Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRA1V1
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar,'blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RViK.SÍMI (91 )27022- FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plótugérð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Veró i lausasölu virka daga 95 kr. Helgarblað 115 kr.
Hættulegt starf
Farzad Bazoft var duglegur blaöamaður frá brezka
vikublaðinu Observer. Hann var hengdur á fimmtudag-
inn í írak. Honum var fyrst gefið að sök að hafa njósn-
að fyrir Bretland og síðan sakaður um að hafa njósnað
fyrir ísrael. Réttarhöldin voru írakskur skrípaleikur.
Bazoft var einn af hundruðum atvinnumanna, sem
sjá-um, að Vesturlandabúar fái sæmilega áreiðanlegar
fréttir úr öðrum heimshlutum, þar sem yfirvöld reyna
að halda öllu lokuðu, svo að stjórnarglæpir komi síður
í ljós. Þetta er hættulegt starf, svo sem dæmin sanna.
írak er nálægt botni ríkja heims. Mannréttindasam-
tökin Amnesty hafa upplýst, að þar í landi eru fimm
mánaða gömul börn tekin til fanga, pyntuð og drepin
til að fá foreldra til að játa eða til að knýja þá úr felum.
Smástúlkum er nauðgað og skólabörn skotin á torgum.
Stjórnin í írak hefur beitt eiturgasi gegn þorpum
Kúrda, sem eru minnihlutahópur í landinu. Þessi aðferð
er svo hræðileg, að ekki einu sinni nazistar þorðu að
beita henni í síðari heimsstyrjöldinni. Enda er Saddam
Hussein forseti eitt mesta óargadýr heimsins núna.
Ástandið í írak hefur lengi verið verra en ástandið í
íran, svo sem vel kom í ljós í styrjöld þessara ríkja.
Satt að segja er furðulegt, að nokkurt vestrænt ríki skuli
hafa stjórnmálasamband við írak og leyfa sendimönnum
sínum að sitja til borðs með fulltrúm Saddam Hussein.
Blaðamenn fara til landa á borð við írak til að segja
Vesturlandabúum fréttir af því, sem þar er að gerast.
Farzad Bazoft var handtekinn á bannsvæði við verk-
smiðju, sem framleiðir eiturgas. Samanlögð vinna
margra blaðamanna hefur upplýst svívirðuna í írak.
Víðar um heim er hættulegt að vera blaðamaður. í
mörgum ríkjum islamstrúar eru stjórnvöld afar grimm.
Einna verst er þó ástandið í kaþólsku Ameríku. Þar
láta árlega margir blaðamenn lífið vegna frétta sinna
um stjórnmál, spillingu, hernað og eiturlyf.
í Kólumbíu einni hafa 40 blaðamenn verið myrtir á
aðeins tveimur árum, flestir þeirra í höfuðborg eitur-
lyfjanna, Medellín. í flestum tilvikum næst ekki í morð-
ingjana, jafnvel þótt ríkisstjórn Virgilio Barco segist
vera að reyna að ráða niðurlögum eiturlyfjabófanna.
Ástandið er líka mjög slæmt í Perú. Þar komu grímu-
klæddir bófar úr stjórnarhernum á heimili Juvenal
Farfán Anaya og skutu hann og alla íjölskyldu hans til
bana. í Mexíkó láta stjórnvöld oft drepa blaðamenn, sem
hafa skrifað um spillingu og eitursölu stjórnvalda.
Herinn í E1 Salvador hefur lengi haft blaðamenn á
heilanum og lét í fyrra myrða nokkra. Ástandið hefur
versnað síðan kristilegir demókratar náðu völdum í
forsetakosningum í fyrra. Geðveikur morðingi að nafni
d’Aubuisson ræður flestu í her og stjórn landsins.
Blaðamenn, sem reyna að segja frá hlutum, sem
stjórnvöld vilja ekki, að fré.ttist, eru ofsóttir í um það
bil 80 ríkjum jarðar, samkvæmt nýjustu skránni frá
Alþjóðastofnun ritstjóra, IPI. Ástandið fer víðast hvar
versnandi, nema í Austur-Evrópu, sem er á frelsisleið.
Þrátt fyrir ofsóknirnar hefur blaðamönnum víða
tekizt að draga upp mynd af hinum hræðilegu leyndar-
málum stjórnvalda. Óttinn við þessa mynd veldur því,
að stjórnvöld í þriðja heiminum þora ekki að fara eins
illa með almenning og þau mundu annars hiklaust gera.
