Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. Lesendur Mæöa matvörumarkaöanna: Eðlileg grisjun Hjalti skrifar: í þeim sviptingum sem nú eiga sér stað í málum stórmarkaðanna hér á höfuðborgarsvæðinu er ekki allt sem sýnist. Mér virðist sem þetta sé ekki eingöngu spurning um samkeppni og vöruval í eins þröngum skilningi og sumir e.t.v. halda. - Ég held að hér sé einfald- lega um eðlilega grisjun á þessu sviði að ræða. Það voru komnir alltof margir stórmarkaðir með matvörur og fyrir þeim var engin forsenda, nema tímabundið. Allir vita aö hér hefur verið mik- il verðbólga og óeðlilegt ástand í efnahagslífi sem m.a. leiöir til þess (og ekki bara hér á landi) að fólk taldi heppilegast að spara sem minnst og eyða sem mestu í hvað sem er. - Við munum öll þegar það tíðkaðist, og það ekki fyrir löngu, að festa sér heimilisáhöld hverju nafni sem nefndust vegna þess að fólk reiknaði með verðhækkun viku seinna. Enda græddi hver maður sem slíkt gerði. Verðhækk- anir voru svo örar. Var þá aldrei þörf fyrir alla matvörumarkaðina? Þetta hefur einnig átt við um matvörur og aðrar nauðsynjavör- ur. Þær hafa verið og eru enn óeðli- lega dýrar, raunar svo dýrar að maður hefur varla haft nein efni á að kaupa neitt annað fyrir launin en matvörur.- Þess vegna keyptu menn mikið í matinn, oftast óeðli- lega mikið, og fólk lét sig hafa það að eyða peningunum í þetta eftir að heimihstækjahamstrinu lauk. Stórmarkaðir með matvörur risu því upp til að taka þátt í dansinum og reyna að ná í eitthvað af þessari eyðslu. Hún stóð þó ekki lengi. Þar kom að fólk átti ekki meira fé. Nú er málum svo komið að flestir eru famir að spara stórlega í matar- kaupum, kaupa bara rétt í matinn eins og nauðsynlega þarf. Ekkert umfram það. Við það hrynur mat- vörumarkaðurinn eins og raun ber vitni. Og auðvitað var engin þörf á öllum þessum matvörumörkuðum. Með hruni í þessum viðskiptaþætti kemst svo eðlilegt ástand á að nýju og verslanir, sem bjóða bestu kjör- in, halda velli eins og vera ber. - Áreiðanlega eiga fleiri þættir við- skiptalífsins hér eftir að finna fyrir þessum sinnaskiptum fólks. Sparn- aður er kominn á dagskrá, í fyrsta sinn i'áratugi hér á landi. Loftmengunarvagn til mælinga: Ólíkt höfumst við að Spumingin Fylgistu með torfæru- keppnum? Ámi Guðmundsson nemi: Já, já - en því miður missti ég af þessari sem var nú um helgina. Eyþór Sigurðsson nemi: Já, af mikl- um áhuga. Stefán Ólafsson nemi: Ég fylgist með á staðnum þegar ég get en annars í sjónvarpi. Haukur Emilsson verkamaður: Ef ég verð hér fyrir sunnan í sumar ætla ég að sjá sem flestar en ég missti af þessari síðustu. Albert Sveinsson verkamaður: Þegar ég hef tíma og aðstöðu til þá geri ég það. Reykvíkingur hringdi: í dagsins önn og þeirri geysiöflugu íjölmiðlaásókn sem nú dynur á fólki er ekki alltaf auðvelt að greina á milli þess sem verið er að fram- kvæma til góðs fyrir allan almenning og þess sem slegið er upp sem áróðri og einskærum. brellum. Þetta kom mér í hug er ég sá frétt um aö borgin hefði fest kaup á mælivagni til að Magnús hringdi: Ég vil taka undir bréf frá Ragn- heiði Guðmundsdóttur í DV 9. maí um hið fáránlega bann sem stjóm- málaflokkamir hafa sett á sjálfa sig um að ekki megi nota framboðsaug- lýsingar í ljósvakamiðlum fyrir kosningarnar nú. Hingað til hefur ekki þótt neitt athugavert viö þær og hvers vegna eru þær bannfærðar nú? Ég sé ekki betur en allir frambjóð- endur keppist við að skrifa sig inn á háttvirta kjósendur - eða frá þeim - allt eftir því hvemig á málin er litið. Ég sé því ekki neinn eðlismun á því að skrifa í blöð og auglýsa í þeim og svo hins vegar sjónvarpi t.d. - Ef flokkarnir eru ekki í stakk búnir fjárhagslega til að eyða fé í auglýs- ingar eða stutta kynningarþætti eiga þeir að leita til stuðningsmanna fylgjast með loftmengun. - Þetta er eini vagninn sinnar tegundar í landinu og á áreiðanlega