Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 20
iS 20 LAtíGARDAGÚR 24. MARS 1990. Kvikmyndir Þegar rætt er um íslenska kvik- myndagerð ber yfirleitt á gónia hve erfitt það sé að gera kvikmyndir á íslandi. Kvikmyndagerðarmenn hafa takmarkaðan aðgang að styrkjum og hagstæðum lánum, áhorfendaíjöldi innanlands er tak- markaður ásamt því að íslenskir áhorfendur eru mjög kröfuharðir neytendur. Auk þess er kostnaður við kvikmyndagerð hár hérlendis, m.a. vegna ýmissa gjalda sem opin- berir aðilar leggja á. Þrátt fyrir þetta hefur ætíð ríkt mikil bjartsýni meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna og má segja með sanni að oft hafi verið ráðist af meira kappi en forsjá í gerö kvikmyndar. Hugsjónin og andinn dreif menn oft á stað en þegar upp var staðið voru aöstand- endur myndarinnar næstum búnir að tapa aleigunni. Það hefur nefni- lega alltof oft tíðkast hérlendis að kvimyndagerðarmenn leggi per- sónulegar eignir sínar að veði og ef myndin gengur illa í landann ganga lánardrottnar að eignunum. Sem dæmi má nefna tvær íslenskar myndir sem ollu aðstandendum fjárhagslegum skaða en það voru myndirnar Skammdegi, sem Þrá- inn Bertilsson gerði, og svo Atóm- stöðin sem Þorsteinn Jónsson gerði. Síðari myndin var ekki síður gerð fyrir erlendan markað en ekki tókst að afla nægilegra tekna þaöan til að standa undir kostnaði við gerð myndarinnar. Apocalypse Now reyndist Coppola erfið. Coppola lýstiir gj aldþrota - eftir miklar fjárhagslegar þrengingar hefur bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn Francis Coppola neyðst til að lýsa sig gjaldþrota Coppola En það eru fleiri en íslenskir kvikmyndageröarmenn sem eru hugsjónamenn. Einn þeirra er Francis Coppola sem alla tið hefur staðið og fallið með verkum sínum. Coppola hefur oft lagt sína per- sónulegu fjármuni í myndir sínar og oftast haft erindi sem erfiði en samt sem áður neyddist hann til að lýsa sig persónulega gjaldþrota í byijun þessa árs. Þetta er mikið áfall fyrir kvikmyndaiðnaðinn í heild að maður á borð við Coppola, sem m.a. gerði myndirnar Apoc- alypse Now og tvær Godfather myndir, skuli lenda í svona stöðu. Hann skuldaði um 1,8 milljarða ís- lenskra króna sem verður að við- urkennast að sé dágóð summa. Þaö sem endanlega reið bagga- muninn var Zeotrope kvikmynda- verið sem Coppola keypti á sínum tíma. Árið 1982 gerði hann mynd- ina One From The Heart sem var algerlega kvikmynduö í Zeotrope sem reyndist mjög dýr í framleiðslu og hlaut síðan lélega dóma og þar með enga aðsókn. Af öðrum mynd- um, sem einnig hjálpuðu til, má nefna The Outsider, Rumble Fish og The Cotton Club sem allar eru mjög frambærilegar myndir en reyndust dýrari í framieiðslu en áætlað var. Guðfaðir III Þaö er dálítiö hæðnislegt aö á sama tíma og Coppola lýsti sig gjaldþrota er hann að kvikmynda á Ítalíu Godfather III fyrir Paramo- unt kvikmyndaverið. Hann var búinn á sínum tíma að marglýsa því yfir að hann ætlaði aldrei að gera Godfather mynd aftur eftir að hafa gerð Godfather II, sem að flest- ara dómi aldrei þessu vant reyndist betri en fyrsta myndin. Hins vegar neyddi fjárhagurinn Coppola til að gera myndina enda fékk hann litlar 366 milljónir íslenskar fyrir að leik- stýra og skrifa handritið. Jafnvel þessi upphæð auk góðra greiöslna fyrir myndirnar Tucker og svo Peggy Sue Got Married nægðu ekki ekki til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar Zeotrope kvik- myndaversins. Hápunkturinn á ferli Coppola var líklega Víetnammyndin Apoc- alypse Now sem hann gerði 1972. Myndin fór langt fram úr áætlun á öllum sviðum sem orsakaöi m.a. að Coppola fékk taugaáfall. Til að geta lokið við myndina þurfti Copp- ola aö leggja allt undir persónulega og þegar myndin sló í gegn hélt hann að honum væru allir vegir færir. Víti til varnaðar Eftir þessa lífsreynslu sína vildi Coppola reyna að hjálpa ungu og