Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990.
Viðskipti
Dagurinn mikli á fasteignamarkaðnum er runninn upp:
íbúðir í Reykjavík haldið
verðgildi sínu í kreppunni
- fasteignamarkaðurinn í furðu miklu jafnvægi í meira en tvö ár
íbúðir í fjölbýiishúsum í Reykjavík
hafa haldið verðgildi sínu í krepp-
unni. Allt frá þvi í byijun árs 1988
hefur raunverð fasteigna nánast ver-
iö óbreytt. Þetta er ágætt að hafa í
huga þegar dagurinn mikli á fast-
eignamarkaðnum, 15. maí, er runn-
inn upp og húsbréfakerfiö opnast öll-
um við kaup á notuðu húsnæði.
Margir spá því að raunverð fasteigna
muni hækka við þessa kerfisbreyt-
ingu. Formaður Félags fasteignasala,
Þórólfur Halldórsson, telur hins veg-
ar að raunverðið hækki ekki á næstu
mánuðum. Þetta kom fram í viðtali
við Þórólf í DV í gær.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Aætlaðar tölur fyrir
síðustu sex mánuði
Samkvæmt nýjasta hefti Markaðs-
frétta, sem Fasteignamat ríkisins
gefur út, kemur fram að vísitalan
yfir raunverð íbúða í Reykjavík á 3.
ársfjórðungi síðasta árs var um 120
stig. Tölur fyrir 4. ársfjórðung síð-
asta árs og 1. ársfjórðung þessa árs
liggja ekki fyrir hjá Fasteignamat-
inu.
Fyrstu vísbendingar innan Fast-
eignamatsins fyrir 4. ársijórðung síð-
asta árs benda þó til þess að raun-
verðið hafi ekki lækkað sem neinu
nemur á 4. ársfjórðungi. Þá er það
mat fasteignasala sem DV hefur rætt
viö að íbúðaverð hafi nokkum veg-
inn fylgt almennu verðlagi fyrstu
mánuði þessa árs.
Þegar meðfylgjandi línurit er skoö-
að sést að raunverð fasteigna í
Reykjavík mjakaðist lítillega upp á
2. ársíjórðungi á síðasta ári og fór
þá vísitala fasteignaverðs upp í 122
stig en síðan hefur hún verið í kring-
um 120 stig, samkvæmt áætluðum
tölum.
Kaupmáttur og framboð
lánsfjár stýra verðinu
Samkvæmt hagfræðinni er tvennt
talið ráða mestu um verð fasteigna.
Það er kaupmáttur fólks, svo og
framboö á lánsfé. Kaupmáttur fólks
Raunverð fasteigna hefur verið mjög stöðugt frá þvi um mitt sumar 1988.
Þetta kemur vel fram á þessu linuriti. Þess má geta að stuðst er við mat
fasteignasala hvað 1. ársfjórðung þessa árs snertir. Línuritið sýnir líka eink-
ar vel hvernig verð fasteigna rauk upp þegar framboð á lánsfé jókst haust-
ið 1986 þegar ný lán Húsnæðisstofnunar komu fram á sjónarsviðið.
rýrnaði árin 1988 og 1989. Spáin geng-
ur svo út á aö botni hagsveiflunnar
verði náð á þessu ári.
Á síðasta ári varð þess vart að sum-
ir þeirra sem höfðu fengið lánsloforð
frá Húsnæðisstofnun ríkisins nýttu
sér ekki lánsloforðin og skiluðu þeim
inn aftur. Það hafði í för með sér að
aðrir, sem voru aftar í biðröðinni,
færðust fram.
Það að sumir nýttu sér ekki lánslof-
orðin staðfesti aukna tregðu fólks við
að fara út í fjárfestingar á sama tíma
og kaupmáttur launa var að rýma.
Aukið jafnvægi í íslensku efnahags-
lífi um þessar mundir með hjaðnandi
verðbólgu og minni kaupmáttarr-
ýrnun örvar fólk hins vegar til að
fara út á fasteignamarkaðinn og fjár-
festa.
