Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 26
34 LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. Sérstæð sakamál Carol Robins var fjörutíu og sjö ára, gift og búsett í Perth í Skot- landi þegar blöðin lýstu henni sem „hetju dagsins". Hún hafði skotið tveimur innbrotsþjófum svo mik- inn skelk í bringu, eftir að þeir höfðu skotið á mann hennar, að þeir hurfu á brott. Kjarkurinn, sem einkennt hafi framgöngu hennar, kom manni hennar, Roland, mjög á óvart og olli honum talsverðum heilabrotum. Hafði þó ýmislegt í fari konu hans áöur vakið undrun hans. Hvernig stóð á því hve mikl- um breytingum hún hafði tekið á undanfórnum mánuðum? Og hver hafði tekið þjófabjölluna úr sam- bandi svo að þjófarnir gætu komist inn í fornverslunina? Kvöld á kránni „Eigum viö ekki að koma út og skemmta okkur?“ hafði Carol sagt við mann sinn kvöldið sem dró til afdrifaríkustu tíðindanna í hjóna- bandi þeirra. Á kránni drukku þau talsvert mikið. Klukkan var hálf- tólf þegar þau héldu heimleiðis. íbúðin, sem þau bjuggu í, var fyrir ofan fomverslunina sem Roland rak en gengið var inn um dyrnar á versluninni. Hann tók þjófabjöll- una úr sambandi svo þau gætu komist inn án þess að hún færi að hringja en setti hana svo í samband aftur þegar hann hafði lokað dyr- unum. Þau hjónin héldu síðan upp á efri hæðina og fóra að hátta. Carol virt- ist þó ekki geta komist í ró. Hún velti sér hlið af hlið í rúminu. Loks | fór hún fram úr til að fá sér glas af vatni. Roland hafði að vísu drukkið i allmikið um kvöldið en hann gerði sér þó fulla grein fyrir því sem fram fór og átti erfitt með að skilja hvers vegna Carol var svona óróleg. Um eittleytið um nóttina var Car- ol enn vakandi og stöðugt á iði og þá þótti Roland sem ekki gæti allt verið með felldu. Hann fór nú að hugleiða hvort þessi órói gæti á einhvem hátt staðið í sambandi við þá breytingu sem hann hafði orðið ; var við á konu sinni síðustu þrjá til íjóra mánuðina. Hún hafði breyst mjög í framkomu og yfirleitt var hún í mun betra skapi en venja hennar var. Roland fór að hugsa aftur í tím- ann og reyna að gera sér grein fyr- ir því hvenær hann hefði fyrst merkt breytingu í fari hennar. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það heföi verið daginn sem hann lá veikur og hún fór í staðinn með vinkonu sinni, Eileen McDuff, á vetrarhátíð þar sem dansað var að loknum kvöldverði. Daginn eftir hafði Carol verið sem ný manneskja. Hún var glað- ari og ánægðari að sjá og þegar maður hennar spurði hana að því hverju þetta sætti hafði hún svarað að það væra aðeins þrír dagar til jóla. Nú var hins vegar langt um liðið og enginn því lengur í jóla- skapi en samt sem áður var Carol alltaf jafnglöð og ánægð að sjá. Hver gat skýringin verið? Var hún orðin ástfangin af öörum manni? Það studdi þá tilgátu að hún var farin að fara út einu sinni í viku að minnsta kosti. Þar sem Roland lá þarna í rúminu varö hann skyndilega fullviss um að kona hans hefði eignast elsk- huga. En hver gat það verið? Hávaði niðri Roland reyndi um stund að gera sér grein fyrir því hver elskhuginn gæti verið. En allt í einu heyrði hann umgang á neðri hæöinni. Það var sem einhver hefði rekið sig í eitthvað. Svo heyrðist aftur hávaði. Þá var Roland ekki lengur í neinum vafa. Það voru óboðnir gestir í forn- versluninni. Hann sveiflaði fót- leggjunum fram yfir rúmstokkinn og stóð á fætur. „Hvað er að?“ spurði Carol. „Það eru innbrotsþjófar niðri,“ svaraði Roland þá. „Vitleysa," sagði hún. „Ekki hef ég heyrt neitt.“ Roland lét orð hennar sem vind um eyru þjóta, klæddist slopp og gekk af stað niður stigann. Á leiðinni niður fór hann þó að hugsa um að hann yrði sér til skammar ef enginn reyndist nú vera í versluninni. Á næstum sama augnabliki heyrði hann samræður í lágum hljóðum og þá setti að hon- um hræðslu. Líklegast væru þarna atvinnuþjófar á ferðinni því það væri vart hægt að hugsa sér að aðrir kæmust inn án þess að þjófa- bjallan færi aö hringja. Tók í sig kjark í nokkur augnablik stóð Roland neðarlega í stiganum en herti svo upp hugann og kallaði: „Hvað erað þið að gera þama niðri?