Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 43
; LAlíGARl>AGtrrt l-7,'ÍMARft Í8Ö0. «551» Afmæli Þóra Ása Guðjohnsen Þóra Ása Guðjohnsen, Háageröi 15, Reykjavík, er sextug í dag. Þóra Ása er fædd á Húsavík og ólst þar upp. Hún var gagnfræðing- ur frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Þóra bjó í Seattle 1958-1963 og vann hjá Hafrafelli hf. í Rvík 1963-1986. Hún vann hjá bókaforlaginu Sögu- steini 1986-1989 og er meðhöfundur Knudsensættarinnar I.-II. 1986. Þóra giftist 3. júlí 1954 Sigurþóri Margeirssyni, f. 27. október 1925, forstjóra Hafrafells hf., síðar skrif- stofumanni í Rvík. Foreldrar Sigur- þórs voru: Margeir Guðmundur Rögnvaldsson, verkamaður í Rvík, og kona hans, Anna Gíslína Gísla- dóttir. Böín Þóru og Sigurþórs eru: Halldór Gísli, f. 13. desember 1954, bifreiðasmiður i Hafnarfirði, kvæntur Sigríði Jónsdóttur sjúkra- liða, Guðrún Gerða, f. 5. október 1956, gift Gústaf Adolf Hjaltasyni, tæknifræðinema í Horsens á Jótl- andi oglngibjörgÞórdís, f. 21. des- ember 1962, forstöðukona Folda- borgar í Rvík. Systkini Þóru eru: Halldóra Margrét, f. 28. september 1920, gift Henry Albert Reimann, húsgagnasmiði og skipasmiði í Bot- hell í Washington í Bandaríkjunum, Einar Þórður, f. 14. apríl 1922, við- skiptafræðingur, fyrrv. fram- kvæmdastjóri í Rvík, kvæntur Berg- Ijótu Líndal hjúkrunarforstjóra, Stefán Sverinbjörn, f. 18. september 1924, byggingameistari í Portland í Oregon í Bandaríkjunum, kvæntur Ruth Junita Young hárgreiðslu- konu, Pétur, f. 8. nóvember 1927, stýrimaður í Rvík, kvæntur Grete Marion Tangen, og Baldur Ásgeir,. f. 17. Ágúst 1932, byggingaverktaki í Pittsburg í Kalforníu, kvæntur Sharon Moody. Fósturforeldrar Þóru frá níu ára aldri voru: Bjarni Benediktsson, kaupmaður í Húsavík, og kona hans, Þórdís Ásgeirsdótir. Foreldrar Þóru voru: Sveinbjörn Guðjohnsen, gullgrafari í Klondike í Alaska, síðar sparisjóðssstjóri á Húsavík, og kona hans, Guðrún Hallgerður Eyjólfs- dóttir. Sveinbjörn var sonur Þórðar, verslunarsjóra í Húsavík, Péturs- sonar Guðjohnsens, organleikara og alþingismanns í Rvík, ættfóður Guðjohnsensættarinnar. Móðir Þórðar var Guðrún Sigríður, dóttir Lauritz Knudsens, kaupmanns í Rvík, ættfóður Knudsensætarinnar. Móðir Sveinbjarnar var Halldóra Margrét Þórðardóttir, háyfirdóm- ara í Rvík, og konu hans, Kirstine Cathrine Knudsens, systur Guðrún- ar Sigríðar. Guðrún Hallgerður var dóttir Ey- jólfs, b. á Brekku í Breiðdal, bróður Önnu, afa Fjalars Sigurjónssonar, prófasts á Höfn í Hornafirði. Eyjólf- ur var sonur Eyjólfs, b. á Undir- hrauni í Meðallandi, Marteinssonar b. á Krossi á Berufjarðarströnd, Jónssonar, bróður Páls, langafa Eysteins, fyrrv. ráðherra, og Jakobs Jónssonar, prests og rithöfundar í Rvík. Móðir Eyjóls á Brekku var Steinunn, systir Margrétar, ömmu Valdimars Björnssonar ráðherra. Önnur systir Steinunnar var Sigríð- ur, langamma Braga