Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990. Afmæli Guðmundur Indriðason Guömundur Indriöason, garðyrkju- bóndi og trésmiður Lindarbrekku Biskupstungum er sjötíu og fimm ára í dag. Guðmundur er fæddur í Ásatúni í Hrunamannahreppi og ólst þar upp. Hann nam í farskóla í þrjá vetur og tók sveinspróf í tré- smíði utan skóla 1972. Guðmundur vann við bústörf hjá Bjarna skóla: srjóra á Laugarvatni í tíu ár og einn- ig við jarðvinnslu og var einn af fyrstu jarðýtumönnum á landinu. Á Laugarvatni kynntist Guðmundur konu sinni Jónínu Sigríði Jónsdótt- ur og bjuggu þau eitt og hálft ár á Laugarvatni. Haustið 1951 fluttu þau að Laugarási í Biskupstungum og stofhuðu nýbýhð Lindarbrekku. Guðmundur vann við smíðar all lengi, þar á meðal við allar bygging- ar í Skálholti. Seinni ár hefur Guð- . mundur alfarið stundað garðyrkju. Áhugamál Guðmundar eru hesta- mennska, enda smíðaði hann skeif- ur í tómstundum. Guðmundur kvæntist 24. júní 1950 Jónínu Sigríði Jónsdóttur, f. 6. febrúar 1927. For- eldrar Jónínu eru, Jón Pétursson, pípulagningamaður í Neskaupstað og kona hans Katrín Guðnadóttir. Börn Guðmundar og Jónínu eru: Indriði, f. 6. júní 1951, vélvirkií Rvík, kvæntur Ester Gunnarsdóttur þau eiga fjögur börn; Jón Pétur, f. 15. júní 1955, þungavinnuvélstjóri á Selfossi, kvæntur Guðrúnu H. Hjartardóttur og eiga þau þrjú börn; Katrín Gróa, f. 10. október 1956, gift Þórarni Guðnasyni, búa þau á Nes- kaupstað og eiga þrjú börn; Grímur, f. 27. júní 1961, b. í Ásatúni, kvæntur Guðbjörgu Jóhannsdóttur og eiga þau tvö börn, auk þess á Grímur dóttur fyrir hjónaband. Systkini Guðmundar eru: Guðný, f. 1902, lést þriggja vikna; Magnús, f. 22. sept- ember 1903; Sigríður, f. 13. ágúst 1905, d. 1973; Hallgrímur, f. 7. sept- ember 1907, d. 1982; Óskar Guðlaug- ur, f. 1. apríli910; Guðný, f. 23. febrúar 1912; Helgi, f. 30. janúar 1914; Laufey, f. 24. febrúar 1917; Jak- ob, f. 11. nóvember 1918 og Kristinn, f.l.maí 1912, d. 1936. Foreldrar Guðmundar eru: Indriði Grímsson, f. 17. maí 1873, d. 19. apríl 1928, b. í Ásatúni í Hrunamanna- hreppi og kona hans Gróa Magnús- dóttir, f. 21. ágúst 1877, d. 6. júní 1939. Indriði var sonur Gríms, b. Guðmundssonar, b. á Kjaranstöðum í Biskupstungum Þorsteinssonar. Móðir Indriða var Helga Guð- mundsdóttir, b. í Brekku Guð- mundssonar. Gróa var dóttir Magnúsar, b. í Bryðjuholti Jónssonar b. í Efra- langholti Magnússonar. Móðir Gróu var Guðný Einarsdóttir, b. í Bryðju- holti í Hrunamannahreppi Einars- sonar bróður Sigurðar, b. í Gelti í Grímsnesi, ættföður Galtarættar- Guðmundur Indriöason. innar. Móðir Einars var Guðrún Kolbeinsdóttir prests og skálds í Miðdal Þorsteinssonar og konu hans Arndísar Þorsteinsdóttur. Þórður Jónsson Þórður Jónsson rafvirki, Blómvangi 20, Hafnarfirði, er flmmtugur í dag. Þórður fæddist að Hrútatungu í Hrútafirði og ólst þar upp til sjö ára aldurs en síöan í Hafnarfirði. Hann stundaði nám við Iðnskóla Hafhar- fjarðar 1960-64 og lauk sveinsprófi írafvirkjunl964. Þórður starfaði hjá Rafmótor hf í Hafnarfirði 