Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
15
íbúðir og þjónustumiðstöð
aldraðra við Lindargötu
í vetur voru hafnar framkvæmd-
ir við byggingu fyrir aldraða í
Reykjavík við Lindargötu 57,59,61,
64 og 66. Gröftur á grunni hefur
verið í gangi og nú er verið að bjóöa
út uppsteypu á fyrsta áfanga bygg-
ingarinnar.
Þarna eiga að vera 94 íbúðir fyrir
aldraða, alhbða þjónustumiðstöð
fyrir íbúa húsanna og hverfisins
sem er gamli austurbærinn. Þá
verður þarna dagvist fyrir 40
manns en á neðstu hæðunum er
bílageymsla fyrir 225 bíla.
Húsið er taliö við Lindargötu, en
lóðin takmarkast af Skúlagötu að
norðan, Vitastíg að austan og
Hverfisgötu að sunnan og er hún
alls 6.587 m2 að stærð.
íbúðirnar eru 2ja herbergja og
um 51 m2 að stærð. Þar er að finna
stofu með eldunarkrók, svefnher-
bergi og bað með stæði fyrir þvotta-
KjaUarinn
Páll Gíslason
læknir og borgarfulltrúi.
Skipar 8. sætið á lista
sjálfstæðismanna í Reykjavík
„Þarna eiga að vera 94 íbúðir fyrir aldr-
aða, alhliða þjónustumiðstöð fyrir íbúa
húsanna og hverfisins sem er gamli
austurbærinn.“
vél. Hverri íbúð fylgir geymsla og
svabr.
Stór þjónustumiðstöð
Stór þjónustumiðstöð verður í
2.000 m2 rými ofan á bílageymslun-
um. Þar verður góð aðstaða fyrir
alhbða þjónustu við íbúa húsanna
og aðra aldraða í austurbæ. Fyrst
er að telja matsal og eldhús, setu-
stofur, húsnæði fyrir alls konar
föndur og verklega kennslu, hár-
greiöslustofu, fótsnyrtistofu, böð
og hreyfisal. Þá veröur þarna sér-
stök dagvist með setustofum, hvíld-
arrýmum og sal fyrir iðjuþjálf-
Likan af byggingum aldraðra við Lindargötu.
un.
Bílageymslan er fyrir 225 bíla.
Hún er ætluð fyrir íbúð, gesti og
starfsmenn, en einnig fyrir aUan
almenning sem á erindi þarna í
nágrennið.
Vitinn á horni Hverfisgötu og
Vitastígs lýsir stiga og lyftu bíla-
geymslunnar en einnig loftræstiút-
búnað. Aðkeyrslan er frá Vitastíg
og Skúlagötu. Heildarstærð er 7.000
m2 en heidarstærö allrar bygging-
arinnar er 16.837 m2.
Framkvæmdir fyrir 265
milljónir
Áætlaður kostnaður í heild mið-
að við verðalag í mars 1990 er 1.302
milljónir króna.
Að undangenginni samkeppni
voru valdir arkitektar og urðu
Hrjóbjartur Hróbjartsson, Richard
O. Briem, Sigríður Sigþórsdóttir og
Sigurður Björgúlfsson á Vinnu-
stofu arkitekta hlutskarpastir.
Verkfræöingar byggingarinnar eru
Verkfræöistofa Sigurðar Thor-
oddsen hf., en byggingardeild
Reykjavíkurborgar annast hönn-
unarstjórn og eftirbt.
Verkefnisstjórn er í höndum
byggingarnefndar aldraðra, en í
undimefnd til þessa sérstaka verk-
efnis eru borgarfulltrúarnir Vil-
hjálmur Þ. VUhjálmsson og Alfreð
Þorsteinsson.
Áætlað er að verja á þessu ári 265
milljónum króna til framkvæmd-
anna.
Páll Gíslason
Kjósum gegn SjáKstæðisflokknum
AUar skoðanakannanir benda til
yfirburðasigurs Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjómarkosningunum. Það
er þó ekki ástæða til að ganga út frá
að svo verði. Ég hef verið að reyna
að skUja Reykvíkinga, skUja viðhorf
þeirra þegar þeir svara spyijendum
skoðanakannananna og segjast
styðja Sjálfstæðisflokkinn.
Mér hefur dottið tvennt í hug.
Annars vegar séu þó nokkuð marg-
ir sem vilja hefna sín á vinstri-
mönnum fyrir að hafa ekki samein-
ast. Hins vegar séu þeir líka þó
nokkrir sem telja að borg verði
ekki stjórnað nema af einni valds-
mannshendi.
Sé eitthvað til í þessum tilgátum
þá hefur svokölluð glundroðakenn-
ing Sjálfstæðisflokksins virkilega
haft tilætluð áhrif. Glundroða-
kenningin gengur út á það að að-
eins einn flokkur geti stjórnað
borginni svo vel fari. Nái hinir
flokkarnir meirihluta þá verði þar
hver höndin upp á móti annarri og
allt fari úrskeiðis. Ég er á allt ann-
arri skoðun.
Ég tel að alger völd eins flokks
ýti undir spillingu, ýti undir að með
aðstoð valdastofnana og ríkidæmis
borgarinnar og fyrirgreiðslu þróist
valdakhka sem geti gert borgarana
áhrifalausa um umhverfi sitt.
Einu sinni féll íhaldið
íhaldið féll í Reykjavík og var í
minnihluta eitt kjörtímabil, 78-82.
íhaldið missti þó ekki öll völd. Full-
trúi Alþýðuflokksins í borgar-
meirihlutanum, sem þá var mynd-
aður, sá til þess að Sjálfstæðis-
flokkurinn missti ekki öll ítök í
borgarstjórninni og ekkert var
hróflað við embættismannaveldi
Kjallarinn
Ragnar Stefánsson
jarðskjálftafræðingur
flokksins.
