Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1990, Page 25
25
ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 1990.
Afrnæli
Guðmundur Indriðason
Guðmundur Indriöason, garðyrkju-
bóndi og trésmiður Lindarbrekku
Biskupstungum er sjötíu og fimm
ára í dag. Guðmundur er fæddur í
Ásatúni í Hrunamannahreppi og
ólst þar upp. Hann nam í farskóla í
þijá vetur og tók sveinspróf í tré-
smíði utan skóla 1972. Guðmundur
vann við bústörf hjá Bjarna skóla-
stjóra á Laugarvatni í tíu ár og einn-
ig við jarðvinnslu og var einn af
fyrstu jarðýtumönnum á landinu. Á
Laugarvatni kynntist Guðmundur
konu sinni Jónínu Sigríði Jónsdótt-
ur og bjuggu þau eitt og hálft ár á
Laugarvatni. Haustið 1951 fluttu
þau aö Laugarási í Biskupstungum
og stofnuðu nýbýhð Lindarbrekku.
Guðmundur vann við smíðar ah
lengi, þar á meðal við allar bygging-
ar í Skálholti. Seinni ár hefur Guð-
mundur alfarið stundað garðyrkju.
Áhugamál Guðmundar eru hesta-
mennska, enda smíðaði hann skeif-
ur í tómstundum. Guðmundur
kvæntist 24. júní 1950 Jónínu Sigríði
Jónsdóttur, f. 6. febrúar 1927. For-
eldrar Jónínu eru, Jón Pétursson,
pípuiagningamaður í Neskaupstað
og kona hans Katrín Guðnadóttir.
Börn Guðmundar og Jónínu eru:
Indriði, f. 6. júní 1951, vélvirki í
Rvík, kvæntur Ester Gunnarsdóttur
þau eiga fjögur börn; Jón Pétur, f.
15. júní 1955, þungavinnuvélstjóri á
Selfossi, kvæntur Guðrúnu H.
Hjartardóttur og eiga þau þrjú börn;
Katrín Gróa, f. 10. október 1956, gift
Þórarni Guðnasyni, búa þau á Nes-
kaupstað og eiga þrjú börn; Grímur,
f. 27. júní 1961, b. í Ásatúni, kvæntur
Guðbjörgu Jóhannsdóttur og eiga
þau tvö börn, auk þess á Grímur
dótturfyrirhjónaband. Systkini
Guðmundar eru: Guðný, f. 1902, lést
þriggja vikna; Magnús, f. 22. sept-
ember 1903; Sigríður, f. 13. ágúst
1905, d. 1973; Hallgrímur, f. 7. sept-
ember 1907, d. 1982; Óskar Guðlaug-
ur, f. 1. apríli910; Guðný, f. 23.
febrúar 1912; Helgi, f. 30. janúar
1914; Laufey, f. 24. febrúar 1917; Jak-
ob, f. 11. nóvember 1918 og Kristinn,
f. 1. maí 1912, d. 1936.
Foreldrar Guðmundar eru: Indriði
Grímsson, f. 17. maí 1873, d. 19. apríl
1928, b. í Ásatúni í Hrunamanna-
hreppi og kona hans Gróa Magnús-
dóttir, f. 21. ágúst 1877, d. 6. júní
1939. Indriði var sonur Gríms, b.
Guðmundssonar, b. á Kjaranstöðum
í Biskupstungum Þorsteinssonar.
Móðir Indriða var Helga Guð-
mundsdóttir, b. í Brekku Guð-
mundssonar.
Gróa var dóttir Magnúsar, b. í
Bryðjuholti Jónssonar b. í Efra-
langholti Magnússonar. Móðir Gróu
var Guðný Einarsdóttir, b. í Bryðju-
holti í Hrunamannahreppi Einars-
sonar bróður Sigurðar, b. í Gelti í
Grímsnesi, ættföður Galtarættar-
• 1 'l •
Guðmundur Indriðason.
innar. Móðir Einars var Guðrún
Kolbeinsdóttir prests og skálds í
Miðdal Þorsteinssonar og konu
hans Arndísar Þorsteinsdóttur.