1956, hjá íslenskum að- alvertökum 1957, í Vélsmiðjunni Kletti 1958, hjá Suðurnesjaverktök- um 1959, hjá Rafveitu Hafnarfjarðar 1960-62, hjá Jóni Bjarnasyni verk- taka 1962-67, hjá Ljósvirkja 1967-68 og hjá Bræðrunum Ormson 1968-69, en hann hefur starfað hjá íslenska álfélaginufrál969. Þórður kvæntist 29.8.1964, Hall- dóru Þorvarðardóttur, f. 13.10.1942, verkakonu og' húsmóður, en hún er dóttir Þorvarðar Júlíussonar og Kristínar Jónsdóttur, að Söndum í Miðfirði. Þórður og Halldóra eiga einn son og einauóttur. Dóttir þeirra er Sig- rún Kristín Þórðardóttir, f. 26.4. 1964, verkakona og húsmóðir í Hafh- arfirði, gift Sverri Sigurðssyni, f. 23.4.1960, verkamanni og eiga þau tvö börn, Elísu Ýr Sverrisdótur, f. 4.9.1981 og Þórhall Magnús Sverris- son, f. 19.2.1985. Sonur Þórðar og Halldóru er Jón Þórðarson, f. 13.5. 1966, bhkksmiður, búsettur í for- eldrahúsum. Systir Þórðar er Anna Dóra Ágústsdóttir, f. 13.11.1930, af- greiðslumaður og húsmóðir í Kefla- vík, gift Ingólfi Halldórssyni, f. 8.1. 1930, kennara og eiga þau þrjú börn, Óskar Ingólfsson, tónlisjtarmann í Reykjayík, Jónu Ingólfsdóttur, bú- setta í Árhus í Danmörku og Ólöfu Maríu Ingólfsdóttur, búsetta í Ár- hus í Danmörku. Foreldrar Þórðar: Jón Tómasson, f. 27.12.1900, d. 22.1.1982, b. í Hrúta- Magnús H. Ólafsson Magnús H. Ólafsson arkitekt; Einigrund 8, Akranesi, er fertugur ídag. Magnús fæddist í Reykjavík og ólst upp í Laugarneshverfinu. Hann gekk í Laugarnesskóla og Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar og lauk stúdentsprófl frá MR1970. Jafn- frámt því stundaði hann nám í teikningu við Myndlista- og hand- íðaskólann. Magnús starfaði á Teiknistofunni Garðastræti 17 vet- urinn 1970-71 en hélt utan til Eng- lands haustið 1971 þar sem hann . lagði stund á húsagerðarlist við Arkitektaskóla Háskólans í Liverpool. Hann lauk þaðan BA- prófi vorið 1974 og starfaði næsta vetur á teiknistofu Bruno Lambart uhd Partner í Ratingen við Diissel- dorf í Þýskalandi. Vorið 1977 tók Magnús B.Arch-gráðu (lokapróf) frá Háskólanum í Liverpool og næsta haust fór hann til Ziirich í Sviss þar sem hann stundaði nám í bygginga- list við arkitektadeild Eidgenossische Technische Hoch- schule. Magnús hóf störf hjá Bygginga- stofnun Landbúnaðarins sumarið 1978 og starfaði þar í átján mánuði en flutti þá upp á Skaga þar sem hann hefur búið og starfað síðan, þar af s.l. fimm ár við eigin teikni- stofu að Skólabraut 21. Magnús hefur m.a. hannað Safn- aðarheimihð Vinaminni á Akranesi; Safnaðarheimili Hvalsnessóknar í Sandgerði; nýbyggingar við Fjöl- brautarskóla Vesturlands á Akra- nesi; Heilsugæslustöðina á Akra- nesi; Jaðarsbakkalaug á Akranesi og Verkmiðstöð fyrir Hitaveitu Akraness, Borgarfjarðar og Borgar- nesbæjar í Borgarnesi. Hann hefur verið ráðgjafi þjóðskjalavarðar og annast umsjón, ráðgjöf og hönnun á breytingum á Laugavegi 162 í Reykjavík fyrir Þjóðskjalasafh ís- lands. Þá hefur hann unnið deih- skipulag hverfa á Akranesi og skipulagt þrjú stór sumarbústaða- hverfi í Borgarfirði og Vestur- Húnavatnssýslu. Auk