Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 31
L AU GA RD. AGDR: 17. (MARS 1990. 39 DV Lífsstm Fögur minnismerki og fagrar byggingar má víða sjá í Prag. ir Pragbúar vilja gjarnan hýsa er- lenda feröamenn fyrir lágar upphæð- ir gegn því að þeir fái borgað í dollur- um eða pundum. Með því að gista í heimahúsum kynnist ferðamaður- inn íbúum borgarinnar og fær annað sjónarhorn á hana. Veitingastaðir Það er mikill íjöldi veitingahúsa í Prag. Hefðbundin veitingahús eru merkt, restaurance, og þar er oft að finna alþjóðlega rétti í bland við hefð- bundna tékkneska rétti en ferða- menn ættu að hafa í huga að leita einnig uppi staði sem eru merktir Vinárny en þar er lögð áhersla á að bjóða upp á góð vín jafnhliða góðum mat. Pivnice, eru krár þar sem hægt er að fá góðan kranabjór og ódýran mat. Kavénary eru kafiiteríur en þar er hægt að fá ýmiss konar létt snarl svo sem bökur og sætabrauð. Ef fólk er mikið að flýta sér er hægt að bregða sér á jídelna og fá þar snarl. Þessir staðir eru ódýrir og á mörgum þeirra verður fólk að standa upp á endann meðan það snæöir. Það er ekki dýrt að borða úti. Ekki þarf að borga nema um 250 krónur fyrir venjulega máltíð en ef farið er á verulega fínan stað greiðir við- skiptavinurinn um 500 krónur. Veit- ingastaðir, sem eru reknir í tengslum við hótel, eru venjulega dýrari og því dýrari sem hótehn eru fínni. Það er því í flestum tilvikum ódýrara að borða annars staðar en á hótelinu sem búið er á. Apexmiði héðan og til Prag kostar frá 45.000 krónum og upp í 50.000 krónur og er þá miðað við að flogið sé um Kaupmannahöfn, Lúxemborg eða Frankfurt. Norræna ferðaskrifstofan hefur í vetur boðið upp á ferðir til Prag, fjög- urra daga ferð, þar sem flogið er um Kaupmannahöfn, kostar rétt tæpar 60 þúsund krónur fyrir manninn. Innfalið er flug báðar leiðir, gisting á góðu hóteh, akstur til og frá flug- velh, miði í öll almenningsfarartæki, hálft fæði og ein skoðunarferð. Vikuferð fyrir einn kostar rétt tæp- ar 80.000 krónur, það sama er innfa- hð í verðinu og í fyrra dæminu nema að í vikuferðinni er boðið upp á tvær skoðunarferðir í stað einnar. íslend- ingar, sem ætla til Tékkóslóvakíu, þurfa vegabréfsáritun þangað. Hana er hægt að fá með stuttum fyrirvara í Tékkneska sendiráöinu í Reykja- vík. -J.Mar Um þessar mundir huga fjöl- margh’ íslendingar að þvl hvernig best verði að haga sumarleyfinu. Helmingur landsmanna ferðast er- lendis á hverju ári og eru ferða- hættir íslendinga stöðugt að verða fjölbreyttari. Nú á vordögum er boðið upp á námskeiðið „Á ferð og flugi“, flug/sigling - bíll, en slík námskeið hafa veriö haldin undanfarin þrjú ár. Eftirtaldir aðilar standa aö þess- um námskeiðum: Ferðaskrifstof urnar Saga, Norræna, Úrval-Útsýn og Félag islenskra bifreiðaeigenda, Flugleiðír og Sióvá-Almennar tryggingar hf. Umfcrðarráð er sam- starfsaðili. Námskeiðin verða á Hólel Loft- leiðum, laugardagana 24. mars, 28. april og 19. maí. Hefjast þau öll kl. 13.30 og standa í urn það bil 5 klukkustundir. Efni það sem tekið er fyrir er fjölbreytt og má þar nefna undirbúning ferðar, upplýs- ingaöflun, þjónustu og fyrir- greiðslu ferðaskrifstofa, notltun öku-/landakorta og kortalestur og fleira. Nánari upplýsingar er hægt aö fá hjá ferðaskrifstofunum og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. -J.Mar Prag þykir ein fegursta borg Evrópu. Japan: Ekki jafndýrt og margir halda Japanir eru orðnir þreyttir á þeim orðrómi að stórborgir í landinu séu þær dýrustu í heimi. Ferðamálaráð Japan gerði fyrir skömmu könnun á því hvort Tokýo væri dýrari en aðrar stórborgir heims og þá kom á daginn að hún er í fimmta sæti en ekki fyrsta eins og margir hafa viljaö halda fram. í könnuninni var lagt til grundvall- ar verð á gistingu eina nótt, kvöld- verði þar sem snædd var steik og drukkið rauðvín með, svo var reikn- að með einum hamborgara, bjór, viskídrykkjum og leigubílaferðum. Verð á þessum þáttum kannað í alls 21 borg í heiminum. Rannsóknin sýnir að þó að Tokýo sé í dýrari kantinum þá er enn dýr- ara að dvelja í París, Frankfurt, New York og London og raunar trónir sú borg á toppnum sem dýrasta borg heims samkvæmt könnuninni. Samtímis má lesa það út úr könn- uninni að það er ódýrara að heim- sækja Japan ef dvaliö er í öðrum borgum en Tokýo, til að mynda er litlu dýrara að heimsækja Sapporo og Kyoto en Hong Kong. Og suður- japanska borgin Fukuoka er einung- is örlítið dýrari en Bangkok en hún hefur lengi verið talin mjög ódýr. Svo má varpa fram þeirri spurningu hvort könnin sé marktæk þar sem hún er gerð af Japönum sjálfum en ekkióháðumaðila. -J.Mar Á grafinu er verðlag í Tokýo sett á 100 og reiknað út frá þvi hvaða borgir er dýrara eða ódýrara að heimsækja. Heimild Ferðamálaráð Japans. Frábær sumrbús á góðu rerði ÞÝSKALAND: Feriendorf Hostenberg steinsnar frá Luxemburg og Trier. Veródæmi: Flug, bíll og hús Fyrir 4 (2 fullorðna og 2 börn, 2-12 ára) í 2 vikur í júní. _____________ Frá kr. 41.830,- pr. mann HOLLAND: Zandvoort - örstutt frá Amsterdam Athugið! Hagstæóar sólar- landaferðir til fjölmargra staða. Flogið um LONDON. Verödæmi: Flug og hús Fyrir 4 (2 fullorðna og 2 börn, 2-12 ára) í 2 vikur í júní. __________________ Frá kr. 36.256,- pr. mann Gerið verðsamanburð Fcréáær lliifmmínvti 2 - Shni 62-80-20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.