Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. 15 Með vinstri fætinum breytingu og þessum ósjálfráðu viðbrögðum því ég er vinstri fótar maður frá náttúrunnar hendi. Ég skil þetta betur fyrir vikið. Ég skil að það er lífsmark í hverri þeirri viðleitni sem brýtur af sér hlekki og neitar að viðurkenna fordóm- ana. Ég fagna því að fólkið á vinstri væng stjómmálanna átti sig á því að Alþýðubandalagið, eða raunar hvaða flokksnefna sem er, jafngild- ir hvorki upphafi né endi þeirrar stjórnmálaþróunar sem tíminn kallar á. Ég fagna því þegar stærsta blaö landsins og útverðir sjálfstæð- isstefnunnar þora að skilja sig frá meintri auðsöfnun forréttinda- stéttanna. Hvort tveggja er liður í uppgjöri við þá aldagömlu mein- loku að menn þurfi að vera rétt- hendir til að vera kjörgengir. Uppreisn æru Þetta er allt saman vinstri fætin- um að þakka. Þessari veshngs hornreku sem aldrei hefur mátt síns nokkurs nema þá til að sparka bolta og draga með sér vinstri höndina til notkunar og minnkun- ar fyrir örvhenta. Heimurinn er að uppgötva að í vinstri fætinum leyn- ist líf og í þessu lífi sprettur fram frjó hugsun og barátta þess per- sónugervings sem hingað til hefur verið fatlaður og lamaður og utan- gátta. Hefur meira að segja verið útskúfaður frá þátttöku í veraldar- vafstrinu af því að hann hefur ekki þorað eða getað fengið útrás fyrir sína sjálfstæðu tilveru. Vinstri fót- urinn í pólitík Morgunblaösins, vinstri fóturinn í póhtík lýðræðis- kynslóðarinnar, er að vakna til lífs- ins. Og sparkar frá sér. Jafnvel minn gleymdi og fimm- tugi vinstri fótur, sem um langt skeið hefur verið persona non grata í samkvæmislífi stjórnmála- aflanna, kemst kannski aftur á blað. Hann er búinn að skrifa og tala fyrir daufum eyrum í langan tíma og eiginlega allt frá því að hann varð landsfrægur hér um árið. Ef þessu heldur áfram, ef til- vistarkreppan í innsta hring stjórnmálanna leiðir til uppreisnar og uppgjörið í samfélaginu tekur upp formlegt stjórnmálasamband við vinstri fætur og samnefnd bíó- mynd fær óskarsverðlaun þá hefur það eMd verið til einskis að leika píslarvott frá fæðingu. Þá fær minn vinstri fótur loks uppreisn æru. Ellert B. Schram Einu sinni var vinstri fóturinn á mér landsfrægur. Það var þegar ég var í fótboltanum og skoraði mörk- in með vinstri. Ég var nefnilega örvfættur og er enn og notaði þann hægri ekki til annars en að stíga í. Það þykir mikill kostur að vera örvfættur eða örvhentur í bolta- leikjum nú til dags en heldur þótti það hallærislegt að vera vinstri fót- ar hér áður fyrr. Strákarnir í tún- inu heima bentu og skríktu og stríddu manni og ekki tók betra við þegar það kom í ljós að ég var örv- hentur líka. Algjörlega einhentur upp á vinstri og það þvert gegn mínum vilja, þótt ég hafi lært það og skilið með tímanum að þetta væri kostur fremur en galli. Viristri fóturinn á mér gerði mig sem sagt að píslarvotti. Eiginlega var það fyrir mestu mildi sem ég fékk að halda í þessa vöggugjöf. í mínu ungdæmi og þar á undan þótti það nefnilega af- brigðilegt og ónáttúrulegt að vera örvhentur og margar sögur hefur maður heyrt af börnum sem voru kúguö til hsegri handar notkunar. Vinstri höndin var reyrð á bak aft- ur og þannig var þessari ónáttúru stuggað burtu af stéttvísum kenn- urum og uppalendum sem vildu að börnin