Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 43
LAUtURDAGXJft 24. MARS 1990. 5i Afmæli Halldóra S.G. Veturliðadóttír Halldóra Sigurlína Guörún Vetur- liöadóttir, fyrrv. verkakona, af- greiðslukona og húsmóðir, Höfða- grund 19, Akranesi, er áttræö í dag. Halldóra fæddist í Hnífsdal og ólst upp í foreldrahúsum að Lækjamót- um á ísafirði, elst nítján systkina. Hún lauk barnaskólaprófi frá Barnaskóla ísafjarðar 1924 og gætti systkina sinna og hjálpaði til við uppeldi þeirra þar til hún hóf sjálf búskap 1933. Meðan Halldóra var í foreldrahúsum vann hún í ílsk- vinnu hjá Samvinnufélagi ísfirðinga en eftir að hún fór sjálf að búa vann hún ýmis störf, í fiskvinnu, í strau- stofu Sjúkrahúss ísafjarðar og við Fatahreinsun Halldórs Gunnars- sonaráísafirði. Halldóra starfaði í Kvenfélaginu Hlíf á ísafirði og var einn af stofn- endum Sjálfstæðiskvennafélags ísa- flarðar. Halldóra og fjöldskylda hennar fluttu á Akranes 1964 þar sem Hall- dóra afgreiddi í mjólkurbúðinni við Stillholt í fjölda ára, til ársins 1978. Þá hóf hún störf hjá Artic þar sem hún starfaði þar til hún varð sjötíu ogþriggjaára. A Akranesi hefur Halldóra starfað mikið í Kvenfélaginu og Sjálfstæðis- félaginu. Hún bjó þar lengst af á Vesturgötu 154 eða þar til hún keypti einbýlishús á vegum aldr- aðra á Akranesi árið 1985. Halldóra giftist 24.10.1937 Karvel Lindberg Olgeirssyni vélstjóra, f. 18.1.1907, d. 12.11.1968, en foreldrar hans voru Olgeir Oliversson sjó- maður og María Guðmundsdóttir húsmóðir. Fósturforeldrar Karvels voru Jónína Jónsdóttir og Einar Hákonarson frá Klettabúð á Hellis- sandi. Börn Halldóru og Karvels: Sverrir Oliver Karvelsson, f. 20.2.1938, fisk- matsmaður, í sambúö með Ósk Árnadóttur húsmóður og eiga þau tvo syni, Kristján og Arnar; Hall- dóra Guðrún Karvelsdóttir, £5.9. 1939, sjúkrahði, gift Brynjari ívars- syni skipasölumanni en börn þeirra eru Guðmundur Ómar, Örn Ægir, Halldóra Berglind, Sigurður ívar og Hlöðver Már; Jónína Sigfríður Kar- velsdóttir, f. 23.7.1943, skrifstofu- stúlka, gift Edward Scott verka- manni en börn þeirra eru Eiríkur Valgeir, Dóra Björk, Eyþór Atli, Gunnar Jóhannes og Lindberg Már; Hafdís Karvelsdóttir, f. 6.2.1946, sjúkraliði, gift Sigurði Vésteinssyni trésmið en börn þeirra eru Elfur Sif, María Karen, Ernir Freyr og Irma Dögg; Júlíana Karvelsdóttir, f. 8.7.1947, verkakona, gift Hinriki Líndal Hinrikssyni útgerðarmanni en börn þeirra eru Karvel Líndal, Ása Líndal og Olga Líndal; Karvel Lindberg Karvelsson, f. 13.3.1952, pípulagningameistari, giftur Ólafiu Ólafsdóttur en börn þeirra eru Kar- vel Lindberg, Ólafur Lindberg og Andri Lindberg. Halldóra á nú ell- efu langömmuböm. Systkini Halldóru, sem komust á legg, eru Ingibjörg Guðrún, gift Ró- bert Bjarnasyni verkamanni og eiga þau tvær dætur; Salvör Kristrún, gift Ara Guðjónssyni rakara og eiga þau þrjú börn; Veturliði Gunnar, fyrrv. framkvæmdastjóri, kvæntur Huldu Guðmundsdóttur og eiga þau átta börn; Rakel, sem er látin, var gift Óskari Finnbogasyni presti sem einnig er látinn en þau eignuðust fjögur börn; Lára Huld Thoraren- sen, gift Guðmundi Ólafssyni mat- sveini og eiga þau sjö börn; Jóhanna Margrét, ekkja eftir Bjarna Kjart- ansson verkamann og eignuðust þau tvo syni; Guðmunda Daníela, gift Kristjáni Þórðarsyni afgreiðslu- manni