Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 20
LAUdARÐAGUli 17. M AJIS re90.
í#0
Kvikmyndir
Þegar My Left Foot fékk
fimm óskarsverölaunatil-
nefningar í febrúar kom það
engum meira á óvart en þeim
sem stóðu að gerð þessarar
myndar. Þeir vissu að myndin
var góð og nógu dramatísk til
aö heilla akademíuna en að
hún fengi tilnefningu sem
besta kvikmynd, fyrir besta
handrit, besta leikara í aðal-
hlutverki, bestu leikkonu í
aukahlutverki og besta leik-
stjóra kom þeim sömu
skemmtilega á óvart sem og
mörgum öðrum.
Langur
aðdragandi
My Left Foot var frumsýnd
í febrúar á írlandi og hefur
sjálfsagt engri írskri kvik-
mynd verið jafnvel tekið. Hún
var hafln upp til skýjanna af
gagnrýnendum og fljótlega
sló hún aðsóknarmet. Hvað
fjallar svo þessi rómaða kvik-
mynd um? Jú, hún er byggð
á ævi skáldsins Christy
Brown sem var svo fatlaöur
frá fæðingu að læknar sögðu
foreldrum hans að ef hann
myndi lifa yrði hann aldrei
annað en aumingi sem yrði
fjölskyldunni fjötur um fót.
Móðir hans neitaði samt að
trúa þessu og lét hann strax
vera einn af fjölskyldunni.
Það var svo henni að þakka
að það uppgötvaðist að innan
í þessum farlama líkama
leyndist íogur sál, mannleg
vera sem bjó yfir miklum gáf-
um og mannlegri hlýju.
En Christy Brown gat að-
eins tjáð sig með vinstri fætin-
um eftir að foreldrar hans
uppgötvuðu að hann var viti
borin manneskja. Og með
vinstri fætinum skrifaði hann
skáldsögur og ljóð sem fær
gagnrýnendur til að eyða
stórum lýsingarorðum yfir
snilli hins þjáða manns. Með-
an Christy Brown lifði fékk
hann öll helstu bókmennta-
verðlaun Breta.
Framleiðandi My Left Foot
er Noel Pearson sem er þekkt-
ur írskur leikhúsmaður.
Hann þekkti Christy Brown í
átján ár og var bæði vinur
hans og umboðsmaður þar til
Brown lést 1981, fjörutíu og
níu ára gamall. Hann keypti
strax kvikmyndaréttinn að
sjálfsævisögu Brown og fékk'
Shane Connaughton til að
skrifa handrit fyrir sig.
Eitt sinn þegar Pearson var
íNewYorkhittihannlanda •
sinn, leikstjórann Jim Sherid-
an, sem hafði lokið námi í
New York Film School en nær
eingöngu leikstýrt í leikhús-
um og var þegar þeir hittust
að leikstýra leikriti utan
Broadway. Pearson þekkti
Sheridan af afspum og í
fyrstu bauð hann honum að
hjálpa Connaughton með
handritið.
Sheridan, sem hafði samið
nokkur leikrit sem sýnd hafa
verið, þáði starfið og fékk
fljótlega áhuga á að leikstýra
verkinu. Pearson áttaði sig
einnig á að Sheridan væri lík-
legast rétti maðurinn til
verksins þótt ekki hefði hann
leikstýrt kvikmynd áður.
Þegar þeir voru tilbúnir
með handritið fóru þeir á fund
yfirmanna Granada sjón-
varpsstöðvarinnar, sem hafði
þá nýlega hafið framleiðslu
kvikmynda, og voru stjóm-
endur þar á bæ mjög hrifnir
af hugmyndinni um að gera
kvikmynd um ævi Christy
Brown og töldu, sem rétt var,
að My Left Foot myndi fá fólk
til að trúa á þá sem kvik-
myndaframleiðendur.
Það var svo stuttu síðar að
Noel Pearson hélt samkvæmi
fyrir vin sinn, tónskáldið El-
mer Bernstein (Hann átti síð-
ar eftir að gera tónlistina við
My Left Foot). Þá tók hann
eftir ungum leikara, Daniel
Day Lewis, sem á stuttum
leikferli hafði þegar fengið
mikið hrós fyrir góðan leik og
var af mörgum talinn fremst-
ur ungra breskra leikara.
Pearson afhenti honum
handritið og bað hann að lesa
það með hlutverk Brown í
huga. Daniel Day Lewis varð
hugfanginn af handritinu og
persónunni sem hann átti að
leika og þrátt fyrir að hann
væri með mörg freistandi til-
boð eftir leiksigur sinn í The
Unberable Lightness of Being
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
henti hann öllum þeim tilboö-
um frá sér og sagðist tilbúinn
ef hægt væri að finna tíma og
þyrftu þeir ekki að hafa
áhyggjur af launum hans.
Þrátt fyrir loforðið gat Dani-
el Day Lewis ekki hætt viö það
sem hann var samningsbund-
inn að gera en með lagni var
hægt að finna smátíma sum-
arið 1988 og strax sett stefnan
á að byrja tökur þá. Tíminn
var naumur en allir lögðust á
eitt og það tókst að klára tök-
ur á tilsettum tíma. Var kvik-
myndað í Dublin og þar í
kring.
Þáttur Daniels
Day Lewis
Það eru allir sammála um
að það sé ekki síst að þakka
Daniel Day Lewis að My Left
Foot nálgast það að vera
meistaraverk. Leikur hans er
ótrúlega góður og hrífur hann
áhorfandann með sér í stór-
brotnum leik. Eru allir sam-
mála, sem unnu með honum,
um að hann hafi gefið sig all-
an og aldrei kvartað þótt eitt-
hvað færi úrskeiðis. Þá má
ekki gleyma hlut hins unga
Hugh O’Connor sem leikur
Brown ungan. Sýnir sá dreng-
ur mjög þroskaðan leik.