færu rétthend út í lífið. Mín gæfa var sú að lenda í ísaks- skóla eða Grænuborg, sem þá hét, og þar voru kennarar annaðhvort ekki búnir læra fræðin sín eða þá svo langt á undan samtíð sinni að þeir létu mig komast upp með það að nota vinstri höndina. Ég hef auðvitað aldrei borið mitt barr síðan að því leyti að ég kann ekki borðsiði og nota hnífinn í vinstri, þvert á siðvenjur, og hef aldrei getað skrifað óbrenglaðan staf með þeirri hægri. Um tíma hafði ég af þessu bæði áhyggjur og minnimáttarkennd, enda stöðugir árekstrar við umgengnisvenjur og tækjabúnað sem ekki gerir ráð fyr- ir afbrigðilegu fólki. Seinna, eftir að hafa vanið mig við það hlut- skipti að vera öðruvísi en aðrir, fylltist ég stolti yfir vinstri hend- inni á mér og núna er ég því bók- staflega feginn, enda smám saman að þroskast út úr þeim leiöindum að fara troðnar slóðir. Fyrnstyfir fótafrægðina .Eins og fyrr greinir var ég örv- fættur líka. Og vinstri fóturinn var landsfrægur þó ég segi sjálfur frá, þótt sú sorglega þróun hafi orðið að flestir eru búnir að gleyma því. Kynslóðaskiptin eru svo hröð að maður hefur ekki undan við að riíja upp sögur af sjálfum sér! Og hver vill heyra sögur af flmmtíu ára gömlum vinstri fæti þegar ann- ar hver maður nú er orðinn vinstri fótar og þjóðin hefur eignast vinstri handar skyttur í handbolta sem eru jafnvel orðnar heimsfrægar? Vinstri sinnaður, eins og ég var til líkamans, gerðist ég svo hægri sinnaður í pólitík. Stundum var mér strítt á þessu en ég hef alltaf haldið því fram að náttúran leitaði jafnvægis og svo er ég auk þess vog, og allt verður að finna sinn farveg á lóðum vogarskálarinnar. Þetta gekk ágætlega upp og sjálfur var ég í andlegu og líkamlegu jafn- vægi fram eftir öllum aldri þótt ekki geti ég neitað því að vinstri fóturinn á mér hefur skilað meiri afrakstri heldur en hægri sveiflan í pólitíkinni. En það er nú önnur saga. Það hefur smám saman fyrnst yfir fótafrægð mína og kennarar ku vera hættir að neyða börnin til rétthendis. Auk þess skrifar enginn lengur með penna heldur með putt- um beggja handa og tölvurnar eru á góöri leið með að útrýma þessu sérkenni og fólk veit varla hverrar handar það er, nema þegar það fer á toilettið. Þá leita menn aftur til náttúrunnar og nota þá hönd sem þeim er eðlilegt. En þá sér heldur enginn til og enginn verður frægur af því að skeina sig. Menn geta þess vegna rétt ímynd- að sér hvað það gladdi mitt gleymda stolt þegar ég las um það um daginn að nú hefði verið fram- leidd kvikmynd undir nafninu „Með vinstri fæti“ og hún hefði veriö útnefnd til óskarsverðlauna og hafin til skýjanna. Voru þeir kannski að fjalla um vinstri fótinn á mér? Var hann þá aftur orðinn frægur? Kraftaverk Það kom í ljós að það eru fleiri vinstri fætur heimsfrægir og í kvikmyndinni var raunar verið að fjalla um mann sem var svo fatlað- ur að hann var dæmdur til aum- ingjaskapar og hælisvistar frá fæð- ingu. En inni í þessum farlama lík- ama leyndist vitiborin manneskja og miklar gáfur. Þessi fatlaði mað- ur gat aðeins tjáð sig með vinstri fætinum og með honum skrifaði hann skáldsögur og ljóð og hlaut flest bókmenntaverðlaun landa sinna. Enda þótt þessi mynd hafi vakið verðskuldaða athygli beinist at- hyglin að henni mest fyrir þá sök að hér er ekki leikur á ferðinni heldur veruleikinn