Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Síða 4
LAUGAKDAGUti 24. MAKS 1990. Fréttir dv Ríkisstjómin hafnar lagabreytingu á oliuhlutdeild sjómanna: Þá er bara að afla verkfallsheimilda - segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins Steingrímur Hermannsson forsæt- isráöherra sagði í samtali viö DV í vikunni að ríkisstjórnin myndi ekki breyta lögum um olíuhlutdeild sjó- manna nema báðir deiluaðilar yrðu sammála þar um. Olíuhlutdeildin er stóra deilumálið í kjarasamningum sjómanna um þessar mundir. Það voru foringjar Farmanna- og fiskimannasambandsins sem fóru þess á leit við Steingrím Hermanns- son að lögunum yrði breytt. „Ef þetta er svar ríkisstjórnarinnar þá er nú fátt annað eftir í stöðunni en að láta félögin afla sér verkfalls- heimilda," sagði Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, í samtali við DV í gær. Guðjón stjórnar togar- anum Páli Pálssyni við veiðar suður af landinu þessa dagana. Guðjón sagði að þetta svar ríkis- stjórnarinnar kæmi sér ekki mjög á óvart. Hann sagöist ekki muna eftir því að ríkisstjórnir settu eða breyttu lögum nema til hagsbóta fyrir út- gerðina. „Ég man ekki betur en að þegar lögin um olíuhlutdeildina voru sett 1983 hafi sjómenn mótmælt þeim ákaflega og með ýmsu móti. Á þau mótmæli var ekki hlustað og lögin sett í þökk útgerðarinnar einnar. Það er því skrýtið að heyra það nú að samþykki beggja þurfi til að breyta þessum lögum,“ sagði Guðjón. -S.dór Magnús Þorsteinsson og þýski bruggmeistarinn hjá Sanitas, Alfred Teufel, með nýja páskabjórinn. DV-mynd gk Sanitas á Akureyri: kominn í versl- anir ÁTVR Búnaöarsamband Austurlands og fyrrum formaöur þess: Dæmd til að greiða miskabætur og sekt - ummæli dæmd dauð og ómerk Eggert Björnsson viö akkerin sem hann dró af hafsbotni. DV-mynd Valdimar Stykkishólmur: Akkeri frá skútuöld dregið af hafsbotni Dómur er fallinn í máli sem hér- aðsdýralæknir á Austurlandi, Jón Pétursson, höíðaði gegn Búnaöar- sambandi Austurlands og fyrrver- andi formanni þess, Sveini Guð- mundssyni. Jón Pétursson stefndi Búnaðarsambandinu og Sveini vegna ummæla sem höfðu voru um hann og starf hans. Jón krafðist þess aö ummælin yrðu dæmd ómerk og honum greidd ein milljón í bætur. Af sex tilteknum ummælum voru fem dæmd dauð og ómerk. Búnaðar- sambandi Austurlands og Sveini Guðmundssyni var gert að greiða 20 þúsund króna sekt, 80 þúsund krón- ur í miskabætur og málskostnað, 170 þúsund krónur. Jón Pétursson sagði fyrir dóminum að hann hefði orðiö fyrir ítrekuðum aðdróttunum um vanrækslu og mis- beitingu í embætti. Þá sagði hann að aðdróttanimar hefðu komið fram í tveimur bréfum sem Sveinn ritaði fyrir hönd Búnaðarfélagsins. í fyrra bréfinu var sagt að Jón notaði gam- alt og ónýtt sæði við sauðfjársæöing- ar og hefði það orðjö til þess að valda bændum búsifjum. Þá var á hann borið að hafa komið í veg fyrir, af ásetningi og að ástæðulausu, þjálfun sæðingamanna sem væntanlega heföu getað sinnt þessu starfi betur og af meiri árverkni. í síðara bréfi Sveins sagði meðal annars að Jón hefði neitað bændum um kaup á dýralyfjum til þess að refsa tilteknum bændum sem keyptu lyf af öðrum. Jón sagöi að allar að- dróttanirnar hefðu verið rangar og settar fram að tilefnislausu. Þær væru þeim mun alvarlegri þar sem þær væru gerðar í nafni opinbers