Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. 27 Spurt í Vestmannaeyjum: Hver verða úrslit kosninganna? Vestmannaeyjar: Titringur vegna úrslitanna ‘86 Einar Sigþórsson sjómaður: Ég hef ekki mikið vit á þessu en get ímynd- að mér að enginn kjósi Alþýðubanda- lagið. Sigbjörn Steinþórsson verkamaður: Þetta verður svipað og verið hefur. Fjórir listar bjóða fram í Vest- mannaeyjum í kosningunum 26. maí: A-listi Alþýðuflokks, B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokks og G-listi Alþýðubandalags. Meirhlutasamstarf hefur verið milli A-, B- og G-lista þetta kjörtíma- bil. í kosningunum 1986 féll nokkuö traustur meirihluti sjálfstæðis- „Alþýðuflokkurinn leggur höfuðá- herslu á áframhaldandi árangur í lækkun skulda bæjarins sem mark- visst hefur verið unniö að. Margar og miklar framkvæmdir eru í gangi og áður en farið er í nýjar fram- kvæmdir verður að ljúka viö þær sem þegar eru hafnar. I framkvæmd- um almennt þarf að klára skóla- mannvirki og vinna skipulega í hafn- arframkvæmdum og gatnagerð. Við munum vinna að því að halda orku- gjöldum niðri eins og frekast er unnt og halda .áfram hagkvæmni í rekstri," sagði Guðmundur Þ.B. Ól- flfssbbt tömstunda; og íþrnttaf'ullirilii sem skipar efsta sæti á A-lista Al- þýðuflokks. „Núverandi meirihluti hefur lagt manna með naumum atkvæðamun. Þannig voru ekki nema 40 atkvæði á milli S.manns D-listans og 2. manns A-listans. Þessi naumi sigur hefur gefið tilefni til mikilla vangaveltna varðandi meirihluta í bæjarstjórn eftir komandi kosningar. Því er útlit fyrir snarpa rimmu og titring í lok kosningabaráttunnar þar sem hart lægstu álögur á landinu á sína bæj- arbúa og við munum halda þeirri stefnu áfram. Því þarf að vinna mjög skipulega aö framkvæmdum. Um- hverfis- og sorphirðumál eru ekki í góðu lagi og á endanum verðum við að reisa sorpeyðingarstöð. í stað beinnar þátttöku í atvinnurekstri hefur bæjarstjórn stuðlað að betri rekstrargrundvelli með lægstu álög- um á landinu. Þá hafa aðstöðugjöld hjá fyrirtækjum, er stofna nýjan rekstur í þæjarfélaginu, verið felld niður fyrstu tvö árin. Alþýðuflokk- urinn minnir fólk á að ekki munaði iiama 40 atkvœðum á 6, mannni D- hsta og 2. manni A-lista 1986, þegar 2. maður A-lista felldi þáverandi sjálfstæðismeirihluta. Miðaö við ár- Sigurður Jónsson, D-lista: Höfuðáhersla á raunhæfar fjárhagsáætlanir Guðmundur Þ.B. Ólafsson, A-lista: Áhersla á lækkun skulda Sigríður Þórðardóttir húsmóðir: Þetta verður svipað og er í dag. Magnús Sveinsson kaupmaður: Ég er hræddur um að kratar fái tvo, kommar fái einn, Framsókn einn og þá verða fimm eftir handa okkur sjálfstæöismönnum. „Fjármálastaða Vestmannaeyja- bæjar er mjög slæm eftir ijögurra ára stjórnartíð vinstrimanna. Heildar- skuldir eru 1,3 milljarðar en skuld- irnar uxu daglega um 875 þúsund á síðasta ári. Skipulagsleysi í fram- kvæmdum hefur líka einkennt kjör- tímabihð. Of margar framkvæmdir hafa verið í gangi í einu eins og bygg- ingaframkvæmdir við þijá skóla," sagði Sigurður Jónsson kennari sem skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðis- flokks. „Af framkvæmdum vilja sjálfstæðis- „Við viljum auka áhrif bæjarbúa