Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 24. MARS 1990. LífsstQI Dvergríkið Andorra - paradís ferðamanna > •■( í > * • v-.> f^X' Á > t •> > < * -•' ■ » :■<«» í 'h> <> -X- í v<»,v<rs™ ■ '> <•■;<><■> •>>: ». «•■'■>>• ’ '< >(: ><»»• V: 1 ^59 Ýmiss konar munaðarvarningur er rettur, vín, ilmvötn og snyrtivörur. á lágu verði í Andorra, svo sem síga- Hátt upp í Pyreneafjöllunum, á landamærum Frakklands og Spánar, er dvergríkið Andorra og er þaö sannkölluð paradís fyrir ferðamenn. Þar er mikil náttúrufegurð, góðar aðstæður til skíðaiðkana, hægt að gera hagstæð innkaup - og svo er Andorra gósenland fjármagnseig- enda þar sem peningar streyma inn á leynireikninga í bönkunum - alls staðar að úr heiminum og þar borga íbúarnir enga skatta. Andorra er einugis 453 ferkílómetr- ar að stærð og íbúafjöldinn er 50 þúsund. Um helmingur íbúanna er Spánveijar, aðeins 27 prósent teljast hreinræktaðir Andorrar og hitt eru Frakkar. Opinbert mál í landinu er katai- onska en flestir tala bæði spönsku og frönsku og þar aö auki tala marg- ir einhveija ensku. Flestir íbúarnir eru rómversk-kaþólskrar trúar. Landbúnaður er meginundirstaða efnahagslífsins svo og ferðaþjónusta. Það eru Frakkar og Spánverjar sem skipta með sér yfirstjórn lands: ins en landið hefur heimastjórn. Hið pólitíska litróf í landinu kann að koma skringilega fyrir sjónir því að pólitískir flokkar eru bannaðir. Þess í stað eru einstaklingframboð. Landinu eru skipt upp í sjö sóknir sem hver um sig velur fjóra fulltrúa til aö sitja á landsþinginu. Minnsta sóknin þar sem aðeins búa 328 á jafn- marga fulltrúa og höfuðborgin La Vellas þar sem íbúarnir eru 2260. Þingmennirnir 28 kjósa svo úr sín- um röðum ríkisstjóra og hann velur sér síðan sex meðstjórnendur. Margt aðsjá Það er ótalmargt að skoða og sjá í Veðrið í útlöndum HITASTIG IGRÁÐUM -10 Istgra Otll-S 1 tll 6 *taié 11 tll 15 16tll20 201II2S mklS° Íll . : lamborg 9' Berlfn íarcelona id 16° Mallol Byggt á veðurirétlum Veðurstolu Islands kl. 12 áhádegi, tðstudag Reykjavík -2° Þórshöfn 9° 0 Glasgow 1Q§ Luxemborg 8° \ París\l° innipeg -18' Léttskýji Chicago -4° vj j " - II I ' . Los Angeles 13' New York12 DVJRJ Rigning V Skúrir % Snjókoma K Þnrmuvefiur ~ Þoka Andorra. Sökum þess hversu landið er lítiö er auðvelt að komast yfir að skoða það allt á stuttum tíma. Vega- kerfið er gott og það er ekki nema steinsnar aö aka frá La Valla og hátt upp á næsta fjallstind. Víða er hægt að komast í tæri viö ósnortna nátt- úru og dýralíf. Þó hefur villtum dýr- urm j dvergríkinu fækkað mjög á síðustu árum. Fyrir mörgum árum reikuðu úlfar um ríkið en þeim hefur nú verið útrýmt. Þar var sömuleiðis að flnna skógarbirni en þeir sjást ekki lengur, síðast sást til björns árið 1978. Hins vegar eru þar önnur og friðsamari dýr og jafnvel er hægt að komast á veiðar ef fólk er tilbúið að borga háar upphæðir fyrir veiðileyf- in. Áhugamenn um fugla hafa einnig ýmislegt að sækja til Andorra því að þar er mikið fulglalíf og meðal ann- ars hægt aö berja augum erni, fálka og uglur. Það eru þrjár ár sem renna um dvergríkið og saman mynda þær Y. Þær eru fullar af fiski og víða hægt að kaypa veiöileyfi í þeim. Yfir vetrartímann er Andorra mik- il skíðaparadís en í vetur hefur verið frekar lítið um snjó þar eins og á mörgum skíðastöðum í Evrópu. Þrátt fyrir það eru flestir skíðastaðirnir opnir ennþá og hafa verið það í vet- ur. í fyrstu var notast við gervisnjó en svo fór að snjóa og menn gátu hætt að búa til gervisnjó. Það er frekar sjaldgjæft að það sé ekki nægur skíöasnjór í Andorra á vetrum og yfirleitt er þar nægur snjór þangað til í endaðan apríl. Þar eru fimm stór skíðasvæði: Pas de la Casa-Grau Royg, Soldeu, E1 Tarter Pal, Arinsal og Arcalis. Þar er að fmna brekkur við allra hæfi, jafnt fyrir byrjendur og svo fyrir þá sem eru afburðaskíðamenn. Hæstu brekkurnar eru 2.600 m en þær lægstu frá 1500-2000 metrar. Stærsti skíðastaðurinn er Pas de la Casa-Grau Royg en hann er við landamærin til Frakklands. Þar eru 22 skíðalyftur og staðurinn er einkar Ferðir vinsæll af frönskum skíðamönnum. Á öllum skíðastöðunum eru hótel, veitingahús, barnagæsla og annað það er til þarf. Vikukort í lyfturnar kostar um 7.500 krónur en dagskort 950 krónur. Vikukennsla á skíðum kostar um 3.500 kr. og er þá miðað við að kennt sé í þrjá tíma á dag. Gott að versla Það er engu líkt að bregða sér í búðir í Andorra. Best er að versla í La Vella, og Les Escaldes en bæirnir eru nánast samvaxnir. Þar er að finna verslun eftir verslun fylltar af ýmiss konar varningi og úrvalið virðist óendanlegt; rafmagnsvörur, matvara, tískufatnaður, leikföng og fleira. Verðið á góssinu er í lægri kantinum, sérstaklega á munaðar- varningi. Ilmvötn, snyrtivörur, sígarettur og vín er ódýrt. Lítri af Gordon’s gini kostar um 400 krónur, tólf ára Ball- antine kostar um helmingi meira og lítri af Chivas Regal fæst fyrir um 1.000 krónur. Karton af Prince sígarettum kostar á milli 600 og 700 krónur, Marlboro er aðeins dýrara en karton af frönsku sígarettunum Gauloises kosta á milli 300 og 400 krónur. Af dýrari varningi eins og tísku- fatnaði frá Yves Saint Laurent og Montana fæst á hálfvirði miðað við það sem hann kostar í París, úr, til dæmis dömuúr úr gulli og stáli frá Cartier, kostar um 150 þúsund. Rafmagnsvörur er hægt að fá ódýrt svo og alls konar tæki og tól, svo sem sjónvörp og myndbönd, svo að það getur vissulega borgað sig að skreppa og versla í Andorra ef fólk á leið þar hjá. Víöa er mikil náttúrufegurð í Andorra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.