Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. „Verður kannski það næsta, sem frá Siðmenntinni heyrist, að hún hafi snú- ið Faðirvorinu upp á erkióvininn?“ Siðmennt eða Nú, þar sem þetta er félagsskap- ur, sem hefur trúleysi á stefnuskrá sinni og viröist beita sér gegn krist- inni trú, er ótrúleg forherðing aö hafa uppi kröfur um að ráða ein- hveiju um málefni kirkjunnar. Það er þó víst ekki svo að Siðmenntin sé komin í sjálfheldu með öllu sínu brambolti? En hversu fjarstæðukenndar sem margar hennar kröfur viröast er þó alveg ljóst að hún á að fá „ótví- ræðan lagalegan rétt til trúlausrar greftrunar“. Og það sem aUra fyrst, því fyrr, því betra. Góð er sú regla að draga ekki til morguns það sem á að gera í dag. Ég efast um að íslenska þjóðin kæri sig um siðmennt af þessu tagi þar sem hún virðist hafa næsta nóg af vandamálum við að stríða. Hvað táknar fermingin? Undarleg er sviðsetning Sið- menntar, sem nefnist borgaraleg ferming. Þar sem þetta fólk kennir bömum sínum að hafna kristin- Ekki aUs fyrir löngu rakst ég á grein í einu dagblaðinu undir yfir- skriftinni: „Um lífsviðhorf og rétt trúlausra". Ekki hef ég í hyggju að karpa um trú eða trúleysi. En þar sem höfundur sagðist vera vara- formaður félags sem kallast Sið- mennt fannst mér freistandi að rýna örlítið í boðskapinn. í stuttu máli sagt var reyndar sem þar ræ- kist hvað á annars horn. En þannig átti það að sjálfsögðu að vera sam- kvæmt þeirra sið og mennt. Getið var um ýmis stefnuskrárat- riði, t.d. að félagið hygðist beita sér fyrir ótvíræðum lagalegum rétti trúlausrar greftrunar, eins og það var kallaö. Þá var sagt að félagið ynni að framgangi borgaraiegra ferminga og krefðist aðskUnaðar ríkis og kirkju. dómi er erfitt að átta sig á hvers vegna það notar orðið „ferming“ um þessa athöfn þar sem fermingin er staðfesting skírnarsáttmál- ans... Er Siðmenntin svo hug- myndasnauð að hún geti ekki fund- ið eitthvert viðeigandi orð sem fel- ur í sér þessa afneitun? Helst mætti ætla að það sé gert til að storka þeim sem taka ferm- ingarathöfnina hátíðlega og vilja hafa hana í heiðri. í þessu sambandi skal bent á fyrstu borgaralegu fermingu, sem ég heyrði getiö um hér á landi, hve átakanlega óviðfelldið var aö hlusta á yfirlýsingar sumra barn- anna sem talað var við eftir athöfn- ina. Ekki síst fyrir þá sök að þetta kölluöust fermingarböm sem með hrokafullri sjálfumgleði sögðust ekki trúa á neinn guð. Verður kannski það næsta, sem frá Siðmenntinni heyrist, að hún hafi snúið faðirvorinu upp á erkió- vininn? „Undarleg er sviðsetning Siðmenntar, sem nefnist borgaraleg ferming", segir greinarhöfundur m.a. - Frá borgaralegri fermingu hér á landi. Blind trú Þessi boðskapur, eða hvað sem maður á nú helst að kalla þetta fyrirbæri, mun hafa borist hingað frá Noregi fyrir einu ári eða svo. Það var skömmu eftir borgaralega fermingu, sem þá fór hér fram, að ég sá grein í blaði eftir útlendan áhanganda þessarar stefnu, sem kallaði sig siðrænan húmanista og lýðræðissinna. Við lestur greinarinnar skildist mér að þarna væri trúboði á ferð að kynna boðskap sinn. Ég sann- færðist reyndar um að þaö er mik- ill misskilningur hjá þessu fólki að það sé trúlaust, heldur virðist það svo staurblint í trú á sinn siðræna húmanisma aö lengra verður ekki komist í gagnrýnislausu viðhorfi. Eftir nafninu að dæma á Sið- menntin svokallaöa trúlega rætur að rekja til þeirrar fomu mennta- stefnu sem kom fram á Ítalíu í lok miðalda. En hún tefldi þar fram grískum og rómverskum fræðum gegn ríkjandi skólaspeki. í þeirri stefnu er að sjálfsögðu ýmislegt nýtilegt að finna. En gjör- samlega gagnrýnislaus trú á hana hlýtur þó að teljast meira en vafa- söm. Þarna höfum við það Fyrmefndur trúboði eða sam- hæfingarstjóri borgaralegra ferm- inga á íslandi (eins og hann var kallaöur) minntist að nokkm á námskeið sem haldið hafði verið fyrir fermingarbörnin. Þar höfðu sérfræðingar á fjöl- mörgum sviöum annast kennslu, svo sem heimspekingur, sagnfræð- ingur, lögfræðingur og síðast en ekki síst alþingismenn. Jafnt börnin sem foreldrar þeirra, er einnig tóku þátt í nám- skeiðinu, höfðu talið þetta mjög gagnlegan og vandaðan undirbún- ing til að lifa ábyrgu og virku lífi í nútíma lýðræðisþjóðfélagi. Ef einhverjir skyldu nú efast um réttmæti þeirra fullyrðinga mætti benda þeim á hvort það mundi ekki vera góð leiðbeining til að lifa ábyrgu og virku lífi í nútíma lýð- ræðisþjóðfélagi ef alþingismenn hefðu sýnikennslu fyrir fermingar- bömin þegar þeir tala við atkvæðin sín úti á landsbyggðinni þar sem efnahagsvandinn verður til, rétt- lætið er skorið niður við trog og örlög þjóðarinnar léttvæg fundin. Aðalheiður Jónsdóttir KjaHarínn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður Skattlagning á bHreiðar Ég vil hefja þessa grein á því aö þakka Merði Árnasyni fyrir at- hyglisverð svör við spurningum mínum varðandi bifreiðagjöld og skatta. Þó verð ég að fá að gera nokkrar athugasemdir við sumt sem í svargrein hans stendur. Svör Marðar í fyrsta lagi er það sjálf fyrirsögn- in sem er svohljóðandi: „Bifreiða- skattar óbreyttir". Þetta kemur mér ankannalega fyrir sjónir þar sem Mörður segir sjálfur orðrétt í grein sinni: „Bifreiðagjaldið hefur vissulega hækkað, hvað sem líður prósentum og verðbólgu." - Til- vitnun lýkur. Eins og Mörður aö sjálfsögðu veit er bifreiðagjaldið hluti af bifreiða- sköttum og virðist Mörður vera að tala þarna þvert um hug sér þegar hann setur fram þessa fyrirsögn. Annað sem stingur í augu viö lest- ur þessarar greinar er að Möröur segir að sú tala, sem ég vitna til úr fréttum um bifreiðagjaldshækk- anir, þ.e. 50%, sé að meðaltali tæp 50%! Ég verð að játa að ég skil ekki hvað er „villandi" við þessa tölu og hygg ég að svo sé um fleiri sem Iesið hafa grein hans. Kannaði málið Mörður segir einnig í svari sínu að víða á Vesturlöndum sé verið að þyngja skatta á bílum og nefnir Kjallarmn Þórarinn Jóhann Jónsson fulltrúi hann Bandaríkin sem dæmi. Hann segir Bandaríkjastjóm hafa hækk- að bílaskattana fyrir skömmu og að hún hafi valið þann kost að hækka bensíngjaldið. Ég hafði mínar efasemdir um þessa fullyrðingu og kannaði málið upp á eigin spýtur. í hinu virta tímariti Economist, mars-apríl hefti, kemur fram að bensíngjald hækkaði síðast í Bandaríkjunum