Þrátt fyrir þetta var borginni bet-
ur stjórnað á þessu tímabili en öðr-
um, alla vega frá sjónarhóU venju-
legs alþýðufólks. Þaö varð enginn
glundroði, nema í hausum þeirra
sem héldu að þeir væru að missa
af guUmolum og fyrirgreiðslu.
Lýðræði í borginni
Mér þykir það undarlegt ef Reyk-
víkingar vUja ekki stjórna sér sjálf-
ir. Vilji ekki ráða umhverfi sínu
og aðstæðum. Við ættum einmitt
að hafa það sem stefnu okkar að
völdin færu til fólksins, að sem
flestir hefðu tækifæri til að taka
ákvarðanir. Að engin meiri háttar
ákvörðun sé tekin án umræðna
meðal borgarbúa, í hverfafélögum,
verkalýðsfélögum og áhugafélög-
um hvers konar.
Reyndar tel ég fulla ástæðu til að
sjálft ákvörðunarvaldið væri í
hverfafélögum almennings, alla
vega þar sem um sérstök mál þess
hverfis væri að ræða.
Almenningur í Reykjavík veit í
sjálfu sér afskaplega lítið um
hvernig borginni er stjórnað. Menn
hafa flestir löngu sætt sig við að
ákvarðanir séu teknar langt fyrir
ofan þá, komi til þeirra bara eins
og hverjar aðrar drottins tilskipan-
ir.
Fólk almennt veit ekki um ótelj-
andi tUlögur minnihlutaflokkanna
í borgarstjóm sem hafa annað-
hvort verið felldar eða þeim stung-
ið undir stól. Oft eru þetta tillögur
sem gætu skipt sköpum varðandi
félagslega þjónustu og umhverfi.
Völd í skjóli fyrirgreiðslu
Völd í borginni eru grunnurinn
aö styrk Sjálfstæðisflokksins og
hann leggur allt í sölurnar til að
halda þessu vígi sínu. Allir borgar-
stjórar Sjálfstæðisflokksins hafa
verið gerðir að dýrlingum. í kring-
um borgarstjórann er þéttriðið net
af mönnum sem njóta stöðugrar
fyrirgreiðslu. En það er líka ennþá
víðtækara net af mönnum sem af
hagsmunaástæðum setja sig ekki
upp á móti honum, menn gætu fall-
ið í ónáð sem hindraði þá í að koma
jafnvel minni háttar málum í gegn.
Oft eru þetta málsmetandi menn.
Þeir láta hafa eftir sér: Mikið er
nú gott að skipta við hann Davíð.
(Einu sinni var það Geir og einu
sinni Gunnar Thor. o.s.frv.). Smám
saman mótast sú skoðun aö þetta
sé líklega ágætis maður sem stjórn-
ar og best að hafa hann áfram hvað
sem raular og tautar.
Veltum Sjálfstæðisflokknum
Gerum hann alla vega hræddan
um völd sín. Þá mun hann frekar
láta undan þeim kröfum sem borg-
arbúar gera á hendur Reykjavík.
Við gerum kröfu um:
Að félagsleg þjónusta verði aukin
til að jafna rétt ríkra og fátækra.
Að atvinnuleysi verði útrýmt úr
borginni, því það er hinn versti
bölvaldur ekki bara þeirra sem eiga
það yfir höfði sér, heldur fyrir öll
okkar félagslegu samskipti.
Að börnum verði sinnt miklu
betur með því að tryggja þeim
skólavist allan daginn, þar sem þau
geta unað við bóknám, hstanám og
íþróttir án tillits til efnahags for-
eldra.
Að ráðist sé gegn hvers konar
félagslegum vanda, lyfjanotkun
o.fl. með því að virkja fólk til vinnu,
náms og hstsköpunar, út frá því
sjónarmiði að við eigum öll jafnan
rétt til lífsins gæöa.
Að gamalt fólk fái miklu betri
þjónustu og umönnun en tiðkast
hefur, svo það geti lifað við sæmi-
legt öryggi að loknum starfsdegi.
Heimihsþjónusta fyrir gamla hefur
t.d. einkennst af miklum nirfils-
hætti.
Að fólki, sem starfar hjá borg-
inni, séu tryggð lífvænleg laun, svo
það tolli eitthvað í starfinu. í stað
þess að menn gangi hér atvinnu-
lausir séu þeir ráðnir af borginni
t.d. til starfa við félagslega sam-
hjálp og til að bæta heilbrigðis-
þjónustuna.
Reykjavik hefur efni á þessu og
miklu meiru, sérstaklega ef borgar-
stjórn lætur af bruðlinu og óráð-
síunni sem er liður í valdabraski
Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Hvað eigum við að kjósa?
Sjálfur ætla ég að kjósa ALþýðu-
bandalagiö, G-hstann. Alþýðu-
bandalagið hefur lengi verið höfuð-
andstæðingur Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn og það hefur barist
fyrir flestum þeim málum sem ég
taldi upp hér að ofan. En þar fyrir
utan tel ég hvert það atkvæði mikil-
vægt sem fellur á einhvem annan
en Sjálfstæðisflokkinn.
Reynslan síðasta kjörtímabil sýn-
ir að við þurfum ekki að óttast að
samvinna núverandi minnihluta-
flokka verði slæm ef þeir vinna.
Það eina sem þarf að óttast í þess-
um borgarstjómarkosningum er
að Sjálfstæðisflokkurinn haldi
meirihluta sínum.
Ragnar Stefánsson
„Allir borgarstjórar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa verið gerðir að dýrlingum. í
kringum borgarstjórann er þéttriðið
net af mönnum sem njóta stöðugrar
fyrirgreiðslu.