Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
Andlát
Steinunn G. Árnadóttir áður til
heimilis á BrávaUagötu 42, Reykja-
vík, vistmaður á Elliheimilinu
Grund, lést 11. maí.
Vilberg Þorláksson, Hávegi 15, Siglu-
firði, varð bráðkvaddur að morgni
14. maí.
Steinunn Jónasdóttir frá Njarðvík
lést á dvalarheimilinu Garðvangi 14.
maí.
Baldvin L. Sigurðsson frá Hælavík,
Bergstaðastræti 43a, Reykjavík, lést
laugardaginn 12. maí á Vífilsstaða-
spítala.
Rögnvaldur Jónsson frá Norðfirði,
fyrrverandi p.restur og kennari, lést
í Borgarspítalanum fóstudaginn 11.
maí.
Anna Friðbjörnsdóttir, Strandaseli
5, lést í Borgarspítalanum 12. maí.
Jarðarfarir
Utför Kristjáns Sigmars Ingólfsson-
ar, Einibergi 19, Hafnarfirði, fer fram
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 15. maí, kl. 13.30.
Charlotta Steinþórsdóttir, Þórsgötu
1, sem andaðist 3. maí, verður jarð-
sungin frá kapellunni í Fossvogi í
dag, 15. maí, kl. 15.
Hjálmar Rögnvaldsson, Tunguseli 8,
er lést af slysförum sunnudaginn 6.
i- maí, verður jarðsunginn frá Selja-
kirkju miðvikudaginn 16. maí kl.
13.30.
Halldór Kr. S. Ásgeirsson frá Svart-
hamri, til heimilis á Langholtsvegi
4, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum
12.,maí. Jarðarfórin fer fram mið-
vikudaginn 16., maí kl. 10.30 í Ás-
kirkju.
Magnús Björnsson símamaður,
Birkimel 6, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Neskirkju miðvikudag-
inn 16. maí kl. 15.
Laufey Kristjánsdóttir, Sæbergi,
> Glerárhverfi, verður jarðsungin
miðvikudaginn 16. maí kl. 13.30 í
Glerárkirkju. Jarðsett verður í Lög-
mannshlíð.
Katrín Gísladóttir, Uröargötu 5, Pat-
reksfirði, sem andaðist 6. maí sl.,
verður jarðsungin frá Patreksfjarð-
arkirkju í dag, 15. maí, kl. 14.
Fyrirlestrar
Grönn - allt lífið - fyrirlestur
og námskeið í Keflavík
Á vegum Grönn eru haldin helgamáni-
skeið fyrir ofætur (bæði karla og konur)
sem vilja hætta ofáti, en það getur falist
í því að borða of mikið, of lítið eða bara
of óreglulega. Þessi námskeið em byggð
.» á reynslu tugþúsunda karla og kvenna
um allan heim sem hafa nýtt sér þessa
leið til varanlegs heilbrigðis og hamingju.
Kynningarfyrirlestur verður haldinn í
kvöld, 15. maí, kl. 21 í sal Meistarafélags
byggingamanna, Hólmgarði 2, Keflavík.
Ræðumaður Axel Guðmundsson. Að-
gangur ókeypis og öllum heimill. Helg-
amámskeið verður haldið helgina 19. og
20. mai á Flug Hóteli, Hafnargötu. Laug-
ard. og sunnud. kl. 9-17 báða dagana.
Skráning á námskeiðið fer fram á fyrir-
lestrinum og nauðsynlegt að væntanlegir
þátttakendur námskeiðsins mæti á fyrir-
lesturinn til að fá fulla nýtingu út úr
námskeiðinu.
/ Bifhjólamenn \
hafa enga heimild
til að aka hraðar
en aðrir!
Fundir
ITC deildin Irpa
heldur fund í kvöld kl. 20.30 að Gerðu-
bergi. Nánari upplýsingar veita Kristín í
síma 74884 og Guðrún í síma 675781.
Tilkyimingar
Félagsfundur
Munið félagsfundinn á morgun, mið-
vikudaginn 16. maí, kl. 20.30 í Goð-
heimum, Sigtúni 3. Fulltrúar fram-
boðslistanna í Reykjavík mæta á
fundinn. Allir velkomnir.