árið 1982 og þá um krónur 1,85 per lítra. (Núverandi gengi) (Tittle- tattle on taxes). Til gamans má geta þess að hér á landi er bensíngjald á 92 okt. bensíni 17,74 á lítra. Svona fufiyrð- ingar til vamar vafasamri skatt- heimtu em stjórnvöldum ekki til framdráttar, svo ekki sé meira sagt. Ég ætla að það séu fái sem telji árið 1982 hafa verið fyrir skömmu síðan! Túlkun stjórnvalda á skattlagn- ingu bifreiða samkvæmt þyngd, en óháð verðmæti, telur Möröur geta verið hæpna í sumum tilvikum og er það fremur vægt til orða tekið, að áliti undirritaös. Er nauðsynlegt að það komi fram í þessu sambandi að í frétt, sem birtist í DV þann 9. júlí 1987, þar sem fjallað er um ýmsar skattaálögur nýkjörinnar ríkisstjórnar, kemur fram að kíló- gjald skuli vera fjórar krónur og gjaldið skuli aldrei verða meira en tíu þúsund krónur aö hámarki. í dag borga ég fyrir fyrrihluta ársins rúmar sex þúsund krónur og er auðsætt að með fyrirhugaðri bifreiðagjaldshækkun seinni hluta þessa árs verða útgjöld mín nær þrettán þúsund krónum en tiu þús- undum, eins og sagt var að há- markið yrði. Brot á stjórnarskránni Það er ýmislegt fleira sem hægt er aö nefna, svo sem sú staðreynd að íjármálaráöuneytið virðist hafa þá stefnu að vegna hinna fáu skuli fjöldinn blæða. Það sem átt er við með þessu er að Mörður segir að ráðuneytið noti það til varnar bifreiðagjaldinu og þungaskattinum að þyngstu bíl- arnir slíti mest vegunum (óháð verðmæti). - En samt skulu allir fólksbílaeigendur borga, eigendur smábíla jafnt sem aörir! Nota bene: Eigendur þyngstu bíl- anna, 2500 kilógrömm og þar yfir, borga ekki kílógjald og er þá ráðu- neytið ekki lengur samkvæmt sjálfu sér með vegaslitsútskýring- una. (Taka ber fram að ég er alls ekki að hvetja til að sendi- og vöru- bílaeigendur borgi þetta gjald, nóg borga þeir eflaust samt!). Ég held að staðreynd málsins sé sú að bifreiðagjaldið sé að öllu leyti byggt á mjög hæpnum forsendum og sé þeim stjórnmálamönnum til vansa sem lögðu það fram á sínum tíma. Hafa ber í huga að skattlagn- ing, sem er ætluð til að kosta al- menna eyðslu, eins og kemur fram í svari Marðar, en er látin bitna eingöngu á bifreiðaeigendum, er brot á stjómarskránnni, svipað eins og sú tillaga eins ráðherrans í þessari stjórn um að leggja sér- stakt bensíngjald á Vestfirðinga. Að lokum vil ég segja þetta: Þar sem ljóst þykir aö hvorki FÍB né önnur hagsmunasamtök bifreiða- eigenda muni hafa sigur í bráð í baráttunni við ríkisvaldið um af- nám þessa bifreiðagjalds er það skylda hins almenna bíleiganda að leggja hönd á plóginn og láta í sér heyra, jafnt opinberlega sem og á öðmm vettvangi, svo sem að ræða við þingmann viðkomandi, eða ein- hverjar þær aðferðir sem mönnum dettur í hug. , Við skulum ekki gleyma því að við erum komin af fólki sem yfirgaf Noreg á sínum tíma vegna óhóf- legrar skattheimtu og ofríkis ríkis- valdsins. Þórarinn Jóhann Jónsson „Ég held aö staðreynd málsins sé sú að bifreiðagjaldið sé að öllu leyti byggt á mjög hæpnum forsendum og sé þeim stjórnmálamönnum til vansa sem lögðu það fram á sínum tíma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.