aðila, Búnaðarsambands Austur- lands. Annað bréfið var ljósritað og sent formönnum allra sauðfjárrækt- arfélaga á Héraði og Borgarfirði eystra, auk yfirdýralæknis. Jón Pétursson segir að upphaf bréfaskriftanna hafi veriö haustið 1983. Búnaöarsamband Austurlands ætlaði að hafa tveggja daga námskeið til að þjálfa bændur í umdæminu til sauöfjársæöinga. Jón átti aö fylgjast með og stuðla að bættu heilsufari búpenings. í reglugerð um búfjár- sæðingar segir að enginn megi stunda búfjársæðingar nema hafa lokið prófi frá viðurkenndum sæö- ingaskóla eða fengið sérstakt leyfis- bréf frá Búnaðarfélagi íslands, að fengnum meðmælum yfirdýralækn- is. Jón Pétursson mótmælti nám- skeiðinu við yfirdýralækni þar sem honum þótti það of stutt og ekki til þess fallið að skapa þeim sem það áttu að sækja tilfmningu fyrir smit- gát, sóttvörnum og sótthreinsun. Dómurinn var kveðinn upp í auka- dómþingi Norður-Múlasýslu. Garðar Gíslason, borgardómari og setudóm- ari í máhnu, kvað upp dóminn. -sme Valdimar Hreiðarsson, DV, Stykkishólim: Skelveiðibáturinn Gísli Gunnarsson II festi i tveimur stórum akkerum skammt austan Stykkishólms sl. sunnudag. Báturinn er aðeins 18 tonn en það tókst þó að draga akker- in úr 24 faöma dýpi upp á 11 faðma. Ekki réð spil bátsins við það aö draga akkerin um borð. Eggert Björnsson skipstsjóri kallaði þá í land og baö um aðstoð. Vélbáturinn Sigurvon SH kom bátnum til aðstoðar og tókst Sigurvoninni að dragan fenginn um borð. Eldra akkerið er mjög stórt og sögðust karlamir á bryggjunni aldrei hafa séö annað eins akkeri. Töldu það vera úr 500-1000 tonna skipi og því fylgdi mjög löng stokkakeðja. Ástand akkerisins er fremur gott og er það þakkað því að það hefur legið í botnleðju. Getum hefur verið leitt að því að akkerið komi úr fylgdarskipi frönsku skútanna en þaö voru mjög stór skip. Skútur munu hafa vaniö komur sín- ar á íslandsmið allt undir 1930. Ákveðið hefur verið að velja akker- inu veglegan stað í framtíðinni. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við framleiðum 4000-5000 kassa af þessum páskabjór og miðað við undirtektir þeirra sem hafa prófað þennan bjór óttumst við að þetta sé allt of lítið magn,“ sagði Magnús Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Sanitas á Akureyri, er hann kynnti páskabjór sem fyrirtækið hefur nú sett á markaðinn. Páskabjórinn er 5,6% aö styrkleika sem er það mesta sem leyfilegt er hér á landi og aö sögn Magnúsar er sér- stökum aðferöum beitt við bruggun hans sem tekur lengri tíma en brugg- un venjulegs bjórs og þess vegna fæst sérstakur keimur af þessum bjór. Páskabjórinn verður til sölu í öllum verslunum ÁTVR. Sem fyrr sagði er páskabjór kom- inn í verslanir ÁTVR, og mun hann verða seldur út næsta mánuð ef birgðir nægja. Verð páskabjórsins verður það sama og á Víkingbjórnum sem Sanitas framleiðir, eða 770 krón- ur hverjir 6 bjórar sem eru einungis seldir á flöskum. Flugstjórinn á röngu róli Breiðþoturnar tvær, sem lentu nær því í árekstri suður af Grindavík í fyrri mánuði, voru ekki undir svo- kallaöri radarstjórn frá flugumferð- arstjórum á íslandi. íslensku flug- umferöarstjórarnir gáfu þeim upp ákveðinn feril til að fljúga eftir yfir hafið. ísraelski flugstjórinn fór hins vegar út af þessum ferli. Eftir langan tíma breytti flugstjórinn um stefnu