Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. 15 Ó, ég væri ungur enn Aldrei mun ég tala illa um mína æskudaga. Þvert á móti saknar maöur þeirra ljúfu og glööu stunda þegar sól skein í heiöi og hver dag- ur var öðrum skemmtilegri. í hug- anum eru bernskubrekin orðin að gleðileikjum og prakkarastrikin að ósviknum minningum um tilvist sem var og aldrei kemur aftur. Maður er búinn að gleyma drullu- pollunum og gúmmiskónum, braggahverfunum og Karl Jularbo sem var eftirlæti útvarpsmanna þegar gamla gufan sá ein um kvöld- skemmtanirnar. Einn strætó í vest- urbæinn, einn strætó um Njáls- götu, Gunnarsbraut og langar voru leiðirnar í Hálogaland fyrir þá sem vildu fylgjast með handbolta í gamla daga. Útlönd voru í útlönd- um og þóttu ekki fréttnæm nema þegar heimsstyijaldir brutust út. Þetta var einfalt líf og einhæft og allir undu glaðir við sitt. En þótt ég eigi mínar góöu æsku- minningar neita ég því ekki aö stundum á ég mér þá ósk að geta orðið ungur aftur. Unglingur í breyttum heimi, táningur sem bíð- ur í eftirvæntingu eftir framtíð- inni. Hvílíkur munur og hvílík for- réttindi það eru að alast upp við núverandi aðstæður, með öllum þeim tækifærum, lystisemdum og draumum sem hægt er að láta ræt- ast án mikillar fyrirhafnar. Þeir eru öfundsverðir, unglingarnir, ef þeir bara kynnu aö meta það. Efnahagur almennings hefur batnað, börn eru flest hver alin upp við þægilegar aðstæður, gott heim- ili, verndað umhverfi. Langtum fleiri leita í langskólanám, stúd- entspróf og framhaldsmenntun. Námslán tryggja lífsviðurværi ef ekki er í önnur hús að leita. Tóm- stundaiðja er ijölbreytt. Líkams- ræktarstöðvar á öðru hverju götu- horni, aðstaða til íþróttaiðkana stórbætt, fullkomin skíðasvæði í næsta nágrenni. Veitingastaðir í röðum og miklu menningarlegri umgengni við vín og bjór. Margar sjónvarps- og útvarpsstöðvar, leik- húslíf í blóma og tónlistarséní í öðrum hverjum bílskúr. Græjur á hverju heimih, myndbönd, hljóm- flutningstæki, geislaspilarar og stereó. Bíll á hvern haus í fjölskyld- unni. Sérherbergi. Tískufatnaður aö eigin vali. Það er allt til af öllu og svo blasa útlöndin við í ferðabæklingunum og ódýrum sumarleyfisferðum og enginn er maður með mönnum nema hann leggi land undir fót. Kaupmanna- höfn er jafnvel orðin púkó áfanga- staöur. London er eins og næsti bær. Borin í frjálsan heim Nú þarf heldur enginn að lifa við óttann af kalda stríðinu, vígbúnað- arkapphlaupinu og yfirvofandi heimsstyrjöld. Það er þíða í al- þjóðamálum, frelsisbylgja og slök- un, sem á eftir að hafa áhrif á sér- hvern einstakling, samskipti þjóð- anna og útþrá íslendinga. í marga mannsaldra hefur æskufólk alist upp við frið spjótsoddanna. Allt í einu er hættan liðin hjá og veröldin hefur skipt um ham. Æskan er laus við óttann. Börnin fæðast inn í frjálsan heim. Tungumálakunnátta hefur auk- ist, frjálslyndi í ástamálum og jafn- ræði með kynjunum. Drottnunar- vald foreldra hefur breyst í félags- skap unglingsins við fullorðna fólkið. Umburðarlyndi gagnvart æskufólki fer vaxandi og raunar gengur maður undir manns hönd til að gera unglingunum lífið bæri- legt. Unglingar eru ekki lengur af- skipt kynslóð. Þeir eru hluti af samfélaginu og mega sín nokkurs. Það hefur ekki alltaf verið þann- ig. Til skamms