Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
5
dv ___________________________________________________________________________________Fréttir
Viðskipti Bandaríkjahers á fjórum árum:
Fjórtán milljarðar króna
til aðalverktaka
Á undaníornum fjórum árum hefur
bandarískl herinn á Miðnesheiði
greitt íslenskum aðalverktökum
jafnvirði rúmlega 14,1 milijarða
króna fyrir þau verk sem fyrirtækið
hefur unnið fyrir herinn en eins og
kunnugt er hafa íslenskir aðalverk-
takar einokun á þessum verkum.
Keflavíkurverktakar, sem að hluta
til eru í eigu sömu aðila, hefur á sama
tíma fengið greidda rúma 3 milljarða
frá hernum.
Þetta kemur meðal annars fram í
samantekt sem varnarmálaskrif-
stofa utanríkisráðuneytisins sendi
Verslunarráðinu um viðskipti
bandaríska hersins við íslendinga.
Heildarviðskiptí hersins við íslend-
inga hafa verið frá 7,7 til 10,5 millj-
arðar á árunum 1986 til 1989. Að
meðaltali eru þessi viðskipti 9,3 milij-
arðar á ári á núvirði.
Þó verktakafyrirtækin tvö sem
nefnd hafa verið séu stór í þessum
viðskiptum taka þau ekki nema 42
prósent af þeim.
Þáttur launa starfsmanna sem
vinna hjá hernum hefur vaxið í
heildarviðskiptunum undanfarin ár
og voru um 2,3 milljarðar í fyrra eða
um 23 prósent af heildarviðskiptum
hersins við íslendinga.
Til þess að gefa hugmynd um vægi
þessara viðskipta Bandaríkjahers í
íslenska hagkerfinu má geta þess að
á árinu 1988 námu þau um 7,5 miil-
jörðum miðað við gengi þess árs.
Slippstöðin á Akureyri:
Týr úr slipp og
dró skipið út
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
•Varðskipið Týr, sem var á þurru
landi hjá Slippstöðinni á Akureyri,
var sett á sjó á fóstudag og þá um
kvöldið dró það nýja skipið hjá Slipp-
stöðinni, sem strandaði við sjósetn-
ingu þá um morguninn, á flot.
Eins og fram kom í DV fyrir helg-
ina sat skipið fast er það var komið
um 50 metra út úr húsinu þar sem
það var smíðað og þrátt fyrir að
loðnubátur og togari hefðu reynt að
draga þaö á flot haggaðist það ekkert.
Því var Týr sjósettur og á flóðinu
á föstudagskvöldið tókst varðskipinu
að draga skipið út. Nýja skipinu var
lagt við bryggju en Týr tekinn á ný
í slipp og er áfram unnið að viðgerð-
um á varðskipinu.
ReyðarQörður:
Töluvert tjón
í eldsvoða
Vigfús Ólafsson, DV, Reyðaifiröi:
Töluvert tjón varð hér á Reyðar-
firði á laugardag, þegar kviknaði í
fiskverkunarhúsi hjá Bergsplani.
Miklar skemmdir urðu á húsinu og
nokkrar skemmdir á fiskafurðum,
bæði frosnum og söltuðum.
Slökkvilið staðarins brást fljótt við
og gekk mjög vel að slökkva eldinn.
Til öryggis var slökkvilið Eskifjarðar
einnig kallað út því birgðastöðvar
olíufélaganna eru skammt frá bygg-
ingum Bergsplans og gat því alvar-
legt hættuástand skapast.
Allar líkur eru á að kviknað hafi í
út frá rafmagni þvi mestar skemmdir
urðu við rafmagnstöflu hússins.
fleiri doflarar í gegnum herinn en freðfiskmarkaðinn í Ameríku
Sama ár var verðmæti útfluttra um 6,9 milljarðar króna samkvæmt Viðskipti bandaríska hersins öflaðu ingur sjávarafurða tii Ameríku.
sjávarafurða á Bandaríkjamarkaö Útvegi, árbók Fiskifélags íslands. því meiri gjaldeyris en ailur útflutn- -gse
Víð bjóðum nú takmarkað magn af vörum með
stórkostlegum afslættí allt að
Afslættí
DÆMI UM FRÁBÆR KAUP
SGHM 30
Panasonic TC-C22 - 21" stereo sjónvarps-
tæki
Panasoníc NVL 25, fullkomíð myndbands-
tæki
Panasoníc SG HM 30, glæsíleg fjarstýrð
hljómtækjasamstæða
Panasoníc MCE 89 kraftmikíl ryksuga með
innbyggðum fýlgihlutum
Panasoníc ES 815 rafmagnsrakvél
Samsung RE 576 örbylgjuofn 600 vött, 17
lítra, 5 hitastillingar
Verðlistaverð Maítilboðsverð
76.500 56.600
64.700 54.900
42.600 35.900
11.350 8.750
1.660 1.250
23.500 16.900
KOMDU OG KYNNTU ÞÉR MAÍTILBOÐ JAPIS
JAPISS
BRAUTARHOLTI 2