og eignuðust þau fimm börn; Eiríkur Sveinbjörn vegagerðar- stjóri, kvæntur Önnu Jónasdóttur og eiga þau tvö börn; Margrét Pá- lína, gift Pétri Jónssyni bifvéla- virkja og eiga þau fimm börn; Vil- helmína Erla verkakona, á eitt barn; Júlíus Magnús Hólm verkamaður, kvæntur Guðrúnu Sveinbjörndótt- ur og eiga þau sex börn, og Svala Sverrey bankagjaldkeri, gift Rík- harði Þorlákssyni útibússtjóra og eiga þau fimm börn. Foreldrar Halldóru voru Veturliði Guðbjartsson, f. 26.6.1883, d. 21.9. 1966, verksjóri á ísafirði, og kona hans, Guðrún Halldórsdóttir, f. 3.9. 1889, d. 18.8.1959, húsmóðir. Veturliði var sonur Guðbjarts, b. á Grænahóli á Barðaströnd, Þor- geirssonar, b. á Grænahóli, Sigurðs- sonar. Móðir Veturliða var Guðrún Eiríksdóttir, b. í Unaðsdal, Eiríks- sonar í Dumpu, Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Sveinbjörg Þorkels- dóttir. Móðir Sveinbjargar var Sig- ríður Árnadóttir umboðsmanns Jónssonar, sýslumanns í Reykjar- firði, þess sem hafði umsjón með saltvinnslunni í Reykjanesi við Halldóra S. G. Veturliðadóttir. Djúp, Arnórssonar, sýslumanns í Borgarijarðarsýslu, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Elísabet Rós- inkar Guömundsdóttir, hreppstjóra og b. í Neðri-Arnardal, Bárðarsonar, b. í Arnardal, ættföður Arnardals- ættarinnar, Ulugasonar. Guðrún, móðir afmælisbarnsins, var dóttir Halldórs trésmiðs Hall- dórssonar, b. á Hóli á Hvilftarströnd í Önundarfirði, Halldórssonar, b. á Grafargili, Eiríkssonar, prests og þjóðhagssmiðs, Vigfússonar, stúd- ents í Stóra-Ási og í Höfn, Vigfús- sonar, prests í Miðdalaþingum, Ei- ríkssonar, prests í Hjarðarholti, Vigfússonar. Móðir Guðrúnar var Sigurlína Guðmundsdóttir. í 80 ára Pétur G. Stefánsson, Fálkagötu 9, Reykjavík, 75 ára Ragnar Björnsson, Garðakoti I, Hólahreppi. 70 ára Ingunn Einarsdóttir, Kirkjuteigi 3, Keflavík. Svava Hólmkclsdóttir, Brekkubraut 15, Keflavík. Sveinlaug Friðriksdóttir, Valllioiti, Grýtubakkahreppi. 60 ára Guðrún Elin Skarphéðinsdóttir, Bárugötu 1, Dalvík. Girnnar Karl Þorgeirsson, Hólagötu 12, Sandgeröi. Aðalsteinn Friðfinnsson, Grundargötu 20, Grundarflrði. Ingibjörg Vilhjáluisdóttir, Kambahrauní 13, Hverageröí. Jóhanna Þorsteinsdóttír, Borgarvegi 20B, Njarövík. Magnús Sigurðsson, Oddabraut 22, Þorlákshöfn. Arndis Haúksdóttir, Eskihhð 8, Reykjavík. iijörg Einarsdóttir, Eyrargötu 22, Sigluflrði. Björn Búasou, Vallargötu 9, Sandgerði. Elísahet, Sigurðardóttir, Leynisbrún 1, Grindavfk. Erla Pálmadóttir, Gerðhömrum 16, Reykjavík. Ester Halldórsdóttir, Engiaseli 23, Rfykiavtk. Gunnlaugur Valdimarsson, Kollufossi, Fremri-Torfustaðalireppi. Magnús Filippusson, Brekkuvegi 3, Seyðisfirði, Ragnar A. Wessman, Hrísmóuni I. Garðabæ Sigriður Alfréðsdöttir, Ifremri-Hlíð, Vopnaflarðarhreppi. Stefán Filippusson, Brekkuvegi 3, Seyðisflrðí. Guðrún Eggertsdóttir Stefán Scheving Kristjánsson Stefán Scheving Kristjánsson, b. í Götu í Hrunamannahreppi, er sjö- tugurídag. Stefán er fæddur í Ólafsvík og bjó þar til 1924. Þá bjó hann í Reykjavík til 1930 og síðar í Brekku í Biskups- tungum 1930-43. Hann hefur verið bóndi í Götu frá 1947. Stefán kvæntist þann 8.7.1947 Ágústu Sigurdórsdóttur húsmóöur, f. 23.8.1923. Foreldrar hennar voru Sigurdór Stefánsson, f. 11.2.1891, d. 22.7.1970, b. í Götu í Hrunamanna- hreppi, og