í þeirri ætlun sinni að missa
aldrei tökin á hlutverkinu
eyddi Daniel Day Lewis öllum
dögum meðan á kvikmyndun
stóð í hjólastólnum, fór aldrei
úr honum þótt hann væri ekki
að leika. Það tók sex vikur að
kvikmynda My Left Foot og
það var aðeins örsjaldan sem
samstarfsmenn Lewis sáu
hann ekki í hjólastól. Þá þjálf-
að hann vinstri fót sinn það
vel að þegar tökum var lokið
gat hann orðið skrifað og
málaðmeð honum.
Hinn þekkti írski karakter-
leikari Ray McAnally, sem
leikur stórt hlutverk í My
Left Foot, segir um Daniel
Day Lewis: „Égþekkti
Christy nokkuð vel. Hann
kom iðulega í Queens Thea-
tre, þar sem ég lék, og ég get
því dæmt um hvernig tekist
hefur til. Daniel Day Lewis
hefur náð því sem ég fyrir-
fram taldi ekki mögulegt, að
sýna i líflausum líkamanum
það sem inni fyrir býr.“
My Left Foot eða Með
vinstri fæti, eins og hún mun
nefnast á íslensku, verður
frumsýnd í Háskólabíói í
næstuviku.
-HK
Daniel Day Lewis og Brenda Fricker hafa bæði verið tilnefnd til óskarsverðlauna.
Með vinstri fæti
KLAUS MARIA BRANDAUER
leikur aöallúutverkið og leikstýr-
ir kvikmyndinni George Elser
sem Qallar um manninn sem
reyndi að drepa Hitler. Maöur
þessi, George Elser, sem 1939
reyndi að drepa Hitler á bjórkrá
í Berlín, er ekki kunnugur mörg-
um.
Mjög lítið er vitaö um hann,
enda var hann einfari og þekkti
fáa. Það sem enn færri víta er að
hann lést ekki fyrr en 1945. Var
hann öll stríðsárin í útrýmingar-
búðum nasista.
Kvikmyndin hefur fengið góðar
viðtökur og þykír raunsæ þótt
ýmislegt sé skáldað til aö fylla
upp í eyðurnar. Brandauer þykir
standa sig vel, bæöi sem leikari
og leikstjóri.
★ ★★
WOLFGANG PETERSEN, sem
leikstýrði Das Boot á sínum tima
og svo Never Ending Story, hefur
nú gert sína fyrstu kvikmynd í
Hollywood. Nefnist hún Shatte-
red I þessar mynd, sem er saka-
málamynd, hefur hann mikið
úrval leikara og eru aðalleikar-
arnir Tom Berenger, Bob Hosk-
ins, Greta Scacchi, Joanne Whal-
ley-Kilmer og Corbín Bernsen.
JAMES CAMERON, sem Ieik-
stýrði dýrustu kvikmyndinni á
síðasta ári, The Abyss, mun sjálf-
sagt einnig leikstýra dýrustu
kvikmynd þessa árs, það er að
segja ef byrjað verður á henni.
Er það Tenuinator 2 en hann leik-
stýrði fyrri myndinni, sem var
mjög vel sótt, og gerði Arnold
Scwarzenegger frægan. Bæði
hann og Swarzeneggerhafa skrif-
að undir samning um að gera
mynd númer tvö og er áætlaður
kostnaður viö hana sextiu milljón
dollarar eða tiu milljónum betur
en The Abyss kostaði. Ekkert
hefur verið látíð uppi um efni
myndarinnar en eitt er þó vitað
að laun Swarzeneggers verða
ekki undir tíu milljónum dollara.
★ ★ ★
ÞEGAR óskarsverðlaunin verða
afhent í byrjun apríl verða að öll-
um líkindum allar þær fimm
kvikmyndir sem tilnefndar eru
sem besta kvikmynd til sýningar
í íslenskum kvikmyndahúsum.
Þegar er verið aö sýna Driving
Miss Daisy í Laugarásbiói. Verð-
ur hún bráðlega færð í minni sal
og sýningar á Born on the Fourth
of July hefjast í aðalsalnum.
Stjömubíó frumsýndi í gær
Glory. Sýningar standa ennþá
yfir á Dead Poet Society í Bíó-
borginni og mun hún að öllum
líkindum verða látin ganga fram
yfir afhendingu verðlaunanna. Á
þriðjudaginn mun svo Háskóla-
bíó taka til sýningar íimmtu
myndina, My Left Foot. Nánar
er fjallað um hana annars staðar
á síðunni. Það er af sem áður var
þegar Reykvíkingar þurftu að
bíöa í allt að þrjú ár eftir „nýrri'*
kvilunynd.
★ ★ ★
EDWARD WOODWARD er næst-
ur í langri röð leikara til að leika
leynilögregluhetjuna Sherlock
Holmes. Nýlega eru hafnar tökur
á Hands of a Murder þar sem
haim leikur konung leynilög-
reglumannanna. Woodward er
sjálfsagt þekktastur fyrir að leika
Bjargvættimi (The Equalizer)
sem nú er hætt að framleiöa. Sá
sem leikur dr. Watson er einnig
kunnugur íslenskum sjónvarpsá-
horfendum, það er John Hiller-
man sem lék breskan vin Tom
Selleck í Magnum P.I. Aðalskúrk-
inn leikur svo breski leikarinn
Amlimn \ndrews