Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. Skák DV Að loknum fimm umferðum á Búnaöarbankaskákmótinu í Faxa- feni voru Polugajevsky og Az- maiparashvili efstir og jafnir með 4,5 v. Þar á eftir komu allmargir skákmeistarar með 4 v. og var Helgi Ólafsson eini íslendingurinn í þeim hópi. Fimmta umferðin var þung íslendingunum á efstu borð- um. Helgi lét sér vel líka stutt jafn- tefli með hvítu gegn Polu en Karl og sá er þetta ritar töpuðu fyrir Azmaiparashvili og Dolmatov. Á mótinu nú tefla mun fleiri sterkir skákmenn en nokkru sinni áður á Reykjavíkurskákmóti - þetta er hið 14. í röðinni og um leiö 60 ára afmælismót Búnaðarbank- ans. Hætt er viö að sovésku stór- meistararnir verði erfiðir, þótt „heimavarnarliðið" muni reyna að selja sig dýrt. Þeir eru ellefu talsins á mótinu, þar af eru fimm stiga- hæstu keppendurnir Sovétmenn - Dolmatov, Polu, Azmai..., Dreev og Vagapjan. Frammistaða hins 15 ára gamla flóttamanns, Gata Kamsky, hefur einnig vakið athygli. Hann er á höttunum eftir lokaáfanga sínum að stórmeistaratitli en hann þótti efnilegasti sovéski unglingurinn þar til í fyrra að hann flúði land ásamt foður sínum. Nú þykir hann efnilegasti bandaríski unglingur- inn. Hann hefur gert það gott til þessa á mótinu en hafði þó heppn- ina með sér er hann sneri töpuðu peðsendatafli gegn Tukmakov í unnið. Karl Þorsteins hefur einnig stað- ið sig vel og með sama áframhaldi ætti hann að eiga möguleika á sín- um fyrsta stórmeistaraáfanga. Tapið gegn Azmaiparashvih setur reyndar strik í reikninginn en bót er í máh að sá er afar stigahár og kemur því til með að bæta meðal- stig andstæðinga Karls úr mótinu, sem titilveiðarnar byggjast á. Karl vann Árna A. Árnason í fyrstu umferð, síðan náði hann sætum sigri gegn Walter Browne og i þriðju umferð lagði hann sjálf- an Margeir að velli með svörtu. Við skulum renna yfir skák land- anna, sem tefla nýjustu „teóríu" í Pirc-vöm. Margeir teflir þetta af- brigði að jafnaði ekki með hvítu og var greinilegt að hann kunni ekki ahs kostar við sig þó aö hann þekkti nýjustu strauma. í framhjáhlaupi má geta þess að bandaríski stór- meistarinn Yasser Seirawan, sem teflir yfirleitt ekki heldur kóngs- peðsbyijanir með hvítu, reyndi að brjóta franska vörn Makarítsjévs á badí aftur i þriðju umferð. Glímu þeirra lauk þó fljótt því að Seiraw- ar. steinlá í 25 leikjum! Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Karl Þorsteins Pirc-vörn. 1. d4 g6 2. e4 d6 3. Rc3 Bg7 4. f4 Óvenju hvasst þegar Margeir á í hlut. 4. - RfB 5. Rf3 c5 6. Bb5+ Bd7 7. e5 Rg4 8. e6 fxe6! Þessi leikur er runninn undan rifjum Seirawans í stað 8. - Bxb5 sem jafnan var leikið. Reyndar kaus Seirawan sjálfur síðarnefnda lcikinn í skák sinni við Howell í sömu umferð. Vafalítið vegna þess að eftir 8. - fxe6 9. Rg5 Bxb5 10. Rxe6 Bxd4! 11. Rxd8 Bf2+ 12. Kd2 Be3+ 13. Kel verður svartur að sætta sig við jafntefli með þráskák. 9. Rg5 Bxb5 10. Rxb5 Da5+ 11. c3 Dxb5 12. Rxe6 Ra6 13. Rxg7+ Kf7 14. Re6 Kxe6!? Eftir 14. - Rf6 15. Rg5+ Kg7 16. Re6+ Kf7 17. Rg5+ Kg7 18. Re6 + Kf7 var samið um jafntefli í skák- inni van der Wiel - Seirawan, á heimsmeistaramóti sveita í Luzem sl. haust. Leikur Karls er athyglis- verður. Kóngsstaða svarts er ekki burðug en hvítur á ekki síður í erf- iöleikum með að þróa stöðu sína. 15. Dxg4+ Kf716. f5?! cxd417. fxg6+ hxg6 18. Hfl+ Ke8 19. Dxd4? Hxh2! 20. Df2 Helgi Olafsson er í toppbaráttunni og á möguleika á fegurðarverðlaunum fyrir best tefldu skákina Búnaðarbankaskákmótið: Sovésku stór- meistaramir verða erfiðir S £ « / JL A i A S W ■ ABCDEFGH 20. - Dd5! Svartur á nú vinningsstöðu. Hann ógnar á g2 og riddarinn hótar að skerast í leikinn á c5 með ógn- vænlegum afleiðingum. 21. Be3 Hxg2 22. Df8+ Kd7 23. Dxa8 De4! 24. Dxa7 Rc5 25. Dxc5 Hvitur verður að gefa drottning- una til að afstýra máti. 25. - dxc5 26. 