Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 21
LAUG'ARDAGUR 24- M'ARS/1990. (É 21 Vísnaþáttur „Seka Drottinn náðar'' en fyrst eru þeir hálshöggnir Ýmsum kann aö virðast aö það sé orðinn bakkafullur lækur okkar frú Rósu B. Blöndals þar sem við höfum setið við skriftir okkar í blómstrandi Bragahlíðum Húna- vatnssýslu undanfarandi sumur. Ég hef nú nýlokið við lestur skemmtilegrar bókar hennar um hina ástríku harmaskáldkonu, sem stundum var kölluð Natans-Rósa, en fram að þessu höfum við notað virðulegri heiti. Hún hefur nú í nokkra mannsaldra verið á milh tanna eða við ylrík brjóst íslenskra vísnaunnenda og svo mun enn lengi verða ef við þekkjum allt okk- ar heimafólk. Aðalmótleikarar hennar voru í upphafi Páll Melsteð og Natan Ketílsson, eins og khpptir út úr fornum sögum með kostum og göhum heimsriddara. Um þá er deht enn í dag með völdum orðum og hún eins og sköpuð ástkona þeirra; gáfuð, skaprhc og fögur. Páh eflaust ahnn upp við auðs- og framadrauma sinnar stéttar, Natan Kethsson ófyrirleitinn eðhsgreind- ur alþýðumaður, eins og þeir ger- ast gæjalegastir á öhum tímum. Báðir fóru á fjörur ástsjúkra kvenna eins langt og þeir komust, eins og verið hefur og verður í öh- um sögum. Og fyrir þeim fer eftir atvikmn og smekk, ekki aðeins þeirra eigin tíma heldur fyrst og fremst tímaleysis ásta og harm- sagna. I venheikanum mun Skáld-Rósa hafa verið bijóstgóð nærkona með mhdar hendur og ljúfan huga, aha sína ævi reiðubúin, eins og huldu- kona, að koma þangað boðin og búin, sem mikhs þurfti við. Annað fólk, sem til sögu kemur, eru auka- persónurnar sem alls staðar þurfa að vera í bókum svo að verði nógu langar og hjartnæmar. Og ekki get ég séð annað en að Rósa Björns- dóttir Blöndals trúi öllu því í bók sinni sem hún vill trúa. Auðvitaö hefur Skáld-Rósa ort vísuna: Trega ég þig manna mest, mædd af táraflóði, ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. En enginn getur á vorum dögum vitað hvort hér er ort um glæsipilt- inn með embættisframann af Mel- steðsættinni eða hinn eðlisgreinda loddara, Natan Ketilsson, sem enn á ættmenn af húnvetnskum rótum um land aht og eru stoltir af sinni ættartölu og miðrímaðri hag- mælsku. - Þegar Agnes Magnús- dóttir, ein af ástkonum Natans og annar aðalbanamaður, bíður dóms síns á nágrannabæ Skáld-Rósu bregður hin síðarnefnda svívirta og smáða barnakona sér á fund dauðakonunnar með þessa fuhortu vísu og kastar th hennar eins og steini á leiði sakamanns: Undrast ekki baugabrú, þótt beiskrar kennir pínu, hefur burtu hrifsað þú helftaf lífi mínu. Undarlega kaldranaleg er þessi staka. Maður gæti hugsað sér að einhver annar en kona, eins og Skáld-Rósu er annars lýst, hefði ort hana. Og að á þeirri stundu skyldi jafngáfulega og af slíku jafnaðar- geði og mildi hafa verið svarað sem í þessari vísu Agnesar: Er mín klárust ósk til þín, angurs tárum bundin, ýföu ei sárin solhn mín, sólarbáruhrundin. Ég tek þessar vísur báðar úr bók Rósu Blöndals en þær eru sums staðar annars staðar með nokkrum orðamun. En síðari vísa Agnesar er jafnan svona. Kunnust er af bókum öllu skáld- legri gerð sömu vísu sem þarna er kölluð skrípamynd: Augim mín og augun þín. Ó, þá fogru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. í Rósubók hinni nýju er vísan athugasemdalaust höfð svona, þrátt fyrir fyrrnefnd ummæli í bók- arlok. Þetta er gott dæmi um það hve vísur afbakast og hve örðugt er að treysta því hvernig þær hafa verið upprunalega og um hvern ortar. Vísan gæti verið barnagæla eða ein af glettnisvísum eins hinna mörgu íslensku hagyrðinga átj- ándu eða nítjándu aldárinnar. En skemmthegast er að halda áfram að tengja hana nafni Skáld-Rósu. En þetta dæmi bendir th þess að engu er örugglega hægt að treysta nema eiginhandarrit höfundar liggi fyrir og að sá maöur sé kunn- ur að heiðarleika. í nýju bókinni er alkunn vísa sem fræðimenn hafa örugglega tahð vera eftir Daða Níelsson fróða, 1809-56, eignuð Rósu: Ég að öllum háska hlæ, heims á leiðum ströngu. Mér er sama nú, hvort næ nokkru landi eða öngu. Stundum er vísan höfð aðeins öðruvísi. Ekki er nú vitað um aðrar sjóferðir Skáld-Rósu en ferðina th og frá Flatey á Breiöafirði. En Látra-Björg er einnig orðuð við þessa góðu stöku. Sekt ei minnar sálar herð, seka Drottinn náðar, af því Jesús eitt fyrir verð okkur keypti báðar. Ef menn halda að íslendingasög- urnar séu að miklu leyti skáldskap- ur gæti eins hvarflað að gagnrýn- um nútímamönnum að stundum hafi sami höfundur hér lagt fleiri en einum sögumanni orð í munn. En í hinni nýju bók um Skáld- Rósu eru nokkrar viðbótargreinar sem eru ófagmannlega settar þarna. Ef við æhum að finna þær verðum við að fletta árgöngum les- bókar Morgunbl. Okkur th hag- ræðis hefði nú mátt nefna staðinn sem þar er að fmna og gera nánari grein fyrir höfundum. Ég ætla aðeins að nefna það sem vitnað er til í grein eftir Valdimar Guðlaugsson í Morgunblaðinu. Hér Vfsnaþáttur kynnt svona í bókinni. Lesbók ekki nefnd og mannsins ekki gehð frek- ar. Hvergi sést heimhd um tímann er sagt er frá um minningarathöfn Skáld-Rósu við afhjúpun minnis- varða um hana að Efra-Núpi í Mið- firði, hvenær Sigurður Nordal prófessor hafi haldið ræðu sem greinarhöfundur gagnrýnir. Valdi- mar nefnir skáldkonuna þar langömmu sína og segir: „Ég heyrði Sigurð hafa yfir eina vísu í stofunni eftír Rósu og gera hana að hálfgerðri skrípamynd. Vísuna lærði ég af ömmu minni þegar ég var barn og er hún svona rétt: Augun mín eru eins og þín með ofurhtía steina. Ég á þín og þú átt mín, þú veist hvað ég meina.“ Fyrr í þessari grein er vísan eins og flestír kunna hana. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. /BENIDORM^ ' ' 22 APRIL DMIS ■k //^'OoX > n S€/4HÚ#/ /fi ) tK* Benidorm J Beint fJug í söíitm, Vikulegar ferbir i allt sumar. Bókabu tímanlega! i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.