Benediktsson- ar, prests á Reykhólum. Steinunn var dóttir Eyjólfs, b. á skriðu í Breiðadal, Þórðarsonar, b. á Finns- stöðum í Eiðaþinghá, Gíslasonar. Móðir Eyjólfs var Eygerður Jóns- dóttir pamfíls Jónssonar, ættföður Þóra Ása Guðjohnsen. Pamfílsættarinnar. Móðir Hallgerðar var Jónína Ól- afsdóttir, b. á Undirvegg í Keldu- hverfí, Gabríelssonar, b. á Skriðu, Ketilssonar, bróður Sigurðar, lang- afa Aðalbjargar Sigurðardóttur, móður Jónasar Haralz. Þóra tekur á móti gestum á heimil- i sínu eftir kl. 14 á afmælisdaginn. Helga Jónsdóttir Helga Jónsdóttir, Digranesvegi 69, Kópavogi, verður sjötíu ára á morg- un, 18. mars. Helga er fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal í Eyjafirði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1940, varð cand. phil. frá Háskóla íslands 1941, lauk kennara- prófí frá Kennaraskóla íslands 1941 og 1. stigi BA prófs frá Háskóla ís- lands 1946. Helga starfaði sem ritari hjá Tóbakseinkasölu ríkisins 1941^16 og var stundakennari við Kennaraskóla íslands 1946-47. Hún vann sem ritari í Blóðbankanum 1962-67, var kennari í Kópavogi 1967-69, ritari á Skólaskrifstofu Kópavogs 1969-70 og var prófdómari við barnaskóla í Kópavogi og Kenn- araskólann. Einnig hefur hún veriö við prófgæslu viö Háskóla íslands og Kennaraskólann. Helga söng í kirkjukór Kópavogs um áratuga- skeið og var formaður kórsins í 13 ár. Helga giftist þann 30.10.1943 Guð- mundi Eggert Matthíassyni, kenn- ara og organista í Kópavogskirkju, f. 26.2.1909, d. 17.7.1982. Foreldrar hans voru Matthías Eggertsson, prestur á Helgastöðum í Reykdæla- hreppi og síðar í Miðgörðum í Grímsey, og kona hans, Mundíana Guðný Guðmundsdóttir húsfreyja. Dætur Helgu og Guðmundar eru: María, f. 8.9.1944, hjúkrunarfræð- ingur og tónlistarkennari, búsett í Asker í Noregi, gift Per Jacobsen matreiðslumanni og eiga þau son- inn Magnú? Björndal. Guðný, f. 11.1.1948, fíðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, gift Gunnari Kvaran sellóleikara og er dóttir þeirra Karol Kvaran. Rannveig, f. 29.9.1950, félagsráð- gjafí, gift Hallgrími Axelssyni verk- fræðingi og eiga þau þrjá syni: Guð- mund, Hallgrím og Helga Mar. Björg, f. 10.1.1954, snyrtifræðing- ur, gift Aron Magnússyni, rafvirkja og matreiðslumanni, og eiga þau tvær dætur, Fjólu og Maríu. Foreldrar Helgu voru Jón Egg- ertsson, trésmiður og organleikari á Möðruvöllum í Hörgárdal, f. 28.12. 1884, d. 25.11.1923, ogMaría Þor- gerður Sigurðardóttir húsfreyja, f. Helga Jónsdóttir. 