efnilegu fólki sem vildi gera kvik- myndir án þess aö veröa að hætta bæði andlegri og líkamlegri heilsu auk allra eigna sinna. Hann keypti því kvikmyndaver sem hann gaf nafnið Zeotrope. Hann vildi reka það öðruvísi en stóru Hollywood kvikmyndaverin. Ætlunin var að Kvíkmynciir Baldur Hjaltason gefa ungu og óþekktu fólki tæki- færi til að koma sér á framfæri. Einnig bauð hann aðstöðu mörgum eldri leikstjórum sem áttu erfitt með að fá fjármagnaðar myndir sínar hjá stóru kvikmyndaverun- um. Samtímis gerði Coppola sínar eigin myndir í Zeotrope sbr. One From The Heart. Það var einnig ætlun Coppola að bjóða upp á reynslu sína ásamt sveigjanlegra kerfi varðandi fram- leiðslu kvikmynda en áður tíðkað- ist. Hins vegar varð raunin önnur. Flestir þeir kvikmyndagerðar- menn sem störfuðu hjá Zeotrope virtust lenda í sömu vandamálum og Coppola sjálfur. Hér má nefna þá Wim Wenders og Caleb Desc- hanel sem voru í vandræðum með að fá samþykki Zeotrope áður en dreifing hófst á myndum þeirra Hammet og The Escape Artist. Lélegar myndir En það sem vó líklega þyngst á vogarskálunum var sú staðreynd að myndirnar sem framleiddar voru af Zeotrope reyndust ekki vin- sælar! Hins vegar komu margar sniðugar hugmyndir fram hjá Ze- otrope auk þess aö kvikmyndaver- iö lét gera mörg handrit sem voru vel gerð. En það vantaði aðeins herslumuninnn og því miður lét Zeotrope frá sér margar góðar hug- myndir og handrit sem síðar meir urðu stórmyndir hjá öðrum. Hér má nefna myndina Air America, sem Columbia kvikmyndaverið setti í dreifingu í ársbyrjun, en hugmynd og handrit var upphaf- lega þróað af Zeotrope. Það er reglulega sorglegt þegar frumkvöðlar eins og Coppola verða að pakka saman og taka að sér verkefni eingöngu peninganna vegna. Coppola hefur sýnt að hann kann vel til verka þótt hann ætli sér stundum um of. Coppola er einn af þeim fáu leik- stjórum sem hefur tekist að gera betri framhaldsmynd en upphaf- lega myndin. Hér er um að ræða Godfather II sem af flestum var talin slá Godfather I við. Þetta er frekar sjaldgæft því yfirleitt eru framhaldsmyndirnar gerðar til að þéna á nafni upphaflegu myndar- innar og gæði því oft látin hggja milli hluta. En í viðtali við kvik- myndatímárit á sínum tíma viður- kenndi Coppola að hann hefði gert Godfather II til að íjármagna sína næstu mynd sem reyndist vera The Conversation. Það var aldrei ætl- unin að The Conversation yröi metsölumynd og því n'auðsynlegt að tryggja fjárhaginn fyriifram. Þetta atriði lýsir nokkuð vel per- sónunni Francis Coppola. Aukinn kostnaður Það veldur nokkrum áhyggjum hve kostnaður við kvikmyndagerð í hinum vestræna heimi hefur farið hækkandi undanfarin ár. Einnig er að verða sífellt erfiðara að gera kvikmyndir utan heimlands síns vegna krafna viðkomandi leikara og kvikmyndagerðarmanna að hafa sitt fólk við stjórnvölinn. Allt þetta dregur mjög mikið úr mögu- leikum og krafti einstaklinga að gera kvikmyndir án þess að hafa hin stóru kvikmyndaver og fiár- magn Hollywood á bak við sig. Á Noröurlöndunum eru starfandi kvikmyndasjóðir er veita fé til kvikmyndagerðar. Reglur land- anna eru eitthvað frábrugðnar en byggja þó á því að styrkja innlenda kvikmyndagerð. Það var þess vegna gaman að sjá nýlega auglýs- ingu frá frændum okkar Dönum í tímariti bandaríska skemmtanaið- anaðarins Variety þar sem tekið var fram að Dönum væri mikill heiöur af því að í þriðja sinn í röð væri dönsk mynd tilnefnd til óskarsverðlauna. Þetta er myndin Waltzing Regitze en á undan voru þaö myndirnar Pelle Erobreren og svo Babettes Fest. Þessi viðurkenn- ing hefur verið mikil vítamín- sprauta fyrir danska kvikmynda- gerð og verður einnig vonandi ákveðinn lífgjafi fyrir sjálfstæða kvikmyndagerðamenn sem eru til- búnir aö leggja allt í sölurnar til að sjá draum sinn rætast, að gera kvikmynd sem slær í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.