Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 22
22: LAUGARDAGUR 17. MARS' 1990. Sælkerinn Saltfiskur er kóngafæða Ef þiö, lesendur góðir, hyggist fara til Portúgal, Spánar eöa annarra Miðjarðarhafslanda skuluð þið hafa með ykkur íslenskan saltfisk frekar en lopapeysur. Þið getið ekki gefið nýjum og gömlum vinum í þessum löndum betri gjöf en ein- mitt íslenskan saltfisk. Við Mið- jarðarhafið er saltfiskurinn talinn veislumatur, sem hann og er. Flestum íslendingum finnst salt- fiskur góður enda þótt ekki sé um frumlegar matreiðsluhefðir að ræða hér á landi. Saitfiskurinn, eins og við þekkjum hann best, er soðinn og borinn fram með soðnum kartöílum og floti. Við Miðjarðarhafíð er saltflskur- inn matreiddur á ótal vegu. í Portú- gal er t.d. sagt að hver meðalmat- reiðslumaður eigi að kunna 101 saltfisksuppskrift. „Lifiö er saltfiskur" stendur einhvers staðar en hvað sem því líður þá er saltfiskurinn kóngafæða sem of sjaldan er á boðstólum á islenskum veitingahúsum. Er nú ekki tími til kominn að viö íslendingar förum að gefa salt- fisknum meiri gaum? Var ekki sagt aö „lífið sé saltfiskur"? íslenskir veitingamenn ættu að hafa salt- fiskrétti á matseðlinum. Árlega koma hingað til lands yfir 100.000 erlendir ferðamenn, þar af nokkuð margir frá löndunum við Miðjarðarhafið og löndum Róm- önsku Ameríku. Fólk frá þessum löndum veit aö íslendingar fram- leiða úrvals saltflsk og það fólk vill eflaust snæða íslenskan saltfisk á meðan dvalist er á íslandi. Ekki má svo gleyma að saltfiskurinn er ódýr þannig að góður saltfiskréttur þarf ekki að vera dýr. Nú, svo má auðvitað matreiða ljúffenga saltfiskrétti heima. „Bac- alhau á comes de sá“ nefnist fræg- ur saltfiskréttur sem auðvelt er að matreiða. Þaö sem þarf er: 300 g soðinn saltfiskur 150 g soðnar kartöflur 3 laukar, skornir í sneiöar 2 hvítlauksrif, fint söxuð 2 harðsoðin egg 1 /i dl ólífuolía 3 msk. söxuð steinselja. Bein- og roðhreinsið saltfiskinn. Skrælið kartöflurnar og skeriö í sneiðar. Steikið laukinn og hvit- laukinn í ólífuolíunni. Bætið salt- fiskinum og kartöflunum á pönn- una þegar laukurinn er orðinn glær. Grófhakkið harðsoðnu eggin. Steikið fiskinn og kartöflurnar í um það bil 5 mín. á pönnunni. Sáldrið eggjahakkinu og steinselj- unni yfir saltfiskinn og berið hann á borð. Rauöi sófinn - lítiö Qölskyldufyrirtæki viö Hlemm Hafsteinn Egilsson, Maria Hilmarsdóttir og Niels Hafsteinsson. Við hlið fjölskyldunnar er Oddsteinn Gislason yfirmatreiðslumaður. Viö Hlemmtorg í Reykjavík hafa um árabil veriö reknir nokkrir veitinga- staðir í sama húsnæðinu. Lengst mun veitingahúsið Alex hafa veriö starfandi í þessu húsnæði. Nú er starfandi þar veitingahúsið „Rauði sófinn“. Eigendur eru hjónin Haf- steinn Egilsson, veitingastjóri á Hót- el Sögu, kona hans, María Hilmars- dóttir, og sonur þeirra, Niels, en þau mæöginin eru einnig þjónar. Rauði sófinn er lítill vinalegur veit- ingastaður, innanstokksmunir eru Umsjón: Sigmar B. Hauksson víða að, flestir frá virðulegum göml- um reykvískum heimilum. Meöal muna