Farzad Bazoft er einn hinna hugrökku manna, sem
hafa látið lífið, svo að blaðalesendur geti gert sér grein
fyrir, hvað er að gerast í heiminum umhverfis þá.
Jónas Kristjánsson
Forseti og kjós-
endur fást vid
flokkskerfið
Á fimm ára afmæli forustu Mik-
hails Gorbatsjovs fyrir Kommún-
istaílokki Sovétríkjanna kom mið-
stjórn flokksins saman til að leggja
endanlega blessun sína yfir stjóm-
arskrárbreytingu sem afnemur
valdeinokun flokksins og opnar
gáttir fyrir fjölflokkakerfi. Sömu-
leiðis ákvað miðstjórnin fyrir fullt
og allt að hraða flokksþingi um ár
og dagsetja þaö 2. júlí í sumar.
Nánir samstarfsmenn Gor-
batsjovs fara ekki dult með að vel
komi til greina af hans hálfu að
taka á þessu flokksþingi skrefið til
fulls frá fiokksræði til lýðræðis, þar
láti hann af starfi aðalritara mið-
stjórnar og verði þaðan í frá forseti
fólksins en ekki lengur háður
hriktandi og íhaldssömu flokks-
kerfi.
Strax að loknum miðstjórnar-
fundinum kom Þjóðfulltrúaþingið
saman til fundar. Þar er þegar þetta
er ritað nýbúið að lýsa kjöri Gor-
batsjovs í forsetaembætti gætt
sjálfstæðu framkvæmdavaldi. Af-
nám valdeinokunar flokksins rann
í gegn á fundinum, en hart var tek-
ist á um nýja forsetaembættið,
valdajafnvægi milli þess og þings-
ins og aðferðina við val fyrsta for-
setans.
Niðurstaða varð að forseti getur
ekki lýst yfir neyðarástandi nema
með samráði við þingið og stjórn
hlutaðeigandi lýöveldis eöa lýð-
velda. Forsetinn hefur einfalt neit-
unarvald gagnvart lagasetningu
þingsins en ekki tvöfalt. Þingið get-
ur sett forsetann af reynist hann
sannur að stjórnarskrárbroti.
Að þessum atriðum frágengnum
var stofnun forsetaembættisins
samþykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta. Annað varð uppi á teningn-
um þegar að því kom að ákveða
hver háttur yrði haföur á vali í
embættið nú í fyrsta skipti. Um
fjórðungur þingheims tók afstöðu
með þjóðkjöri þegar í stað og
greiddi atkvæði gegn Gorbatsjov,
eina frambjóðandanum, að þeirri
tillögu felldri.
Stuðningsmenn Gorbatsjovs
héldu því fram að ástandiö í
landinu væri nú þannig, bæði í
efnahagsmálum og sambúð mis-
munandi þjóðerna, að enginn kost-
ur væri að taka sér tíma i misseris-
undirbúning þjóðkjörs forseta. Það
yrði að bíða loka fyrsta fimm ára
kjörtímabilsins.
í þakkarræðu sinni fyrir auðsýnt
traust tók Gorbatsjov tillit til uggs
þeirra sem með hliðsjón af rúss-
neskri reynslu telja varhugavert
að færa einum manni víðtækt vald.
Jafnframt hét hann að láta ganga
fyrir öllu endurbætur á fram-
leiðslu- og dreifingarkerfi til hags-
bóta fyrir almenning.
Hraðinn, sem Gorbatsjov og hans
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
menn vilja hafa á stjórnkerfis-
breytingunni, helgast af því að nú
sjá þeir vera að opnast nýja og
margþætta möguleika á þessu
sviði. í fyrsta lagi er veriö að kjósa
ráð og þing í stærstu lýðveldunum,
Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rúss-
landi, í nokkrum umferðum þessar
vikurnar, og í fyrsta skipti í tiltölu-
lega frjálsum kosningum. í öðru
lagi eru að ganga í gildi nýsett lög
frá Æðsta ráðinu um einkabúskap
og einkarekstur.
Fyrr var frá því gengið að ný-
kjörnu ráðin, kjörin í keppniskosn-
ingum í fyrsta skipti, taki við stór-
auknu valdsviöi á hverjum stað, en
valdsvið héraðsdeilda og héraðsrit-
ara kommúnistaflokksins skerðist
að sama skapi. Valdtilfærsla frá
flokkskerfi til stjórnvalda, sem
sækja umboð sitt beint til almenn-
ings, er aö allra dómi frumskilyrði
til að rýmkuð rekstrarform skili
tilætluðum árangri í auknu vöru-
framboði og bættri þjónustu.
