Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 7
ritXlí®ÁÉÍ)AGtiÉ '24. WÁÉS>M). Vidtalið Ahugi a utiveru Nafn: Magnús Oddsson Aldur: 42 ára Staða: nýráðinn markaðs- stjóri Ferðamálaráðs „Ég viðurkenni það manna fyrstur að ég horfi mikið á sjón- varp og þá sérstaklega hér í Holl- andi með aðgang að 24 stöðvum frá sjö löndum. Svo hef ég áhuga á útiveru og í bílskúrnum á ég golfsett, skíðaútbúnað og veiði- stöng. En þó ég hafi áhuga á að stunda þessar greinar hef ég skammarlega lítið gert að þvi. Annars er áhugamál númer eitt starfið og maður gæti aldrei verið í þessari vinnu nema hafa ánægju af ferðalögum. Ég og fjölskylda mín höfum ferðast mikið og ég get sagt til gamans að fimm ára sonur minn hefur flogið í kringum hnöttinn 100 sinnum og á að baki á milli 300 og 400 flugtíma á milli landa. Það segir kannski sína sögu hversu mikill flækingur hefur verið á okkur,“ segir Magnús Oddson, nýráðinn markaðsstjóri Ferðamálaráðs, en við þeirri stöðu tekur hann 1. apríl nk. „Ég fór út í störf, tengd ferða- málum, fyrir algera tilviljun. Ég var kennari og um jóhn 1974 var ég beðinn um að fara sem farar- stjóri fyrir hóp til Austurríkis. Ég var svo beðinn um að fara fleiri ferðir og smátt og smátt vatt þetta upp á sig og ég fór að vinna sem fararstjóri í öllum leyf- um frá skólanum. Söðlað um Árið 1980 ákvað ég svo að söðla algerlega um og réðst til Arnar- flugs.“ Magnús er stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1967 og að loknu prófi fór hann að kenna landafræði við gagnfræðaskól- ann á Akranesi. „Líklega hefði ég aldrei tekið að mér að kenna landafræði ef ég hefði vitað hversu lítið ég vissi um landa- fræði. Ég komst bara að því síð- ar. Ég réðst svo kennari við Haga- skólann og kenndi þar 7.-9. bekk- ingum reikning og eöhsfræði næstu 13 árin en þá sneri mér alfarið að feröamálunum. Nefndir og ráð Magnús er ekki alls ókunnugur Ferðamálaráði. Hann hefur átt sæti í ráðinu frá árinu 1984 og sat í framkvæmdastjórn þess á árun- um 1985-1989, auk þess sem hann hefur átt sæti í flölmörgum nefndum og vinnuhópum á veg- um ráðsins. Magnús og flölskylda hans eru nú senn að koma heim. „Við höf- um verið hér í Amsterdam síðast- liðna 7 mánuði en við hjónin bjuggum hér á árunum 1982-1984. Það er gott að eiga samskipti við Hohendinga og hér býr ágætt fólk. Þeir eru nýlenduþjóð og því eru þeir vanir að hér búi fólk af mismunandi þjóðernum. í augum þeirra er það því fullkomnlega eölilegt að hér sé margbreytilegt mannlíf. Það er því gott fyrir út- lendinga að búa hér. Það verður hins vegar gaman að takast á við ný verkefni og við erum farin að hlakka til að koma heim.“ Magnús er kvæntur Ingibjörgu Kristinsdóttur og eiga þau einn son, Magnús Inga. -J.Mar FERÐABÆKLINGUR FLUGLEIÐA HANN ER KOMEMN! Fullur af fróðleik og ferðamöguleikum til allra áfangastaða Flugleiða. Tryggið ykkur eintak! Bæklinginn færðu á öllum söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir í síma 690100. 4,,. óL. ' ÆIíÐMÓqjn ri r \ i>. t . “*■* VISA SUMAR'WFIM (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.