þess hefur hann hannað ýmis verksmiðju- og verslunarhús auk þrjátíu einbýhs- húsa og fjölda viðbygginga. Magnús er þátttakandi í svæðisskipulags- vinnu sveitafélaganna sunnan Skarðsheiðar sem nú stendur yfir. Magnús hefur verið varafulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjóm Akraness frá 1986. Hann hefur starf- að í ýmsum nefndum og m.a. verið formaður skólanefndar Tónlistar- skólans á Akranesi. Systkini Magnúsar eru Gunnar, f. 1945, verkfræðingur í Reykjavík og á hann þrjú börn; Ehn, f. 1946, verslunarmaður í Mosfellsbæ og á hún þrjú börn; Þórdís, f. 1948, jarð- fræðingur og kennari í Reykjavík og á hún eitt barn; Ragnhildur, f. 1955, verslunarstjóri í Reykjavík og á hún tvö börn; Örn, f. 1958, stoð- tækjasmiður í Hafnarfirði og á har n eitt bárn, og Sólveig, f. 1964, nemi í Reykjavík og á hún eitt barn. Foreldrar Magnúsar: Ólafur Guð- mundsson, f. 1923, d. 1981, birgðar- vörður í Reykjavík, og Björg Magn- úsdóttir, f. 1921, d. 1980, húsmóðir. Ólafur var sonur Guðmundar, sjó- manns í Reykjavík og eins af stofn- endum Dagsbrúnar Jónssonar, og Jónu ólafsdóttur, b. í Vindási í Kjós Guðmundssonar Foreldrar Bjargar voru Magnús Hákonarson, útvegsb. í Nýlendu í Miðneshreppi, og Guörún Stein- grímsdóttir. Þórður Jónsson. tungu og síðar afgreiðslumaður í Hafnarfirði, og Ósk Þórðardóttir, f. 11.7.1901, húsmóðir og nú vistmað- uráSólvangihf. Þórður og HaUdóra taka á móti gestum í sal Kiwanismanna, Dals- hrauni 1, Hafnarfirði, frá klukkan 18-20:00 á afmæhsdaginn. Til hamingju með afmælið 15. maí 75 ára Björg Sigurðardóttir, Hlíðargötu 12, Neskaupstaö. 70ára StefánJónsson, Kleppsvegi 58, Reykjavík. 60ára Sigurveig Anna Stefánsdóttir, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði. 50ára Ingvar 1 n gólf 'sso n, Stóragerði 18, Hvolhreppi. Björk Bárðardóttir, HelUsbraut 20, Reykhólahreppi. Ingibjörg Jóna Gilsdóttir, Heiðarbakka 5, Keflavík. 40ára________ Guðfinnur D. Pálsson, Aðalstræti 118A, Patreksfirði. Ingi S. Ingason, Eyjaseh 7, StokkseyrarhreppL- G uðfinna Stefánsdóttir, Hóli,Húsavík. Hinr ik Aðalsteinsson, Mýrarseli 3, Reykjavík. Bjarn j Ásgeirsson, Suðurreykjum II, MosfeUsbæ. Ingunn Gísladóttir, Melabraut 11, Blönduósi. Andlát Sigursveinn D. Kristinsson Sigursveinn D. Kristinsson, lést 2. maí 1990. Sigursveinn Davíð var fæddur 24. apríl 1911 á Syðsta-Mói í Fljótum. Hann var í námi í fiðluleik hjá Theódóri Árnasyni 1936-1937 og í Tóntistarskólanum í Reykjavík og lauk þar prófi í tónsmíðum 1954. Sigursveinn var í tónlistarnámi í Kaupmannahöfn 1950-1951 og í tón- smíði ogkórstjórn í D'eutsche Hochschule fur Musik í Berlín 1956- 1957. Hann var söngkennari í barna- skólanum á Ólafsfirði 1948-1949 og annaðist jafnframt músíkkennslu fyrir barnaskólann á Siglufirði. Sig- ursveinn var skólastjóri Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Rvík frá stofnun hans árið 1964 til ársins 1985 og var einn af stofnendum fé- lags tónhstarskólastjóra 1969 og var í fyrstu stjórn þess. Hann var söng- stjóri karlakórsins Kátir pUtar