Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
11
DV
Svidsljós
Fjöldi
þekktra
í Cannes
Þaö dreif að mikinn fjölda þekkra
leikara og kvikmyndageröarmanna
þegar kvikmyndahátíðin í Cannes
hófst í síðustu viku. Eins og oftast
komu margir til að auglýsa kvik-
myndir sínar og aðrir til aö sýna sig
og sjá aðra. Hátíðin hófst með sýn-
ingu á nýjustu kvikmynd hins átt-
ræða japanska leikstjóra, Akira Ku-
rosawa, sem hann kallar Draumar.
Myndin er ekki í sjálfri keppninni
um gullpálmann.
Um þennan eftirsótta grip keppa
margir athyglisverðir leikstjórar
sem komnir eru til Cannes með
myndir sínar. Sú mynd, sem sterk-
lega er talin koma til greina sem sig-
urvegari, er nýjasta kvikmynd Clints
Eastwood, White Hunter, Black He-
art, þar sem Eastwood leikstýrir
sjálfum sér í aðalhlutverkinu og er
persónan, sem hann leikur, byggð á
John Huston en myndin fjallar um
kvikmyndaleiðangur í Afríku sem
lendir í miklum erfiðleikum. Þykir
sýnt að handritið er byggt á atburð-
um sem gerðust þegar verið var að
kvikmynda hina þekktu kvikmynd
Hustons, Afríkudrottninguna.
Aðrar kvikmyndir, sem líklegar
eru til afreka, eru Korczak eftir
Andrzej Wajda og Nouvelle Vague
eftir Jean-Luc Goddard.
Eins og alltaf vekja samt kvik-
myndastjörnurnar mesta athygli og
mátti sjá um helgina spásséra á göt-
um í Cannes stjömur á borð við
Anthony Quinn, Laureen Bacall,
Nastassja Kinski og Martin Sheen,
svo fáeinar séu nefndar.
Lyktarlaus
hvítlaukur
Eina lyktarlausa
hvítlauksafurðin
með allicini.
Varisteftirlíkingar
fSLENSKA
VÖRUSALAN
BORGARTÚNI28-104 REYKJAVÍK
SÍMI: 624522
Clint Eastwood kom til opnunar kvikmyndahátíðarinnar í Cannes ásamt
leikkonunni Marissa Berenson.
Margar stúlkur koma tii Cannes í von um frægð og frama og til að vekja
athygli Ijósmyndaranna þykir sjálfsagt að fækka fötum.
LAUNAMENN
HEFUR STAÐGREÐSLU
ÞINNIVERÐ SKILAÐ?
Áríðandi er að leiðréftingum á staðgreiðsluyfirliti
sé skilað sem allra fyrst.
Nú eiga launamenn að hafa
fengið sent yfirlit yfir frá-
dregna staðgreiðslu af launa-
tekjum sínum á árinu 1989.
Yfirlitið sýnir skil launa-
greiðenda á frádreginni stað-
greiðslu launamanna til inn-
heimtumanna.
Brýnt er að launamenn beri
yfirlitið saman við launaseðla
sína til þess að ganga úr
skugga um að staðgreiðslu
sem haldið var eftir af launa-
tekjum þeirra hafi verið skilað
til innheimtumanna.
Að lokinni álagningu tekju-
skatts og útsvars nú í sumar
fer fram samanburður við
staðgreiðsluskil fyrir viðkom-
andi launamann. Ef upplýs-
ingar um staðgreiðslu launa-
manns eru rangar verður
greiðslustaða röng og launa-
maðurinn hugsanlega kraf-
inn um hærri fjárhæð en hon-
um annars ber að greiða ef
ekki er sótt um leiðréttingu í
tækatíð.
Ef um skekkjur á yfirliti er
að ræða er nauðsynlegt að
umsókn um leiðréttingu sé
komið á framfæri við stað-
greiðsludeild RSK, Skúla-
götu 57,150 Reykjavík, hið
allra fyrsta til þess að
tryggja að greiðslustaða
verði rétt við álagningu
opinberra gjalda nú í
sumar.
Tryggið rétt uppgjör á staðgreiðslu
og álagningu í sumar
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI