Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Side 29
LAUGÍARDAGUR 24. (MARB Í990. 37. Handbolti imglinga Leikið til úrslita Úrslitakeppni yngri flokkanna lýkur um næstu helgi. Fyrirkomulagi íslandsmótsins var breytt á síðasta ári og hefja því öll liðin keppni jöfn að stigum og ekki er spurt að því hvernig hafi gengið hjá þeim i vetur. Keppni í úrslitum yngri flokka stendur nú yfir og er úrslitatörninni í 2. flokki karla lokið með sigri Fram. Um helgina verður leikið í 2. flokki kvenna og 4. flokki karla og kvenna og lýkur keppni á morgun. Úrslitatörnin í 2. flokki kvenna fer fram í íþróttahúsinu í Garðabæ og verða Víkingar að teljast líklegir til afreka þar en Víkingsstúlkurnar hafa haft nokkra yfirburði í vetur. í Vestmannaeyjum fer fram keppni í 4. flokki kvenna og eru lið Hauka pg Fram líklegust til þess aö vinna íslandsmeistaratitilinn en þessi lið hafa unnið deildarkeppnirnar í vet- ur. B-úrslit í 4. flokki kvenna fara fram í Keflavík. í íþróttahúsi Vals fer fram keppni í 4. flokki karla og verða heimamenn, sem hafa ekki tapað leik í íslands- mótinu í vetur, að teljast líkleg meist- araefni en Stjarnan og FH gætu þó hæglega gert þeim skráveifu og þá má ekki afskrifa önnur lið. B-úrslit 4. flokks fara fram í Selja- skóla. 3. og 5. flokkur um næstu helgi Um næstu helgi fer síðan fram úr- slitatörnin í 3. og 5. flokki. 3. flokkur karla leikur í Hafnarflrði og má búast við spennandi keppni flestra lið annarra en Vals sem hafa haft mikla yfirburði í þessum aldurs- flokki. Á Seltjarnarnesi fer fram keppni í 3. flokki kvenna og má búast viö mjög spennandi keppni þar sem KR hafði nokkra yfirburði framan af en í síðustu törninni höfnuðu KR-stúlk- urnar óvænt um miðja deild. B-úrslit í 3. flokki kvenna fara fram í Reykjavík. Úrslitatörnin í 5. flokki karla fer fram í Garðabæ og munu liðin örugg- lega gera sitt besta til að fjölga tap- leikjum KR-liðsins sem aðeins hefur tapað einum leik í íslandsmótinu. B-úrslit 5. flokks fara fram í Reykjavík. Unglingalandsliðin: Hvað er framundan? Þessir leikmenn í u-18 ára landsliðinu sem stóðu sig svo vel á opna Norður- landamótinu á síðasta ári fá nú tækifæri til að gera enn betur þvi að óbreytt aldursskipting verður á mótinu nú i ár. Þegar líður að lokum handbolta- vertíðarinnar velta leikmenn og þjálfarar því oft fyrir sér hvað sé framundan næstu mánuðina. Sum félög fara reglulega með nokkra yngri flokka til útlanda og er það svar þeirra við því hléi sem er yfir sumarið. Tímaspursmál er hvenær félögin heija reglulegar æfingar yfir sumarið og á síðasta ári reiö eitt félag á vaðið og gaf það góða raun. Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Brynjar Stefánsson Hér á Unglingasíðunni er fjallað um helstu stórmót sem íslensk félög hafa sótt undanfarin ár og jafnframt hvaða félög ætla að halda utan næsta sumar. Handknattleikssamband ís- lands hefur undanfarið ekki setið auðum höndum við að afla ungum handboltamönnum verkefna á árinu og hefur reynt að afla flestum ungl- ingalandsliðum sínum landleikja á árinu. Sagan endurtekin í Partilla? Á síöasta ári fór fram fyrsta Opna Norðurlandamótið, U-18, á Partilla cup í Svíþjóð og náöi íslenska lands- Uðið þeim glæsilega árangri að verða í 2. sæti. íslenska liðið hafði góða möguleika á aö vinna úrslitaleikinn en Island leiddi leikinn framan af og varð að gefa eftir á lokasprettinum. Nú hefur verið ákveöið aö gera þetta mót að árvissum viðburði og fá leik- menn þeir er stóðu sig svo vel á síö- asta ári tækifæri til að gera enn bet- ur nú því sami árgangur