Reynslan af heimild til stofnunar
samvinnufyrirtækja hefur sýnt að
rótgróið flokksvald á einstökum
stöðum hefur bæði getu og vilja til
að kæfa nýjungar í atvinnulífi sem
það telur ógna aðstöðu sinni.
Rekstrarleyfi eru veitt seint og aft-
urkölluð af tylliástæðum. Skatt-
lagning er höfð óhófleg. Bófaflokk-
ar, sem beita nýju fyrirtækin fjár-
kúgun, eru látnir óáreittir af yfir-
völdum. Þrátt fyrir allar þessar
þrengingar starfa orðið fimm millj-
ónir manna við nýju samvinnufyr-
irtækin í Sovétríkjunum.
Nýju lögin um persónulega eign
(einkaeign er enn bannorð) gera
ráð fyrir að menn geti átt og hag-
nýtt sér framleiðslutæki, að því til-
skildu að ekki sé um að ræða arð-
rán manns á manni. Lög um fjöl-
skyldubú veita mönnum rétt til að
taka á leigu og rækta eftir eigin
höfði land samyrkjubúa og ríkis-
búa. Slík íjölskyldubú eru setin
með óðalsrétti, erfðarétti á leigu-
málanum, en landið sjálft má ekki
ganga kaupum og sölum.
Geta má nærri að þessi tilraun
til að auka og bæta búvörufram-
leiðsluna veltur á framkvæmdinni
út um breiðar byggðir Sovétríkj-
anna. Komist stjórnir samyrkju- og
ríkisbúa upp með það, eru þær vís-
ar til að úthluta fjölskyldubúunum
rýrustu landskikunum og þrengja
kosti þeirra í hvívetna.
Hér er því verk að vinna fyrir
nýju ráðin og lýðveldaþingin með
bakhjarl í voldugu forsetaembætti.
Að vísu reyndi flokkskerfið, eink-
um í sveitahéruðum, eftir mætti að
bregða fæti fyrir frjálsræðið i kosn-
ingunum. Til að mynda notuðu
flokksstofnanir vald sitt yfir skip-
un kjörstjórna til að hindra að
þeirra menn fengju öfluga mót-
frambjóðendur en heimila framboð
einhverra ómerkinga, til að halda
yfirskini valfrelsis.
í fyrstu umferð kosninganna
fyrra sunnudag, þar sem þurfti yfir
helming atkvæða til að ná kjöri,
urðu úrslit sem fengust afar hag-
stæð endurbótasinnum og andófs-
mönnum gegn flokksveldinu. í
Sverdlovsk, sínu gamla flokksrit-
araumdæmi, náði Boris Jeltsin
75% atkvæða í keppni við 11 aðra
frambjóðendur til þings rússneska
lýðveldisins. Lætur hann líklega
aö gefa kost á sér til forsetaembætt-
is lýðveldisins. í Úkraínu gerir
þjóðernishreyfingin Rukh ráð fyrir
að ná allt að þriðjungi þingsæta. í
höfuðborginni Kíev náðu kjöri
bræðurnir Mikhail og Bogdan Hor-
ín sem sátu í fangabúðum fyrir að
skipuleggja samtök til að fylgja eft-
ir að yfirvöld virtu mannréttindaá-
kvæði Helsinkisáttmálans. Á þing
rússneska lýðveldisins var kjörinn
Sergei Kovaljof sem sat í fangabúð-
um fyrir að gefa út mannréttindari-
tið Annáll atburða líðandi stundar.
Andrei heitinn Sakharof mun hafa
bjargað lífi Kovaljofs, þegar hann
fékk hann fluttan fársjúkan úr
fangabúðum í Perm í sjúkrahús í
Leníngrad, og virðist hafa litið á
hann sem væntanlegan arftaka
sinn í stjórnmála- og réttindabarát-
tunni.
í Leníngrad sögðu fulltrúar um-
bótahreyfingarinnar Lýðræðis-
kosningar 1990 eftir fyrstu umferð
kosninganna, að þeir ættu vísan
sigur í fjórum af hverjum fitnm
borgarstjórnarsætum. I kosning-
um til lýðveldisþingsins höfðu
frambjóðendur hreyfingarinnar
forustu í 30 kjördæmum af 34 þar
um slóðir.
Gorbatsjov á nú framundan nýtt
fimm ára valdatímabil. Þá reynir á
hvort honum tekst aö uppfylla þær
vonir sem hann hefur vakið á
fyrsta fimm ára skeiðinu.
Magnús Torfi Ólafsson
embætti með sjálfstæðu framkvæmdavaldi.