir starfsmenn sína. Handboltalið Sa- ab var í upphafi ein slík deild en þróaðist íljótlega og náði miklum árangri. í dag er liðið þriðja besta liö Svíþjóðar," segir Þorbergur. Áður en Þorbergur fór til Sví- þjóðar spilað hann handbolta í Þýskalandi en kom heim til íslands í millitíðinni. „Mig langaði að halda áfram námi og Svíþjóð var sá stað- ur sem við vildum helst flytja til. Ég leitaði fyrir mér í Svíþjóð um atvinnumennsku. Ég fékk tilboð frá þremur liðum en leist best á Saab og þá sérstaklega staðsetning- una,“ sagði Þorbergur. Þeir sem þekkja Þorberg eru sammála um að hann hafi rifið Saabliðið upp. Þegar hann kom til starfa var liðið í annarri deild en fór upp í fyrstu deild veturinn eftir að hann byrjaði að spila með því. Fyrir stuttu varð liðið bikarmeist- ari í Svíþjóð og náði sér í réttindi til að spila á Evrópukeppni bikar- hafa í haust. „Ef úr verður að ég taki við aö þjálfa íslenska hand- boltalandsliðið er ljóst að ég verð ekki með liðinu þá,“ sagði Þorberg- ur. Má til gamans geta þess að Þor- bergur hefur fengið tilboð frá liðum annars staðar á Norðurlöndunum á hverju ári. Hann sagðist stefna á að koma heim í júní en hann hefur ekki séð dagskrá handboltalandsliðsins fyr- ir sumarið. „Ætli ég verði ekki fram á haust. Ég mun fara aftur utan í haust til að ljúka námi og verö í um það bil tvo mánuði. Síðan mun ég koma heim aftur.“ Strembið starf Þorbergur segir að starfið í Sví- þjóð hafi verið mjög erfitt, strangar æfingar og löng rútuferðalög. Á milli æfinganna stundar hann skól- Þorbergur Aðalsteinsson hefur verið í Sviþjóð undanfarin fimm ár þar sem hann hefur spilað með og þjálf- að handboltalið Saab í Linköping. ann af kappi. „Maður er oft mikiö að heiman en ég reyni þó alltaf að eiga frí á laugardögum og slappa þá af með fjölskyldunni," sagði hann. Allir fjölskyldumeölimir hafa kunnað vel við sig í Linköping en þar hafa þau íbúð á leigu. Hér heima bíður þeirra eigin íbúð sem þau hyggjast flytja í. Þorbergur hefur í gegnum tíðina fylgst vel með okkar mönnum í handboltanum. Tvö ár eru síðan hann hætti að leika með landslið- inu. Síðast spilaði hann æfingaleiki meö liðinu fyrir ólympíuleikana í Kóreu. Það var sérstaklega atvinna hans í Svíþjóð, fjölskyldan og skól- inn sem var ástæða þess að hann hætti. „Aldurinn spilaði þar kannski líka inn í,“ sagði hann. „Ég var búinn að vera lengi að og kom- inn tími til að hverfa af vettvangi. Hins vegar hef ég fylgst vel með strákunum, fengið alla leiki senda hingað á myndböndum og lesið allt sem um þá hefur verið skrifað í blöðum. Að vísu hef ég ekki séð leikina frá heimsmeistarakeppn- inni en þeir eru á leið til mín. En ég hef lesið allt sem um þá hefur verið skrifað. Reyndar fylgdist ég vel með Svíunum á leikunum, enda mikið um þá fjallaö hér,“ segir hann. Verðum aftur A-þjóð Þorbergur segist gera sér grein fyrir að það verði erfitt að taka við af Bogdan. „Hann hefur gert mjög góða hluti og ég vil alls ekki gagn- rýna hann þótt maður sé ekki alltaf sammála honum. Ég veit að þetta starf er mikið gagnrýnt og þá er sama hvort vel er gert eða ekki. Mér finnst þetta samt mjög spenn- andi starf og hvetjandi og kvíði því alls ekki að takast á við verkefniö. Ég er viss um aö handboltaliðið okkar verður aftur A-lið og það þarf að byrja strax á undirbúningi fyrir B-keppnina.“ Þegar Þorbergur var spurður hvort hann myndi nota leikmenn liðsins öðruvísi en Bogdan gerði játaði hann þvi. „Að vísu eru nokkrir yngri liðsmenn sem ég þekki lítið og á eftir að kynna mér persónuleika þeirra, hæfni og hvað í þeim býr. Ég mun ekki starfa eins og Bogdan gerði og á frekar von á miklum breytingum ef ég verð ráö- inn. Það er víst betra að hafa allan varann á þó að ég búist við að samningar takist,“ sagði hann. Þorbergur mun fara til Oslóar í næstu viku en þangað kemur landsliðið, sem mun spila æfinga,- leik við Norðmenn, og stjórnar- menn í HSÍ, Jón Hjaltalín Magnús- son og hjónin Arnþrúður Karls- dóttir og Gunnar Þór Jónsson, til fundar við hann. Á þeim fundi verður væntanlega' gengið frá ráðningu Þorbergs sem þjálfara handboltaliðsins en stjórn HSÍ samþykkti einróma að fá hann í starfBogdans. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.