Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. „Það kom öllum í opna skjöldu þegar ég veiktist skyndilega af krabbameini í bijósti. I flestum til- fellum gerir sjúkdómurinn engin boð á undan sér og ég var algjör- lega'frísk að öliu leyti. Fyrstu við- brögð mín voru að ég fylltist von- leysi, svartsýni og kvíða. Ég tíndi til allt sem ég hafði gam- an af og á þeirri stundu taldi ég sjálfri mér trú um að ekkert af þessu gæti ég gert framar. Ég myndi aldrei framar fara í sund, aldrei stunda gönguferðir eða nokkuð annað sem mér fannst skemmtilegt. En þessi tilfinning varaði sem betur fer ekki mjög lengi. Það gildir, held ég, um vel flesta sem fá krabbamein að fyrstu viðbrögð eru mjög neikvæð," segir Guðrún Kristinsdóttir, fyrrum krabbameinssjúklingur. „Fljótlega finna flestir sér eitt- hvað annað til að beina huganum að. Þegar mér leið illa fór ég út að ganga til að dreifa huganum. Þaö var í ágúst 1975 að Guðrún fann smáhnút í öðru brjóstinu og fór strax til læknis. Við rannsóknir kom í ljós að þetta var krabbamein. „Fræðslan var orðin það mikil þá að það flökraði aldrei að mér að bíða með þetta. Þessir dagar líða mér aldrei algjörlega úr minni, þó svo það valdi mér engu hugar- angri.“ Klífur fjöll í dag Guðrún var 38 ára gömul þegar krabbameinið uppgötvaðist. Börn- in voru 13,15 og sautján ára gömul og hún og eiginmaður hennar sáu fram á skemmtileg ár saman. Sam- eiginlega höfðu þau komið sér upp tómstundaiöju, fjallgöngum og úti- veru, og höföu stundað það um nokkurt skeið. „Ég hef stundum sagt að ég efast um að ég hefði gert nokkuð meira á þessum tíma sem liðinn er þótt þetta hefði ekki hent ■ mig.“ Það er skemmst frá því að segja að í dag klífur Guðrún fjöll, fer reglulega í sund og bregður sér á gönguskíði á fallegum vetrardegi. Við lífsreynslu sem þessa fara margir að endurmeta líf sitt með tilliti til fortíðar og framtíöar. „Alla vega fékk ég allt annað mat á hlut- unum og geri mér núna grein fyrir því hve góð heilsa er mikils virði.“ Dásamleg lífs- reynsla að sigrast á krabbameini - segir Guðrún Kristinsdóttir sem fékk brjóstakrabbamein árið 1975 Að hugsa jákvætt Guðrún segir að margar hugsanir hafi leitað á og sumar af þeim orð- ið haldreipi. „Þegar ég var að fara hér út úr húsinu og upp á spítala mundi ég eftir heimsókn til spá- konu sem sagði mér að ég yrði minnsta kosti 85 ára,“ segir Guð- rún og hlær við. „Þetta var nóg til þess að mér fannst ég snúa dæminu við. Að mínu mati er það gifurlega mikið atriði að reyna að hugsa allt- af jákvætt, lifa heilbrigðu lífemi og gera það sem í manns eigin valdi stendur til þess að láta sér líða vel og hafa trú á því sem verið er að gera fyrir rnann." Læknismeðferðin fólst í því að annað brjóstið var fjarlægt. Að- gerðin tókst mjög vel og var Guð- rún komin til vinnu nokkru síðar. í kjölfarið fór fór hún í geisla- og lyfjameðferð sem háði henni ekki meira en það að hún stundaði sína vinnu á meðan. „Það er mikið at- riöi að láta sjúkdóminn sem slíkan ekki buga sig heldur reyna að gera allt sem maður áður gerði. Það var mjög ljúft að uppgötva það að ég gat gert allt sem ég hafði haft á pijónunum enda náði ég fljótt góðri heilsu aftur,“ segir Guðrún. Að horfa á daginn í dag Sumir óttast oft að sjúkdómurinn taki sig upp aftur og þá jafnvel