Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Qupperneq 31
LAUGAHDAQUp 24, JMARS ,1^90. 39 DV Lífsstm Þaö eru ekki ýkja margir mögu- leikar í boöi fyrir þá sem vilja halda utan um páskana því nú eru nær allar páskaferðir uppseldar, þó leyn- ast ferðir inn á milli þar sem enn eru laus pláss. Talið er að ferðaskrifstofurnar bjóði um 1000 sæti í sólina og þau eru flest löngu uppseld og biðlistar í margar ferðir. Það er einnig fariö að þrengjast verulega um í áætlunarfluginu og því er að verða erfitt fyrir fólk að kom- ast á eigin vegum til útlanda um páskana. Það skal tekið fram að ekki var haft samband við allar ferðaskrif- stofur landsins svo það getur verið möguleiki á aö komast í páskaferðir með öðrum ferðaskrifstofum en þeim sem hér er getið um. Sólarþorsti Forstöðumönnum ferðaskrifstof- anna ber saman um að sjaldan eða aldrei hafi gengið jafnhratt að bóka í páskaferöirnar og í ár, sömuleiðis sé orðið þétt bókað í margar ferðir á sólarstrendur í sumar. Ástæðuna fyrir þessari miklu sölu nú fyrir páskana segja þeir einkum þrjár: Það sé greinilegt að fólk sé orðið þyrst í sól eftir margra mánaða leiðindaveð- ur hér á landi. Páskarnir séu á góð- um tíma eða í apríl og því komi inn aukafrídagar í kringum þá svo sem sumardagurinn fyrsti og fyrsti maí. Fólk tapi því ekki mörgum vinnu- dögum með því að skreppa utan um páska. Þriðja ástæðan sem nefnd var og sú sem ekki skiptir hvað minnstu máli er verðið sé hagstætt. í sumum tilvikum sé verið að bjóða upp á sama verð og í fyrra og í versta falli ögn dýrari ferðir og það kunni fólk að ■ : : Enn er hægt að komast til ýmissa stórborga Evrópu og Bandaríkjanna í kringum páskana Páskar: Nær uppselt í sólina meta. Meðalverö á tveggja vikna ferð á sólarströnd er á milli 55 og 65 þús- und krónur fyrir manninn, miðað við að tveir deili með sér stúdíóíbúð. Einstaklingsferðir um víðaveröld Að sögn íslaugar Aðalsteinsdóttur, hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, verður farin á vegum skrifstofunnar þriggja vikna ferð til Benidorm og er löng uppselt í hana. Hins vegar er enn hægt að komast á vegum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur til Bandaríkjanna, bæði til Flórída og Kaliforníu, svo eru enn laus sæti í ferð til Thailands og borgarpakkarn- ir, sem boðið er upp á til London, Lúxemborgar, Amsterdam og Kaup- mannahafnar, eru heldur ekki full- bókaðir um páskana. Hins vegar séu áætlunarflugin að fyllast svo það sé betra að hafa hraöan á aö bóka ferð til þessara staða ef áhugi er fyrir hendi. Ferðaskrifstofan tekur að sér að skipuleggja einstaklingsferðir um allan heim. Ef fólk hefur áhuga á einhverjum sérstökum stað sem ekki eru í boði pakkaferöir til tekur Feröaskrifstofa Reykjavíkur aö sér að skipuleggja ferðir þangaö og skipt- ir þá engu hversu fjarlægur sá staður er. Allt uppselt hjáVeröld Hjá Ferðamiðstöðinni Veröld er uppselt í allar páskaferðirnar. Aö sögn Kristínar Aðalsteinsdóttur verður farin ein ferð til Costa del Sol og er löngu uppselt í hana. Þá fer á vegum Ferðamiöstövarinnar hópur til Suður-Ameríku og er orðið full- bókað í þá ferð og sömuleiðis í hóp- ferð til Amsterdam. Að sögn Helga Daníelssonar hjá Samvinnuferðum-Landsýn er löngu uppselt í ferðir til Benidorm og Mall- orca hins ve'gar eru laus sæti í viku hópferð til Þýskalands en í þeirri ferð verður dvahð í nágrenni Saarburg og farið í skoðunarferðir um Moseld- alinn. Svo eru nokkur sæti laus í Thailandsferð Samvinnuferða-Land- sýnar en þeim fer fækkandi. Að sögn Engilberts Gíslasonar hjá Atlantik er uppselt í Mallorcaferð Atlantik en enn er hægt aö komast til Edinborgar og London. Laus pláss til Kanaríeyja Úrval-Útsýn er eina ferðaskrifstof- an sem enn á einhveija möguleika á að bjóða fólki ferðir í beinu leiguflugi á sólarstrendur. Að vísu er allt upp- selt til Kýpur, og nær allt að verða uppselt til Costa del Sol en enn er góð von um að komast þangaö með því að láta bóka sig á biðlista. Svo eru laus pláss til Kanaríeyja um páska og sömuleiðis í ferðir til Flórída og svo í borgarpökkunum svokölluðu. -J.Mar Búlgaríufélagið: Hópferð til Búlgaríu Búlgaríufélagið á Islandi, sem er kynningar- og ferðafélag, mun efna til hópferðar til Búlgaríu í vor. Lagt verður af stað 23. maí og komið aftur 12. júní eða seinna, ef fólk vill framlegnja feröalagið. Ferðaáætlun er í aðalatriöum sú að ekiö verður um Búlgaríu í viku og að því loknu er boðið upp á 13 daga dvöl á hóteli á Gullnu strönd- inni við Svartahafið. Farið verður í skoðunarferðir um Sofia og nágrenni, Rila-klaustrið verður heimsótt, en það er eins konar þjóðarhelgidómur Búlgara. Komiö veröur í Rósadahnn til þess að vera við rósauppskeruhátíðina en slík hátíö er hvergi annars stað- ar haldin í heiminum. Ekið verður um hið sögufræga Shipka-skarð yfir Balkanfjallgarð- inn, þar sem lokorrustan við Tyrki fór fram árið 1878 og Búlgarar losn- uðu þar með undan nær fimm alda oki Tyrkja. Komið verður við í klaustri og litlu þorpi í fjöllunum á leiðinni til borgarinnar Veliko Tarnovo. Farið verður í skoðunarferð um borgina og nágrenni hennar. Ekið verður til borgarinnar Rouse, sem stendur á bökkum Dónár, farið í siglingu á Dóná og borgin skoðuð. Síðasta daginn verður svo ekið um hin frjósömu héruð Dónár- hásléttunnar til borgarinnar Sho- umen. Þar verða skoðuð minnis- merki, högg- og mósaíkmyndir, sem segja eiga sögu þjóðarinnar. Loks verður haldið til Gullnu strandarinnar. Rila-klaustrið, þjóðarhelgidómur Búlgara. Þjóðdansar eru í hávegum hafðir í landinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.