á beina stjórn bæjarins með kynning- ar- og upplýsingafundum, viðtalstím- um bæjarfuiltrúa og fleiru. Við leggj- um áherslu á aukna dagvistarþjón- usta, annaðhvort með byggingu nýs dagheimihs eöa með því að virkja foreldra, samtök þeirra eða álíka fé- lög til að reka dagvistarheimih með styrk úr bæjarsjóði. Við viljum skóladagheimilisdeildir í samvinnu við grunnskólanna. Það þarf mark- vissa uppbyggingu öldrunarþjón- ustu þar sem aldraðir sjálfir fá að hafa mótandi áhrif. Ljúka þarf stækkun dvaiarheimilisins og auka heimaþjónustu. Þá þarf uppbygging félagslegs íbúðarhúsnæðis að halda menn að sjálfsögðu halda áfram við þær skólabyggingar sem þegar eru í byggingu, byggja upp Hraunbúöir, dvalarheimili aldraðra. í umhverfis- málum er mikilvægt að koma upp almennilegri sorpbrennslu. Við telj- um þessar framkvæmdir mögulegar ef betri árangur næst í stjórn fjár- mála. Við viljum bæta ástand miö- bæjarins sem lítur ekki nógu vel út í dag. Það má gera með því aö setja íbúðabyggingar á svæðið eða byggja þar íbúðir fyrir aldraöa. í samgöngu- málum er nýr Herjólfur eitt helsta áfram,“ sagði Ragnar Óskarsson kennari sem skipar efsta sæti á G- hsta Alþýðubandalags. „Tryggja þarf fulla starfsemi sjúkrahússins og heilsugæslunnar og átaks er þörf í sorpeyðingarmál- um. Við viljum klára uppbyggingu grunnskólans og verknámsbyggingu framhaldsskóians. Síðan viljum við efla hvers kyns fullorðinsfræðslu til muna. Við viljum fjölga atvinnu- tækifærum til dæmis með niðurfell- ingu aðstöðugjalda í ákveðinn tíma og koma fótum undir lífefnaiðnað. Áhrif kvenna í stjórn bæjarins þurfa að aukast og sérstaks átaks er þörf í atvinnumálum þeirra. Við leggjum áherslu á góða fjármálastjórn og Andrés Sigmundsson, B-lista: Ragnar Óskarsson, G-lista: Látum verkin tala Heijólfur Bárðarson sjómaður: Ég held að sami meirihluti verði áfram. Skýr árangur verið af stefnu okkar „Á þessu kjörtímabili hefur árang- urinn verið ákaflega skýr. Skuldir bæjarsjóðs höfðu hækkað um 360 milljónir í stjórnartið Sjálfstæðis- flokksins en á síðustu fjórum árum höfum við lækkað þær í um 230 millj- ónir. Þetta er aðalmálið hjá okkur. Viö lögðum einnig áherslu á að farið væri í framkvæmdir við höfnina en þær höfðu alveg legið niðri. Nú er verið að laga til við höfnina og bæta aðstöðuna. Við leggjum áherslu á að bæta innsiglinguna og aðstöðu fyrir smábáta. Sömuleiðis leggjum við áherslu á að halda áfram með bygg- ingaframkvæmdir kjörtímabilsins, bæði verkamannabústaði, íbúðir aldraðra og starsfsmannaíbúðir," sagði Andrés Sigmundsson bæjar- fulltrúi sem skipar efsta sæti á B- lista Framsóknarflokks. „Við viljum einnig að framkvæmdir við skólabyggingar og gatnagerð haldi áfram. I umhverfismálum höf- um við lagt áherslu á að setja upp nýja sorpeyðingarstöð. Álögur í Vestmannaeyjum eru lægstar í sam- bærilegum kaupstöðum og auk þess hefur hitaveitan, sem hafði hækkað um 300 prósent í tíð sjálfstæðis- manna, lækkað að raungild um 30 prósent. Þetta er árangur af stefnu framsóknarmanna. Ef stefna Sjálf- stæðisflakksins um að skera niður veröur barist um atkvæði þeirra 300 sem kjósa í fyrsta sinn. Skuldastaða bæjarsjóðs Vest- mannaeyja