tekur nú þátt í mótinu. U-16tekur þátt í Beneluxis 16. apríl halda u-16 ára tandslið stúlkna og drengja til Lúxemborgar til að taka þátt í Beneluxiskeppninni sem Lúxemborg, Holland og Belgía auk íslands taka þátt í. Er þetta þriðja árið í röð sem keppni þessi er haldin og vann piltalandsliðið mótið meö nokkrum yfirburðum fyrstu tvö árin en stúlknalandsliðinu hefur ekki gengið eins vel. Reynt hefur verið að fá fleiri leiki fyrir þessi landslið og lítur út fyrir að þau muni ekki aðeins leika á Beneluxis í ferð- inni heldur einnig tvo leiki gegn v- þýska landsliðinu og fara þeir leikir fram í Trier áður en Beneluxis keppnin hefst. Landsleikir á íslandi? Handknattleikssamband ísland hefur sent boð út til nokkurra landa um að mæta með drengjalandslið sín skipað leikmönnum fæddir 1972 og seinna á opna Norðurlandamótið sem verður haldið hér á landi í tengslum við landsmót ÍSÍ. Ákveðið hefur verið að mót þetta verði dagana 26. júní til 1. júlí og verður að teljast líklegt að leikið verði að Varmá þar sem landsmótið verður. Þá ætlar HSÍ að halda þjálfaranám- skeið dagana sem keppnin stendur yfir. Þá hefur Handknattleikssamband- ið einnig boðið þessum löndum að mæta til íslands í lok nóvember með landslið stúlkna fæddra 1971 og seinna. Mót þetta yrði haldið dagana 23.-25. nóvember. Nokkurfélög utan í sumar Það hefur sífellt verið að færast í aukana að félög á íslandi sendi yngri flokka sina á mót erlendis yfir súmartímann. Mikill fjöldi móta er haldinn ár hvert víðs vegar um Bvrópu en þó eru nokkur mót sem íslensk lið sækja einna helst og verður fjallaö um þau hér að neðan. Partille Cup Þetta mót eríslendingum að góðu kunnugt. Mótið verður haldið í 21. sinn x sumar, dagana 30. júní-5. júlí. Þetta er eitt alstærsta mótið sem haldið er i heiminum í hand- bolta. KR hyggst senda 3. flokk karla á þetta mót í sumar þar sem KR var dregið út í nokkurs konar happdrætti þegar liðið var þar á síðasta ári. KR þarf ekki að borga mótsgjöld eða uppihald á meðan á mótinu stendur. Eins og annars staðar er sagt frá á síðunni er jafn- framt opna Noröurlandamótið haldið þarna á sama tíma. Fyrir þá sem ekki láta sér nægja að taka þátt í einu móti er Partille Cup í sambandi við mótshaldara i Danmörku sem halda Dronning- lund Cup oger mótiö haldið á Norð- ur-Jótlandi dagana 8. júlí-12. júlí. Coppa Interamnia Þetta er í 18. sinn sem þetta mót er haldið í bænum Teramo á Ítalíu. Reiknaö er með því að í sumar verði þátttakendur á milli 7 og 8000. Mótið verður haldið að venju dag- ana 4.-10. júlí. Vitað er að Fram ætlar að senda fimm flokka á þetta mót í sumar, 3. flokk karla og kvenna, 4. flokk karla og kvenna og einnig ætlar félagið að senda 5. flokk karla. FH er einnig að velta fyrir sér að fara með 4. flokk kvenna og Víking- ar stefna einnig að því að fara með 4. flokk kvenna hjá sér. Jafnframt er haldið mót fyrir unglingalands- lið og stefnir HSÍ að því aö landslið stúlkna 19 ára og yngri taki þátt í þessu móti. Það má því búast við miklum fjölda íslendinga í Teramo í sumar. Randers Freja World Cup Þetta mót er haldiö í bænum Randers á Jótlandi og hafa mörg islensk félög sent liö á þetta mót á undanfömum árum og láta þau öll mjög vel af þessu móti. Mótið verð- ur haldið dagana 9.-14. júlí. Ekki er vitað vun nein íslensk lið sern eru ákveðin í að fara til Rand- ers í sumar en samkvæmt heimild- um DV er UMFA að velta þessu móti fyrir sér. Það er fjóst að af nógu er að taka en þetta era þau mót sem íslensku félögin hafa sótt mest.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.