Spá Stefáns Ingólfssonar verkfræöings frá því á síðasta ári. Hann tengir
sveiflur á fasteignamarkaðnum við almennar hagsveiflur. Kenning hans
er sú í stuttu máli að verð fasteigna nái botni og toppi á 8 ára fresti.
Þýða húsbréf aukið
framboð á lánsfé?
Þá er það hinn þátturinn, framboð
á lánsfé, sem ræður mestu um verð
fasteigna. Þórólfur Halldórsson, for-
maður Félags fasteignasala, hélt
þeirri skoðun fram í DV í gær að
aukin þensla verði ekki á markaðn-
um við breytinguna á húsbréfakerf-
inu í dag.
„Það er ekki hægt að líkja þessari
opnun húsbréfakerfisins við það sem
gerðist á fasteignamarkaðnum
haustið 1986 þegar nýtt húsnæðis-
lánakerfi var tekið í notkun. Þá var
nýju fjármagni dælt inn á markaðinn
í stórum stíl oRverð á húsnæði snar-
hækkaðl í kjölfariö. Nu er ekid áé
koma nýtt fjármagn inn á markaðinn
heldur eru seljendur húsnæðis að
lána kaupendum."
Verðið rauk upp 1986
Meöfylgjandi línurit sýnir einkar
vel hvernig verð fasteigna rauk upp
haustið 1986 þegar nýtt húsnæðis-
lánakerfi Húsnæöisstofnunar var
tekið í notkun. Verðið snarhækkaði
svo allt árið 1987 og sömuleiðis fyrstu
mánuði ársins 1988 þegar verðið náði
hámarki. Frá því þá hefur raunverð
fasteigna sveiflast ótrúlega lítið.
Raunar er verðið nú mjög hátt miðað
við verðið síðustu tíu árin.
Verðið á toppnum í ár en
eftir það niður á við
Seint á siðasta ári var viðtal í DV
við Stefán Ingólfsson verkfræðing,
sem skrifað hefur margar greinar í
DV um fasteignamarkaðinn. Stefán
hefur kynnt sér mjög vel sveiflur á
fasteignamarkaðnum og tengt þær
við almennar hagsveiflur. í þessu
viðtali við DV spáði Stefán því að
raunverð íbúða eigi eftir að ná há-
marki á þessu ári, 1990, en taki svo
að lækka á næstu fjórum árum, jafn-
vel um 20 til 25 prósent og að botnin-
um veröi náð 1994.
Kenningar Stefáns Ingólfssonar,
sem hann byggir á rannsóknum sín-
um á fasteignamarkaðnum, ganga í
stuttu máli út á að verðið nái botni
og toppi á 8 ára fresti. Hagsveiflan
spannar þannig 8 ára tímabil, að
mati -Stefáns.
Stj ómarformaöur SÍS:
Ólafur hættir
í sumar
Kaupfélag Héraösbúa:
„Þetta lítur vel út“
Ólafur Sverrisson, stjómarformað-
ur Sambandsins, stærsta fyrirtækis á
íslandi, hyggst hætta sem stjómar-
formaður Sambandsins á aöalfundi
félagsins í byrjun næsta mánaðar.
„Eg hef gert ráö fyrir því að hætta
og láta af stjómarformennsku í næsta
mánuði. Ég eldist eins og aðrir. Og
þá get ég ekki neitað því að það hefur
einnig áhrif á ákvörðun mína hvemig
rekstur Sambandsins hefur gengið
undanfarið,“ segir Ólafur.
Ólafur var í áraraðir kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Borgnesinga. Sem
varaformaður í stjórn Sambandsins
tók hann við formennskunni í byrjun
ársins 1989 þegar stjórnarformaður-
inn, Valur Arnþórsson, hætti og tók
við starfi bankastjóra Landsbanka
íslands.