“ Nokkrum sekúndum síðar kvað við skothvellur. Einhver hafði komiö hlaupandi að stiganum með haglabyssu í hendinni og skotið af henni. Sem betur fer fyrir Roland fékk hann aöeins nokkur högl í sig. Þau lentu í maganum á honum og sátu grunnt. Allt í einu kom Carol niður í stig- ann. Hún sá aö maður hennar lá upp við vegg og hélt um magann. Þá kveikti hún ljósið. Síðan geröi hún það sem manni hennar fannst Carol. Roland. burðinum daginn eftir, var Carol nefnd „hetja dagsins". Fréttir lýstu hugrekki eiginkonunar sem hafði rekið á flótta vopnaða menn sem höfðu nær orðið eiginmanni henn- ar að fjörtjóni. Meira að segj? lög- reglan bar á hana lof. Það var að- eins einn maöur sem gat ekki tekið undir með blaðamönnunum, lög- reglunni og öðram. Það var Roland Robins. Spurningar vakna Roland íhugaði lengi og vel þaö sem gerst hafði í ljósi þeirra breyt- inga sem hann hafði merkt á konu sinni. Hvernig stóð á því að þjófa- bjallan hafði ekki hringt er inn- brotsþjófarnir fóra inn í verslun- ina? Hún hafði veriö prófuð eftir innbrotið og reynst í fullkomnu lagi. Þó var greinilegt að þjófarnir höfðu ekki brotið rúðu eða hurð til aö komast inn. Þaö var helst að sjá það heimskulegasta sem hægt væri að gera við þessar aðstæður. Hún setti upp mikinn reiðisvip, gekk í áttina til tveggja manna sem sáust nú greinilega niðri og hrópaði: „Komiö ykkur héöan! Komið ykk- ur héðan!" „ Já, við skulum gera það,“ heyrð- ist þá annar mannanna segja. Síðan heyrðist skraðningar og brothljóð. „Þeir eru farnir," sagöi Carol svo við mann sinn nokkram augna- blikum síðar. Þá baö hann hana um að hringja á lögreglu og sjúkra- bíl. „Það er engin ástæða til að hringja á lögregluna," sagði hún þá en þegar maður hennar spurði hvers vegna hún héldi slíkri firru fram gat hún engu svarað. Höglin voru fjarlægð úr Roland en hann varð að vera á sjúkrahús- inu í sólarhring svo hægt væri að ganga úr skugga um að ekki yrðu af skotárásinni nein eftirköst. í blöðunum, sem sögðu frá at- Vincent. sem þeir hefðu haft lykil að hurð verslunarinnar og þjófabjallan hefði ekki verið í sambandi. Og hvers vegna skutu innbrots- þjófarnir ekki á Carol? Ekki höfðu þeir hikað við að skjóta á hann. Roland var sannfærður um að Carol væri flækt í máhð. í raun gat hann ekki fundið neitt annað svar við þeim spurningum sem að hon- um sóttu. Svara krafist Nokkrum dögum eftir að hann kom heim af sjúkrahúsinu gekk Roland að konu sinni er hún var frammi í eldhúsi. Hann var með stóran hníf í hendi og ýtti henni upp að vegg. Þar brá hann hnífnum að hálsi hennar og skipaði henni að leysa frá skjóðunni um þátt sinn í innbrotinu. í fyrstu kvaðst Carol enga aðild hafa átt að því en þá lagði Roland hnífinn fast að hálsi hennar. Þá brast hún í grát og sagði allt af létta. Er hún hafði farið á vetrarhátíð- ina, þremur dögum fyrir jól, hafði hún kynnst fimmtiu og tveggja ára gömlum manni, Vincent Hall. Hann var ekkjumaður en laus nokkuð í rásinni og talsvert upp á kvenhöndina. Hún hreifst mjög af honum og fór aö hitta hann reglu- lega. Þar kom að hann hét henni hjónabandi en taldi sig þurfa nokk- urt fé til að geta byrjaö búskapinn. Myntsafnið Þegar þau Carol og Vincent höfðu rætt um fjárhagsvandann, sem við þeim blasti, um nokkurt skeið lét hún þess getiö að maður hennar, Roland, ætti myntsafn sem væri jafnvirði um nítján hundruð þús- und króna. Þá varð til sú hugmynd að Vincent stæh myntsafninu og þegar því hefði svo verið komið í verð yrðu þau skötuhjúin nægilega íjáð til þess að geta komið sér sæmi- lega vel fyrir. ■ Innbrotið var nú undirbúið og þáttur í þeim undirbúningi var heimsóknin á krána kvöldið sem stela átti myntsafninu. Það átti að verða til þess að Roland svæfi ölv- unarsvefni er Vincent kæmi til að stela safninu. Jafnframt hafði Carol látið hann fá talnalykilinn að peningaskápnum. Einnig var þannig frá gengið að hún tæki þjófabjölluna úr sambandi og hefði hurðina ólæsta. Allt fer úr böndunum Þaö voru fleiri en ein ástæða til þess að áætlunin fór út um þúfur. Roland drakk ekki nóg, Carol var ekki nógu styrk á taugum og Vin- cent treysti sér ekki tif innbrotsins einn. Því tók hann son sinn, Phifip, með sér og það var hann sem missti stjórn á sér af ótta og skaut á Roland þegar hann kom niður í stigann. Er Roland hafði fengið allt að vita hélt hann heim til Vincents og ætf- aði að skjóta hann. Carol tókst að gera lögreglunni aðvart í tíma og handtók hún hann er hann var í bíl sínum í götuni sem Vincent bjó við. Þá var hann með haglabyssu í aftursætinu. Það var lán í óláni að tókst að afstýra því að Roland yrði manns- bani. Hins vegar þótti það heldur kafd- hæðnislegt að Roland Robins skyldi hafa verið búinn að selja myntsafnið þegar innbrotið var framið. Það hafði hann gert af því að verslunin gaf ekki lengur eins mikið í aðra hönd og hún hafði gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.