annars staðar. „Ég hef stundum verið spurð hvort ég hafi aldrei verið hrædd um aö fá þetta aftur. Ég neita því ekki að til aö byrja með var spumingin um það hver afdrif mín yrðu nokkuð áleitin. En þegar sjúklingurinn fær gott vega- nesti, góða og jákvæða skoðun og læknar gefa honum góða mögu- leika þá dvínar þessi ótti og hverfur siðan smátt og smátt,“ segir Guð- rún og bætir því við að jákvæð nið- urstaða meðferðar hennar hafi gert það að verkum að hún fór að yfir- vinna ýmislegt með sjálfri sér. „Ég hef einsett mér að horfa á daginn í dag. Mér finnst að hver og einn megi líta á sjálfan sig heil- brigðan þar til annað kemur í ljós. Með því að vera jákvæður getur sjúklingurinn hjálpað heilmikið sjálfur." Samhjálp kvenna Guðrún hefur starfað með Sam- hjálp kvenna síöastliðin tíu ár. Þeg- ar hún fór í aðgerðina á sínum tíma voru engin slík samtök fyrir hendi. Árið 1979 hófu tvær konur, Elín Finnbogadóttir og Erla Einarsdótt- ir, að starfa fyrir Samhjálp kvenna en það er einn stuðningshópur Krabbameinsfélagsins. „Ég gekk til liðs við þær í árs- byrjun 1980 og nú erum við fjórtán hér í Reykjavík sem störfum við þetta í sjálfboðavinnu en erum aldrei allar virkar í einu. Það er hverri konu í sjálfsvald sett hvort hún hefur samband við okkur og við förum aldrei í heimsókn nema konur óski þess. Stuðningurinn felst í því að við heimsækjum þær að meðaltali tvisvar á sjúkrahúsið. Auk þess hafa þær símanúmer okkar og geta haft samband oftar ef þær vilja. Ef brjóstið er fjarlægt förum við með þeim sem þess óska til að fá hjálpartæki sem í þessum tilfellum eru gervibijóst.“ Á árinu 1988 leituðu 92 konur aðstoðar til Samhjálpar kvenna og á árinu 1989 voru þær 97. „Þetta er sá fjöldi sem við aðstoðuðum en það segir ekki til um heildarfjölda þeirra kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. Fyrir marga krabbameinssjúklinga er afar mik- ilsvert að hitta aðra sem staðið hafa í sömu sporum. Þær konur sem standa frammi fyrir þessari staðreynd eiga í mörgum tilfellum auðveldara með að ganga í gegnum þetta með stuðningi annarra sem hafa læknast,“ segir Guðrún. Hún bendir á að undanfarin ár hafi Samhjálp kvenna staðið fyrir opnu húsi tvisvar á ári. Þar gefst konum tækifæri á að hittast og jafnframt að njóta fræðsluefnis. Aðsókn hefur verið mjög góð og þess má geta að næstkomandi mánudag mun Snorri Ingimarsson læknir fjalla um uppbyggingu og endurhæfingu krabbameinssjúkl- inga. Lífslíkur aukast Með reglubundinni skoðun í Leit- arstöð Krabbameinsfélagsins hefur tilfellum, sem greinast, fjölgað en lífslíkur kvenna, sem fá brjósta- krabbamein, aukist að sama skapi. Það reynist mörgum konum erfitt að sætta sig við að annað eða bæði brjóstin hafi verið fjarlægð og líta á það sem lýti á líkamanum. Lýta- læknar gera nú aðgerðir sem miða að því að konan geti fengið sitt fyrra útlit aftur. En finnst Guðrúnu að fólk um- gangist krabbameinssjúklinga á annan hátt en aðra sem haldnir eru alvarlegum veikindum? „Með aukinni fræðslu hefur við- horflð mikið breyst og það er ein- mitt liður í fræðslu Krabbameins- félagsins að við umgöngumst krabbameinssjúklinga eins og alla aðra sjúklinga,“ segir Guðrún Kristinsdóttir sem fékk brjósta- krabbamein fyrir fimmtán árum. ^IJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.