Ólafur var endurkjörinn stjómar-
formaður Sambandsins á aðlafundi
þessíjúníásíðastaári. -JGH
Signin Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum;
Taprekstur Kaupfélags Héraösbúa á
Egilsstöðum er að minnka. í fyrra
varð tæplega 50 milljón króna tap á
rekstrinum. Þar vó þyngst að afskrifa
þurfti um 40milljónir króna í töpuð-
um kröfum, þar af 10 milljónir vegna
gjaldþrots saumastofunnar Dyngju.
Árið 1988 nam tap félagsins um 71,5
milljónum króna. Eigið fé í lok síð-
asta árs var um 217 milljónir króna.
„Þetta lítur vel út á þessu ári,
sérstaklega með tilliti til kjarasamn-
inganna frá í vetur,“ segir Jörundur
Ragnarsson, kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Hérðsbúa. Jörundur kom
til starfa hjá kaupfélaginu fyrir um
ári.
Heildarvelta kaupfélagsins jókst
verulega á milh áranna 1988 og 1989.
í fyrra var heildarveltan tæpir tveir
milljarðar króna og jókst hún um
tæpar 500 milljónir króna frá árinu
áður.
Mest varð aukningin í vinnslu
sjávarafurða eða um rúmlega 31 pró-
sent að raungildi. Nokkur samdrátt-
ur varð í veltu landbúnaöarafurða.
-JGH
Arið 1988 varð 1986
Ólafur Sverrisson, stjórnarformaður
Sambandsina, ætlar að láta af þvi
starfi i sumar. „Ég eldist eins og
aðir,“ segir Ólafur. Slæmt gengi fyr-
irtækisins á siðasta ári hefur einnig
áhrif á ákvörðun hans.
í viðtah við Guðjón B. Ólafsson í
DV í gær varð prentviha. Árið 1988
varð að 1986. Málsgreinin birtist hér
því aftur með réttu ártali: „Stað-
reyndin er sú aö Sambandið var gíf-
urlega skuldsett þegar ég tók við því
og erlendar skuldir þess voru mikl-
Þess má geta að Stefán hélt því
fram í áðurnefndu viðtali að hús-
bréfakerfið ætti eftir að valda verð-
hækkun. Hann var því á öndveröum
meiði við formann Félags fasteigna-
sala. „Miklar væntingar eru til hús-
bréfakerfisins. Það sýnir sig að vænt-
ingar fólks um aukna lánamöguleika
hafa áhrif til hækkunar og er þess
síðast að minnast haustið 1986 þegar
fasteignaverð hækkaði skarpt vegna
nýja húsnæðiskerfisins," sagði Stef-
án síðastliðið haust.
-JGH
Penmgamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 ib.Sb
12mán.uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb,Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb,Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6.75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýskmörk 9,9-10.5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0 s
MEÐALVEXTIR
óverðtr. maí 90 14,0
Verðtr. mai 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravísitalaapríl 2859 stig
Byggingavisitala mai 541 stig
Byggingavísitala mai 169,3 stig
Húsaleiguvísitala 1.8% hækkað 1. april.
VERÐBRÉFASJÓDIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,856
Einingabréf 2 2,655
Einingabréf 3 3,198
Skammtímabréf 1,648
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,123
Kjarabréf 4,819
Markbréf 2,567
Tekjubréf 1,971
Skyndibréf 1,443
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,340
Sjóósbréf 2 1,756
Sjóðsbréf 3 1,636
Sjóðsbréf 4 1,387
Vaxtasjóðsbréf 1,6530
Valsjóðsbréf 1.5555
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiöir 168 kr.
Hampiðjan 159 kr.
Hlutabréfasjóður 180 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 155 kr.
Eignfél. Verslunarb. 126 kr.
Olíufélagið hf. 449 kr.
Grandi hf. 166 kr.
Tollvörugeymslan hf. 105 kr.
Skeljungur hf. 441 kr.
ar. Það eru staðreyndir málsins. Árið
1988 var gengistap Sambandsins alls
um 800 milljónir króna og um 900
milljónir króna í fyrra,“ sagði Guð-
jón B. Ólafsson. Beðist er velvirðing-
aráþessummistökum. -JGH
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.