Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24, MARS 1990. ff íslensk listahátíð í Vestur-Þýskalandi: íslendingamir koma 44 - ótrúlegt kynningarátak í Köln og fjórum öðrum borgum Jóhaima S. Sigþórsdóttir, Vestur-Þýskalandi: Við komum til fundar við þá á veit- ingahúsi í miðborg Kölnar á dögun- um. Við höfum reyndar hitt annan þeirra nokkru fyrr í boði í íslenska sendiráðinu í Bonn og þá var ákveð- ið að við hittumst aftur. Tilefnið var merkilegt fyrir margra hluta sakir. Reyndar þótti okkur maðurinn einn vera nægilega forvitnilegur til þess að á sig væri leggjandi klukkustund- ar ferð til fundar við hann í Köln. Þessi „hann“ heitir Wolfgang Schif- fer, fæddur 1946, snaggaralegur með sítt dökkt hár og alskegg. Hann er einn af þeim fáu Þjóðverjum á þess- um slóðum sem býður manni dús í fyrsta skipti sem rætt er við hann. Það var eiginlega komið vor í Köln þótt miður febrúar væri. lnni á hálf- rökkvuðu kaffihúsinu sáum viö hvar hann sat við stórt borð ásamt félaga sínum sem einnig hafði boðað komu sína. Tilefnið var það að Wolfgang Schiffer ásamt Frank Lenz, stjórnar- manni í sýningarsamtökum lista- manna í Köln, „Stadtkunst", ætlaði að kynna okkur dagskrá íslands- daga. Þungamiðja þessara menning- ardaga verður í Köln - en þeir fara um leið fram í Dtisseldorf, Duisburg, Brtihl og Pulheim. „Ég mundi ekki eftir því fyrr en of seint að sniðugra hefði verið að við hittumst og snæddum saman á Pullman Mondeal hótelinu hérna rétt hjá. Meðan á listahátíðinni stendur mun það í samvinnu við Hótel Sögu í Reykjavík standa fyrir viðamikilh kynningu á íslenskum mat og matargerðarlist," sagði þessi eldhressi náungi. Tónleikum útvarpað beint Þessi mikli menningarviðburður, sem fram fer á tímabilinu 4. maí til 20. júní, hefur fengið heitið íslending- amir koma („Die Islánder komm- en“). Verndarar hans verða þau frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, og Johannes Rau, forsætisráð- herra sambandslandsins Nordr- hein-Westfalen. Boðið verður upp á sýnishom af íslenskri tónlist, myndlist, bók- menntum og kvikmyndahst. „Ég hafði mikinn áhuga á að fá líka hing- að eitthvað úr heimi leiklistarinnar en það er of mikið fyrirtæki, því mið- ur,“ sagði Wolfgang, sem starfar sem leiklistarráðunautur hjá vestur- þýska ríkisútvarpinu - WDR. Við opnun myndlistarsýningarinn- ar þann 4. maí munu gestir einnig geta fengið örlítið sýnishorn af ís- lenskri nútímatónlist. Þá mun Gerð- ur Gunnarsdóttir fiðluleikari, sem búsett er í Köln, leika nokkur verk eftir Helga Pálsson ásamt stöllu sinni, Barböru Wussborn. „Við höf- um því miður ekki tök á því að bjóða hingað hljómsveit á borð við Sinfón- íuhljómsveit íslands eða Stórsveit Ríkisútvarpsins. Á hinn bóginn mun Þjóðlaga- og vísnaflokkurinn Is- landica flytja hér tónleika þann 13. maí og verður þeim útvarpað beint á einhverri þriggja stöðva WDR. Flokkinn skipa þau Herdís Hall- varðsdóttir, Gísli Helgason, Guð- mundur Benediktsson og Ingi Gunn- ar Jóhannsson," sagði Wolfgang Schiffer. 50 myndlistarmenn Þá ber að geta þáttar myndlistar- innar en um hann hefur Frank Lenz séð með dyggri aðstoð fólks heima á Fróni. Um fjörutíu listamenn munu sýna verk sín í Köln þessa dagana og mun þá geta að líta sýnishom úr málaralist, grafík, skúlptúr og video- list. Sýmngin heitir „Islándische Kunst der 80er Jahre“, eða íslensk list níunda áratugarins. Hún verður opnuð þann 4. maí og stendur til 20. júní. Hrafnhildur Schram listfræð- ingur mun opna hana með ávarpi. „Án aðstoðar Hrafnhildar hefðum við aldrei getað komið saman svo mörgum myndlistarmönnum," sagði Frank, „en að auki nutum við líka góðvildar Listasafns íslands.