Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 17. MARS 1990. 33 Stjónlendur handboltans: Framkvæma hrað- ar en þeir hugsa „Nafn Þorbergs Aðalsteinssonar hlaut að koma upp í þessari stöðu landsliðsins í dag. Þorbergur er gíf- urlega metnaðargjarn, áræðinn og einn meðfærilegasti leikmaður sem ég hef þjálfað. Nái hann að vinna úr sínum bestu eiginleikum ætti hann að ná góðum árangri með lið- ið,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson, handboltaþjálfari og sálfræðingur, um ráðningu nýs landsliðsþjálfara. Umdeildar breyting- ar voru til góðs Jóhann Ingi þjálfaði íslenska landsliðið fyrir tíu árum. Hann var þá rétt rúmlega tvítugur að aldri og að margra mati-of ungur. Þrátt fyrir það þorði hann að fara nýjar ieiöir og gerði miklar breytingar sem sýndu sig síðar að voru réttar. „Á þeirri stundu töldu menn þær rangar en þær voru byrjunin á þessu liði sem er að enda sinn feril núna,“ segir hann. Hann var orðaður við stöðu landsliðsþjálfara nú þegar Bogdan lætur af störfum. Langaði þig að taka við stöðunni eða hefur þú fengið þitt tækifæri? „Ég hef lítið hugleitt þau mál. Núna er ég með félagslið og drengjalandsliðið, auk þess sem ég er að vinna að öðrum verkefnum. Ég tel verkefnið sem þjálfari dren- gjalandsliðsins jafnmikilvægt því þar er framtíðarefniviðurinn og verk að vinna,“ svarar Jóhann Ingi. „Þegar þjálfari er valinn þarf að ígrunda málin vel og ræða málin fram og aftur. Ráðning landsliðs- þjálfara má ekki vera skyndi- ákvörðun. Ef ábyrgir menn hefðu leitað til mín hefði ég viljað ræða margar hhðar handknattleiksins á íslandi. Ef árangur úr þeim við- ræðum hefðu verið breytingar til batnaðar heföi ég vissulega verið tilbúinn að skoða málin.“ Yngri þjálfarar í fóstri Mikið hefur verið rætt og ritað um lítil tengsl landsliðsins við deildakeppnina og unglingaflokka. „Það hefur skort á það að yngri þjálfarar séu í fóstri hjá eldri og reyndari mönnum, eiginlega í þjálfun hjá þjálfaranum. Þetta var gert hjá sænska landsliðinu með góðum árangri. Þar var Roger Carlsson þjálfari liðsins áður en sá sem er núna aðalþjálfari hafði starfað með honum í hálft ár,“ seg- ir Jóhann Ingi. „Með þessu flyst þekking og reynsla milli manna. Þau mistök, sem gerð hafa verið, eru skoðuð og af þeim dreginn ein- hver lærdómur. Þetta hefur aldrei verið gert hérlendis og því vert að skipuleggja málin núna með þetta í huga.“ Fleiri ábyrgir en þjálfarinn Bogdan Kowalczyck hefur fengið versta skellinn eftir framgöngu is- lenska liðsins í Tékkóslóvakíu. En eru fleiri ábyrgir? „Mér hefur alltaf fundist þetta frekar ódýr lausn á vandamáli að kalla Bogdan einan til ábyrgðar. Ýmist er maðurinn hetja og sæmd- ur fálkaorðu eða þá að hann er tal- inn hinn mesti skúrkur. Einhverjir - segir Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari um íslenska handboltann Einvaldurinn er fallinn Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari segir að hugmyndafræðina bak við handboltann þurfi að endurskoða. DV-mynd Brynjar Gauti ráða Bogdan til starfa og í mínum huga bera þeir jafnmikla ábyrgð og hann. Það eru þeir sem geta haft áhrif á hans vinnubrögð. Það gengur ekki fyrir þessa aðila að segja Bogdan vill ekki og Bogdan vill. Við lifum í vestrænu þjóðfélagi og auðvitaö hefðu menn getað haft áhrif á störf þjálfarans ef þeir hafa talið að eitthvað væri að. Þegar vel gengur þarf þrennt að koma til,“ segir Jóhann Ingi. „Það þarf góða leikmenn, góðan þjálfara og góða stjórn. Þegar illa gengur hlýtur orsakanna að vera að leita hjá þessum aðiljum líka.“ Gagnrýni nauðsynleg Jóhann Ingi vill fá meiri gagnrýni á landsliðið og hana þá málefna- lega. „Framfarir geta ekki orðið nema tekið sé á málum jafnt og þétt en ekki bara þegar illa árar. Hörð gagnrýni er lífsnauðsynleg til að halda mönnum við efnið svo þeir sofni ekki á verðinum. Það hefur ekki þekkst hérlendis að fjallað sé um mál, sem eru í deiglunni, fyrir utan þá leiki sem eru í gangi. Gagn- rýni þýðir einfaldlega að rýna til gagns en ekki eitthvað neikvætt eins og íslendingar halda yfirleitt. Að mínu mati framkvæma stjórn- endur handboltans hér á landi oft hraðar en þeir hugsa.