Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1990, Blaðsíða 29
LA UGARDAÓ^á' W ’M'ás'íffeo.
'37
Handknattleikur unglinga
Sterk
liösheild
skóp
sigurinn
- sagði Andri V. Sigurðsson
„Viö unnum þennan titil fyrst
og fremst á sterkri liðsheild,"
sagði Andri V. Sigurðsson, fyrir-
liði Fram, að loknu íslandsmóti
2. flokks karla er DV hafði sam-
band við hann og spurði hverju
hann þakkaði það að Framliðið
bar sigur úr býtum á íslandsmót-
inu.
„Ég tel fjögur lið vera mjög jöfn
að getu, eins og kom á daginn,
og var viss um að það lið ynni
mótið sem væri í besta dags-
forminu og með sterkustu hðs-
heildina.
Fyrir úrslitin var ég nokkuð
bjartsýnn á gott gengi okkar og
var það áfram þrátt fyrir að við
töpuðum fyrir FH stax í byrjun
keppninnar því ég var viss um
að ekkert lið færi taplaust út úr
keppninni."
Kom þessi árangur
ykkur á óvart?
„Viö höfum verið um miðja
deild í vetur en ég vonaðist th að
liðið mundi smella saman núna
og hafði trú á að okkur tækist að
vinna titihnn ef það gerðist."
Jason Ólafsson, sem tryggði Fram eftirminnilega sigur á Val á síðustu sekúndum leiksins, sést hér skora eitt
marka sinna gegn Gróttu.
2. flokkur karla:
Andri V. Sigurðsson, fyrirliði
Fram, hampar íslandsmeistara-
bikarnum i 2. flokki karla.
Hvað um
framhaldið?
„Þetta er fimmta árið í röð
sem við hreppum annað af tveim-
ur efstu sætunum en fjórum sinn-
um höfum við unnið titilinn. Við
stefnum á að endurtaka leikinn
aftur á næsta ári en þá verðum
við flestir á eldra ári. Ég tel það
hafa hjálpað okkur að nokkrir
okkar leika í meistaraflokki og
því höfum við ekki fundið fyrir
þvi að flestir okkar eru á yngra
ári. Þessi hópur hefur haldið vel
saman undanfarin ár og það auk
góðs unghngastarfs hjá okkur
hefur gert það að verkum að
núna eru átta Framarar í u-18 ára
landsliðinu."
Hvaða lið veittu
ykkur mestu
keppnina?
„Þrátt fyrir að við höfum tap-
að fyrir FH að þessu sinni hafa
Valsstrákarnir verið okkar
helstu andstæðingar og leikir
þessara liða alltaf verið hörku-
leikir sem hafa getað endað á
hvorn veginn sem var. Þessi lið
hafa mæst í úrshtum síðastliðin
flmm ár og ávallt hefur munur-
inn oröið mestur eitt mark.
Þrátt fyrir aö ég sé mjög ánægð-
ur með að hafa unnið íslands-
meistaratitilinn hefur maður
nokkra samúð með Stjömustrák-
unum sem ná aðeins þriðja sæt-
inu eftir að hafa unnið deildina
þrisvar í vetur,“ sagði Andri Vil-
hjálmur Sigurðsson að lokum.
Framarar voru
sterkastir á
lokasprettinum
Mikil spenna var i úrshtatörn 2.
flokks karla um síðustu helgi og voru
margir leikjanna mjög spennandi
þar sem úrslitin réðust á síðustu
mínútunum. Deildin skiptist nokkuð
en íjögur lið, Fram, Valur, Stjarnan
og FH höfðu nokkra yfirburði gagn-
vart ÍBV, Gróttu, ÍR og Haukum.
Margir spáðu því að Stjarnan ynni
úrslitatörnina þar sem hún hafði
orðið efst í 1. deildar keppninni í þrí-
gang. Annað kom á daginn þar sem
önnur lið komu með auknum krafti
í leiki helgarinnar og þá settu meiðsl
leikmanna undir lok keppninnar
strik í reikninginn hjá Stjörnunni.
í þessum aldursflokki hafa hð
Fram og Vals ávallt verið í efstu
sætum Islandsmótins og var auðséð
á leikjum þeirra um helgina að þar
fara mjög sterk hð sem gaman verður
að fylgjast með í framtíðinni.
Lið FH byrjaði vel í úrslitunum þar
sem það vann Fram í fyrsta leik
mótsins örugglega, 23-19, en varð að
gefa eftir og beið lægri hlut gegn Val
og Stjörnunni. Aðra leiki vann FH
og færði það þvi fjórða sætið.
Baráttan um íslandsmeistaratitil-
inn reyndist því standa aðallega á
milh Fram, Vals og Stjörnunnar en
þar sem Fram og Valur unnu bæði
Stjörnuna nokkuð örugglega kom
bronssætið í þeirra hlut.
