Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 8
8 . LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. ÍSVÉL ÓSKAST Nýleg 3 tonna ferskvatnsísvél óskast keypt. Upplýsingar í síma 94-2698 eða 94-2606. LOPI - LOPI 3ja þráða plötulopi - 10 sauðalitir, auk þess gulir, bláir, rauðir, grænir og lillabláir. Hnotulopi í sömu litum. Sendum í póstkröfu um landið. Lopi ullarvinnslan Sími 30581 Súðarvogi 4 104 Reykjavík. Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum. MMC Lancer1500GLX. Ford EscortXR3i....... Mazda 626............. Mazda 323 st.......... Toyota Cressida....... Skoda 120............. Chrysler New Yorker... Toyota Camry liftback. MMC Lancer............ Daihatsu Charmant..... M Benz 240 D.......... Volvo 244............. Volvo 343............. ...1989 ...1988 ...1987 ...1986 ...1986 ...1986 ...1984 ...1983 ...1983 ...1982 ...1982 ...1979 ...1978 Bifreiðirnar verða tii sýnis mánudaginn 26. mars í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9-15. Tilboðum ósk- ast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeild- ar Tryggingar hf., Laugavegi 178, 105 Reykjavík, sími 621110. VERND QECN VA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 L LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN ÚTBOÐ Landvirkjun óskar eftir tilboðum í byggingu starfsmanna- húsa við Blönduvirkjun. Verkið felur í sér að byggja hús með herbergjum fyrir starfs- fólk, mötuneyti, tómstundaaðstöðu og geymslum, svo og hús fyrir stöðvarstjóra, ásamt frágangi vega og lóða við húsin. Starfsmannahúsið verður steinsteypt bygging, tvær hæðir, kjallari og ris, og hús stöðvarstjóra, einnig steinsteypt, hæð og kjallari. Samanlögð stærð húsanna verður um 2600 m2 að flatarmáli og 8300 m3 að rúmmáli. Lóðin er alls um 8000 m2, þar af slitlag vega og hellulögn um 2600 m2. Skila skal húsunum fullfrágengnum. Gert er ráð fyrir að þau verði steypt upp á þessu ári en verkinu verði lokið að fullu seinni hluta næsta árs. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík frá og með föstudeginum 30. mars 1990 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 5.000 krónur fyrir fyrsta eintak en 3.000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 12.00 föstudaginn 27. apríl 1990, en þau verða opnuð sama dag klukkan 14.00 að viðstöddum þeim þjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 23. mars 1990. Landsvirkjun Goöi Sveinsson, sjónvarpsstjóri Sýnar, stefnir að því að koma upp nýrri sjónvarpsstöð fyrir 1. október. Hinhlidin segir Goði Sveinsson, sjónvarpsstjóri Sýnar „Tilviljun olli því að ég hóf af- skipti af sjónvapsmálum. f desemb- er áriö 1986 hætti ég störfum hjá Amarflugi án þess að hafa neitt sérstakt í sigtinu. Þaö var hringt í mig frá Stöö 2 í janúar og mér boð- ið starf sem ég þáði,“ segir Goði Sveinsson, sjónvarpsstjóri Sýnar hf. Goði er lærður flugumsjónar- maður og starfaöi hjá Amarflugi í nokkur ár og setti meðal annars á laggirnar flugumsjónarkerfi Am- arflugs. Hann starfaði lengi í Mið- austurlöndum og Afríku þegar Arnarflug var með leiguflug þar um slóðir. Um tveggja ára skeið starfaði hann sem blaðamaöur í lausamennsku. „Það má segja að að sé skóli út aff fyrir sig að takast við ný og ólík störf. Ég er þannig gerður að öll ögrun í starfi hentar mér best. Þeg- ar hlutirnir fara að rúlla áfram af sjálfu sér fer mér yfirleitt að leiðast og ég verö óþolínmóður. Nú er ögr- unin að koma af stað nýrri sjón- varpstöö fyrir 1. október. Við erum að skoöa myndlykla þessa dagana og ljóst er að viö munum sjónvarpa 90 tima á viku,“ segir Goði Sveins- son sjónvarpsstjóri sem sýnir á sér hina hliöina. Fullt nafn: Goði Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 11. júní 1958. Börn: Þau em þrjú talsins, Rína, Styrmir og Marta. Bifreið: Range Rover. Starf: Sjónvarpsstjóri. Laun: Trúnaöarmál. Áhugamál: Þau hafa aldrei veriö mörg fyrir utan starfið en fyrir ut- an fjölskylduna þá er það helst stángveiði á flugu. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur t lottóinu? Hef aldrei prófaö lottóið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ná góöum viðskiptasamningi eftir erfiða samningalotu. Einnig finnst mér afskaplega gaman að dunda mér við ýmis störf heima viö sérstaklega utan dyra. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Alveg örugglega að mála og lakka. Uppáhaldsmatur: Ég er mjög ó- kresinn á mat en villibráð margs konar er í miklu uppáhaldí. Uppáhaldsdrykkur: Rauövín. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Hef ekkert vit á iþróttum. Bömin myndu ör- ugglega velja einhvem KR-inginn. Uppáhaldstimarit: Ég er alæta á slíkt og les jöftium höndum Time, Four Wheeler, arkitektúrblöð auk ýmissa íslenskra. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð utan maka? Þessi spum- ing ærir óstöðugan. Ég vil bara lýsa því yfir að kynþokki íslenskra kvenna slær erlendar kynsystur út í flestum tilvikum. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Sleppi þessari, Hvaða persónu langar þig mesta að hitta? Mikhail Gorbatsjov, Uppáhaldsleikarí: Woody Ailen. Uppáhaldsleikkona; Judy Dench. Uppáhaldssöngvarí: Roy heitinn Orbison. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Margaret Tatcher. Hún veit alltaf hvað hún vill. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hin sanna ímynd karlrembunnar, Fred Flintstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Vandað íræðsluefni og gott, breskt drama. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hérálandi. Hlynntur, svo framarlega sem það er hluti af varnarsamstarfi. Annars fara slík- ar vangaveltur að verða óþarfar. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta nokkuð jafht á Bylgjuna, rás 2 og Aðalstöðina. Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll Þor- steinsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Max Headroom. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég á engan slíkan að ég man. Ég kýs frekar róleg og góð veitingahús. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ég er stimplaður KR-ingur hvort sem mér líkar það betur eða verr. Stcfnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Já, reyndar. Ég ætla aö freista þess að koma upp einu stykki sjónvapsstöð fyrir 1. októb- er. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Síðasta haust eyddi ég nokkr- um dögum á Mallorca ásamt fjöl- syldunni. í sumar stendur til að skreppa nokkra daga í sumarbú- stað sem við eigum í fallegu skóg- lendi austur á Héraði, það er að segja ef tími gefst tíl. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.