Katrín Guömundsdóttir, f. 22.10.1895, d. 22.5.1976. Börn Stefáns og Ágústu eru: Katrín, f. 2.2.1946, bankastarfs- maöur í Þorlákshöfn, gift Hauki Viðari Benediktssyni, f. 6.7.1947, vélstjóra, og eru synir þeirra: Stef- án, f. 27.3.1967, vélstjóri í Þorláks- höfn, og Jóhannes Þór, f. 3.3.1968, stýrimaður í Þorlákshöfn. Sigríður, f. 4.12.1948, fiskimats- maður í Þorlákshöfn, gift Ragnari Óskarssyni, f. 4.8.1942, trésmíða- meistara, og eru böm þeirra: Ágústa, f. 15.2.1967, myndlistamemi í Þorlákshöfn; og Óskar, f. 5.5.1970, trésmiður í Þorlákshöfn. Jón, f. 19.6.1952, b. og bílstjóri í Götu, kvæntur Ólöfu Guðnadóttur, f. 22.7.1955, og eru börn þeirra: Lilja Björg, f. 4.12.1977; María, f. 13.7. 1980; ogÁgúst Scheving, f. 17.2.1984. Sigurdór Már, f. 1.2.1959, vinnur hjá Sólningu á Selfossi, kvæntur Guðrún Eggertsdóttir, forstöðu- maður bókhaldsdeildar Kaupfélags Borgfirðinga, til heimilis að Bjargi í Borgarnesi, veröur flmmtug á morgun. Guðrún fæddist í Borgarnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá MA1961 og var við verslunamám og skrifstofu- störf í Kaupmannahöfn 1962-63. Hún vann skrifstofustörf hjá Véla- deild SÍS1964-70 en hefur verið starfsmaður Kaupfélags Borgfirð- inga frá 1971. Guðrún var þar aðal- bókari frá 1972 en starfar nú sem forstöðumaður bókhaldsdeildar kaupfélagsins. Guðrún sat í stjórn Verslunar- mannafélags Borgarness 1972-75 og var formaður félagsins 1976-80 og 1982-83. Hún sat í stjórn Landssam- bands íslenskra verslunarmanna 1977-87 og var ritari Alþýöusam- bands Vesturlands frá stofnun þess 1977 ogtil 1981. Dóttir Guðrúnar er Heiður Hörn Hjartardóttir, f. 3.12.1970, nemandi viö Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Guðrún á fjögur systkini. Þau eru Kristín Eggertsdóttir, f. 16.9.1931, forstöðukona kaffistofu Norræna hússins; Guðmundur Eggertsson, f. 24.4.1933, prófessor við HÍ; Jóna Eggertsdóttir, f. 10.1.1937, yfirfé- lagsráðgjafi á Borgarspítalanum, og JónAgnarEggertsson,f.5.1.1946, formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness. Foreldrar Guðrúnar: Eggert Guð- . mundsson, f. 20.10.1897, d. 19.8.1979, bóndi í Skorradal og síðar að Bjargi við Borgarnes, og Aðalheiður Lilja Jónsdóttir, f. 8.8.1910, húsmóðir. Eggert var sonur Guðmundar, b. á Eyri í Flókadal, Eggertssonar, b. á Eyri Gíslasonar, prests í Hítar- nesi, bróður Jóns, b. í Höll í Þverár- hlíð, langafa þeirra bræðra Guð- mundar Kamban rithöfundar og Gísla Jónssonar alþingismanns. Jón var einnig langafi þeirra bræðra Sigvalda Kaldalóns tónskálds og Eggerts Stefánssonar söngvara. Annar bróðir Gísla var Eggert, pró- fastur í Reykholti, faðir Guðrúnar í Stóru-Vogum, ættmóður Waageætt- arinnar, langömmu Ingunnar, móð- ur Þorsteins Thorarensen, rithöf- undar og bókaútgefanda. Eggert í Reykholti var einnig afi Eggerts, alþingismanns í Laugardælum, en hann var afi Benedikts Bogasonar, alþingismanns og verkfræðings, Rúnars Bjarnasonar slökkviliðs- stjóra, Eggerts Haukdal alþings- manns og Guðrúnar, móður Þór- hildar Þorleifsdóttur alþingis- manns. Þriðji bróðir Gísla var Páll, prestur á Stað í Grunnavík, faðir Guðmundar, sýslumanns í Arnar- holti og langafi Guðmundar Hann- essonar, bæjarfógeta á Siglufirði. Gísli í Hítarnesi var sonur Guð- mundar, fangahúsráðsmanns við Arnarhól