Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. MAI 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGOLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblaö 115 kr. Lóðir í Reykjavík Æskilegt er, að frambjóðendur til borgarstjórnar og stjórnmálaöflin að baki þeirra treysti sér til að gera frambærilega grein fyrir ráðgerðri meðferð þeirra á lóð- um í Reykjavík. í lóðamálum kemur skýrast í ljós, hvort staðið er opið og heiðarlega að stjórn sveitarfélags. Erlendis hafa ótal dæmi um spillingu í byggðastjórn- um verið til umíjöllunar, bæði í fréttum fjölmiðla og í rannsóknum fræðimanna. Allt ber að þeim brunni, að á Vesturlöndum sé vandamál slíkrar spilhngar fyrst og fremst að finna í skipulagi svæða og úthlutun lóða. Algengasta leiðin hefur verið rækilega kortlögð í Bandaríkjunum. Þar eru dæmi um, að ráðamenn skipu- lagsstjórna sveltarfélaga sklpuleggl ný svæöi þannig, að ákveðin svæði fái hagstæða nýtingu, til dæmis undir miðbæjarstarfsemi, svo að landið hækki í verði. Ekki er mikið svigrúm til slíkrar spillingar í Reykja- vík. Ráðamenn borgarinnar hafa áratugum saman verið forsjáhr í öflun lands. Þeir hafa látið borgina kaupa allt land í kringum byggðina í borginni, löngu áður en tH greina kemur að skipuleggja það og byggja á því. Á þetta reynir einkum í afmörkuðum tilvikum, þar sem miðbæjarlóðir eru frá gamalli tíð í eigu einkaaðila. Þá er með opinberu skipulagi unnt að hækka verð lóð- ar, annaðhvort með því að ákveða, hvernig hún skuli nýtt, eða með því að ákveða nýtingarstuðul húsanna. í Reykjavík skortir umfjöllun utan stjórnmáladeilna um, hvernig staðið hefur verið að skipulagi einkalóða á undanförnum árum, til dæmis við Skúlagötu, svo að áhugafólk um borgarstjórnarsiði geti gert sér grein fyr- ir, hvort lóðir hafi verið hækkaðar óeðlilega í verði. Ekki er allt fengið með að færa land úr einkaeign í almannaeign, svo sem gert hefur verið í Reykjavík. í stað hættunnar á braski með verðgildi lands kemur hætta á braski með úthlutun lóða. Það er einmitt á því sviði, sem Reykjavíkurborg þarf að bæta ráð sitt. Enginn vafi er á, að slík spilhng hefur minnkað með árunum, einkum eftir að tekin var upp sú stefna að hafa jafnan nægilegt framboð af lóðum. Jafnvægi í fram- boði og eftirspurn lóða náðist í Grafarvogi. Má nú gera ráð fyrir, að hver geti fengið lóð við sitt hæfi. Um tíma var borgarstjórn næstum búin að stíga skref- ið á enda til eðlilegra viðskiptahátta. Það var, þegar boðnar voru út lóðir við Stigahlíð. Þá veitti borgin eftir- sóttar lóðir á hagstæðum stað. í stað skömmtunar leyfði hún markaðslögmálinu að ákveða verðlag þeirra. Því miður hefur verið horfið frá stefnunni, sem stjórnaði útboði lóða við Stigahlíð. í stað útboðs hefur komið úthlutun að nýju. í sumum tilvikum er lóð úthlut- að án auglýsingar, jafnvel á stöðum, þar sem enginn utanaðkomandi gerði ráð fyrir, að lóð yrði úthlutað. Einn borgarfulltrúi fékk fyrir nokkrum árum lóð, sem ekki hafði verið reiknað með, að yrði notuð undir hús. Hann fékk líka að heíja framkvæmdir án þess að hafa greitt tilskilin gjöld. Þessi spilling olli nokkurri umræðu á öndverðum síðasta vetri, en ekkert var þó gert. Það er valdið tH skömmtunar, sem framleiðir spill- ingu hjá sveitarstjórnum og stofnunum þeirra. Allar lóðir, sem geta reynzt eftirsóttar, á að bjóða út, svo að ekki sé svigrúm fyrir spiUingu. Opinn markaður hefur á Vesturlöndum reynzt heppileg leið til heiðarleika. í ýmsum atriðum, þar sem hætta getur verið á spill- ingu, hefur Reykjavík bætt stöðu sína, ef litið er langt tH baka, en staðnað, ef litið er aftur til skamms tíma. Jónas Kristjánsson „Ennþá fer þó allt of mikið af tíma og fámennu starfsliði Verðlagsstofnunar í að sinna verðstöðvunarmálum en ekki samkeppnismálum,“ segir m.a. i greininni. Markaðsfrelsið og samkeppnin Við íslendingar höfum stígið okkar skref í átt tO markaðsfrelsis og frjálsrar samkeppni af slíkri varfærni að með ólíkindum er. Það er eins og við höfum ímyndað okk- ur að yfir höfði okkar hvíldi hrammur rússnesks bjarnar. Á meðan grannþjóðirnar hafa búið við lögmál frjálsrar verð- myndunar og samkeppni um ára- tugi í þökk stjórnmálaflokka bæði til hægri og vinstri hafa afkomend- ur frelsisunnandi víkinga hér úti á Fróni ekki þorað að stíga skrefið tíl fulls út á berangrið. Þvi hefur verið borið við að við værum of