Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
Smáauglýsingar - Sími 27022
Lífsstfll
■ Bílar tíl sölu
Willys Laredo CJ7, árg. ’83, til sölu,
toppbíll. Skipti á ódýrari. Uppl. í hs.
30392 og vs. 670777. Ármann.
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
0,7% hækkun
á einum mánuði
- verðlag í minni hverfaverslunum jafnara
MMC Pajero turbo disil ’87, ekinn aö-
eins 60 |)ús. km, sjálfskiptur, skipti
möguleg, t.d. ’90 Pajero. Til sýnis og
sölu á bílasölunni Start, Skeifunni 8,
s: 91-687848.
Jeppaklúbbur Rvikur minnir á félags-
fundinn í kvöld kl. 20. Fundarefni:
Torfærukeppnir síðastliönar helgar.
Gleraugnagrind með neti á MMC L300,
Toyotu LandCruiser, II, Range Rover.
Vélsmiðja Viðars og Eiríks. sími
91-44350.
Citroen 2cv '88 „Charlestone". Af sér-
stökum ástæðum er þessi stórglæsilegi
bíll til sölu, sumar/vetrardekk, út-
varp/kasettutæki, bensínmiðstöð.
Verð kr. 630 þús. Símar 10522 og 11123.
■ Þjónusta
Tek aó mér alla almenna gröfuvinnu.
Ný traktorsgrafa. Uppl. í símum 75576
og 985-31030.
■ Ýmislegt
Toyota Double Cab ’90 dísil, upphækk-
aður með Ramco, ekinn 6 þús. km, nýr
bíll, skipti möguíeg. Til sýnis og sölu
á bílasölunni Start, Skeifunni 8, s:
91-687848.
Akryl pottar, meö og án nudds, verð frá
75.142.-, sýningarpottur á staðnum,
allir fylgihlutir fáanlegir. Hönnun.
sala, þjónusta. K. Auðunsson hf,
Grensásvegi 8, sími 91-686088.
Að meöaltali hefur oröið 0,7%
hækkun á vörum í matvöruverslun-
um á höfuðborgarsvæðinu á einum
mánuði, eftir því sem verðkönnun
Verðlagsstofnunar sýnir.
4,5% hækkun á
uppþvottalegi
í lok mars gerði Verðlagsstofnun
verðkönnun á 51 vörutegund í 55
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinu. Þegar könnunin var endur-
tekin mánuði síðar kom í ljós að’ að
jafnaði höíðu fjórar til fimm vöruteg-
undir hækkað. Einstaka vörur
hækkuðu meira en aðrar, m.a. Þvol
uppþvottalögur, sem hækkaði um
4,5%, og 3,5% hækkun varð á kartöfl-
um á tímabilinu.
í Miklagarði við Sund og Nóatúni
viö Nóatún hafði vöruverð lækkað
milli mánaða en í heildina stóð verð
í stórmörkuðum í stað. Bónus versl-
animar eru aö meðaltah með lægsta
vöruverðið en þar fékkst þó ekki
nema helmingur þeirra vörutegunda
sem kannaðar voru.
Samkvæmt könnun Verðlagsstofn-
unar kemur fram að verðlag í minni
hverfaverslunum var mun jafnara
en í stærri hverfaverslunum. Nokkr-
ar stærri hverfaverslanir voru með
sambærilegt eða lægra verð en marg-
ir stórmarkaðir en dýrustu verslan-
irnar vom jafnframt í hópi stærri
hverfaverslana.
Fjaröarkaup með
lægsta verðið
Ef litið er á 15 vörutegundir hjá
íjórum stórmörkuðum á höfuðborg-
arsvæðinu, Hagkaupi í Skeifunni,
Miklagarði við Sund, Kaupstað í
Mjódd og Fjarðarkaupum í Hafnar-
firði, kemur í ljós að Fjaröarkaup eru
með lægsta verðið og eru tæplega 7%
ódýrari en Kaupstaður.
