Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. Fréttir Stóra kókaínmálið: Sambýlisfólkið neitar öllum sakargiftum aðrir hafa játað og borið vitni um þátttöku parsins 1 málinu Málið snýst um innflutning á tæplega einu kilói af kókaini. Mikið ber á milli í framburði ákærðu og þess vegna verða viðhafðar sannprófanir í dag. Einn af þremur ákærðu í aðalhluta í stóra kókaínmálinu kom fyrir saka- dóm í ávana- og fíkniefnamálum í gær. Hann neitar enn allri aðild að málinu. Sambýliskona hans, en hún er ákærð í öðrum hluta málsins, kom einnig fyr- ir réttinn. Hún neitar einnig allri aðild og eins kannast hún ekki við að sam- býlismaðurinn sinn, Ólafur Þór Þór- haUsson, hafi komið nærri málinu. Hinir tveir, sem eru ákærðir i aðal- hlutanum, hafa játað og meðal ann- ars sagt að Ólafur Þór Þórhallsson hafi verið með frá upphafi. Ólafur Þór og sambýliskona hans drógu til baka nokkur atriði sem þau hafa áður sagt og höfð hafa verið eft- ir þeim í skýrslum. Ólafur Þór var meðal annars minntur á að hann hefði haldið ákveðnum hlutum fram í meira en 20 yfirheyrslum en samt dró hann þá til baka. Ólafur hefur áður sagt að hann hafi verið staddur á verkstæði því það sem kókaínið var tekið úr bíln- um sem það var falið í þegar það kom til landsins. Auk þess sem Ólafur hafði sagst hafa verið þar voru nokk- ur vitni búin að bera því við að hann hefði verið þar umrætt kvöld. í gær sagðist Ólafur ekki hafa verið þar - heldur í matarboöi hjá mágkonu sinni. Sama sagði sambýliskona hans, einnig í fyrsta sinn. Þeim sem hafa sagt að Ólafur hafi verið á verk- stæðinu ber saman um klæðaburð hans umrætt kvöld. Bæði neituðu þau í gær að hafa neytt fíkniefna. Það stangast á við fyrri framburði. Bíll sem enginn á Einn furðulegur angi af þessu máli varðar Ford Fiesta bíl. Kunningi Ól- afs Þórs segist hafa selt honum bílinn en Ólafur Þór segist hafa haft hann að láni um nokkum tíma - eða rétt um hálft ár. Lögreglan lagði hald á bílinn. Enginn hefur gert kröfu til þess að fá bílinn til umráða og því virðist sem enginn eigi hann - alla vega vill enginn eiga hann. BíUinn mun vera metinn á 350 til 400 þúsund krónur. Ólafur Þór er grunaður um að hafa keypt bílinn fyrir ágóða af kókaín- sölu. Hann þvertekur fyrir það. Bílaleigan Fyrri hluta árs 1988 stofnuðu Ólaf- ur Þór Þórhallsson og Garðar Braga- son bílaleigu - G.Ó. bílaleiguna. Þeir voru með fjóra bíla sem þeir leigðu ídómsalnum Sigurjón M. Egilsson út. Á bílaleigunni var tvöfalt samn- ingaform - númerað og ónúmerað. Ríkisskattstjóri er með bókhaldið í rannsókn. Garðar hefur sagt að bílaleigan hafi verið stofnuð til að fjármagna kaup á fíkniefnum. Þessu hefur Ólaf- ur Þór neitað. Bílaleigan hætti starf- semi í september 1988. Skömmu síöar fór Garðar til Bandaríkjanna, sam- kvæmt eigin framburði, til að kaupa kókaín og bíl fyrir Kára Elíasson - en Kári er einn þriggja sem eru ákærðir í aðalhluta málsins. 666 dollarar Sambýliskona Ólafs Þórs tók út af gjaldeyrisreikningi sínum 666 doll- ara sama dag og Garðar fór til Banda- ríkjanna. Hjá lögreglu hafði konan sagt aö hún hefði fengið Garðari pen- ingana. í gær sagði hún að peningana hefði átt að nota til að flytja hasar- blöð til landsins. Hún tók til baka alla fyrri framburði sína um þetta atriði. Hún hafði áður ásamt manni flutt inn talsvert af hasarblöðum. Þau hættu við innflutninginn á sín- um tíma þar sem hann bar sig ekki. í gær sagði hún að þau hefðu ætlað að byija aftur en það ekki gengið þar sem blöðin hefðu ekki náð á jóla- markaðinn. Ólafur Þór og sambýliskona hans sögðu að allur framburður annarra, þar sem þau eru tengd við máhð, væri ekki réttur. Lögreglumaður mætti fyrir dóm- inn vegna skýrslu sem hann hafði skrifað eftir samtal sem hann átti við konuna. Þegar hún var spurð um skýrslu lögreglumannsins sagði hún hana vera uppspuna. Breyttur framburður Það var ekki aðeins sambýUsfólkið sem breytti hluta síns framburðar. Vitni í málinu, sem hafði verið með ákveðnar fullyrðingar hjá lögreglu og fyrir dómi, dró sinn framburð einnig til baka. Hann óskaöi þess í gær að blaðamaður væri ekki við- staddur. Dómarinn meinaði blaöa- manni að greina frá því sem vitnið segði. Við svo búið gekk blaðamaður