á Ólafsfirði 1944-1950, stofhaði Sam- kór Verkalýðs-og sjómannafélags Ólafsfjarðar 1948 og stjórnaði hon- um til 1950. Sigursveinn stofhaði Söngfélag verkalýðssamtakanna í Rvík í mars 1950 og stjórnaði því tíl 1957 og var stjórnandi Söngfélags Siglufjarðar 1958-1962. Hann lamað- ist 1924 og beitti sér fyrir stofnun fyrstu félaga fatlaðra, Sjátfsbjörg árið J958 og var hann varaformaður Sjátfsbjargar landssambands fati- aðra 1959-1982 og í srjórn Öryrkja- bandalagsins. Sigursveinn var bæj- arfulltrúi í Ólafsfirði frá stofnun kaupstaðar 1944 tíl 1946. Hann hefur samið sönglög fyrir einsöng og kór, einnig stærri verk fyrir orgel og hljómsveit, sum flutt af Sinfóníu- hljómsveitíslands. Kona Sigur- sveins var Ólöf Grímea Þorláks- dóttir, f. 25. september 1895, d. í okt- óber 1988. Foreldrar Ólafar voru: Þorlákur Þorláksson, b. á Lamba- nesreykjum í Fljótum og kona hans Margrét Halldóra Grímsdóttir. Son- ur Sigursveins og Gerdu Jacobi er: Kristinn, f. 14..september 1957, starfsmaður Ríkisóperunnar í Berlín. Synir Ólafar og Páls Jóns- sonar sundkennara, fyrri manns hennar, sem lést 1941 eru: Eggert, verkstjóri í Ólafsfirði, Kristinn, verslunarmaður á Akureyri og Rögnvaldur, málarameistari í Kópa- vogi. Systkini Sigursveins eru: Margrét, lést í bemsku, Gísli, d. 2. maí 1975, Sigríður, býr á Ólafsfirði og HaUdór, býr á Ólafsfirði. Systkini Sigursveins sammæðra eru: Rógn- valdur Guðmundur Gíslason, d. 1925,GísliGamalíelsson,léstungur' og Magnús Gamalíelsson, d. 3. jan- úarl985. Foreldrar Sigursveins voru: Krist- inn Jónsson, b. á Syðsta-Mói og kona hans Helga Sigurlaug Grímsdóttir. Kristinn var sonur Jóns Jónssonar b. á Hringverskoti Þorkelssonar. Móðir Jóns Jónssonar var Guðrún Jónsdóttir, prests á Kvíabékk Odds- sonar, b. á Atlastóðum Sæmunds- sonar prófasts á Miklabæ Magnús- sonar b. í Bræðratungu Sigurðsson- ar. Móðir Sæmundar var Þórdís (Snæfríður íslandssól) Jónsdóttir biskups á Hólum Vigfússonar. Móð- ir Guðrúnar var Þórdís Jónsdóttir Guðbrandssonar b. í Tungu í Hörðudal Hannessonar prests á Staðabakka Þorlákssonar sýslu- manns á ísafirði Guðbrandssonar sýslumanns á Lækjamóti Arn- grímssonar lærða, vígslubiskups á Sigursveinn D. Kristinsson. Mel Jónssonar. Helga var dóttir Gríms, b. á Lang- húsum í Fljótum Magnússonar, klausturhaldara á Möðrufelli Grímssonar b. og læknis á Espihóli Magnússonar. Móðir Magnúsar Grímssonar var Sigurlaug Jósefs- dóttirb. á Ytra-Tjarnarkoti, bróður Jónasar, afa Jónasar HaUgrímsson- ar skálds. Jósef var sonur Tómasar b. á Hvassafelh Tómassonar, ætt- föður Hvassafellsættarinnar. Móðir Helgu var Ólöf Ólafsdóttir b. á Kroppi Jósefssonar, bróður Sigur- laugar. Móðir Ólafs var Ingibjörg, systir Gunnars, langafa Hannesar Hafsteins. Ingibjörg var dóttir Hall- gríms b. á Kjarna Jónssonar og konu hans Halldóru Þorláksdóttur b. á Ásgeirsbrekku Jónssonar, ætt- fööur Asgeirsbrekkuættarinnar. Móðir Ólafar var Halldóra Jósefs- dóttir b. á Munkaþverá Jósefssonar, bróður Ólafs á Kroppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.