Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
Frá Tónlistarskóla Kópavogs
Kammertónleikar verða haldnir í sal skólans Hamra-
borg 11,3. hæð, miðvikudaginn 16. maí kl. 18.
Skólastjóri
Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga
auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með góðum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á
laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir
kl. 17:00 áfimmtudögum.
Smáailglýsingadeildin er hins vegar opin alla
daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá
kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til
22:00.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast
fyrir kl. 17:00 á föstudögum.
AUGLÝSINGADEILD
27022
Utlönd
Það fer ekki á milli mála hvaða skilaboðum þessir Lettar vilja koma á framfæri við Moskvu. Sovésk yfirvöld hafa
nú fordæmt ákvörðun Letta og Eistlendinga um sjálfstæöi i áföngum. Simamynd Reuter
Sjálfstæðisbaráttan við Eystrasalt:
Aukin harka í af-
stöðu Sovétforseta
bandaríski utanríkisráðherrann kemur til Moskvu í dag
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovét-
ríkjanna, sagði í gær að nýlegar
ákvarðanir þinga Lettlands og Eist-
lands, sem miða að sjálfstæði lýð-
veldanna í áföngum, væru ólöglegar
og samræmdust ekki stjómarskrá
Sovétríkjanna. Forsetinn fordæmdi
ákvarðanirnar og sagði þær brjóta í
bága við lög varðandi sambandssbt
lýðvelda og Sovétríkjanna. Þetta er í
fyrsta sinn sem Gorbatsjov bregst
opinberlega við sjálfsstæðisyfirlýs-
ingu Letta en hann hafði áður gagn-
rýnt ákvörðun Eistlendinga. Forset-
inn lét hins vegar ekki í ljósi hvort
hann hygðist beita íbúa Lettlands og
Eistlands efnhagslegum þvingunum
á sama hátt og hann hefur beitt Lit-
háa. Þing Litháens lýsti lýðveldið
sjálfstætt þann 11. mars síðastliðinn.
Fordæming Sovétforseta kemur
aðeins örfáum klukkustundum áður
en áætlað er að James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, komi
til Sovétríkjanna til að undirbúa fyr-
irhugaðan leiðtogafund stórveld-
anna. Harðnandi afstaða sovéskra
ráðamanna til sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna gerir ráðherr-
anum erfiðar fyrir en ella segja
bandarískir fréttaskýrendur og má
búast við að málefni ríkjanna þriggja
beri á góma þegar Baker ræðir viö
sovésk yfirvöld. Fá vestræn ríki við-
urkenndu innlimun Eystrsaltríkj-
anna inn í Sovétríkin árið 1940 en sú
innlimun var samkvæmt leynisamn-
ingi Hitlers og Stalíns. Ráðamenn á
Vesturlöndum fylgjast nú grannt
með aðgerðum og yfirlýsingum Sov-
étforseta varðandi Eystrasaltsríkin
en hafa enn sem komið er ekki beitt
Sovétríkin refsiaðgerðum. Frétta-
skýrendur segjast ekki búast við að
Baker muni auka þrýsting Banda-
ríkjanna á Gorbatsjov vegna barátt-
unnar við Eystrasalt. Þeir segja lík-
legast að ráðherrann muni ítreka þá
afstöðu Bandaríkjastjómar að besta
leiðin til friðasamlegrar lausnar sé
með viðræðum deiluaðila. -
Margir bandarískir embættismenn
hafa nú endurskoðað afstöðu sína til
deilunnar við Eystrasalt og telja nú
aö Sovétforseti muni reyna að
þröngva Eystrasaltsríkjunum til að
fallast á afstöðu sovéskra yfirvalda
og fara að nýgerðum sovéskum lög-
um er varða sambandsslit lýðvelda
og ríkjasambandsins.
Fjögurra daga heimsókn Bakers til
Sovétríkjanna veitir stórveldunum í
raun síðasta tækifærið til að setja
endapunktinn yfir samkomulag stór-
veldanna í meginatriðum í Start-
afvopnunarviðræðnum svokölluðu
áður en leiðtogafundurinn hefst, að
því er bandarískir embættismenn
segja. En embættismennirnir segja
einnig að harðlínuafstaða Gor-
batsjovs til sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna hafi komiö þeim
í opna skjöldu og geri Baker erfiðar
fyrir. Start-viðræðurnar miða að
helmingsfækkun langdrægra kjam-
orkuvopna stórveldanna.
Reuter
Thatcher skiptir um skoðun
Forsætisráðherra Bretlands,
Margaret Thatcher, er nú ekki
lengur andvíg aðild Bretiands að
evrópska myntkerfinu. í Brassel
túlka menn þessa afstöðubreytingu
sem svo að Thatcher sé að'koma í
veg fyrir að Bretiand einangrist og
geti ekki lengur haft áhrif á þróun-
ina.
Thatcher er sögð hafa látið í ljósi
hina nýju afstöðu sína í ræðu sem
hún hélt á landsfundi íhaldsmanna
í Skotlandi um helgina. Samkvæmt
breskum fréttaskýrendum þýðir
breytingin í raun að fjármálaráð-
herrann breski, John Major, hefur
nú fengið umboð til að gera Bret-
land að fullgildum aðtia að evr-
ópska myntkerfinu undir lok þessa
árs. Þá vonast stjómin til að hafa
getað dregiö úr veröbólg-
unni.
Thatcher er sögð hafa rætt við
ráðhema sína síðustu dagana um
þaö hvernig koma mætti í veg fyrir
að menn álitu Bretiand standa í
veginum fyrir evrópskri sam-
vinnu. Samkvæmt breskum dag-
blöðum hefur Douglas Hurd utan-
ríkisráðherra gegnt lyktihlutverki
í þessum viðræðum.
Thatcher vill nú að Bretiand leggi
fram eigin ttilögur á fyrirhugaðri
ráðstefnu stjóma Evrópubanda-
lagsríkjanna um efnahagslega og
pólitíska sameiningu í desember.
Áður hafði hún verið andvíg þess-
um áætlunum.
NTB ríkisráðherra. Simamynd Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Douglas Hurd utan-