DV úr dómsalnum. Sannprófanir Þar sem málsaðilum ber svo mikið á miUi verða sannprófanir hafðar í dag. Þá verða yfirheyrðir saman þeir sem hafa játað og þau sem neita öU- um ákæruatriðum. -sme í dag mælir Dagfari Steingrímur og Arafat Þá eru þeir búnir að hittast, Stein- grímur og Arafat. MikUr fagnaðar- fundir hljóta það að hafa verið, enda báðir lengi beðið þess að ná saman. Einhvern tímann í fyrra bauðst Arafat til að hitta Steingrím og Steingrímur bauöst til að hitta Arafat en þá komu íhaldsbuUumar og gyðingavinirnir og kváðu þann fund í kútinn og var þaö mikill ást- vinamissir. En nú héldu Steingrími engin bönd, enda mættur í Miðausturl- öndum nær en þó nógu fjarri íhald- inu á íslandi. Þetta var heimssögu- legur viðburður í ljósi þess að ís- lendingar viðurkenna ekki PLO og forsætisráðherra hefur ekki um- boð frá utanríkisráðherra né held- ur ríkisstjóminni til að ræða opin- berlega við Arafat. Steingrímur Hermannsson lætur það ekki á sig fá, enda hefur hann oft áður ferð- ast um heiminn og hitt aðskUjan- lega framsóknarmenn um víða ver- öld og hvers vegna skyldi hann þá ekki halda fund með framsóknar- manninum Arafat, sem telur það Uð í friðarviðleitni sinni aö ræða við íslenskan framsóknarmann. Steingrímur hafði boðist til að taka fundinn upp á myndband fyrir Stöð tvö, enda er Steingrímur áhugasamur um kvikmyndagerð og á sjálfur upptökuvél. Ómar Ragnarsson lánaði honum aðra vél í ferðina og þannig var Denni vel búinn til fararinnar og sá til þess að fundurinn færi ekki framhjá neinum ef svo illa vildi til að heims- pressan væri ekki mætt á staðnum. Enginn þjóðarleiðtogi hefur áður tekið að sér að gerast fréttamaður, tökumaður og hljóðmaður á sínum eigin fundi og ber það vott um þann einstaka hæfileika Steingríms að bregða sér í hvaða líki sem er, þeg- ar svo ber undir. Þetta þekkjum við íslendingar vel. Steingrímur er hvers manns hugljúfi hér á landi og getur verið úlfur í sauðargæru eða sauður í úlfsgæru þegar honum hentar. Arafat og Steingrímur sáust í sjónvarpinu. Sennilega hefur Steingrímur lánað myndavéhna einhverjum nærstöddum hermdar- verkamanni en talaöi síðan inn á myndbandið sjálfur. Hins vegar hefur Denni sjálfsagt séð um upp- tökuna þegar fréttamaður ræddi viö Arafat að fundinum loknum, enda má það ekki fara framhjá nokkrum manni hvað Arafat þykir vænt um Steingrím. Arafat sagði að íslendingar væru friðsöm þjóð eins og Palestínumenn og þeir stuð- luðu að friði í heiminum eins og PLO og báðir eru þeir sammála um hermdarverk ísraelsmanna og allt verður þetta að festast á spjöld sög- unnar. Steingrímur er að hasla sér völl sem boðberi friðar og mann- réttinda og þessi fundur með Ara- fat er innlegg í þann framtíðar- draum íslenska forsætisráðher- rans að gera Framsóknarflokkinn á íslandi aö friðarsamtökum al- heimsins. Næst munu PLO og Framsóknarflokkurinn stofna til bræðralags og gagnkvæmra vin- áttutengsla, þar sem þingmenn Framsóknarflokksins heimsækja bandamenn sína í Austurlöndum nær og hermdarverkamenn PLO munu sækja landsfundi Framsókn- ar. Dagfari efast ekki um það, hvað sem íhaldið kann að segja, að þessi sögulegi fundur þeirra fóstbræöra mun bæta mjög sambúð Palestínu- manna og Israels. Ekki kæmi á óvart þótt ísraelsmenn legðu niður vopn og afhentu Palestínumönnum vesturbakkann og Gazasvæðið orðalaust eftir að Steingrímur hef- ur tekið upp hanskann fyrir Ara- fat. Þegar svo voldugur þjóðhöfö- ingi á borð við Steingrím Her- mannsson rekur sjálfstæða utan- ríkisstefnu og snæðir með Arafat úr hnefa, hljóta gyðingarnir að lyppast niður. Það er sómi fyrir okkur íslend- inga að eiga slíkan forsætisráö- herra sem gerir sér dælt við Arafat og er í svo miklum vinskap við þann mann, að aðrir heimsins leið- togar falla í skuggann. Steingrímur er í svo miklum metum austur þar að fréttaskýrendur eru á einu máli um að Framsóknarflokkurinn mundi umsvifalaust verða stærsti flokkurinn í Palestínu ef Denni færi þar í framboð. Spurning er hvort framsóknarmenn eigi ekki að gera alvöru úr því framboði. Þeir eru að minnsta kosti hærra skrifaöir hjá PLO heldur en ís- lenskum kjósendum sem ekki kunna gott að meta. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.