Þórður Jónsson
afmælið 15. maí
Þórður Jónsson rafvirki, Blómvangi
20, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag.
Þórður fæddist að Hrútatungu í
Hrútafirði og ólst þar upp til sjö ára
aldurs en síðan í Hafnarfirði. Hann
stundaði nám við Iðnskóla Hafnar-
fjarðar 1960-64 og lauk sveinsprófi
írafvirkjun 1964.
Þórður starfaði hjá Rafmótor hf í
Hafnarfirði 1956, hjá íslenskum að-
alvertökum 1957, í Vélsmiðjunni
Kletti 1958, hjá Suðumesjaverktök-
um 1959, hjá Rafveitu Hafnaríjarðar
1960-62, hjá Jóni Bjarnasyni verk-
taka 1962-67, hjá Ljósvirkja 1967-68
og hjá Bræðrunum Ormson 1968-69,
en hann hefur starfað hjá íslenska
álfélaginufrál969.
Þórður kvæntist 29.8.1964, Hall-
dóru Þorvarðardóttur, f. 13.10.1942,
verkakonu oghúsmóður, en hún er
dóttir Þorvarðar Júhussonar og
Kristínar Jónsdóttur, að Söndum í
Miðfirði.
Þórður og Halldóra eiga einn son
og einadóttur. Dóttir þeirra er Sig-
rún Kristín Þórðardóttir, f. 26.4.
1964, verkakona og húsmóðir í Hafn-
arfirði, gift Sverri Sigurðssyni, f.
23.4.1960, verkamanni og eiga þau
tvö böm, Ehsu Ýr Sverrisdótur, f.
4.9.1981 og Þórhah Magnús Sverris-
son, f. 19.2.1985. Sonur Þórðar og
Hahdóru er Jón Þórðarson, f. 13.5.
1966, blikksmiður, búsettur í for-
eldrahúsum.
Systir Þórðar er Anna Dóra
Ágústsdóttir, f. 13.11.1930, af-
greiðslumaður og húsmóðir í Kefla-
vík, gift Ingólfi Halldórssyni, f. 8.1.
1930, kennara og eiga þau þrjú börn,
Óskar Ingólfsson, tónlistarmann í
Reykjavík, Jónu Ingólfsdóttur, bú-
setta í Árhus í Danmörku og Ólöfu
Maríu Ingólfsdóttur, búsetta í Ár-
hus í Danmörku.
Foreldrar Þórðar: Jón Tómasson,
f. 27.12.1900, d. 22.1.1982, b. í Hrúta-
Þórður Jónsson.
tungu og síðar afgreiðslumaður í
Hafnarfirði, og Ósk Þórðardóttir, f.
11.7.1901, húsmóðir og nú vistmað-
uráSólvangihf.
Þórður og Halldóra taka á móti
gestum í sal Kiwanismanna, Dals-
hrauni 1, Hafnarfirði, frá klukkan
18-20:00 á afmæhsdaginn.
Björg Sigurðardóttir,
Hlíðargötu 12, Neskaupstað.
Stefán Jónsson,
Kleppsvegi 58, Reykjavík.
Sigurveig Anna Stefánsdóttir,
Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði.
50 ára
Ingvar Ingólfsson,
Stóragerði 18, Hvolhreppi.
Björk Bárðardóttir,
Helhsbraut 20, Reykhólahreppi.
Ingibjörg Jóna Gilsdóttir,
Heiðarbakka 5, Keflavík.
40 ára
Guðfinnur D. Pálsson,
Aðalstræti 118A, Patreksfirði.
Ingi S. Ingason,
Eyjaseh 7, Stokkseyrarhreppi.
Guðfinna Stefánsdóttir,
Hóli.Húsavik.
Hinrik Aðalsteinsson,
Mýrarseli 3, Reykjavík.
Bjarni Ásgeirsson,
Suðurreykjum II, Mosfellsbæ.
Ingunn Gísladóttir,
Melabraut 11, Blönduósi.
60ára
Magnús H. Ólafsson
Magnús H. Ólafsson arkitekt;
Einigrund 8, Akranesi, er fertugur
ídag.