og síðar b. í Hjarðarholti í Stafholtstungum, Vigfússonar, lög- sögumanns í Hjörsey, Sigurðssonar. Móðir Gísla var Guðrún Þorbjarn- ardóttir „ríka“ í Skildinganesi Bjarnasonar. Móðir Guðmundar á Eyri var Guðrún Vigfúsdóttir, b. á Signýjarstöðum, bróður Gísla í Hít- arnesi. Móðir Eggerts á Bjargi var Kristín Kláusdóttir, b. á Steðja í Flókadal Sigmundssonar, b. á Brúarhrauni Bárðarsonar. Móðir Kristínar var Ástríður Jónsdóttir frá Snorrastöö- um. Aðalheiður Lilja er dóttir Jóns b. á Arnarfelli í Þingvallasveit, Ólafs- sonar, b. í Lónakoti í Hraunum, Sig- urðssonar, en hann vakti fyrstur Guðrún Eggertsdóttir. athygli á því að koma á almanna- tryggingum á íslandi í bæklingi 1888. Móðir Aðalheiðar var Agnes Gísladóttir, b. í Butru í Fljótshlíð, bróður Ingiríðar, ömmu Jónasar, afa Einars Ágústssonar ráöherra og Hrafnkels Helgasonar yfirlæknis. Gísli var sonur Árna, b. á Brekkum á Rangárvöllum, Gíslasonar og konu hans, Ingigerðar Guðmunds- dóttur, b. á Snjallsteinshöfða, Þor- steinssonar, bróður Kristínar, konu Eiríks Jónssonar í Bolholti, ætt- föður Bolholtsættarinnar, langafa Kristínar, ömmu Gunnars Thor- odd-sens forsætisráðherra. Móðir Agn-esar var Agnes, systir Sigríðar, langömmu Ingólfs Jónssonar ráð- herra. Agnes var dóttir Magnúsar, b. á Eystri-Geldingalæk, Sæmunds- sonar, bróður Guðbrands, föður Sæmundar, b. á Lækjabotnum, ætt- föður Lækjabotnaættarinnar og langafa Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. Guðrún tekur á móti gestum á Bjargi klukkan 16-19.00 á afmælis- daginn. Stefán Scheving Kristjánsson. Guðbjörgu Fríðu Guðmundsdóttur, f. 4.5.1959, og eru börn þeirra: Egg- ert Már, f. 13.10.1981; Ágústa Arna, f. 27.4.1986, ogBrynjar Órn, f. 31.12. 1989. Systkini Stefáns: Sigurást Aðalheiður, f. 11.9.1917, d. 12.8.1984, var búsett í Reykjavík og gift Baldri Baldvinssyni, og eign- uðustþaullbörn. Eggert, f. 14.8.1923, starfsmaður Ólafsvíkurbæjar, ókvæntur. Foreldrar Stefáns voru Kristján Júlíus Guðjón Guðmundsson, f. 30.7 1884, sjómaður í Bakkabúð í Staðar- sveit á Snæfellsnesi, og María Sig- ríður Soffia Sveinsína Guðmunds- dóttir.f. 2.4.1891. Stefán verður að heiman í dag. Lúðvík Baldursson Lúðvík Baldursson sjómaður, Gerðavöllum 48B, Grindavík, verð- ur fertugur á morgun, 25. mars. Lúðvík er fæddur á Bíldudal og þar ólst hann upp. Hann lauk grunnskólaprófi við Laugarnes- skóla en fór síðan til sjós og hefur stundað sjómennsku alla tíð síðan. Lúðvík kvæntist þann 15.11.1975 Þóreyju Aspelund fiskvinnslukonu, f. 25.9.1955. Foreldrar hennar eru Erling Aspelund og Guðlaug Ásta Magnúsdóttir saumakona. Börn Lúðvíks og Þóreyjar eru: Linda Rós Aspelund, f. 7.8.1976, og Ásta Soffía Aspelund, f. 15.4.1980. V/ Auk þess eignaðist Lúðvík eina dótt- ur fyrir hjónaband, írisi Olgu, f. 26.8. 1968. Bræður Lúðvíks eru: Björn Ein- arsson, húsasmíðameistari í Hafn- arfirði, kvæntur Margréti Árnadótt- ur gjaldkera, og eiga þau tvö börn; Ásgeir Baldursson, verkstjóri í Reykjavík, og á hann þrjú börn; Heiðar Baldursson, sjómaður á Bíldudal, og Grétar Ingi Gunnars- son Fjeldsted, nemi í Reykjavík. Foreldrar Lúðvíks eru Baldur Ás- geirsson, kjötiðnaðarmaður í Reykjavík, og Soffía Sveinbjörns- dóttir, verkakona í Reykjavík. noröan við Kaupstað, I'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.