og beindi þotunni í átt að þeim stað þar sem hún átti að vera. Á leið þangaö lá við árekstri við þotuna frá British Airways. -gse Deilur a KeflavíkurflugveHi: Embættið annast mynda- tökur fyrir vegabréf Lögmaður Landssambands iðnað- armanna mun á næstu dögum senda mótmælabréf til lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelh vegna óánægju ljósmyndara með að embættiö ætii sjálft að annast passamyndatökur í ný vegabréf rösklega tvö þúsund starfsmanna á Keflavíkurflugvelh. Heimir Stígsson, ljósmyndari í Kefla- vík, sagði í samtali við DV að það skyti skökku við þegar ríkið gengi á undan og bryti eigin lög. „Þetta er lögvemduð iöngrein frá því árið 1926. Ef einhver tekur mynd- ir af mönnum með þessum hætti, án þess að vera með réttindi, þá er við- komandi að bijóta lög. Lögreglu- stjóraembættið er hér að taka spón úr aski okkar. Þetta er bagalegt og þýðir tekjumissi fyrir ljósmyndara á sama tíma og samdráttur er í þjóð- félaginu," sagði Heimir í samtali viö DV. Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri segir að ný vegabréf gangi í ghdi þann 1. júni. Starfsmaður lögreglu- stjóraembættisins hefur þegar byrj- að á að taka myndir og útbúa nýja passa fyrir starfsmenn Keflavíkur- flugvallar. „Það hefur verið hringt og kvartað við okkur. Leyfisgjaldið kostar eitt þúsund krónur fyrir nýtt vegabréf með mynd. Upphæðin er ákvörðuð samkvæmt auglýsingu frá utanríkis- ráðherra. Ég bendi því á að viö erum auðvitað ekki að stunda þetta í at- vinnuskyni,“ sagði Þorgeir við DV. Spair kyrrstoðu Þjóðhagsstofnun spáir að lands- fyrra. Kaupmáttarrýmun síöan halli á bátaútgerö en togarar eru framleiðslan í ár verði sú sama og 1987 er þá orðin um 13 prósent. reknir með hagnaöi, þeir minni i fyrra. í þjóöhagsáætlun var gert Atvinnuleysi i fyrra var um 1,6 með um 0,1 prósents hagnaöi en ráð fyrir 1,1 prósents samdrætti. prósent en Þjóðhagsstofnun gerir þeir stærri meö 5,2 prósenta. Eins Hækkun á verði sjávarafurða og ráð fyrir aö þaö verði um 2 til 2,5 og áður er útgerð frystitogara arö- þá einkum saltfisks hefur nú gert prósent í ár. Konur mqnu finna bær en þeir eru reknir með um 8,9 spámenn Þjóðhagsstofnunar það meira fyrir því samkvæmt spánni prósenta liagnaði. bjartsýna að þeir spá kyrrstöðu. en atvinnuleysi meðal þeirra verð- Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir Til samanburðar þá er almennt ur um 3 til 3,5 prósent en 1,5 til 2 svipuöum viðskiptahalla og i fyrra gert ráð fyrir rétt tæplega 3 pró- prósent meðal karla. _ eða um 5 mihjarða halla. Gert er senta hagvexti í aðildarríkjum Samkvæmt mati Þjóðhagsstofn- ráð fyrir áframhaldandi samdrætti OECD á þessu ári. ' unar er frystingin nú rekin með í innflutningi og íviö minni sam- Þrátt fyrír engan samdrátt í örhtlum hagnaöi en söltun með um drætti í útflutningi. Ástæöan fyrir landsffamleiðslu gerir Þjóöhags- 4 prósenta hagnaði. Fiskvinnslan í því aö viöskiptahállinn verður stofnun ráö fýrir minnkandi kaup- heild er því rekin með um 1,7 pró- óbreyttur er fyrst og fremst flug- mætti og auknu atvinnuleysí. sentahagnaði. Veiðareruhinsveg- vélakaup Flugleiða. Kaupraáttur ráðstöfunartekna ar enn reknar með tapi, nú um 5,6 .gse minnkar um 3 prósent frá því í prósenta. Astæðan er 13,6 prósenta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.