Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1990, Blaðsíða 11
Skyttur og
Kristnihald
Wolfgang hafði greinilega ánægju af
að segja frá því að tveir kvikmynda-
höfundar myndu verða viðstaddir
sýningu mynda sinna í Köln meðan
á listahátíðinni stæði. Þann 16. maí
verður Friðrik Þór Friðriksson til
skrafs og ráðagerða eftir sýningu
myndar sinnar, Skytturnar, í Wallr-
aff-Richhartz safninu og daginn eftir
mun Guðný Halldórsdóttir verða
viðstödd sýningu á mynd sinni,
Kristnihaldi undir Jökli, í Cinemat-
hek og taka þátt í umræðum að sýn-
ingu lokinni. Myndirnar verða báðar
sýndar með þýskum texta, enda þýð-
ir vart að bjóða Þjóðverjum upp á
annað. Algengast er að inn á erlend-
ar kvikmyndir sé sett þýskt tal sem
hlýtur að rýra hstrænt gildi þeirra
en enginn þarf að óttast að það verði
gert í þessu tilviki.
Ómetanlegur
stuðningur
Aðspurður hvað undirbúningi liði
sagði Wolfgang hlæjandi að honum
væri í raun lokið, þó svo þeir hefðu
enn tvo mánuði til stefnu. „Fyrirtæki
af þessu tagi er svo umfangsmikið
að undirbúningur verður að hefjast
með góðum fyrirvara svo að ekkert
fari úrskeiðis þegar á hólminn er
komið. Þetta hefur verið gífurleg
vinna og hana hefðum við ekki getað
leyst af hendi á svo skömmum tíma
ef viö hefðum ekki notið aðstoðar
góðra félaga á íslandi. Segja má að
Sigrún Valbergsdóttir, leikari og
leikstjóri, sem ég kynntist fyrir
nokkrum árum, hafi starfað sem rit-
ari minn og hægri hönd síðustu mán-
uðina. Ég hef kannski ekki þurft að
hringja nema eitt símtal eða að skrifa
eitt bréf til hennar. Síðan hefur hún
sett allt í gang og afgreitt fjölda mála
fyrir mig hverju sinni. Án aðstoðar
þeirra Sigrúnar og Hrafnhildar
Schram hefðum við að líkindum
þurft að dvelja á íslandi mánuðum
saman til þess að koma listahátíðinni
heim og saman. Og auðvitað koma
fjölmargir aðrir við sögu - svo ekki
sé nú talað um alla þá sem hafa
styrkt okkur fjárhagslega með einum
eða öðrum hætti. Ég get til dæmis
nefnt islenska menntamálaráðu-
neytið, Stofnun Sigurðar Nordal,
Listasafn íslands, Flugleiðir, sendi-
ráð íslands í Bonn, félagið German-
ínu í Reykjavík. Aðilarnir eru miklu
fleiri bæði á íslandi og hér í Þýska-
landi - auk íjölmargra einstaklinga
sem við sögu koma.
Viðtalið sem
aldrei var tekió
Wolfgang kvaðst hafa komið til ís-
lands í fyrsta sinn í mars árið 1982
og þá vegna atvinnu sinnar hjá WDR
(West-deutsch Rundfunk). „Það var
ískalt og allt var á kafi í snjó,“ sagði
hann, „en íslendingar sögðu að þetta
áriö væri algjör undantekning, þeir
fengju mjög sjaldan svona kaldan og
snjóþungan vetur. Ég trúði því mátu-
lega.
Frá því ég var drengur langaði mig
að heimsækja þetta fallega land. Ég
las auðvitað Nonnabækurnar eins
og flestir þýskir strákar af minni
kynslóð og seinna meir kynntist ég
íslendingasögunum. Ég fékk smám
saman áhuga á íslenskum samtíma-
bókmenntum og fyrr en varði var ég
orðinn einlægur aðdáandi Halldórs
Laxness. Fyrir téða íslandsferð hafði
ég haft samband við hann og spurt
hann hvort ég mætti taka við hann
viðtal. Hann kvað það vera í besta
lagi og bað mig endilega að koma til
sín. Eftir illan leik á bílaleigubíl
komst ég loks heim að Gljúfrasteini
og knúði dyra hjá skáldinu. Yfir góð-
um mat og drykk ræddum við um
Guð og heiminn og svo náttúrlega
um bókmenntirnar. Um síðir geng-
um við upp í vinnuherbergi hans og
ég setti segulbandstækið í gang.
