Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. 9 Gufubaðið er tilbúið og hið glæsileg- asta að sjá. ofan Hveragerði. Guðrún hefur þegar fengið eitt tonn af honum til Amsterdam og þar stendur hann nú í tunnum að húsabaki og bíður þess að verða tekinn í notkun. „Mér brá nú heldur í brún þegar ég sá húsnæðiö fyrst, það var allt svo hryllilega skakkt og bjagað," sagði Guðrún þegar DV hitti hana að máli í Amsterdam á dögunum. „En svona eru allflestar byggingarnar hér og auðvitað venst maður þessu. Og þeg- ar maður er búinn að vera hér í ein- hvem tíma finnst manni þetta bein- línis „sjarmerandi“.“ Guðrún rak áður fatabúð á Akur- eyri. Svo datt henni í hug að breyta til og fara að gera eitthvað allt ann- að. „Ég var orðin leið á versluninni. Ég var búin að reka hana i svo mörg ár og maður má passa sig að staðna ekki í þessu. Ég haföi lengi hugleitt að breyta til og svo ákvað ég að selja allt sem ég átti heima og láta slag standa. Það dæmi hefur gengið upp og ég hef fengið fyrirgreiðslu hjá bankanum mínum hérna í Amsterd- am á meðan ég hef verið að bíða eft- ir greiðslum að heiman. Það hefur því ekki verið neitt vandamál fyrir mig að íjármagna þessa framkvæmd. Mér hafði verið sagt að mikill fjöldi Þjóöverja kæmi árlega heim til að leggjast í leirinn í Hveragerði. Og því skyldi ekki eins vera hægt að fá þá til Hollands? Svo ég dreif bara í því að tala við þá heima út af leirnum, fékk svo mann til að moka honum upp fyrir mig og hingað er hann svo kominn. Annars gerðist þetta allt mjög snöggt þannig að ég vissi ekki Tonn af íslenskum leir bíður i tunn- unum bláu að húsabaki hjá Guð- rúnu. Vildu ekki danska pappíra Til aðstoðar Guðrúnu verða tvær íslenskar konur til að byrja með. Önnur þeirra er Ingunn Einarsdótt- ir, sem lengi hefur verið tengd heilsurækt, þótt á öðru sviði sé. Hún var nefnilega lengi hlaupadrottning íslendinga og hljóp alla af sér í orðs- ins fyllstu merkingu. Nú mun hún hafa umsjón með leirböðunum í heilsuræktarstöðinni, hefur enda reynsluna því að hún vann í leirböð- unum í Hveragerði um skeið. Auk leirbaðanna verða þarna til húsa gufuböð og ljósabekkir. Til stóð að hafa einnig snyrtistofu innan stöðvarinnar og hafði Guðrún fengið Ester Davíðsdóttur snyrtisérfræðing til að annast þá hlið mála. En við- komandi ráðamenn í Hollandi sam- þykktu ekki próf hennar af einhverj- um ástæðum, á þeirri forsendu að hún hefði lært í Danmörku. Hún mun því vinna við önnur störf á stöð- inni meðan reynt verður til þrautar að fá pappírana hennar viður- kennda. Vel staðsett Heilsuræktarstöðin er afarvel stað- sett, hún er til húsa í miðborg Amst- erdam. í nágrenni viö hana er til að mynda Pulitzer-hótelið þar sem margir íslendingar hafa dvalið í gegnum tíðina. Guðrún hyggst kynna stöðina heima á íslandi, þann- ig að fólki viti af henni og geti not- fært sér aöstöðuna og íslenska þjón- ustu ef það kemur til Amsterdam. „Það þarf hvorki læknisvottorð né aðrar uppáskriftir til að komast í leirinn hjá mér en til að komast í Hvergerði þurfa menn vottorð," sagði Guðrún. Aðspurð hvernig gengið hefði að fá leyfi fyrir rekstrinum sagði hún að það heföi gengið bæði fljótt og vel. „í rauninni þarf maður ekki leyfi til að reka starfsemi eins og þessa að öðru leyti en því að þú þarft almennt rekstrarleyfi. Það er ekki fyrr en kemur að snyrtistofunni sem maður þarf sérstakt leyfi. Þegar kemur að snyrtingu eða öðru þess háttar er maður orðinn ábyrgur fyrir því ef Aðstandendur heilsuræktarstöðvarinnar saman komnir i húsnæðinu sem verður tilbúið