Hreinsunarvika í
vesturbænum
Þessa viku, 14. til 20. maí, stendur yfir
hreinsunarvika í vesturbænum undir
kjörorðinu „Vor í vesturbæ". íbúasam-
tök vesturbæjar gangast fyrir hreinsun-
arvikunni og njóta aðstoðar hreinsunar-
deildar gatnamálastjóra. Ruslapoka má
setja á gangstéttir og verða þeir teknir
þar. Sérstakt átak verður um næstu
helgi, laugardaginn 19. maí og sunnudag-
inn 20. maí, og fara bílar frá hreinsunar-
deildinni þá um hverftð og hirða rusla-
poka. Ruslagámar verða í Selsvörinni,
og auk þess geta menn sett rusl í gáma
hverfisbækistöðvar hreinsunardeildar í
Litla Skerjafirðinum. íbúasamtök vest-
urbæjar ná yfir gamla vesturbæinn,
sunnan Hringbrautar, auk Bráðræðis-
holts.
Tapað fundið
Seðlaveski tapaðist
Seðlaveski með skilríkjum, ávísanahefti
og peningum tapaðist á Lækjartorgi á
laugardaginn sl. Finnandi vinsamlegast
skili því á lögreglustöðina.
Loppi er týndur
Þann 29. aprfi sl. fór kötturinn Loppi að
heiman frá Þverási 49 sem er efst í Selás-
hverfi. Hann er mjög stór og bústinn,
svartur en hvítur á löppum, bringu, höku
og nefi, augun eru ekki eins á lit, annaö
er gult en hitt brúnt. Hann var með rauða
hálsól og viö óhna er fest merki með
nafni og heimilisfangi. Þeir sem hafa orð-
ið varir við kisa eru beðnir að hringja í
síma 672937.
Páfagaukur týndur
frá Fjólugötu
Grænn lítill páfagaukur með aðeins gult
flaug út um glugga á Fjólugötu lla
sunnudaginn 13. maí. Ef einhver getur
gefið upplýsingar um hann vinsamlegast
hafið samband í síma 29983.
Tónleikar
Kim Melius Flyvholm
Larsen með tónleika
Þann 19. maí nk. kemur til landsins Kim
Melius Flyvholm Larsen og heldur fema
tónleika. Kim Larsen þarf varla að kynna
unnendum skemmtilegrar popptónlistar.
Kim gerir að þessu sinni víðreist með
hljómsveit sinni Bellami, en þeir eru nú
á allsherjar tónleikafor um Evrópu. 19.
maí leika þeir á Gauki á Stöng, 21. maí
spila þeir í íþróttahöllinni á Akranesi, 23.
maí í nýju, stórglæsilegu íþróttahúsi
þeirra Hafnfirðinga að Kaplakrika. f
Firðinum mun Sálin hans Jóns míns
koma hljómleikagestum í rétta skapið
áður en Kim Larsen mun hefja upp raust
sína. Kim og Bellami munu síðan heiðra
Akureyringa með nærveru sinni 25. maí
og halda tónleika í íþróttaskemmunni
þar í bæ. Miðasala í Reykjavík fer fram
í öllum hljómplötuverslunum og mynd-
bandaleigum Steina hf.
Háskólatónleikar
Miðvikudaginn 16. mai kl. 12.30 munu
Elísabet Erlingsdóttir sópran og Selma
Guðmundsdóttir píanó flytja verk eftir
Johannes Brahms á Háskólatónleikum.
Tónleikamir verða að venju haldnir í
Norræna húsinu.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu mig með
heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á áttrœðisafmœli
mínu 4. maí 1990.
Guð gefiykkur öllum bjartaframtíð með hjartans kveðju.
Sigurjóna Jóhannsdóttir
Norðurbrún 1, Reykjavík
Meiming_______________________pv
„Og sálin deyr af þrá“
Viðar Gunnarsson bassasöngvari og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari sungu og léku fyrir fullu húsi
á ljóðatónleikum Gerðubergs í gærkvöldi við mjög
góðar undirtektir áheyrenda. Á efnisskránni var ró-
mantísk tónlist eftir íslenska og erlenda höfunda.
Tónleikamir hófust á því ágæta lagi Sveinbjöms
Sveinbjömssonar „Sverrir konungur“ við texta Gríms
Thomsens. Það lýsingarorö verður hins vegar ekki
notað um lög Karls O. Runólfssonar sem þá fylgdu.
