Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Síða 24
NPÁKUBA'G'tK 19.'ítA'Ká'Y99ö! 32 Sviðsljós x>v Meðal hljómsveita, sem komu fram, var Bootlegs. Hér sjást tveir meðlimir hljómsveitarinnar. Rósa kynnir á Smekkleysu- kvöldi Síðastliðið fimmtudagskvöld efndi Smekkleysa til hátíðar í Tunglinu við Lækjargötu. Komu þar fram hljómsveitir sem leika á safnplötu sem er að koma á markaðinn um næstu mánaða- mót. Nefnist platan World Dom- ination or Death og kemur út á mörgum stöðum í heiminum. Meðal hljómsveita, sem komu fram á fimmtudagskvöldið og leika á plötunni, eru Risaeðlan, Langi Seli og Skuggarnir, Bless, Ham og Bootlegs. Sykurmolarnir eiga einnig lag á plötunni. En þar sem þeir eru á hljómleikaferð um Bandaríkin voru þeir íjarri góðu gamni. Til að kynna dagskrána höfðu Smekkleysumenn fengið til liðs viö sig Rósu Ingólfsdóttur og var hún ekki í vandræðum með að halda gestunum við efnið. Opinn fundur Opinn fundur Atvinnulíf á krossgötum Sjálfstæðisflokkurinn efnir til opins fundar um atvinnumál á Holiday Inn miðvikudaginn 21. mars nk. kl. 16 Málshefjendur: Þorsteinn Pálsson, form. Sjálfstæðisflokksins Arnar Sigurmundsson, form. Samtaka fiskvinnslustöðva Haraldur Haraldsson, form. Fél. ísl. stórkaupmanna Víglundur Þorsteinsson, form. Félags ísl. iðnrekenda Setning fundar: Eggert Hauksson, form. Iðnaðarnefndar Fundarstjóri: María E. Yngvadóttir, form. Viðskiptanefndar íslenskt atvinnulíf gengur nú í gegnum mikið breytingaskeið: -fjár- magnskostnaður hefur stórhækkað - eigið fé fyrirtækja rýrnað - samdráttur tekið við af miklu góðæri - gjaldþrotum stórfjölgað - fyrirtæki ganga kaupum og sölum - vaxandi atvinnuleysi - brott- flutningur fólks frá landinu - erlend samkeppni harðnar. - Á móti kemur: - hækkað raungengi - hóflegir kjarasamningar - minni verð- bólga - almenningur festir fé í fyrirtækjarekstri - nýtt álver - ný fisk- veiðistefna - Evrópumarkaðurinn á bak við næsta leiti. • Hvernig vinnum við okkur út úr vandanum? • Hver er stefna Sjálfstæðisflokksins? • Hver eru viðhorf forystumanna í atvinnulífinu? Fundurinn er öllum opinn. Allt áhugafólk um atvinnumál er hvatt til að koma. sífl Atvinnumálanefndir Sjálfstæðisflokksins Rósa Ingólfsdóttir kynnti hljómsveitirnar og var ekki í vandræðum með að halda athygli gestanna. DV-myndir BG Sveitarstjóri fertugur Sigurður Valur Ásbjarnarson og eiginkona hans, Hulda Stefánsdóttir. Sigurður Valur Ásbjarnarson, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi, varð fertugur síðastliðinn þriðjudag. Sigurður er lærður tæknifræöingur og starfaði áður sem slíkur hjá Verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Frá 1984 hefur hann verið starfsmaður Bessastaðahrepps og varð sveitar- stjóri sama ár. Sigurður tók ásamt eiginkonu sinni á móti gestum í veislusal Bessastaðahrepps og létu margir sveitungar hans sjá sig sem og ættingjar og vinir. Páll Stefánsson og Hjálmar Kjart- ansson skemmta sér greinilega vel. Asgeir Sigurgestsson og Þorsteinn S. Jónsson, tveir íbúar i Bessa- staðahreppi, ræða málin á léttu nót- unum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.