“ Hugmyndafræðina þarf að endurskoða Jóhann Ingi talar um nauðsyn þess að hugmyndafræðin á bak við handboltann hérlendis sé skoðuð ofan í kjölinn. „í þeim málum erum við á villigötum. Þetta er ekki spurning um það hver verður landsliðsþjálfari heldur míklu frekar um hugmyndafræðina. Und- anfarin ár hafa félögin verið hálf- gerðar hornrekur og stöðugt verið hamrað á því að menn séu í lélegu formi og þjálfararnir vonlausir. Að mínu viti er þetta hluti af skýring- unni hvers vegna ýmislegt hefur farið úrskeiðis. Við verðum að treysta félögunum til að koma leik- mönnunum í gott, líkamlegt ásig- komulag. Landsliðsþjálfunin á að byggjast á samhæflngu okkar bestu leikmanna en ekki allsherjar lík- amlegri þjálfun." Magn æfinga ekki sama og gæði Oft hefur verið kvartað undan undirbúningsleysi landsliðsins, miklum tímaskorti og stuttum æf- ingatíma. „Þetta er ekki spurning um magn æfinga heldur gæði þeirra. Við þurfum að fara að velta fyrir okkur gæðum þjálfunarinnar, ekki íjölda æflnga eða lengd æfingatímans. Það er tómt mál að tala um að við fórum að æfa eins og Sovétmenn því það getum við aldrei. Við verð- um að horfa á það að við verðum aldrei með jafnmarga handbolta- menn og aðrar þjóðir," segir Jó- hann Ingi. „Við eigum að losa okk- ur við alla minnimáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum og öllu útlensku. Við eigum að hafa áræði og kjark til að segja hvað er íslensk- ur handbolti, eins og Svíarnir gerðu með góðum árangri." Á sínum tíma lögðu Svíar fram margra ára áætlun um það hvernig handbolta þeir vildu spila og hvað ætti að leggja áherslu á. „Þaö hefur orðið mikil breyting í þjálfun liða og tími einvaldanna er liðinn. Sov- étmenn hafa yfirþjálfara, þjálfara og sérstakan markmannsþjálfara. Einn hefur gífurlega reynslu og vinnur sem yfirþjálfari og stjórn- andi, annar vinnur að þjálfun liðs- ins og sá þriðji einbeitir sér að markvörslunni. Alls staðar eru menn að breyta þjálfuninni yflr í hópvinnu þar sem einn er forstjór- inn en saman bæta menn hver ann- an upp. Með þeim eru aðstoðar- menn, til dæmis þjálfarar yngri landsliða, sem síðar koma til með að taka við þjálfun landsliðsins. Það er enginn einn maður fullkom- inn og það er ekki veikleiki að velja sterka menn sér við hlið heldur styrkleiki." íþróttirfrá póli- tískum sjónarhóli „í Svíþjóð er litið á íþróttir út frá pólitískum sjónarhóli,“ segir Jó- hann Ingi og bendir á að íþróttir séu þjóðhagslega hagkvæmar. „Af- reksíþróttir þýða barna- og ungl- ingavernd og þegar vel gengur fyll- ist þjóðin stolti og gleði. Fyrir landiö og þjóðina er þetta góð aug- lýsing og það vita Svíar sem eiga marga afreksmenn í mörgum íþróttagreinum," segir Jóhann Ingi. Bent hefur veriö á þá staðreynd að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem handboltaliðinu gengur verr en menn vonuðust til. Það gerðist 1978 og í B-keppninni 1981 og á ólympíu- leikunum 1988. En er ekki hætta á að almenningur, sem telur sig hafa fjárfest i þessu liði, dragi að sér hendur og hætti að veita peninga í handboltann? „Það má ekki allt hrynja og sökkva í vonleysi þótt aðeins blási á móti. Ef Handknattleikssam- bandið er með einhverja hug- myndafræði, leggur fram áætlun til ársins 1995 og ef menn samein- ast í því leggja hönd á plóg tel ég að almenningur verði með á nótun- um og styðji við bakið á liðinu. Það var enginn glæpur framinn heldur gekk liðinu ekki eins vel og menn vonuðumst til,“ segir Jóhann Ingi. Að læra af mistökunum „Á pappírunum vorum við með gifurlega reynslumikið lið og því verða vonbrigðin meiri. Það hefur verið viðurkennt núna að liðið var illa undirbúið andlega og Bogdan fellst á þá skoðun. Andlegur undir- búningur vegur nánast helming af heildarþj álfuninni. ‘ ‘ Jóhann Ingi vill að nú veröi skil- ið við fortíðina svo hægt sé að tak- ast á við framtíðina. „Ég hef trú á því að þessi slæma útreið okkar í Tékkóslóvakíu stappi stálinu í menn. Það er allt í lagi að gera mistök og þau geta jafnvel hjálpað ef menn læra af þeim,“ segir Jó- hann Ingi Gunnarsson, þjálfari og sálfræðingur. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.