Kjarni efnisskrárinnar var hins vegar sex lög eftir
Franz Schubert við ljóð Heinrichs Heine. Aðgöngumið-
um á þessum tónleikum fylgdi einkar vönduð efnis-
skrá þar sem prentaðir em allir lagatextar ásamt þýð-
ingu Reynis Áxelssonar á þeim erlendu. Gafst þannig
gott tækifæri til að velta þeim fyrir sér. Var þar flest
í mjög hjartnæmum anda og angurvær tár á öðru
hverju strái. Veldur það alltaf jafnmikilli furðu hve
efiiiviður þessi höfðar sterkt til okkar nútímafólks sem
lifum eftir gjörsamlega andstæðum lögmálum kaldri-
fjaðrar efnishyggju.-
Sum laganna á efnisskránni virtust bera þess merki
að vera upphaflega samin fyrir hærri raddir og ein-
faldlega tónflutt niður til að henta bassarödd. Þannig
safnast öll hljóö á djúpt tónsvið sem er slæmt fyrir
bassa. Hann nýtur sín almennt best í ljósum bak-
gmnni. Þegar lokið var lögum Emils Sjögrens var
þörfm fyrir þó ekki væri nema einn bjartan tón orðin
töluvert knýjandi. Úr þeim vanda var að nokkru leyst
í lögum Tsjækovskís en einmitt í þann mund fór grun-
ur að læðast að fólki að sá skammtur sem hollt er að
meðtaka af moll-hljómum á einu síðkvöldi væri um
það bil að verða fullur. Eitt eða tvö lög frá öðm stíl-
tímabili en því rómantíska hefðu hjálpað mikið á þess-
um tónleikum. Sem betur fer hressti lag hins sérkenni-
lega og frumlega, Rússa Modest Mussorgskíj, „Söngur
Mefistófelesar“, upp á stemmninguna undir lokin.
Viðar Gunnarsson hefur undanfarið verið að hasla
sér völl á meginlandi Evrópu og sýndi vel á þessum
Tóiúist
Finnur Torfi Stefánsson
tónleikum á hverju velgengni hans byggist. Hann hef-
ur mjög fallega rödd sem heldur gæðum sínum yfir
allt svið tóna og styrks. Stíll hans er látlaus og hreinn
en jafnframt blæbrigöaríkur. Það var helst aðfinnslu-
vert að meðferð textans mátti vera skýrari, éinkum
samhljóðamir. Þessi gagnrýni á við um marga að öðru
leyti ágæta söngvara og er mjög mikilvæg þegar ljóða-
söngur er annars vegar. Mörg góð sönglög era tiltölu-
lega einfaldar tónsmíðar með mikið endurteknum
hendingum og laglínum. Möguleikar á tilbrigðum
byggjast þá mikið á textanum, ekki aðeins merkingu
hans heldur einnig hljóðan orðanna.
Píanóið hljómaði mjög faUega í mörgum lögunum
hjá Jónasi Ingimundarsyni, einkum í Schubert. Sam-
leikur þeirra félaga var yfirleitt góður þótt stundum
skorti á hrynræna snerpu og samstöðu í styrkbreyt-
ingum.
Norrænir útvarpsdjassdagar 607:
Norrænir gestir
Það voru hinir sænsku gestir djasshátíðarinnar,
Hakan Werling og hljómsveit, sem hófu tónleikana í
Iðnó fostudagskvöldið 11. maí. Hljómsveitarstjórinn
lék á tenórsaxófón, Bosse Broberg á trompet, Ulf Jo-
hansen á píanó og básúnu, Lars Lundström á bassa
og Bengt Stark á trommur. Verkin voru öll samin af
þeim félögum, hverjum fyrir sig. Minningarljóð Bossa
var mjög sérstakt; blús með svo óvenjulegri laglínu
að Tréblús Tómasar Einarssonar köm eiginlega strax
upp í hugann. Werhng átti þama afar fallegt lag, sem
á íslensku fékk heitið Bahaða handa þeim sem vilja
hlusta, og má segja að það veki örugglega góðar tilfinn-
ingar í brjósti þeirra sem nenna að hlusta. í Silfur-
fossi píanistans skiptist á latintaktur og sving, ágæti-
slag. Úlfur er mjög skemmtilegur píanóleikari og virki-
lega gaman að fylgjast með honum í undirleiknum
þegar hinir þenja sig. Hann er einnig prýðisbásúnu-
fretari. Hákon lék með fremur breiðum og mjúkum
tóni og minnti við og við á gamla meistara en var
náttúrlega fyrst og fremst hann sjálfur.