tíma voru unglingar út undan. Þeir eru hvorki börn né fullorðnir en eru þó hvort tveggja. Lífið er ekki alltaf dans á rósum fyrir hálfþroskaða persónu sem veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga. Vaxin upp úr bernskunni, án þess þó að vera komin til vits og ára. Þekkja spurningarnar en ekki svörin. Eiga sér húsaskjól en leita út í óvissuna. Stíga sín fyrstu spor í heimi fullorðinna en kunna þó ekki fótum sínum forráð. Ungling- arnir eru skammaðir fyrir það sem þeir gera en hvattir til að gera það sem þeir skammast sín fyrir. Ana á veggi vegna þess að enginn hefur varað þá við torfærunum. Bleikt og blátt Allt fullorðið fólk hefur gengið í gegnum gelgjuskeiðið. Skynjað þroskann og líkamann en ekki kunnað að bregðast við honum. Stundum er líkamsþroskinn langt á undan andlega þroskanum og öfugt. Útkoman hefur gert margan einstaklinginn áttavilltan. Þrosk- inn gengur ekki í takt og heldur ekki viðbrögð annarra sem annað- hvort taka ekki eftir honum eða misskilja hann. Æskan hér áður fyrr á árunum lifði ekki leiðinlegu lífi. Síöur en svo. En dagarnir voru fábrotnari, tækifærin færri, umhverfiö heftara og bælt. Bleikt og blátt hefði ekki getað komið út öðruvísi en að kalla yfir sig fordóma og þröngsýni. Elskhugi lafði Chatterleys var bönnuð og flokkuð undir klámbók- menntir af því að ástarpariö strauk hvort öðru um lendarnar á bak við heysátu. Eða svo gott sem. Veit- ingahúsum var lokað á miðnætti. Og til voru þeir sem reyktu í laumi fram á fullorðinsár, frekar en að fá yfir sig vandarhögg siðgæðisins og bannfæringu skyldmennanna. Allt var bælt. Líka tilfinningalíf og ást í leynum, unglingar þurftu að pukrast með hvatir sínar og hommarnir voru í felum. Nú dansa þeir og syngja fyrir framan sjón- varpsvélarnar. Hún er lesbísk, þessi, segir nútíminn og ypptir öxl- um. Fæstir máttu vera eins og þeir áttu að sér. Allir þurftu að sýnast. Setja upp sparibrosin og sparifötin og fylgja boðorðunum meðan aðrir sáu til. Heilsaðu fólkinu, góði, sagði fjölskyldufaðirinn við börnin sín og þau gegndu. Sonurinn tók ofan og dóttirin hneigði sig eins og hefö- armær. Þetta var lærð háttvísi í samræmi við tíðarandann sem ekki þoldi að fólk kæmi til dyranna eins og það var klætt. Aginn var í hávegum hafður, agi hinna bældu tilfinninga, agi þeirra siðalögmála sem enginn blettur mátti falla á. Agaleysið Það hefur losnað um þessi bönd. Ekki alltaf til góðs en til aukins frjálsræðis. Unglingarnar í dag eru öðruvísi en unglingarnir í gær. Þeir eru sjálfstæðari, opnari og frjálsari. Agaleysið hefur haldið innreið sína. Oft að vísu með ægi- legum afleiðingum vegna þess að freistingarnar eru margar og barn- ið forðast ekki eldinn fyrr en það hefur brennt sig. Og þá er það stundum of seint. Eiturlyf og óregla eru þær hættur sem hafa orðið mörgum ungmennunum að fjör- tjóni og við sjáum ekki fyrir end- ann á þeim óhugnaði. Óaldarlýður setur svip sinn á næturlífið. Sem betur fer er sá hópur í minnihluta. Agaleysinu fylgir líka heimtu- frekja, tilætlunarsemi og vanþakk- læti. Unglingar taka það sem gefið að fá sitt frjálsræði og sína velsæld upp í hendurnar. En þeir eru líka margir og miklu fleiri sem njóta frelsisins og komast á beinu brautina. Æskufólkið er upp til hópa heilbrigt og jákvætt