eftir að koma aö miklum og varanlegum not- um fyrir okkur. Mér varð einnig hugsað til hinnar fimm-flokka ríkisstjórnar sem ný- veriö hefur keypt bifreið fyrir einn ráðherrann til að fara á um fjöll og firnindi og engum til gagns nema sinna og afla fjár þannig. Eitt hefðu flokkarnir getað gert til viðbótar í fjáröflunarskyni, og þá hver fyrir sig. Þeir gætu haft í gangi eins konar veðbanka þar sem vel- unnarar flokkanna legðu fram ákveðna fjárhæð, segjum 200 kr. í pott og veðjuðu á fjölda fulltrúa fyrir sinn flokk eða heildarniðurröðun fulltrúa að kosningum loknum. - Síð- an gæti það orðið hin besta skemmt- un aö kanna útkomuna á meöan beð- ið er eftir tölum, eftir að hafa lokað fyrir veðbankann t.d. snemma kvölds á kosningadaginn eða jafnvel daginn fyrir kjördag. - En það er kannski með þetta eins og annað hér á landi; bannað að gera nokkuö „þess háttar“ og hinn landsþekkti „spari- svipur", vandlætingarsvipuriunn, settur upp! honum sjálfum. - Ég hugsaöi sem svo eins og stundum áður; ólíkt höfumst við að. Ég verð nú að segja að mér finnst hér hafa verið staðið myndarlega að verki af hálfu borgarstjórnar og verð ég að vera sammála formanni heil- brigðisráðs sem segir að hér hafi verið um talsvert metnaðarmál að ræða fyrir borgina að fá svona tæki, Sigmar Hróbjartsson skrifar: Um það er líklega enginn ágrein- ingur að allt verði gert sem hægt er til þess að gera öldruðum kleift að búa í eigin húsnæði svo lengi sem kostur er. Margt er hægt að gera í því sambandi. Heimilisþjónustu, sem nú er til staðar, má sjálfsagt auka og bæta. Þá er og einn þáttur sem mér finnst ekki hafa verið gefinn sá gaumur sem vert væri en það er að virkja sjálfboðaliða, m.a. fríska eldri borgara til viðtala og heimsókna til einmana, lasburða fólks. - Um hús- næðismáhn mætti svo hafa langt mál en hér verða aðeins nefndir til fáein- ir brennandi punktar. Hingað til hefur sjálfseignarstefn- an verið nær allsráðandi í húsnæðis- málum þessar þjóðar. Hins vegar er sá bitri veruleiki til staðar að það eru fæstir þegnanna sem eru þannig efn- um búnir að þeir geti leyft sér slíkan munað án þess að hleypa sér í háar skuldir sem bitna hart á öllu fjöl- skyldu- og heimilislífi. Það má því ljóst vera að brýna nauðsyn ber til að auka framboö á búseturéttar- og kaupleiguhúsnæði. - Sem kunnugt er hafa slíkir kostir átt undir högg einmitt eftir þær upplýsingar sem fram hafa komiö að hér væri mengun kannski ekki eins lítil og oft er talið. - Það verða eflaust fáir til að flokka svona kaup eða staðsetningu vagns- ins í hinum ýmsu hverfum borgar- innar undir kosningabrellu því vagninn er kominn til aö vera. að sækja á löggjafarþingi þjóðarinn- ar að undanfomu. Með því að bera saman verð á fast- eignamarkaði og íbúöaverð í bygg- ingum fyrir aldraða, sem byggingar- aðilar hafa verið að skila frá sér að undanfornu, kemur ýmislegt í ljós. Vert væri að fara þær rækilega ofan í saumana því a.m.k. fljótt á litið virð- ist sem eigendum sæmilegra ein- býlis- eða raðhúsa dugi varla eða alls ekki andvirði þeirra fyrir 3ja her- bergja íbúð í nýbyggingum þessum. Þurfa þessar byggingar að vera svona dýrar? Er þar gætt hagsmuna þeirra sem þær kaupa og í þeim eiga að búa? - A sama tíma er slíkt of- framboð á verslunar- og skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði aö heilu lengj- umar standa ónýttar víðs vegar um borgina. Þar sem borgaryfirvöld fara með úthlutun lóða hafa þau mikið vald og skyldur í þessu efni. Þá hefur þaö hvarflað að fleirum en mér að notalegra hefði nú e.t.v. verið, m.a. fyrir aldraða, áð Reykjavíkurborg hefði stuðlað að byggingu nokkurra hlutdeildaríbúða í stað umdeildra minnisvarða á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Húsnæðismál aldraðra Þarf kannski ekki að spyrja að leikslokum? í daufri kosningabaráttu: Að sjálfsögðu auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.