18.5.1893, d. 3.8.1971. Foreldrar Jóns voru Eggert Da- víðsson, b. á Möðruvöllum í Hörgár- dal, og Jónína Vilhelmína Kristjáns- dóttirhúsfreyja. Foreldrar Maríu voru Sigurður Oddsson, b. á Dagverðareyri í Glæsibæjarhreppi, og Rannveig Sig- ríður Jónsdóttir húsfreyja. Elís Pétur Sigurðsson Elís Pétur Sigurðsson bílstjóri, Sæ- bergi 15, Breiðdalsvík, verður sex- tugur á mánudaginn, 19. mars. Elís er fæddur í Gautavík í Beru- neshreppi en frá fjögurra ára aldri ólst hann upp á Krossi á Berufjarð- arströnd. Átján ára gamall hóf hann að keyra vörubíl en einnig vann hann á bryggjunni í síld. Upp úr 1960 stofnaði Elís ásamt íleiri síldar- söltunarstöðina Gullrúnu og nokkr- um árum seinna var hann einn af stofnendum Síldariðjunnar á Breið- dalsvík. Undanfarin 20 ár hefur liann stundað rekaviðar- og timbur- söfnun og stuðlað að því að íslend- ingar leituðu réttar síns á Jan May- en en Elís hefur staðið fast á því að íslendingar ættu hefðbundinn rétt á rekaviöi þar. Hann var umboðsmað- ur Olíuverslunar íslands í 13 ár og í nokkur ár tók hann að sér verk- efni fyrir Vegagerðina. Elís gekk í Lionshreyfinguna fyrir 14 árum og hefur staðið fyrir ferðum eldri borg- ara á vegum hreyfingarinnar. Hann er nú svæðisstjóri landshreyfmgar- innar. Elís hefur verið safnaðarfull- trúi Heydalakirkju í nokkur ár og setið í stjórn Landssambands vöru- bifreiðastjóra. Elis kvæntistþann 4.6.1961 Fjólu Ákadóttur, starfsmanni Kaupfélags Stöðfirðinga á Breiödalsvík, f. 17.1. 1940. Hún er dóttir Áka Kristjánssonar, starfsmanns Kaupfélags Berufjarð- ar í hálfa öld, og Áslaugar Jóns- dóttur. Börn Elísar og Fjólu eru: Áki, f. 15.2.1959, trésmíðameistari á Akureyri, kvæntur Bryndísi Karlsdóttur og eiga þau þrjú börn. Sigurður, f. 21.10.1960, starfsmað- ur Hraðfry stihúss Breiðdælinga, kvæntur Jóhönnu Guðnadóttur og eigaþaueittbarn. Áslaug, f. 14.8.1964, póstburðar- maður í Reykjavík, gift Birni Her- mannssyni og eiga þau eitt barn. Stefanía Fjóla, f. 26.4.1971, raf- virkjanemi í Iðnskólanum. Erla Vala, f. 26.4.1971, búsett á Fáskrúðsfírði. Ragna Valdís, f. 16.1.1980, nemi í foreldrahúsum. Elís Pétur, f. 2.4.1982, nemi í for- eldrahúsum. Systkini Elísar voru tvö. Stefán dó 12 ára og stúlka dó í fæðingu. Foreldrar Elísar voru Sigurður Stefánsson, fyrrv. póstur frá Streiti á Djúpavogi, og Sigríður Stefáns- dóttir húsmóðir. Sigríður var dóttir Stefáns, b. í Núpshjáleigu í Berufírði, Ólafsson- ar, b. á Kömbum í Stöðvarfirði, Vig- fússonar, b. í Borgargerði í Reyðar- firði,' Magnússonar. Móðir Olafs var Halldóra Finn- bogadóttir frá Kappeyri. Móðir Stef- áns var Guðrún Stefánsdóttir, b. í Snæhvammi, Bjarnasonar, og Þór- unnar Eyjólfsdóttur „gartners“ frá Elís Pétur Sigurðsson. Stuðlum í Reyðarfirði. Móðir Sigríðar var Elín Jónsdótt- ir, b. á Hvalnesi og Þverhamri, Er- lendssonar, b. á Dísastöðum og Þor- valdsstöðum í Breiðdal, Erlendsson- ar. Móðir Jóns var Þórey Jónsdóttir frá Fremri-Kleif, Jónssonar. Móðir Elínar var Þórdís Höskuldsdóttir, b. á Þverhamri, Bjarnasonar, og Sig- ríðar Jónsdóttur frá Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar. Elís mun taka á móti gestum á morgun, sunnudaginn 18. mars, á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík. Til hamii afmælið ngju með 18. mars Hilmar Jakobsson, 70 ára Dverghamri 8, Vestmarmaeyjum. Kristín Sigurðardóttir, Haukadal 2, Biskupstungnahreppi. Bjarnhólastíg 22, Kópavogi. Ásdís S. Thoroddsen, Vesturbrun 4. Reykjavik. Depluhólum 6, Reykjavík. Kristín Alda Guðmundsdóttir, Fossheiði 9, Selfossi. 