fá til að sundra okkur, að fámennið mundi ávallt valda samráði mark- aðsaflanna, að efnahagskerfið þyldi það ekki o.s.frv. Lögin um samkeppnishöml- ur, verðlag og óréttmæta verslunarhætti Á árinu 1978 voru sett hér lög um samkeppnishömlur, verðlag og óréttmæta verslunarhætti sem höfðu að markmiði að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðslu- þátta þjóðfélagsins og sanngjarnri skiptíngu þjóðartekna. Slík lög höfðu verið í gildi t.d. í Danmörku undir stjórn sósíaldemókrata í ára- tugi. Markmiðum laganna 1978 skyldi m.a. náð með því aö innleiða aukið markaðsfrelsi. Þegar frv. tíl lag- anna var til umræðu á Alþingi höfðu margir uppi efasemdir um að frjálst verðlag myndi hafa í för með sér lækkað vöruverð. Nú, 12 árum síðar, efast naumast nokkur lengur um að frjáls verðmyndun keyrir verðlag niður hér á landi eins og annars staðar á byggðum bólum. Reglubundnar auglýsingar Verð- lagsstofnunar um vöruverð - hvar það er hátt og hvar það er lágt - verka sem öflugt keyri á kaupmenn til að gera ódýr innkaup og að gæta hófs í álagningu. Þær og virk neyt- endasamtök eru margfalt öflugra stjórntæki en verðstöðvunarfjötr- ar. Ennþá fer fó alltof mikið af tíma og fámennu starfsliði Verðlags- stofnunar í að sinna verðstöðvun- armálum en ekki samkeppnismál- um. Útboð: Aðferð til að fá vöru, verk og þjónustu á sem lægstu verði Notkun útboða getur sparað gíf- urlegar fjárhæðir, ekki aöeins þeg- Kjallaiinn Sigurður Gizurarson bæjarfógeti á Akranesi ar stofnað er tíl verklegra fram- kvæmda, heldur einnig í þjónustu hins opinbera við almenning. Á útboðsþingi, sem haldiö var nýlega, upplýstí t.d. Kolbeinn Arin- bjarnarson að útboð Flugleiða á þrifum og ræstíngu flugvéla fyrir- tækisins hefði haft í för með sér 18 millj. kr. sparnað. Mikilvægt er að útboð veröi not- uð mun meira en nú er tíl að fá vöru, verk og þjónustu á sem- lægstu veröi. Utboð Innkaupa- stofnunar ríkisins hafa sparað stórfé. Og auövitað á íslenska ríkið ekki að þessu leyti að halda að sér höndum í þjónustugeiranum. Með lagasetningu um útboð getur Alþingi einnig stuðlað að því að til útboða sé stofnað af heilindum og hreinskiptni, að reglur verði sem skýrastar og að skipulag útboðs- mála ávinni sér almennt traust. Lög um greiðslukorta- viðskipti? Frumvarp það sem fyrir Alþingi liggur úm greiðslukortaviðskiptí er hins vegar líklegt til að verka öfugt við yfirlýstan tilgang þess. Því er ætlað að fella hömlur á markaðinn. Notkun greiðslukorta mun minnka, ef frumvarpið verður að lögum, m.a. sökum þess að ströng skilyrði verða sett fyrir notkun greiðslukorta. í greipargerð fyrir frv. kemur fram það sjónarmið að engin ástæða sé tíl að almenriingur notí greiðslukort vegna innkaupa tíl heimilis. Sú röksemd er þó æði hæpin þegar haft er í huga að greiðslukortakerfið sparar gífur- lega vinnu í viðskiptum og þar með peninga. Frv. gerir ráð fyrir að lagður verði skattur á korthafa til að greiða vöruverð niður. Eins og kerfið hefur þróast hér á landi stuðlar það beinlínis, ásamt öðrum þáttum frjálsrar sam- keppni, að lækkuðu vöruverði. Það er ekkert annað en lánsverslun og kemur í stað annarra tegunda lán- sviðskipta, t.d. lána til viðskipta- vina sem skráð eru í kladda á búð- arborði. Þannig sparar það bók- hald. Og á hinn bóginn hafa ein- staka verslanir boðið lægra vöru- verð gegn staðgreiðslu. Þannig hafa þær bæði sparað sér lánsfjárkostnað og náð ódýrari inn- kaupum hjá heildverslunum. Dæmi þessa er vöruverð hjá versl- ununum Bónus í Reykjavík og Ein- ari Ólafssyni á Akranesi. Frjálsari markaður- meira jafnvægi Markaösfrelsið skilar þjóðinni miklum fjármunum í auknum sparnaði og meiri skilvirkni. En ennþá er ójafnvægi þótt bæði verð- bólga og vextír fari nú lækkandi. Þar á ríkið sinn stóra þátt í ójafn- væginu. Ekki er heldur um að ræða frjálst streymi fjármagns inn og út úr landinu. Á góðu árunum hefur gengið úr skorðum því að einstaklingar mega ekki leggja uppgripin inn á banka- reikninga erlendis. Opnun hag- kerfisins út á við myndi jafna sveiflur og færa þyngdarpunktínn neðar í íslensku þjóðarskútunni. Sigurður Gizurarson „Frumvarp þaö sem fyrir Alþingi ligg- ur um greiðslukortaviðskipti er hins vegar líklegt til að verka öfugt við yfir- lýstan tilgang þess. - Því er ætlað að fella hömlur á markaðinn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.