Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. Fréttir Hjörleifur Guttormsson: Við eigum að viðurkenna PLO „Eg tel að þetta hafi verið rétt og jákvætt skref hjá forsætisráöherra að efna til þessa fundar með Arafat og er það í fullu samræmi við þá ályktun sem Alþingi samþykkti á sínum tíma,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, alþingismaður og fulltrúi Alþýðubandalagsins í utanríkis- málanefnd. Hjörleifur sagði að þaö væru eðlileg viðbrögð hjá fram- kvæmdavaldinu að efna tii þessa fundar nú. „Þetta er með því skárra sem þessi ríkisstjórn hefur aðhafst í utanríkis- málum og þar að auki er þessi fund- ur á réttum tíma því vandamálið er stöðugt að magnast á þessum stað sagði Hjörleifur. Hjörleifur sagði einnig aö ríkis- stjórnin ætti að stíga stærri skref í þessu máli: „Ég tel að við ættum að viðurkenna PLO sem málsvara palestínsku þjóðarinnar og taka upp samskipti viö þá. Á sama hátt og við viðurkennum ísrael þá eigum við að viðurkenna stjóm Palestínu. Eftir að fram er komið hjá forsætisráöherra að það sé mat ríkisstjórnarinnar að eðliiegt sé að Arafat sé talsmaður palestínsku þjóðarinnar, það hefur verið staðfest með þessum fundi að það sé viðhorf íslenskra stjórnvalda, þá er rökrétt skref að viðurkenna einnig stjórn Palestínu og þá PLO sem þá stjórn,'1 sagði Hjörleifur. -SMJ ísafjörður: Annasamt hjá lögreglu Mikil ölvun var á ísafirði að- faranótt laugardags og fjöldi drukkinna unglinga á ferð í bæn- um. Brotnar voru tæplega 30 rúð- ur í grunnskólanum og á veit- ingastaðnum Frá bæ voru sömu- leiðis nokkrar rúður brotnar. Einum bíl var stolið frá íbúðar- húsi í bænum en honum var skil- aö á sama stað aftur en þá mikið skemmdum. Brotist var inn í tvo bíla og stolið úr þeim og þeir skemmdir. Auk þessa voru þrír ökumenn teknir vegna gruns um ölvunarakstur og einn var tekinn fyrir að aka á 94 km hraða þar sem hámarkshraði er 35 km. Réttindalaus ökumaður ók á umferðarskilti og lenti bifreið hans út af veginum. Að sögn lög- reglunnar var þetta óvenjuanna- söm nótt og stóðu lætin yfir langt fram eftir laugardeginum. -J.Mar Metafli á Neskaupstað Beitir NK-123 kom nýlega til hafnar á Neskaupstað með mesta aflaverð- mæti, sem þar hefur borist á land. Skipið var með 162 tonn af heilfrystri grálúðu, sem fékkst eftir 25 daga veiðiferð á Vestfjarðamið. Aflaverðmæti var tæplega 22 milljónir króna, sem er mesta verðmæti Norðfjarðarskips. Hásetahluturinn nam rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum. Skipstjóri i veiðiferðinni var Sigurbergur Hauksson. Á myndinni er Beitir við bryggju í Neskaupstað eftir mettúrinn. DV-mynd Hjörvar Sigurjónsson. /^) LUHTA VÖRURNAR ERU KOMNAR _ « hummél ^ — SPORTBÚÐIN "e! ÁRMÚLA 40, REYKJAVÍK, SÍMI 83555 EIÐISTORGI 11, 2. HÆÐ, SELTJ. SÍMI 611055. MALLORKA 22.&29. maí 31.800 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 127.200 vikur 38*400 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 153.500 vikur 44*900 a mann Hjón með 2 börn 2ja—11 óra. Heildarverð 179.600 Vikulegt dagflug FERÐASKRIFSTOFAN dfKKVTMC HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.