er hitamál fyrir kosning- arnar eins og víðar. í Vestmannaeyjum búa 4.813 manns. Á kjörksrá eru nú 3.243,1684 karlar og 1559 konur. -hlh Guðmundur Þ.B. Ólafsson skipar efsta sæti á A-lista Alþýðuflokks. atigúHnn á þessu kjortimabill a A- listinn skilið góöan stuðning í kom- andi kosningum." -hlh Sigurður Jónsson skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks. baráttumálið. Við leggjum höfuðá- herslu á að gerðar verði raunhæfar fjárhagsáætlanir. Á það hefur skort verulega hjá núverandi meirihluta enda ástand íjármála mjög slæmt.“ -hlh Ragnar Óskarsson skipar efsta sæti á G-lista Alþýöubandalags. áframhaldandi lækkun skulda bæj- arsjóðs og stofnana hans. Okkar kjörorð er að láta verkin tala.“ -hlh Andrés Sigmundsson skipar efsta sæti á B-lista Framsóknarflokks. framkvæmdir veröur ofan á mun töluvert af fólki hreinlega flytja frá Eyjum.“ -hlh Stjómmál KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Sigurjón Egilsson VESTMANNAEYJAR Núverandi bæjarstjórn ^ Úrslitin 1986 í kosningunum 1986 buðu fimm listar fram í Vestmannaeyjum. A- listi jafnaðarmanna fékk 479 atkvæði og tvo menn kjörna, hafði einn. B- listi Framsóknarflokks fékk 368 at- kvæði og einn mann, hafði einn. D- listi Sjálfstæðisflokks fékk 1158 at- kvæði og fjóra menn, hafði sex. G- listi Alþýðubandalags fékk 581 at- kvæöi og tvo menn, hafði einn. Þá fékk V-listi óháðs framboðs 49 at- kvæði og engan mann. Þessi voru kjörin í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1986: Guðmundur Þ.B. Ólafsson (A), Þor- björn Pálsson (A), Andrés Sigmunds- son (B), Sigurður Einarsson (D), Sig- Urður JöiisSÖtl (D), Bfagl 1. ÓlúlsSíiii (D), Helga Jónsdóttir (D), Ragnar Óskarsson (G) og Guðmunda Stein- grímsdóttir (G). A-iisti Alþýðuflokks: 1. GuömundurÞ.B. Ólafsson tómstunda- og íþróttafulltrúi. 2. KristjanaÞorfinnsdóttir húsmóöir. 3. GuðnýBjarnadóttirljósmóðir. 4. ÁgústBergssonskipstjóri. 5. ÞuríðurGuðjónsdóttir tryggingafulltrúi. 6. Lárus Gunnólfsson stýrimaður. 1. ÆvarÞórisson framkvæmdasijóri. 8. Magnea Bergvinsdóttir skrifstofustjóri. 9. HöskuidurKárason vinnueftirlitsfulltrúi. B-listi Framsóknarflokks: 1. AndrésSigmundssonbakari. 2. SvanhildurGuðlaugsdóttir ræstingaforstjóri. 3. SkæringurGeorgsson umboðsmaður. 4. Oddný Garðarsdóttir húsmóðir. 5. ÞuríðurBernódusdóttir verkakona. 6. KariHaraldssonlæknir. 7. Jón R. Eyjólfsson skipstjóri. 8. Hafdís Eggertsdóttir verkakona. 9. AgnarGuðmundsson verkamaður. D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. SigurðurJónssonkennari. 2. SigurðurEinarsson útgerðannaður. 3. Bragil. Ólafsson umdæmisstjóri. 4. GeorgÞórKristjánsson verkstjóri. 5. SveinnRúnarValgeirsson sjómaður. 6. OlafurLárussonkennari. 7. OktóvíaAndersenhúsmóöir. 8. GuðrúnJóhannsdóttir húsmóðir. 9. GrimurGlslasonblaðamaður. G-listi Alþýðubandalags: 1. Ragnar Óskarsson kennari. 2. Guömunda Steingrímsdóttir sjúkraliði. 3. HörðurÞórðarson verkamaður. 4. Katrín Freysdóttir læknaritari. 5. DrífaGunnarsdóttirritari. 6. BjartmarJónssonnemi. 7. HuldaSamúelsdóttir húsmóðir. 8. JónTraustasonverkamaður. 9. SvavaHafsteinsdóttir ‘ starfsstúlka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.