0-0-0+ Kc6 27. Bd2 De6 28. b3 g5 29. Hfel He2 30. Hxe2 Dxe2 31. Hel Df3 32. Hxe7 g4 33. Hel Df2 34. Kdl g3 35. He2 Dfl + 36. Hel g2 37. Be3 Dd3+ Og Margeir gafst upp. Skák Jón L. Árnason Hverteflir fallegustu skákina? Þegar keppendur koma í anddy- rið í Faxafeni komast þeir ekki hjá því að reka augun í veglegan bikar, sem þar er úti í homi. Þetta er „Fróöabikarinn“, sem bóka- og blaðaútgáfan Fróði hf. gefur. Bik- arinn er ekki ábót á peningaverð- laun sigurvegarans, heldur hreppir sá gripinn sem teflir fegurstu skák- ina. Hætt er við að hugmyndir um að tefla varlega hverfi snarlega úr hugum skákmeistaranna er þeir ganga framhjá dýröimú. í fyrstu fimm umferðunum hafa þegar verið tefldar nokkrar skákir sem ættu fylhlega skihð að hljóta viðurkenningu. Nefna má t.d. fall- ega sigurskák Halldórs G. Einars- sonar gegn sovéska stórmeistaran- um Razuvajev úr fyrstu umferð, sem birst hefur í DV. Þá var sigur, Helga gegn Englendingnum Levitt í 2. umferð dæmigerð fegurðar- verðlaunaskák og má mikið vera ef skákmeisturunum tekst að slá Helga við í þeim sex umferðum og 210 skákum sem eftir eru til loka mótsins. Víst er að dómnefndin, sem skipuð er Friörik Ólafssyni, Guðmundi Sigurjónssyni og Ing- vari Ásmundssyni á vandasamt verk fyrir höndum. ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason gerði þó sitt til aö létta nefndinni störfin. Hann tefldi stórglæsilega skák' við Þröst Þór- hallsson í 4. umferð þar sem hver fórnin rak aðra. Guðmundur átti aðeins eftir að setja punktinn yfir i-ið en þá lék hann gróflega af sér og tapaði. Það var sorglegt að Guö- mundur skyldi ekki ná að ljúka meistaraverkinu. En kannski ætti að verðlauna hann sérstaklega því að það er ekki á hverjum degi sem menn tapa svona fallega. Sjón er sögu ríkari: Hvítt: Guðmundur Gíslason Svart: Þröstur Þórhallsson Slavnesk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. Bg5 h6 6. BxfB DxfB 7. g3 Bb4 8. Bg2 0-0 9. cxd5 exd5 10. 0-0 He8 Traustara er 10. - Rd7- og svarta tafliö er vel frambærilegt. 11. Re5 Rd7 12. f4!? Nýtir tækifærið og þrengir að svörtu stöðunni. 12. - De7 13. e4 dxe4 Ekki 13. - Bxc3 14. bxc3 dxe4 15. Bxe4 f6 16. Db3+ o.s.frv. 14. Rxe4 Ba5?! Þröstur hyggst þrýsta að drottn- ingarpeðinu en þessi áætlun er of hægfara. Hann þarf að huga að því að koma drottningarbiskupnum úr borðinu. Eftri 14. - Rb6 15. f5! nær hvítur sterkri sókn en 14. - Rf6 er betra. 15. Khl Bb6 16. a4! a5 17. Ha3! Skemmtileg hugmynd. Hrókur- inn er á leið til b3, þar sem hann sækir að b-peðinu og hindrar að svartur geti skipað út liði sínu á eðhlegan hátt. Um leið er hrókur- inn reiðubúinn að stökkva yfir -á kóngsvænginn eftir þriðju reita- röðinni. 17. - Rf6 18. Hb3 Ba7 19. Rxf6+ Dxf6 20. g4! Hárrétt ákvörðun. Hvítur verður að nýta tímann og tefla af snerpu áður en svartur nær að þróa stöðu sína. 20. - Dd6 21. d5! Hd8 22. g5 hxg5 23. Dh5g6 Lakara er 23. - De7 24. gxh6 og hvítur nær þungri sókn. 24. Dxh6 Bd4? Kaupir miða á flugeldasýning- una. Nauðsynlegt er 24. - DfB til að treysta stöðuna. 8 I Íl # 1 Á a m aM 1 A 4 A A A ABCDEFGH 25. Rxf7! Kxf7 26. f5! gxf5 Ekki 26. - Bxf5 27. Hxf5 + ! gxf5 28. Hxb7+ Ke8 29. Dh5+ og mátið blasir við. 27. Dh7+ Bg7 28. Hxb7+! Bxb7 Þvingað. 29. Hxf5+ Ke6 Eða 29. - Ke8 30. Dxg7 De7 31. He5 og hvítur á vinningsstöðu. 30. Bh3!d4+ 31. Kgl 8 I £ 7 É. 6 5 1 S A 4 A Á 3 1 Jl 2 A A 1 ABCDE FGH Mögnuð staða. Hvítur á hrók og manni minna en svartur er vamar- laus! 31. - Kd7 Svarið við 31. - Be4 yrði 32. Dg6+ og mátar í fáum leikjum. Þetta er aðalhótunin í stöðunni, auk ahs kyns hróksleikja með fráskák. 32. Hc5+?? En nú bregst Guðmundi bogalist- in. Einfalt og sterkt er 32. Dxg7 + Kc6 33. Bg2+, eða 32. - Kc8 33. Hf7+ og svartur getur gefist upp. 32. - Ke8! 33. Hf5? Enn var jafntefli að hafa með 33. Dxg7 Dxc5 34. Dg6+ Ke7 35. De6+ Kf8 36. Df6+ og þráskák. 33. - Hd7! Þröstur, sem var alveg að falla á tíma, finnur vörn og nú tapar hvít- ur. 34. Dg8+ Bf8 35. Hxf8+ Dxf8 36. De6+ He7 Og Guömundur gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.