Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. Fréttir Orkuverð til nýrrar stóriðju: Þýðir lægra verð en 20 mill tap af virkjunum? - verður Blönduvirkjun notuð sem afgangsstærð við orkuútreikning? Ólíklegt má telja aö lægra orku- verö en 20 mill á kílóvattsstund (1 mill er 1/1000 úr dollar) dugi til að standa undir kostnaði vegna orku- framkvæmda í tengslum viö nýtt ál- ver. Þessi fullyrðing byggist á út- reikningum þeirra þriggja aöila sem DV leitaði til en rétt er að taka fram að þeir hafa allir lýst yfir miklum efasemdum um gildi framkvæmd- anna. Einnig þarf að hafa í huga að orku- verð til stóriðju verður að standa undir sér en það er bundið í lögum um Landsvirkjun (nánar tiltekið 13. grein) að orkusala til stóriðju hafi ekki áhrif á verð til almennings- veitna. Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvaða verðhugmyndir Lands- virkjunarmenn hafa í þessu sam- bandi. Sagði Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, að ekki væri hægt að tjá sig um orkuverð á meðan samningaviðræöur þar um stæðu. Hann neitaði að úttala sig um þá fullyrðingu að lægra orkuverð en 20 mill þýddi í raun tap af virkjana- framkvæmdum. Hjörleifur Guttormsson, fyrrver- andi iðnaðarráðherra, sagði að þessi leynd Landsvirkjunar og iðnaðar- ráðuneytisins væri furöuleg. Sagði Hjörleifur að Alþingi hefði verið gert að samþykkja lög sem heimiluðu virkjanaframkvæmdir án þess að vita nokkuö um forsendur orku- verðs. Sagði Hjörleifur að iðnaðar- nefnd neðri deildar hefði ekki einu sinni fengið að sjá nein gögn þó að vaninn væri að treysta á trúnað þing- nefnda. Hjörleifur er einn þeirra sem reynt hafa að reikna út hvað orkuverð til hins nýja 200.000 tonna álvers þyrfti að vera og segist hann hafa fengið út að það þyrfti að vera á milli 20 og 30 mill á k/Wst. Bjóst hann frekar við að hærri mörkin væru nærri lagi. „Ef greitt verður undir 20 miil fyrir orkuna er ljóst að þaö verður tap af framkvæmdunum. Og það að láta sér detta í hug að veita afslátt í upphafi er út í hött en í greinargerð með frumvarpinu var gefið í skyn að af- sláttur veröi kannski veittur," sagöi Hjörleifur. Þá gagnrýnir Hjörleifur einnig mjög þá tengingu sem stendur til að gera á milli álverðs og raforkuverðs en þannig tenging er í núverandi samningi við ísal. Sagði Hjörieifur að ef þannig tengingu yrði komið á í samningum við Atlantsál þá yrði 60% af raforkusölu Landsvirkjunar tengd álveröi. Blönduvirkjun afgangsstærð Jóhann Rúnar Björgvinsson, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, kemst að svipuðum niðurstöðum og Hjörleifur en hann hefur reiknað út að orkuverðið verði að vera í kring- um 21 mill til að standa undir virkj- anaframkvæmdum. Þá sagði Jóhann Rúnar að erfitt væri að sjá hvernig Blönduvirkjun væri reiknuð inn í dæmið. Sagði hann að það væri tilhneiging til þess að líta á virkjunina sem tapaöa stærð og því væri erfitt að sjá hvort hún væri reiknuð með í fjárfestingu vegna nýs álvers. Ef hún er ekki reiknuð með þá er hægt að bjóða lægra orkuverð sem er reyndar ein- kennilegt því virkjunin verður auð- vitað notuð í orkusölu til álversins. Ódýrustu virkjanirnar kláraðar Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka jafnréttis og félagshyggju, er einn þeirra sem hafa látið reikna út orkuverð miðaö við eigin forsend- ur. Stefán segist líta svo á að ekki sé rétt að miða orkuverðið við þá kosti sem eru ódýrastir nú heldur sagðist hann hafa reynt að finna út meðal- verð frá þeim 15 virkjunum sem áætlaðar eru. Jóhann Rúnar nefndi einnig að slíkt væri eðlilegt til þess að þegar kæmi að því að virkja fyrir almenningsveitur þá væru ekki bara dýrari virkjanakostirnir eftir. Stefán gerði ráð fyrir 40 ára jöfnum afskriftatíma og 9% vöxtum (sem er í hærri kantinum - sumir telja eðh- legt að miða við 5-6%). Stefán sagðist hins vegar ekki hafa reiknaö með kostnað við spennivirki sem hann þó taldi að hefði verið eðlilegt að gera - það hefði hækkað verðið enn frek- ar. Niðurstaða Stefáns var sú að orku- verðið yrði að vera 31 mill til að standa undir framkvæmdunum. -SMJ Skoöanakönnun á Akureyri: Meirihlutinn fallinn? Gylfi Kiistjánsscm, DV, Akureyri: Ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar fyrirtækisins Kjarna hf. á Akureyri varðandi bæjarstjórn- arkosningamar þar, fellur meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, vegna þess að Alþýðuflokk- urinn myndi tapa tveimur af þrem- ur fulltrúum sínum. Mjög erfitt er að túlka niðurstöð- ur könnunarinnar sem fór fram símleiðis. Símanúmer voru vahn af handahófi og sá spurður sem svaraði þegar hringt var, ef við- komandi hefur aldur til að kjósa. Ekki var gefið upp í hversu mörg númer var hringt eða í hversu mörgum númerum var svarað. Hinsvegar voru það 314 aðilar sem féllust á að svara spumingum um ýmsa hluti. Af þessum 314 voru um 35% sem ekki svöruðu spumingunni varö- andi bæjarstjómarkosningamar, vhdu ýmist ekki svara þeirri spurningu eða höfðu ekki tekiö af- stöðu. Það kom einnig fram að leið- rétta þarf niðurstöður með tilliti til aldursdreifingar og vegna kynferð- is, en konur munu hafa verið í meirihluta þeirra sem svöruðu. Niðurstöðurnar urðu hinsvegar þær að Sjálfstæðisflokkur fengi 4 bæjarfulltrúa eins og flokkurinn hefur í dag, Framsóknarflokkur fengi 3 og bætti við sig einum, Al- þýðuflokkur-fengi einn og tapaði tveimur, Alþýðubandalag fengi einn og tapaði einum, og bæði Kvennalisti og Þjóðarflokkur sem ekki buðu fram síðast fengju sinn bæjarfulltrúann hvort. Að sögn þeirra sem kynntu nið- urstöður könnunarinnar er mikið vafaatriði með 11. sætið. Þjóðar- flokkurinn hefur þann fulltrúa samkvæmt niðurstöðunum hér að ofan, en naumt væri á mununum varðandi það að Framsóknarflokk- urinn fengi þann fuhtrúa. Þá kom einnig fram að 10. sætið kæmi í hlut Kvennalista. Atvinnuleysi: Mest á Norður- og Austurlandi Skráðir atvinnuleysisdagar í aprfi síðasthðnum voru um 51 þús- und. Það er um 150 prósent meira atvinnuleysi en hefur veriö í aprh undanfarin fimm ár. Á landinu öUu var atvinnuleysið 1,9 prósent af mannafla. Mest var atvinnuleysið á Norður- og Austur- landi eða um 3,5 prósent. Atvinnu- leysi á Vestur- og Suðurlandi var um 2,4 prósent, 1,6 prósent á Suðurnesjum, 1,3 prósent í Reykja- vík og minnst var atvinnuleysið á Vestfjörðum eða 0,4 prósent. Atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla eða 2,3 prósent á móti 1,6 prósenti. Flestar konur eru án atvinnu á Austur- og Vestur- landi eða um 5 prósent. -gse Sumarið er komið í Neskaupstað og trillukarlarnir eru í óðaönn að skrapa og mála báta sína fyrir átökin við þann gula í sumar. Hér sjáum við Einar Guðmundsson, frægan trillukarl á Neskaupstað, mála bát sinn en rúmlega 100 smábátar eru gerðir út frá Neskaupstað. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson Stjórn yfir fisk- eldisábyrgðum Vegna samantektar um fyrir- greiðslu fyrirtækja í gegnum At- vinnutryggingar- og Hlutafjár- sjóð skal ítrekað að inni í heildar- tölunum var auk lána frá þessum sjóöum niðurfelhng krafna, hlut- afjártillegg annarra (oft meö ián- um frá Byggðastofnun) og saia eigna. Sala þessara fyrirtækja á eignum getur verið aht frá því að lánardrottnar þeirra leysi til sín óseljanlegar eignír og upp í sölu á veiðiskipum. Það síðast talda á við á Þingeyri og á Stöðvarfiröi. Ef sala eigna væri ekki tekin meö myndu þessir staöir lækka á hst- anum yfir þá staöi sem hafa notiö mestrar fyrirgreiðslu í gegnum og fyrir atbeina þessara sjóða. Það nægir þó ekki til þess að þeír faUi af honum. -gse Fjármáiaráöherra hefur skipað Jóhann Antonsson viðskiptafræðing formann stjórnar ábyrgðardeildar fiskeidislána. Auk Jóhanns sitja í stjóminni Eiríkur Briem hagfræð- ingur, tilnefndur af viðskiptaráð- herra, Gunnlaugur Júlíusson hag- Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum að árekstri sem varð á mót- um Háaleitisbrautar og Ármúla klukkan 13.07 á þriðjudag í síðustu viku. Sendibíll og Saab bifreið skullu saman við gatnamótin. Sendibílhnn var að taka vinstri beygju frá Háa- leitisbraut og inn Ármúla en öku- maður Saab bílsins var á leið vestur fræðingur, tilnefndur af landbúnað- arráðherra og þeir Ámi M. Mathiess- en dýralæknir og Sigurgeir Jónsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis- ins, sem tilnefndir eru af fjármála- ráðherra. Háaleitisbraut. Ökumenn greinir á um stöðu um- ferðarljósa þegar áreksturinn varð. Þeir sem geta gefið upplýsingar um áreksturinn eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknardeild lögreglunnar. -ÓTT -gse Lögregla leitar að vitnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.