Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Page 23
LAUGAjRDAGUR 24; MARS 1990. 23 Hjálpar íslendingum í nauðum í USA: Laga- krókar án róm- antíkur - segir Magnús Thorstenn, lögfræðingur í New York „Ég hef unnið mikið fyrir íslend- inga búsetta í Bandaríkjunum. Kons- úlar í New York og sendiráðið í Was- hington hafa haft milligöngu um mörg mál sem ég hef síðan tekið að mér,“ sagði Magnús Gylfl Þorsteins- son, lögfræðingur í New York, er DV heimsótti hann á skrifstofu hans á 53ja stræti í vikunni. Magnús Thors- tenn , eins og hann kallar sig, hefur starfað að lögfræðimálum í New York undanfarin ár og rekur þar eig- in lögfræðistofu ásamt eiginkonu sinni, Susan, og átta öðrum lögfræð- ingum. Þó að skrifstofan, sem er á elleftu hæð, sé ekki stór fer þar fram um- svifamikið starf á breiðum vettvangi. Hver lögfræðingur hefur sitt sérsvið og Magnús hefur lagt mesta áherslu á lögfræðistörf fyrir fyrirtæki. Þegar talað er um lögfræðinga í Bandaríkj- unum detta manni umsvifalaust í hug sjónvarpsþættirnir Lagakrókar. „Þetta er nú ekki eins og í Lagakrók- um hér hjá okkur,“ segir Magnús. „En það sem maður sér í þeim þátt- um er líklegast satt, þættirnir sýna margra mánaða starf lögfræðinga á hálftíma," segir Magnús. „Róman- tíkinni erum við þó ekki mikið í.“ Hjónaskilnaður dómsmál Þegar fólk skilur í Bandaríkjunum fer málið fyrir dóm. Magnús segir að þó hann hafi öðlast réttindi til að sækja mál fyrir rétti hafi hann alveg sloppið við skilnaðarmálin. „Skiln- aður er dómsmál í Bandaríkjunum og það eru eingöngu fimm ástæður til skilnaðar og það verður að sanna að minnsta kosti eina þeirra. Nú eru slík mál að breytast á þann veg að hjón sættast við dómara áður en að réttarhöldum kemur. Ég hef ekki tekið að mér skilnaðarmál en hef bent íslendingum, sem þurfa á aðstoð að halda, á lögfræðinga með þá sér- grein. Það er ekki hægt að vera í öll- um málum í Bandaríkjunum og við höfum ákveðið hér að hafa viðskipti sem okkar sérgrein." Magnús segir að aðalverksvið sitt sé aðstoð við fyrirtæki og einstakl- inga við að setja upp og reka fyrir- tæki í Bandaríkjunum. „Við stofnum fyrirtæki, útvegum peninga, ekki einungis lán heldur einnig stofnfé til hlutaíjár. í dag erum við að hjálpa erlendum aðila að setja í gang fyrir- tæki sem mun selja heilsufæði í Bandaríkjunum. Þá tökum við málið í okkar hendur frá upphafi til enda - t.d. finnum við fólk til að starfa með honum, útvegum peninga og markaðssetjum vöruna.“ Þó að tíu lögfræðingar séu á stof- unni hjá Magnúsi eru einungis hann og þrír aðrir með dómsmál. Eigin- kona hans er til dæmis sérfræðingur í fasteignaviðskiptum. „Athyglisverðasta mál, sem ég er með um þessar mundir, er 1,2 milljón dollara mál gegn eiganda Queen Elizabeth skemmtiferðaskipsins. Við erum lögmenn auglýsingastofu sem fór í mál við eiganda skipsins vegna brots á samningum,“ segir Magnús. Reddingar fyrir íslendinga „Á hverju ári koma upp mál sem gera starfið spennandi og eru af ólík- um toga. Ég fékk upphringingu frá íslenskri konu sem hafði sætt slæmri meðferð hjá eiginmanni og verið hent út ásamt barni. Hún hafði í ekk- ert hús að leita. Við hjálpuðum henni að komast í athvarf og síðan fór hún heim til íslands. Það er ýmislegt sem við höfum lent í að athuga fyrir ís- lendinga svo sem vegna dánarbús. Einnig höfum við tekið að okkur mál fyrir íslensk fyrirtæki sem er stefnt, jafnvel þó þau séu ekki í Bandaríkj- unum heldur hér í viðskiptum. Þá höfum við aðstoðað bandarísk lög- mannsfyrirtæki við að komast í sam- band við lögmenn heima á íslandi.“ Magnús hefur tekið að sér margar reddingar fyrir íslendinga þeim að kostnaðarlausu og þá mál sem verða leyst í gegnum síma. Magnús lærði lögfræði í Háskóla íslands og fór síð- an í framhaldsnám til Austur-Þýska- lands. Þar kynntist hann konu sinni, sem er bandarísk, og þau störfuðu saman í Evrópu í eitt ár áður en þau fluttu til Bandaríkjanna. „Ég hafði hugsað mér að halda áfram námi hér og fór í meistaragráðu. Síðan tók ég próf sem lögfræðingar veröa að taka hér til að geta flutt mál fyrir dómstól- um.“ Tók að sér Hafskipsmálið Stuttu eftir að Magnús lauk námi tók hann að sér Hafskipsmálið í Bandaríkjunum. „Skiptaráðendur í Hafskipsmálinu réðu mig til að sjá um innheimtu og frágang mála Haf- skips hér í Bandaríkjunum. Því máli hef ég skilað af mér og er lokið frá minni hendi.“ Magnús hefur eins og margir aðrir íslendingar í Bandaríkjunum komið sér vel í starfi. Hann segist vera sest- ur að í New York enda eigi hann þar eiginkonu og dóttur. „Við erum mjög ánægð hér en það er ekki þar með sagt að við gætum ekki hugsað okkur að skipta ef upp kæmu góð tilboð. Ég finn alltaf fyrir heimþrá og fer oft til íslands. Auk þess tala ég mjög oft til íslands. Ég var að velta því fyrir mér um daginn hversu mikið ég tala íslensku og komst að því að ég geri það á hverjum degi. Það sem ég sakna mest er landið sjálft. Ég var mikill útiverumaður og fór mikið úr bænum um helgar. Hér er mjög er- fitt að komast í burtu frá fólki í kyrrð og ró,“ segir Magnús Thorstenn lög- fræðingur sem hefur hjálpað mörg- um íslendingnum í vandræðum sín- um í Bandaríkjunum. -ELA Magnús Thorstenn lögfræðingur á skrifstofu sinni við 53ja stræti í New York. Ath. Míkíð úrval lettja. EITT MESTA ÚRVAL LANDSINS SENDUM í PÓSTKRÖFU - SÍMI 687720 CNintendoQ Gjöfm SEM ALLIR MUNDU VILJA FÁ Níntendo sjónvarpsleíktækíð mun veita öllum í fjölskyldunní ómælda skemmtun. í tílefni ferminganna bjóðum víð Níntendo leiktækíð ásamt eínum vinsælasta leíknum á frábæru tílboðsverðí, 17.990,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.