sjálfur, krafta- verk úr hinu daglega lífi. Allir þeir vinstri fætur og allir þeir hægri fætur, sem við, þessir meðalmenn, erum að stæra okkur af, falla í skuggann af fæti þessa fatlaða manns. Þessi ótrúlega saga leiðir hugann að mörgu. Hún kennir manni að umgangast fatlaða af nærgætni því bak við lömun, málhelti, þroska- höft og aðra bæklun leynist per- sónuleiki og hugsun sem kannski lumar á einhveiju miklu merki- legra en því sem við, þessi heil- brigðu, höfum til brunns að bera. Það er ekki allt gull sem glóir. Það á aldrei að afskrifa neinn, hversu vonlaus sem hann kann að sýnast, og það á ekki að bæla niður eðli og útrás eða andlega þörf. Það er heldur ekkert sem stendur í stað eða tekur ekki breytingum eða þroska ef það fær á annað borð að njóta sín. Að því er varðar útlit manna höf- um við vanið okkur á að halda að allir eigi að vera laglegir, hraustir eða normal. Það eiga allir að vera rétthendir og réttfættir. Eða hvað- an kom sú kenning að þvinga ætti börn til að skrifa með hægri þegar þeim var eðlilegt að skrifa með vinstri? Með sama hætti höfum við vanist því að pólitík sé eilíf og óumbreyt- anleg. Allt á að vera blúndulagt og óaðfinnanlegt og nóg er til af visku- brunnunum sem segja okkur hvað sé rétt og hvað sé rangt. Hversu oft höfum við ekki heyrt siögæðispost- ula og farísea predika sannleiksást sína af forstokkaðri þröngsýni? Hvergi hefur verið talað hressileg- ar um „frelsin fimm“ úti í heimi heldur en af þeim sem vara við frelsinu hér heima. Hvergi er heim- urinn eins fullkominn og í stefnu- skrám stjórnmálaflokkanna. Þar ganga menn rétthendir út í Mfið. Herskáar konur mynda með sér samtök og skera upp herör gégn afbrigðilegri kynhvöt í fullorðins- myndböndum. Allt gott um það. En á sama tíma taka þær upp hanskann fyrir lesbíur og homma af því að þar er á ferðinni minni- hlutahópur sem á að njóta réttar síns. Er ekki öfuguggaháttur og sam- kynhneigð aíbrigðileg? Hvað á þjóðfélagið að viðurkenna og hvað er afbrigðilegt og hvað er ekki af- brigðilegt? Hornsteinarnir skekkjast Það hefði einhvern tímann þótt í meira lagi pólitískt afbrigðilegt þegar Morgunblaðið tekur upp á því að skamma óskabarn þjóðar- innar og sjálft einkaframtakið í Eimskip. Það hefði sumum þótt skrítið fyrir tíu árum eða svo að Alþýðubandalagið ætti í vandræð- um með að stilla upp framboðslista í Reykjavík. Þetta er eins og vinstri fóturinn á Alþýðubandalaginu hafi verið skrúfaður af og settur undir Moggann! En allt á sína þróun. Á sama tíma og kjósendur og aðstandendur Al- þýðubandalagsins eru að uppgötva að flokkurinn þeirra er í tilvistar- kreppu opnast augu ritstjóranna á Morgunblaðinu fyrir því að póli- tíska hugsjónin um einkarekstur og auðsöfnun almennings hefur verið afvegaleidd. Lögmáhn eru komin á skjön. Sjálfir hornstein- arnir hafa skekkst og ímynd full- komnunarinnar situr fötluð fyrir framan þá. Og það er þá sem eðlisá- vísunin segir þeim að búkurinn sé ekki rétthendur. Með öðrum orðum: Menn eru farnir að nota vinstri fótinn upp úr þurru og sparka frá sér. Bjóða kenningunum byrginn og tala og skrifa með því að hreyfa vinstri fótinn þegar aðrir líkamshlutar eru ýmist fatlaðir eöa bundnir í fiötra fortíðar og flokka og fordóma. Ég gleðst yfir þessari hugarfars-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.