Magnús fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Laugarneshverfinu. Hann
gekk í Laugarnesskóla og Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar og lauk
stúdentsprófi frá MR1970. Jafn-
frámt því stundaði hann nám í
teikningu við Myndlista- og hand-
íðaskólann. Magnús starfaði á
Teiknistofimni Garðastræti 17 vet-
urinn 1970-71 en hélt utan th Eng-
lands haustið 1971 þar sem hann
lagði stund á húsagerðarhst við
Arkitektaskóla Háskólans í
Liverpool. Hann lauk þaðan BA-
prófi vorið 1974 og starfaði næsta
vetur á teiknistofu Bruno Lambart
und Partner í Ratingen við Dussel-
dorf í Þýskalandi. Vorið 1977 tók
Magnús B.Arch-gráðu (lokapróf) frá
Háskólanum í Liverpool og næsta
haust fór hann til Zurich í Sviss þar
sem hann stundaði nám í bygginga-
list viö arkitektadehd
Eidgenossische Technische Hoch-
schule.
Magnús hóf störf hjá Bygginga-
stofnun Landbúnaðarins sumarið
1978 og starfaði þar í átján mánuði
en flutti þá upp á Skaga þar sem
hann hefur búið og starfað síðan,
þar af s.l. fimm ár við eigin teikni-
stofu að Skólabraut 21.
Magnús hefur m.a. hannaö Safn-
aðarheimhið Vinaminni á Akranesi;
Safnaðarheimhi Hvalsnessóknar í
Sandgerði; nýbyggingar við Fjöl-
brautarskóla Vesturlands á Ákra-
nesi; Heilsugæslustöðina á Akra-
nesi; Jaðarsbakkalaug á Akranesi
og Verkmiðstöö fyrir Hitaveitu
Akraness, Borgarfiarðar og Borgar-
nesbæjar í Borgarnesi. Hann hefur
verið ráðgjafi þjóðskjalavarðar og
annast umsjón, ráðgjöf og hönnun
á breytingum á Laugavegi 162 í
Reykjavík fyrir Þjóðskjalasafn ís-
lands. Þá hefur hann unnið deili-
skipulag hverfa á Akranesi og
skipulagt þrjú stór sumarbústaða-
hverfi í Borgarfirði og Vestur-
Húnavatnssýslu. Auk þess hefur
hann hannað ýmis verksmiðju- og
verslunarhús auk þrjátíu einbýlis-
húsa og fiölda viðbygginga. Magnús
er þátttakandi í svæðisskipulags-
vinnu sveitafélaganna sunnan
Skarðsheiðar sem nú stendur yfir.
Magnús hefur verið varafulltrúi
Framsóknarflokksins í bæjarstjórn
Akraness frá 1986. Hann hefur starf-
að í ýmsum nefndum og m.a. verið
formaður skólanefndar Tónlistar-
skólans á Akranesi.
Systkini Magnúsar eru Gunnar,
f. 1945, verkfræðingur í Reykjavík
og á hann þrjú börn; Ehn, f. 1946,
verslunarmaður í Mosfellsbæ og á
hún þrjú börn; Þórdís, f. 1948, jarð-
fræðingur og kennari í Reykjavík
og á hún eitt barn; Ragnhhdur, f.
1955, verslunarstjóri í Reykjavík og
á hún tvö börn; Örn, f. 1958, stoð-
tækjasmiður í Hafnarfirði og á har n
eitt barn, og Sólveig, f. 1964, nemi í
Reykjavík og á hún eitt barn.
Foreldrar Magnúsar: Ólafur Guð-
mundsson, f. 1923, d. 1981, birgðar-
vörður í Reykjavík, og Björg Magn-
úsdóttir, f. 1921, d. 1980, húsmóðir.
Ólafur var sonur Guðmundar, sjó-
manns í Reykjavík og eins af stofn-
endum Dagsbrúnar Jónssonar, og
Jónu ólafsdóttur, b. í Vindási í Kjós
Guðmundssonar
Foreldrar Bjargar voru Magnús
Hákonarson, útvegsb. í Nýlendu í
Miðneshreppi, og Guðrún Stein-
grímsdóttir.
