Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Page 19
LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. 19 Svíþjóð: Veðmála- hneykslið óupplýst Er einhver tippari á íslandi tilbú- inn aö veöja sex milljónum á aö knattspyrnulið Fram eða handknatt- leikshð FH tapi þremur leikjum í röö á sex dögum? Það er næsta víst að enginn íslenskur tippari er tilbúinn til shkra verka. En svipaðir atburðir } gerðust í S víþj óð fyrir skömmu í viku 8 er mhh 10 og 20 umboð víða um landið tóku á móti 45 milljónum ís- } lenskra króna í veömál þar sem allir tippararnir veðjuðu að íshokkíliðið Vástra Frölunda myndi tapa þremur leikjum í röð. Sjö leikmenn í íshokkhiðinu Vástra Frölunda eru ásakaðir um mútur, að hafa tapað viljandi þremur leikj- um í röð. Þeir eru taldir hafa þegið eina milljón íslenskra króna hver en tippararnir, sem veðjuöu á tap liðs- ins, eru taidir hafa hagnast um 300 milljónir íslenskra króna. Einnig er talað um mútur í sambandi við Boltic bandy-hðið og Boden íshokkíliðið en engar sannanir hafa komi fram sem styðja getgátur um mútur. Sænsk veðmálamafía er ásökuð um að standa á bak við þessar mútur. Hægt að veðja > alla dagavikunnar í Svíþjóð er beinlínutengd veð- | málastarfsemi vinsæl. Svíar tippa mikið á getraunaseöil sem nefndur er „Lángen" en á þeim seðh er hægt að veðja um úrslit ýmiss konar íþróttagreina svo sem: handknatt- leiks, knattspyrnu, íshokkí, bandy, körfubolta, Eurovision söngva- keppninnar, fegurðarsamkeppni og fleira. Þessir viðburðir ná yfir alla daga vikunnar og geta alhörðustu tippararnir verið að tippa alla daga ársins. í Svíþjóö eru margir atvinn- utipparar. Miklar upphæðir skipta um eigendur á skömmum tíma, enda er freistandi að taka þátt í þessum leikjum því að einungis þarf að geta rétt til um úrslit þriggja leikja til að eiga möguleika á vinningi. Veðmálastarfsemin > nærtilíslands Svipuð fyrirtæki eru staðsett í Eng- k landi en gera út á tippara á Norður- * löndunum. Má þar nefna SSP, Jest- fine og KESAK en þessi fyrirtæki teyja angana meðal annars til ís- lands. Nú eru ljótu kallarnir komnir á stjá í Svíþjóð. Forsvarsmenn SSP veðmálafyrirtækisins í London hafa grun um að sænska spilamafían standi á bak við þessar aðgerðir og að tippari, sem þeir kalla „prófessor- inn“ múti leikmönnum nokkurra liða öðru hverju. Prófessorinn veðjar stórum upphæðum á sérstök úrslit og vinnur óvenjuoft. Fyrsta grunsemdin vaknaði í 1. viku ársins 1990 er íshokkíliðið Bod- en tapaði heima gegn Huddingen. Útisigur Huddingen gaf af sér mikla vinninga. Skömmu síðar, þann 7. janúar, tap- aði Boltic bandy-liðið, 8-0, fyrir Kungálf. Boltic-liðið er frá bænum Karlstad og þaðan fóru að leka út fréttir um að gulltryggt væri að tippa á Kungálf-fhðið. Er talið að leik- mönnum Boltic hafi verið mútað eða að þeir hafi tekið sig saman um að veðja á sigur andstæðinganna og tapa sjálfir leiknum. Ýmsar sögur eru á kreiki, meðal annars að leik- mennirnir hafi grætt 14 milljónir ís- lenskra króna á að tapa leiknum og að einn leikmannanna hafi borgað út vinninga á næstu æfingu eftir leik- inn. Voru leikmennirnir einfaldlega þreyttir? „Prófessorinn" setti stóra fúlgu á tap Boltic-hðsins og græddi umtals- verðar upphæðir. Það út af fyrir sig þykir grunsamlegt en menn spyija á móti; Af hveiju tapaði'liöiö svo stórt ef því var mútað og beindi með því grun að sér og í annan stað er bent á aö Boltic spilaði erfiðan leik gegn Villa dagjnn áður og leikmennirnir hafi því einfaldlega veriö þreyttir. Öðru máli gegnir með Vástra Frö- lunda sem tapaði þremur leikjum í röð. Það eitt út af fyrir sig á ekki að geta komið fyrir hjá svo góðu liði og eins þykja upphæðir, sem settar voru á þessi þijú töp í röð, grunsamlega háar. Mjög stórum upphæðum var veðjað gegn Vástra Frölunda í um það bil fimmtán umboðum víða í Svíþjóð. Það er athyglisvert að öll umboðin eru nálægt hestaveð- hlaupabrautum þar sem sænska spil- amafian er talin halda sig. Tippari í Norrland setti 6 milljónir íslenskra króna á seðilinn, kona í Falun setti 3,5 milljónir á seðilinn og nokkrir tipparar í Vármalandi settu 2-3 milljónir króna hver. Enginn umboðsmannanna þekkti þessa tipp- ara eða kannast við þá en þeir eru taldir vera leppar fyrir spilamafíuna. Eftirlit hert hjá umboðsmönnum Miklar umræður hafa verið um þessi mál í Svíþjóð. Sænska dag- blaðið Expressen kom með fyrstu fréttina og hefur fylgt málinu eftir án þess að leggja fram neinar sann- anir. Öll sú auglýsing sem veðmála- starfsemi hefur fengið hefur orðið til þess að velta AB Tipstjánst hefur aukist stórlega. Forsvarsmenn AB Tipstjánst hafa lýst yfir áhyggjum sínum af mögu- legum mútumálum og hafa ákveðið að herða eftirlit með „stórspili". Umboðsmenn í Svíþjóð munu því vera á varðbergi í framtíðinni og til- kynna grunsamleg umsvif tippara í Svíþjóð. -EJ FUSADAGAR VERÐLÆKKUN VEGGFIÍSAR Verð frá kr. 975 GÓLFFLÍSAR Verðfrá kr. 995 mz G.Á. Böðvarsson hf. Grensásvegi 11, sími 91-83500 Byggingavörur Selfossi, sími 98-21335 lan hf Stillholti 16, Akranesi, sími 93-11799 M METRO Álfabakka 16, sími 91 -670050 Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, sími 91 -652466 ■ ■ I I i I ■ I I ■ i !■ ■ ■ I'W ■ ■ ■ 1 I I IILI I I 1.1 I I I ■ * Opnum kl. 8.30 i ■ ■ a:ii ................. i ■ !£•*- Allar ljósmyndavörur á einum stað LJOSMYNDAÞJONUSTAN HFi Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) IM***mH**EEI I M B*1 ■ 1 ■ l"B''l'l'r'KTm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.