Halldór mælti varla orð af vörum í
lengri tíma. Ég stakk þá upp á því
að við færum aftur niður. Við sett-
umst á ný yfir mat og drykk og héld-
um áfram að ræða um Guð og heim-
inn og bókmenntirnar. Þetta var
skemmtileg og eftirminnileg heim-
Það var ekki annað að heyra á þeim félögunum en að í raun væri öllum undirbúningi lokið, þó svo að enn væru
tveir mánuðir til stefnu.
sókn - en ég sneri heim án þess að
hafa tekið viðtal við þennan merki-
lega mann.
Eftir að hafa dvalið í Reykjavík í
nokkra daga hafði ég komist að því
um íslendinga að þeir segja ógjarnan
margt en því meira skrifa þeir og
lesa. Reyndar get ég ekki lýst þessum
fyrstu kynnum mínum af íslandi
betur en ég gerði í íslandshefti tíma-
ritsins „die horen“ sem út kom árið
1986.“
Timarit þetta kemur út fjórum
sinnum á ári. Það fjallar um bók-
menntir og Mstir og er gefið út af
Kurt Morawietz í Hannover. Hið sér-
staka íslandshefti, sem er 230 blað-
síður, var tekið saman af þeim Wolf-
gang og Franz Gíslasyni, sem getið
hefur sér gott orð fyrir þýðingar sín-
ar og starf sitt að kynningu á íslensk-
um bókmenntum í Þýskalandi. Sig-
urður A. Magnússon var þeim innan
handar um val á verkum, auk þess
sem hann ritaði stutt yfirlit um sam-
tímabókmenntir sem einnig birtist í
ritinu.
„Það var Franz sem átti hugmynd-
ina að því að gera eitthvað þessu líkt
til þess að koma íslenskum bók-
menntum samtímans á framfæri hér
i landi, bæði í bundnu og lausu máU.
Aðdragandinn að fyrstu kynnum
okkar var býsna sérstakur," sagði
Wolfgang. „Þannig var að nokkrum
dögum eftir að ég hafði verið á ís-
landi 1982 hringdi síminn hjá mér og
þá fór fram eftirfarandi samtal:
Franz í Berlín: „Hér er Franz. Ég
er íslendingur. Ég hef heyrt að þú
hafir verið á íslandi.
Ég í Köln: „Já.“
Franz í Berlín: „Ég kem til þín eftir
tvp daga til Kölnar.“
Ég í Köln: „Gott. Ég hlakka til að
hitta þig.“
Svona hafa nú fyrstu kynni mín
verið af landi og þjóð. Þau hafa síðan
aukist ár frá ári og íslandsferðum
mínum fjölgað. Síðustu mánuðina
hef ég verið vakinn og sofinn við að
koma þessari listahátíð á laggirnar.
Svo er komið að heima hjá mér þori
ég tæpast lengur að nefna ísland á
nafn - en kona mín hefur sýnt mér
ótrúlegt umburðarlyndi meðan á
þessu hefur staðið.
MtCROWLt LL\)ii Kl.i
Með magninnkaupum náðum við frábærum samningi við Samsung um sendingu á
Samsung RE-576D örbylgjuofnum. Með hagraeðingu, sem af magnsendingum hlýst, svo og við alla
afgreiðslu, getum við að auki lækkað kostnað.
Þvi getum við boðið Samsung RE-576D örbylgjuofninn á þessu frábæra verði.
Samsung RE-576D er prýddur öllum þeim kostum sem góður og handhægur fjölskylduofn er gæddur.
Nú er komíð að þér að gera góð kaup.
egSAMSUIMG RE-576D
* 600 vött * 60 minátna klukka * snúníngsdiskar * 5 hitastíllíngar * 17 litra
* Utanmál B/H/D 485x297x325 * íslenskur leiðarvisir.
JAPISS
BRAUTARHOLTI 2, KRINGLUNNI, AKUREYRI ^
Málningarþjónustan hf., Akranesi - Kaupfélag Ðorgfirðinga, Borgarnesi - Verslun Óttars Sveinbjörnssonar, Hellissandi - Bjarnabúð, Tálknafirði -
Verslun Einars Guöfinnssonar, Bolungarvík - Póllinn, ísafirði - Rafsjá, Sauöárkróki - Bókaverslun Þórarinns Stefánssonar, Húsavík - Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum -
Kaupfélag Héraösbúa, Seyðisfirði - Tónspil, Neskaupstaö - Hátíöni, Höfn, Hornafirði - Mosfell, Hellu - Brimnes, Vestmannaeyjum - Vöruhús KÁ, Selfossi - Studeo, Keflavik.