Mjög fínt band hjá Svíunum og ekki tók verra við
er stórpíanistinn og hljómsveitarstjórinn Ole Koch
Hansen mætti á sviðið með dansk/norsk brasssveit
sína. Hugo Rasmussen lék á bassa, Egil „Bop“ Johans-
en á trommur og svo var það hin vægast sagt óvenju-
lega blásarasveit, skipuð þeim Thorolf Molgárd og
sjálfum Frode Thingnæs á barítonhorn og túbuleikur-
unum Mikael Lind og Sten-Erik Tafiord. Á efnis-
skránni vom „Low Blow“, tvö lög eftir Fróða,
Perdido“, þrjú þjóðlög í útsetningu Óla Kokks, „Doodl-
in’“ eftir Silver og trommuverk eftir Elhngton, upphaf-
lega samið fyrir tvo trommara. Egill fór létt með það
síðastnefnda, söng og lék á als oddi, mikill brandara-
karl og þyrfti jafnvel að vera einn slíkur á hverju
heimili th að trekkja upp þegar mikið liggur við. Hann
hélt reyndar að auglýsingamar frá Ölgerð Egils
Skalla-Grímssonar, sem einkennt hafa djassdagana,
væm allar sér til heiðurs.
Hótel Borg:
Á troðfullri Borginni á laugardagskvöld lék fyrst
kvintett Hakans Werling og þvi næst Ole Koch og
Scandinavian Tuba Jazz. Þeir vom með aðra efnisskrá
en kvöldið áður og kannski ekki eins fiöruga en hún
gaf píanistanum meira færi á að leika hstir sínar við
mikil fagnaðarlæti áheyrenda.
Þá var komið að Jukka Linkola. Þetta var í 3. eða
4. sinn sem þessi ágæti finnski píanóleikari og tón-
skáld sækir okkur heim og má því segja að hann hafi
_______Jass
Ingvi Þór Kormáksson
bæst í hóp góðra íslandsvina úr röðum skandínav-
ískra djassmanna. Hann var staddur hér á landi síðast-
liðið haust og æfði þá m.a. með Tenett FÍH útsetning-
ar á ýmsum lögum sínum, þ.á m. „Lapin kulta blu-
es“, „Tuming Point“ og „Terra mia“ sem hér heyrð-
ust í flutningi frábærs kvintetts. Höfundur lék á píanó
en því miður missti undirritaður af kynningu hljóm-
sveitarinnar og hefur því ekki nöfn hinna hljóðfæra-
leikaranna á reiðum höndum, en þeir voru mjög góð-
ir, ekki síst trompetleikarinn, að hinum ólöstuðum.
Jukka er hallur undir salsasveiflu bæði í leik og laga-
smíöum. Lögin em gjarnan e.k. salsabræðingur. Gott
dæmi um það er lagið „E1 Mongo“ en finnskur slag-
verksleikari ber víst þetta gælunafn í höfuðið á salsam-
eistaranum Mongo Santamaria. Finnunum var ákaft
fagnað, enda var þetta músík og flutningur á heims-
mælikvarða.
Um flokk Ellenar Kristjánsdóttur var fiahað á þess-
um síðum fyrir nokkrum dögum og htlu við það að
bæta.
Undir sætri sveiflu, sem Gugge Hedrenius stjórnaði
með Flosasyni, Werling, Broberg, Hedrenius yngri,
Rasmussen og Stark var loks haldið út í nóttina með
stjörnuryk í eyranum.
Ingvi Þór Kormáksson
Fjölnúðlar
Horfir fólk á sjónvarp? Kannski
er þetta að spyrja eins og asni en
kannski er spurningin ofureölileg?
Sittlítiöafhverju.
Tilefni spurningarínnar er snið-
ugur sjónvarpsþáttur sem undirrit-
aður sá í Danmörku fyrir nokkrum
árum og fiahaði um sjónvarpsgláp.
í þættinum var leitast viö að sýna
hvað fólk aðhefðist fyrir framan
skjáinn. Til þess höfðu rannsakend-
ur komið „auga“ fyrir í sjónvarps-
tækinu, auga sem kveikt var ámeð-
an imbinn var í gangi.
Niðurstöður þessarar thraunar
vora í senn forvitnilegar, spaugileg-
ar og hrellandi. Síðasta lýsingarorð-
ið á helst viö metnaöarfuha fram-
leiðendur sjónvarpsefnis. Fólk sem
var að „horfa" á sjónvarpið sat,
hékk og lá í stólum og sófum þar
sem það um leið dundaði sér við
allt milli himins og jarðar. Það át,
blaðraði, fiflaðist, sinnti börnum,
skoðaði á sér tærnar, las og gerði
meira að segja do do undir fréttun-
um. Fólk virtist ekki gera sér far
um bara að sitja og horfa.
Þuli þáttarins varö að orði að þessi
niðurstaða væri ekki sérlega upp-
lífgandi fyrir þá framleiðendur sjón-
varpsefnis sem eyddu klukkutímum
og jaíhvel dögum saman í að ná
ákveðinni birtu í nokkurra sek-
úndna atriði myndar. Hvað með alla
hina sem reyna að gera sitt besta á
skjánum?