og þakkar fyrir að fá að vera til í ,betri veröld. Sumir hafa áhyggjur af menning- arleysi æskunnar. Hún sé kynslóð hins ljúfa lífs, án skyldurækni við tunguna og söguna, laus við þjóð- erniskenndina, skeytingarlaus um fortíðina. Ekki er ég viss um þetta. Æskufólk nútímans er að vísu lausbeislaðra í orði og æði en það finnur til ábyrgðartilfinningar eins og hver annar og ef það syngur ekki ættjarðarsöngva er það vegna þess að það er laust við rembinginn sem fylgir þjóðarhrokanum. Það b'tur á sig sem þátttakendur í stærri heimi og virðist vera tilbúið til að axla það hiutverk án þess að týna sjálfu sér eða þjóð sinni. Ef maður tekur mið af spurninga- þætti skólanna, sem sýndur hefur verið í sjónvarpinu, þá er þetta unga fólk helmingi fróðara og betur lesið en jafnaldrar mínir voru í eina tíð. Aldrei hafa heldur fleiri ung- menni fengist opinberlega við ‘skáldskap, aldrei hafa fleiri ungl- ingar komist til mennta. Mér er til efs að félagslíf, útgáfustarfsemi og 'menningarlegur áhugi hafi áður verið jafn-útbreiddur. Ekki mun þetta fólk verða verri íslendingar en við hin sem berum ættjarðarást- ina og ábyrgðina á öxlunum. Krók fyrir keldu íslendingar lifa ekki lengur út af fyrir sig. Þeir eru ekki lengur í torf- kofum eða hermannabröggum. Þeir eru ekki léngur heft þjóð og fordómafull gagnvart öllu því sem útlent er. Þeir hafa enga minni- máttarkennd fyrir að vera íslensk- ir. Hnarreist gengur æskan til móts við framtíðina og það er gott til þess að vita aö hún hefur sjálfs- traust. Ekki veitir af. Við verðum aldrei frjáls þjóð nema við þorum að taka á móti frelsinu og bjóöa því byrginn. Taka á móti því með því að njóta þess. Er þaö ekki með ólíkindum hversu margt ungt fólk þorir að troða upp með söng og sýningar í sjónvarpi? Mér skilst að Hemmi Gunn anni ekki eftirspurn. Er þaö ekki gleðiefni að fylgjast með góðri frammistöðu æskumanna í íþrótt- um og hvenær hafa fleiri lagt stund á útiveru en einmitt sá aragrúi fólks sem sækir á skíðasvæðin á góðviðrisdögum? Unga fólkið undir tvítugu er þar í yfirgnæfandi meiri- hluta. Já, það hlýtur að vera skemmti- legt að vera ungur. Svei mér þá ef maður verður ekki ungur í annaö sinn við þaö að finna straumana í kringum sig og verða þess áskynja að lífið hefur upp á margt að bjóða í starfi og leik og framtíðin er spennandi með öllum sínum tæki- færum og freistingum. Gáttirnar hafa opnast til allra átta ef menn aðeins vilja ganga í gegnum þær með gát. Gakktu hægt um gleðinn- ar dyr, segir i kvæðinu, og víst er að mörgum verður fótaskortur á vegferð sinni um hin gylltu lönd lífsþægindanna. En þá er einmitt komið að okkur, þeim eldri, að miðla af reynslunni, vara æskuna við keldunum og kenna henni að taka krókinn. Oscar Wilde sagði einu sinni að það væri mikil sóun að eyða æsk- unni á unga fólkið. Þá á hann við að æskan er skemmtilegasta tíma- bil ævinnar og syndin sé að unga fólkið kann ekki að njóta hennar, vegna þess að það skortir reynslu til skilja kosti hennar. Það veit nefnilega enginn hvað æskuárin eru mikils virði fyrr en þeim er lokið. Unga fólkið bíður í ofvæni eftir að verða fullorðiö og gleymir því að vera ungt sjálft. Má ekki vera að því og flýtir sér til fullorð- insáranna. Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.