Tæpt í leik Fram
ogVals
Leikur Fram og Vals reyndist vera
úrslitaleikur mótsins að þessu sinni
og fór vel á því þar sem þar fara tvö
mjög sterk lið og léku þau þennan
leik mjög vel. Valur byrjaði leikinn
mjög vel og skoraði Oliver Pálmason
fyrsta mark þeirra og jafnfram fyrsta
mark leiksins með góðu skoti. Fram-
arar náðu fljótlega að jafna leikinn
og var jafnt á flestum tölum. í hálf-
leik var jafnt, 9-9, og í seinni hálfleik
skiptust hðin á að hafa forustu. Er
skammt var th leiksloka leiddi Val-
ur, 15-14, en FTam tókst að jafna leik-
—-———-----■—;—-
■
Framarar fagna Islandsmeistaratitlinum að lokinni verðlaunaafhendingu
með þvi að hlaupa sigurhring.
inn, 15-15. Valsmenn lögðu af stað í
sókn en misstu boltann og sneru
Framarar vörn í sókn. Er fjórar sek-
úndur voru th leiksloka fengu þeir
fríkast og stilltu upp fyrir Jason Ól-
afsson sem lyfti sér yflr vörn Vals
og skoraði efst í markhornið.
Sigur Fram var því staðreynd og
mikilvægur sigur í höfn því jafntefli
hefði dugað Val til að hreppa efsta
sætið.
ÍBV varð í fimmta sæti að þessu
sinni en það vann lið Gróttu, Hauka
og ÍR.
Haukar urðu í sjötta sæti með því
að vinna Gróttu og ÍR en Grótta varð
í næstneðsta sætinu að þessu sinni
vann aðeins einn leik gegn ÍR.
ÍR-ingar, sem máttu sætta sig við
að fara í gegnum úrslitatörnina með
ekkert stig, voru ótrúlega oft nálægt
því að vera mun ofar á stigatöflunni
en þeir töpuðu fjórum leikjum með
einu marki.
ÍBV og Haukar urðu að gera sér að
góðu að vera I fimmta og sjötta sæti.
Breyta
verður
keppnis-
íyrir-
komu-
laginu
- segir Geir Hallsteinsson
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
þjálfa 2. flokk eftir þessu nýja
fyrirkomulagi og ég verð að segja
að mér finnst það vonlaust og vh
breyta keppninni mikið. Það er
ahtof mikið álag fyrir leikmenn í
2. flokki að spila 7 leiki á fjórum
dögum. Þá finnst mér að lið eigi
að fá umbun fyrir að vinna tarn-
irnar fyrr um veturinn. Stjarnan,
Umsjón:
Brynjar Stefánsson og
Heimir Ríkarðsson
sem unnið hafði allar tarnirnar
fram aö þessu, varð að sætta sig
við aö lenda í 3. sæti.“
„Ég væri mjög hlynntur því að
keppnisfyrirkomulaginu yröi
breytt þannig næsta vetur að ein-
hvers konar dehdarkeppni yrði
hjá 2. flokki. Það mætti til dæmis
láta spha í tveimur dehdum
þannig að hðin sem enduðu í átta
efstu sætunum léku saman eina
töm og hðin sem kæmu í sætun-
um þar fyrir aftan léku aðra törn.
Tvö neðstu hðin úr efri hlutanum
Geir Hallsteinsson, þjálfari FH.
féllu og tvö efstu hðin úr neðri
hlutanum léku í 1. dehd en hin
liðin myndu spha í 2. dehd. Síðan
yrði leikin tvöfóld umferð heima
og heiman og yrði spilað í æfmga-
tímum félaganna. Efsta liðið í 1.
dehd myndi hljóta íslandsmeist-
aratitihnn. Jafnframt myndi
verða leikin Bikarkeppni og yrði
líka leikin tvöfold umferð í henni
og myndi sú keppni byrja strax
um haustið. Með þessu móti verð-
ur hægt að lengja keppnistimabh-
ið fram í endaðan apríl sem ég tel
alveg nauösynlegt því annars
missum við þessa stráka ahtof
snemma i fótboltann. Þá fmnst
mér að lengja eigi 2. flokk karla
aftur því það skiptir miklu máh
fyrir þá aö styrkjast meira hkam-
lega áður en þeir fara að spha í
meistaraflokki.
Fram með mestu
breiddina
„Ég sagði það strax eftir törnina
úti í Vestmannaeyjum að Fram-
aranir væru sigurstranglegastir á
þessu móti og vih ég óska þeim
th hamingju með íslandsmeist-
aratitihnn. Það sem þeir hafa
umfram önnur lið er hve mikla
breidd þeir hafa og þá hafa marg-
ir af þessum strákum í Framhð-
inu verið að spha með meistara-
flokki og það hjálpar þeim mik-
ið.“
Þetta Geir Hahsteinsson, þjálf-
ari FH, í spjalli við DV eftír úrsh-
takeppnina.