Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 11
01.
iciviiiiiiiiiiiiniifiifistm ivmniiiriitriiiina i
11
St. Bernharðsgrey hvilir sig hjá eigandanum. Það er engin smástærð á
honum þessum.
Á hundasýningu í London:
Hvíti
hálend-
ingurinn
vann
Mikil hundasýning fór fram í Earls
Court höllinni í London í febrúar.
Sýningin er árlega en þetta var síö-
asta skipti sem hún fór fram í Earls
Court þar sem þessi risahöll er oröin
of lítil fyrir sýninguna. Mjög mikil
aðsókn er að hundasýningunni en
um sextán þúsund hundar víðs vegar
af Bretlandseyjum taka þátt í henni.
Á undanförum árum hefur það auk-
ist að íslenskir áhugamenn um
hunda fari á sýninguna en í ár voru
þeir' fimmtán. Þar á meðal var
hundatemjarinn Ragnar Siguijóns-
son sem tók þessar myndir.
„Sýningin er byggð upp sem fjöl-
skylduskemmtun og má sjá heUu
tjölskyldurnar koma sér fyrir við
hundabásana með nestið sitt,“ sagði
Rágnar. „Á sýningunni eru hundrað
og sex tegundir og í allt upp í þrjú
hundruð af hverri tegund. Sýningin
stendur yfir í fjóra daga. Keppt er
daglega og þeir sem komast í úrslit
keppa aftur síðasta daginn. Algeng-
ast er að fjölskyldur komi með hund-
inn þann dag sem keppt er í hans
grein og koma síðan aftur ef hann
kemst í úrslit," sagði Ragnar.
„TiJ að komast á sýninguna þurfa
hundamir að hafa náð stigi í meist-
aratign. Akveðið punktakerfi er í
gangi en það er ekki sama og við-
gengst á Norðurlöndum. Á hverjum
degi er keppt t.d. í hlýðni og fimi
hundanna. í lok keppninnar er síðan
einn hundur valinn sem yfirburða-
sigurvegari. Að þessu sinni var það
svokallaður hvíti hálendingur,"
sagði Ragnar.
„Hundasýningar af þessu tagi hafa
farið fram á Bretlandseyjum frá ár-
inu 1928 - síðustu ár í Earls Court í
London. Þó sú sýningarhöll sé mjög
stór dugar hún ekki lengur þannig
að á næsta ári verður hún haldin í
Birmingham. Á sýningunni kynntu
menn þaðan borgina fyrir gestum,“
sagði Ragnar ennfremur.
Hann sagði að mjög skemmtilegt
væri að heimsækja sýningu sem
þessa þar sem allar þessar hundateg-
undir væru til sýnis. „Maður kemst
í samband við ræktendur og þjálfara
á Englandi og fær upplýsingar um
hvað sé nýtt að gerast.“ Ragnar
dvaldi á Englandi í þrjá mánuði sl.
haust og kynnti sér tamningu og
ræktun hunda en hann hefur starfað
mikið fyrir íslenska hundatamninga-
skólann.
-ELA
Keppt í hundafimi. Sumir voru ekki mjög háir í loftinu en komust samt yfir.
DV-myndir Ragnar Sigurjónsson
Hvíti hálendingurinn vann hundasýninguna í London með miklum yfirburðum enda þykir hann afar fallegur. Hér
sést fegurðardrottningin ásamt stoltum eigendum.
FLUGLEIÐIR
Aðalfundur Flugleiða hf.
AÐALFUNDUR Flugleiða hf. verður haldinn
fimmtudaginn 22. mars 1990 í Höfða, Hótel Loft-
leiðum, og hefst kl. 14.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og breyting á 4. gr.
samþykkta því til samræmis.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera
komnar I hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðal-
fund.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á
aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeild á
2. hæð, frá og með 15. mars nk. frá kl. 9.00 tii 17.00.
Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna
fyrir kl. 12.00 á fundardegi.
Stjórn Flugleiða hf.