40 ára 60 ára Anna Meyvantsdóttir, Gerðavegi 7, Garöi. Guðui Chiisiian Aodivaseu Hörður Þorsteinsson, Sæborg, Grýtbakkahreppi. bakarameistari, Austurvegi 31B, Sel- • fossi. Hann tekur á móti gestura laugar- daginn 17, mars eftir kl. 19 í veitinga- staðnum Básnum, Efstalandi í Ölfusi. Stefán Gislason, Merkurgötu 10, Hafnarfirði. 50 ára Dvalinn Hrafnkelsson, Vörðubrún, Hlíðarhreppi. Guðrún Rannveig Ásgeirsdóttir Guðrún Rannveig Ásgeirsdóttir húsmóðir, Aðalstræti 17, ísafirði, er sjötíu ára í dag. Guðrún fæddist að Árbakka í Hnífsdal og ólst þar upp til fullorð- insára. Guðrún giftist þann 18.11.1944 Kjartani Gunnari Guðmundssyni málarameistara, f. 28.9.1921. For- eldrar hans voru Guðmundur Elías Sæmundsson málarameistari, f. 3.3. 1899, d. 7.5.1966, og Margrét Péturs- dóttir, Níelssonar, formanns frá Hnífsdal, f. 22.11.1901, d. 30.6.1987. Börn Guðrúnar og Kjartans eru: Margrét, f. 16.11.1943, starfsmaður Landsímans í Reykjavík og á hún eina dóttur. Rannveig, f. 21.5.1945, sjúkraliði, búsett í Voss í Noregi, gift Per Gronás og eiga þau tvo syni. Guðmundur Elías, f. 7.9.1949, löggiltur endurskoðandi, búsettur á ísafirði, kvæntur Bryndísi S. Jónas- dóttur frá Siglufiröi og eiga þau þrjú börn. Ásgerður, f. 20.12.1959, bókasafns- fræðingur, búsett í Reykjavík. Systkini Guðrúnar: Sigríður, f. 17.5.1921, búsett á Flateyri; Gunn- rún Jensína, f. 4.8.1922, d. 15.11. 1989, var búsett á ísafirði; Margrét, f. 11.5.1924, d. 6.3.1925; Kristján Ásgeir, f. 2.9.1926, búsettur á Akra- nesi; Guðni Jóhannes, f. 1.3.1930, búsettur á Akranesi; Margeir Guð- mundur, f. 12.8.1931, búsetturí Keflavík; Jón, f. 28.1.1933, d. 17.12. 1953, var búsettur í Hnífsdal; Hinrik Gísli, f. 7.7.1937, búsettur í Hnífs- dal; Elinóra Hrefna, f. 12.2.1942, búsett í Hnífsdal; og Halldór, f. 10.5. 1943, búsettur í Hnífsdal. Foreldrar Guðrúnar: Ásgeir Randver Kristjánsson, f. 14.5.1891, d. 17.12.1965, sjómaður í Hnífsdal, og Rannveig Karlína Margrét Vil- hjálmsdóttir, f. 7.9.1900, húsmóðir. Ásgeir var sonur Kristjáns, b. á Kambsnesi og i Súðavík, Björnsson- ar, í Keflavík, Helgasonar. Guðrún Rannveig Ásgeirsdóttir. Móðir Ásgeirs var Guðrún Ás- geirsdóttir, b. á Kambsnesi, Páls- sonar, b. á Kambsnesi, Ásgeirsson- ar. Móöir Ásgeirs Pálssonar var Guð- rún Jóhannesdóttir. Móðir Guðrún- ar Ásgeirsdóttur var Rannveig Þórðardóttir, b. á Blámýrum, Þor- steinssonar. Rannveig er dóttir Vilhjálms, sjó- manns í Hnífsdal, Markússonar, lausamanns að Hrappsstööum í Lögmannshlíö, ívarssonar, b. á Möðruvöllum í Eyjafirði, Jónsson- ar. Móðir Rannveigar var Elísabet Guðnadóttir frá Bolungarvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.