“ Sýn- ingarsalir samtakanna „Stadtkunst" eru um 800 fermetrar að flatarmáli, í gamalli verksmiðjubyggingu í Ehrenfeld borgarhlutanum í Köln (Rheinlandhalle). Af hinum fjöl- mörgu myndlistarmönnum má nefna til dæmis Björgu Þorsteins- dóttur, Daða Guðbjörnsson, Gunnar Örn Gunnarsson, Huldu Hákon, Jó- hönnu Boga, Jón Óskar, Jón Reyk- dal, Kristin G. Harðarson, Nínu Tryggvadóttur, Ragnheiði Jónsdótt- ur, Siguijón Ólafsson, Sigurð Örlygs- son, Sigrid Valtingojer, Svövu Wolfgang t.v. og Frank utan við Pullman Mondial-hótelið í Köln. Þar mun fara fram kynning á íslenskum mat og matargerðarlist meðan á listahátíð- inni stendur. Á tröppum dómkirkjunnar í Köln i vorveðrinu um miðjan febrúar. Frá hægri: Wolfgang Schiffer, Sigriður Snævarr frá sendiráði íslands í Bonn, sem hefur verið þeim félögum mjög innan handar, og Frank Lenz. DV-myndir Hjalti Jón Sveinsson Björnsdóttur, Svavar Guðnason, Tolla og Vilhjálm Bergsson. Samtímabókmenntir í brennidepli Wolfgang Schiffer annast undir- búning þess hluta menningardag- anna sem lýtur að bókmenntum, kvikmyndum, auk áðurgreindra tón- listaratriða. Fyrst ber að geta bók- menntanna en þáttur þeirra er afar stór á íslenskan mælikvarða. í fyrsta lagi munu íslenskir rithöfundar lesa úr verkum sínum á móðurmálinu, auk þess sem lesið verður úr þeim á þýsku. Þessar bókmenntakynningar munu fara fram á öllum stöðunum fimm. Fyrsti upplesturinn fer fram þann 8. maí en þá munu þau Stein- unn Sigurðardóttir og Sigurður A. Magnússon lesa úr verkum sínum í Zentralbibliothek í Köln. Auk þeirra munu eftirfarandi rithöfundar kynna verk sín: Guðbergur Bergs- son, Einar Már Guðmundsson, Álf- rún Gunnlaugsdóttir og Thor Vil- hjálmsson. í annan stað munu íslenskir bóka- útgefendur sýna það helsta úr ís- lenskum bókmenntum samtímans. Sú sýning verður nefnd „Undir kal- stjörnu", eftir bók Sigurðar A, Magn- ússonar og nefnist hún þá á þýsku „Unter frostigem Stern“. Hún verður opnuð þann 11. maí og mun standa yfir til 31. maí. Halldór Guðmunds- son, útgáfustjóri hjá Máli og menn- ingu, mun opna sýninguna fyrir hönd íslenskra bókaútgefenda, auk þess sem Einar Kárason, formaður Rithöfundasambands íslands, mun annast upplestur. Wolfgang lét þess getið að öll þau verk sem send verða á sýninguna muni verða eftir í Köln en ekki hafi enn verið frá því gengiö hvar safninu verður fyrir komið. „Aðalatriðið er að það verði aðgengi- legt öllum þeim sem lesa vilja þessi verk á frummálinu og kynna sér ís- lenskar samtímabókmenntir. Þetta er mikill fengur fyrir okkur.“ Sjálfur er Wolfgang Schiffer þekkt- ur rithöfundur í Þýskalandi og er honum því málið skylt. Eftir hann hafa verið gefnar út skáldsögur, smá- sögur, sem og leikrit fyrir svið og útvarp, og eftir hann hefur birst fjöldi tímaritsgreina. Hann hefur einnig til dæmis tekið saman valin þýsk ljóð sem síðan hafa verið þýdd á íslensku og gefin út af Máli og menningu. Og trén brunnu, nefnist þetta ljóðasafn, „Und es brannten die Baume.“ í þriðja lagi verður sett upp sýning á starfi og lífi Jóns Sveinssonar, Nonna. Hún verður í „hinu sögulega ráðhúsi" í Köln eða „Historisches Rathaus", hefst þann 17. maí og stendur til 4. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.