einhvern næstu daga, f.h.: Ingunn Einarsdóttir, Guðrún Njálsdóttir, Ester Daviðsdóttir, Bergljót Jónsdóttir, dóttir Ingunnar, og Hjálmar Páls- son, sonur Guðrúnar. DV-myndir Hjalti Jón Sveinsson. eitthvað kemur upp á. Og það var það sem strandaði á, því að úr því að þeir samþykktu ekki pappírana hennar Esterar hefði ég orðið að fá einhvern aðila til að reka snyrtistof- una fyrir mig og borga honum stórfé bara fyrir að fá nafnið hans lánað. Þannig að við ákváðum að sleppa snyrtingunni í bih en hrinda hinu í framkvæmd. Gufubaðiö er því stærra heldur en ráð var fyrir gert í fyrstu þar sem snyrtistofan hafði í upphafi verið teiknuð inn í stöðina. En hvað um það, ef þetta gengur upp ætlum viö að færa út kvíarnar og bjóða upp á nudd tvo daga í viku. Þá ætla ég að fá hollenskan nuddara en skírteinið hans yrði þá væntan- lega tekið gilt hér. Þar gengur hann í ábyrgð fyrir þann hluta starfsem- innar.“ Dýr framkvæmd Guðrún leigir húsnæðið undir stöðina en verið er að innrétta það þessa dagana. Hún sagði að það myndi kosta að minnsta kosti þrjár milljónir króna að innrétta heilsu- ræktarstöðina og búa hana tækjum. Leigan er svo þrjú þúsund gyllini á mánuði eða sem svarar rúmum hundrað þúsund íslenskum krónum. „Auðvitað er þetta talsverð áhætta því að ég þarf að innrétta húsnæðið í hólf og gólf. Ef þetta gengur ekki get ég ekki tekið innréttingamar með mér þannig að þær eru þá tapað fé. En ég er bjartsýn og ætla að auglýsa starfsemina ekki bara hér í Hollandi heldur og á íslandi og í Þýskalandi." En getur þá hver sem er sest að í Hollandi og stofnað þar fyrirtæki? Er þetta ekkert sem fólk þarf aö láta sér vaxa í augum? „Auðvitað er þetta erfitt þótt ekki sé nema tungumálið. Satt að segja hef ég ekki lagt nógu mikla áherslu á aö læra hollenskuna því að ég á góðan hauk í horni sem er Eggert Kjartansson en hann vinn- ur hér hjá Hollenska verslunarráð- inu. Hann hefur verið mér mjög hjálplegur og líklega hefði þetta gengið seint eöa ekki ef hann hefði ekki aðstoðað mig. En þetta stendur allt til bóta og nú ætla ég að taka mig á og fara á námskeið í hol- lensku.“ Jóhanna S. Sigþórsdóttir, DV, V-Þýskalandi: Það er ekki á hverjum degi sem alíslensk fyrirtæki eru sett á laggirn- ar í einhverri stórborginni úti í heimi. Eitt shkt er þó að líta dagsins ljós um þessar mundir í Amsterdam í Hollandi. Það er heilsuræktarstöð sem Guðrún Njálsdóttir er að koma á laggirnar. En hvað er svona merkilegt við það þótt íslensk kona reki heilsuræktar- stöð í útlöndum? Og hver segir að stöðin sú arna þurfi að vera eitthvað íslenskari en aðrar slíkar sem reknar eru í sömu borg? Jú, það er ekki nóg með að við hana vinni eintómir íslendingar. All- ar innréttingarnar verða nefnilega rammíslenskar. Þær eru sumsé smíðaðar á íslandi og síðan sjá tveir íslenskir smiðir um að koma þeim út til Amsterdam og setja þær upp í heilsuræktarstöðinni. Og svo kemur rúsínan í pysluendanum. í stöðinni verða meðal annars tvö leirböð. í þau verður auðvitað notaður íslenskur leir sem fenginn er í dölunum fyrir fyrr en þetta var komið á fullan skriö. Að vísu þekkjast leirböð í Suður- Hollandi en þau eru bara allt öðru- vísi en hin íslensku. Hollendingarnir nota þunnan leir sem þeir geta hellt í baðkarið heima hjá sér. Þeir þekkja ekki þennan þykka sem við notum heima á íslandi og sem sagður er betri en allt annað gegn liðagigt og fleiri sjúkdómum.“ íslensk kona opnar heilsuræktarstöð í Hollandi: Býður upp á íslensk leirböð í Amsterdam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.