er stór rauður sófi og er stað- urinn nefndur eftir títtnefndum sófa. Rauði sófinn er ekki bjórkrá heldur fyrst og fremst matsölustaður. Það er traustvekjandi að fjölskyld- an skuli sjálf vera á staðnum og þjóna gestunum. Því miður er það nú svo að á of mörgum veitingahús- um í Reykjavík er þjónustufólkinu sama um þetta „lið“ sem kallast gest- ir. Það er þvi viss trygging að veit- ingamaðurinn skuli sjálfur vera í eldlínunni. Matseðillinn er allfjölbreyttur, kannski einum of, en ekki treystir Sælkerasiðan sér til að leggja neinn dóm á þá matreiöslu sem boðið er upp á hjá þeim á Rauða sófanum. Staðurinn nýtur þess þó aö hann er í næsta nágrenni við bestu fiskbúö- ina í Reykjavík, Fiskbúð Hafliða Baldvinssonar. í fljótu bragði eru fiskréttirnir áhugaverðari en kjöt- réttirnir. T.d. er hægt að fá tinda- bikkju, gellur og heilan nýveiddan humar. Samt ættu þeir sem meira eru fyrir kjötmetiö að finna eitthvað við sitt hæfi því á seðlinum eru m.a. Ijúffengar nautasteikur. Virðingarvert er að boðið er upp á grænmetisrétti. í hádeginu er sér- stakur matseðill meö ódýrum rétt- um. Einnig er hægt að fá salöt, súp- ur, samlokur og ýmsa kjöt- og fisk- rétti. Matreiðslumaður á Rauða sófan- um er Oddsteinn Gíslason, ungur og áhugasamur matreiðslumaður. Vínseðillinn er allfjöibreyttur, svo ekki sé meira sagt, og þá er hægt að fá allar þær bjórtegundir sem hér eru fáanlegar. í samtali viö Sælkerasíð- una sagði Hafsteinn Egilsson að til stæði að fara flytja inn frönsku gæða- vínin Mouton Cadet. Rauði sófinn er veitingastaöur sem spennandi verður aö fylgjast með, byrjunin lofar góðu. Á þaö fyrir fjallalambinu aö liggja að vera á stöðugri útsölu? Fjallalambið á útsölu - rétt eina ferðina Nú stendur yfir útsala á lambakjöti rétt eina ferðina. Þeir sem kaupa kjöt í hálfum eða heilum skrokkum bíða bara rólegir þar til næsta út- sala hefst. Brátt kaupir ekki nokk- ur maður lambakjöt í heilum skrokkum nema á útsölu. Þróunin virðist því ætla að verða sú að af- sláttarverð verður hið rétta verð. Það virðist ganga ótrúlega illa að markaðssetja lambakjötið þrátt fyrir skrautlega bæklinga og hvatningarauglýsingar í útvarpi. Þjóðin borðar stööugt minna af fjallalambi. Auðvitað er hluti af þessum sam- drætti eðlilegur. Fjölbreytni í fæðuvali eykst stöðugt, íslendingar borða æ meira af grænmeti, fiski og öðrum kjöttegundum. Megin- ástæðan fyrir því að salan dregst saman er auðvitað sú að framleiö- endur hafa ekki aðlagað sig breytt- um viðhorfum í þjóöfélaginu. Al- menningur vill ekki feitt kjöt né fro- sið, kjötiö þarf að hanga og meyrna. Ekki hefur enn tekist að fram- leiða neina markaöshæfa skyndi- bita úr lambakjöti. Halda mætti að þeir sem sjá um sölu og markaös- mál á lambakjöti hefðu ekki „hundsvif ‘ á því hvernig markað- urinn er og hvað fólk í dag raun- verulega vill borða. Þetta fyrir- komulag, sem við búum nú við, er að ganga að sauðfjárræktinni dauðri. Eyðimerkurganga íslenskra sauðijárbænda heldur áfram - því miður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.