Þær 15 vörur, sem neytendasíða
a morgun
AUKABLAÐ
GARÐAR OG GRÓÐUR
16. síðna aukablað um garða og gróður fylgír
DV á morgtf n
Meðal annars verður fjallað um málníngu utan-
húss, skípulagningu garða, hellulagnir, verð-
könnun á garðverkfærum, illgresíseYðingu, trjá-
klippingar o.fl., o.fl.
Þegar keypt er inn getur skipt tölverðu máli hvar það er gert ef lítið er í
pyngjunni.
Neytendur
DV valdi af 51 vörutegund úr könnun
Verðlagsstofnunar, eru 2 kg venju-
legt Kornax hveiti, 250 g Honig spag-
hetti, 142 g Paxo golden bread
crumbs rasp, 500 gr Kellogs corn-
flakes, 1 kg nautahakk, 1 kg ný ýsu-
flök með roði án þunnilda, 300 g
smjörvi, 450 g Ora grænar baunir,
0,98 1 Egils appelsínusafi, 2 kg I.
flokks kartöflur, 250 g Rio kaffi frá
Kaaber, 400 g Nesquick kókómalt, 650
g C-ll þvottaduft, 500 ml grænn
Hreinol uppþvottalögur og 75 g Lux
handsápa.
Þegar verðið á þessum 15 vörum
var lagt saman komu Fjarðarkaup,
eins og áður sagði, ódýrast út með
innkaupakörfuna á 2.637, í Hagkaupi
var hún á 2.757, í Miklagarði á 2.806
og lítið eitt dýrari í Kaupstað á 2.815.
Mesturmunurá
grænum baunum
Sé litið á einstakar vörutegundir
fyrir sig kemur í ljós að mestur var
munurinn á milli verslana á grænu
baununum, eða þar munaði 27% á
hæsta og lægsta verði. Reyndar var
verðið á grænu bauna dósinni hvergi
það sama. Um 25% verðmunur var á
hæsta og lægsta verði á appelsínusaf-
anum. Hann var í Kaupstað á 159
krónur en dýrastur í Miklagarði þar
sem hann kostaöi 199 krónur.
Að meðaltali munar 13% á hæsta
og lægsta verði, en minnsti munur-
inn var á ýsuflökunum en þar var
hann aðeins 5%. Smjörvinn var á 177
krónur á þremur stöðum af fjórum
en í Fjarðarkaupum er hann á 167
krónur og var verðmunurinn því 6%
í því tilviki. Það sama má segja upp
uppþvottalöginn, á flestum stöðum
. vár hann á 79 krónur en í Fjarðar-
kaupum á 74 krónur og munar því
þarna um 7%. -GHK
Hagkaup Kaupstaður
________Mikligaröur________Fjarðarkaup
Séu fjórir stærstu matvörumarkaðirnir bornir saman koma Fjaróarkaup í
Hafnarfirði best út úr þeim samanburði.
Verð á 15 vörutegundum
Hag- kaup Mikli- Kaup- garður staður Fjarð- -ar kaup Hæsta Lægsta %
Hveiti 94 96 94 86 96 86 12%
Spaghetti 55 62 62 59 62 55 13%
Rasp 63 58 58 55 63 55 15%
Cornflakes 206 199 216 198 216 198 9%
Nautahakk 728 689 689 620 728 620 17%
Ýsuflök 435 455 455 435 455 435 5%
Smjörvi 177 177 177 167 177 167 6%
Grænar badnir 55 63 70 58 70 55 27%
Appelsfnusafi 169 199 159 189 199 159 25%
Kartöflur 214 244 254 243 254 214 14%
Kaffi 111 103 115 104 115 103 12%
Kókómalt 248 248 252 229 252 229 10%
Þvottaduft 94 106 106 94 106 94 13%
Uppþvottal. 79 79 79 74 79 74 7%
Handsápa 29 28 29 26 29 26 12%
Samtals 2.757 2.806 2.815 2.637
DV valdi 15 tegundir úr verðkönnun Verðlagsstofnunar og kom þá i Ijós að
að meðaltali munar 13% á hæsta og lægsta verði.