Andlát
Sigursveinn D. Kristmsson
Sigursveinn D. Kristinsson, lést 2.
maí 1990. Sigursveinn Davíð var
fæddur 24. apríl 1911 á Syðsta-Mói í
Fljótum. Hann var í námi í fiöluleik
hjá Theódóri Árnasyni 1936-1937 og
í Tónlistarskólanum í Reykjavík og
lauk þar prófi í tónsmíðum 1954.
Sigursveinn var í tónlistarnámi í
Kaupmannahöfn 1950-1951 og í tón-
smíði og kórstjórn í Deutsche
Hochschule fur Musik í Berlín 1956-
1957. Hann var söngkennari í barna-
skólanum á Ólafsfirði 1948-1949 og
annaðist jafnframt músíkkennslu
fyrir barnaskólann á Siglufirði. Sig-
ursveinn var skólastjóri Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar í Rvík
frá stofnun hans árið 1964 til ársins
1985 og var einn af stofnendum fé-
lags tónhstarskólastjóra 1969 og var
í fyrstu stjórn þess. Hann var söng-
stjóri karlakórsins Kátir piltar á
Ólafsfirði 1944-1950, stofnaði Sam-
kór Verkalýðs-og sjómannafélags
Ólafsfiarðar 1948 og stjórnaði hon-
um til 1950. Sigursveinn stofnaði
Söngfélag verkalýðssamtakanna í
Rvík í mars 1950 og stjórnaði því til
1957 og var sfiórnandi Söngfélags
Siglufiarðar 1958-1962. Hann lamað-
ist 1924 og beitti sér fyrir stofnun
fyrstu félaga fatlaðra, Sjálfsbjörg
árið.1958 og var hann varaformaður
Sjálfsbjargar landssambands fatl-
aðra 1959-1982 og í stjórn Öryrkja-
bandalagsins. Sigursveinn var bæj-
arfulltrúi í Ólafsfirði frá stofnun
kaupstaðar 1944 til 1946. Hann hefur
samið sönglög fyrir einsöng og kór,
einnig stærri verk fyrir orgel og
hljómsveit, sum flutt af Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Kona Sigur-
sveins var Ólöf Grímea Þorláks-
dóttir, f. 25. september 1895, d. í okt-
óber 1988. Foreldrar Ólafar voru:
Þorlákur Þorláksson, b. á Lamba-
nesreykjum í Fljótum og kona hans
Margrét Halldóra Grímsdóttir. Son-
ur Sigursveins og Gerdu Jacobi er:
Kristinn, f. 14..september 1957,
starfsmaður Ríkisóperunnar í
Berlín. Synir Ólafar og Páls Jóns-
sonar sundkennara, fyrri manns
hennar, sem lést 1941 eru: Eggert,
verkstjóri í Ólafsfirði, Kristinn,
verslunarmaður á Akureyri og
Rögnvaldur, málarameistari í Kópa-
vogi. Systkini Sigursveins eru:
Margrét, lést í bernsku, Gísli, d. 2.
maí 1975, Sigríður, býr á Ólafsfirði
og Halldór, býr á Ólafsfirði. Systkini
Sigursveins sammæðra eru: Rögn-
valdur Guðmundur Gíslason, d.
1925, Gísli Gamalíelsson, lést ungur
ogMagnús Gamalíelsson, d. 3. jan-
úar 1985.
Foreldrar Sigursveins voru: Krist-
inn Jónsson, b. á Syðsta-Mói og kona
hans Helga Sigurlaug Grímsdóttir.
Kristinn var sonur Jóns Jónssonar
b. á Hringverskoti Þorkelssonar.
Móðir Jóns Jónssonar var Guðrún
Jónsdóttir, prests á Kvíabekk Odds-
sonar, b. á Atlastöðum Sæmunds-
sonar prófasts á Miklabæ Magnús-
sonar b. í Bræðratungu Sigurðsson-
ar. Móðir Sæmundar var Þórdís
(Snæfríður íslandssól) Jónsdóttir
biskups á Hólum Vigfússonar. Móð-
ir Guðrúnar var Þórdís Jónsdóttir
Guðbrandssonar b. í Tungu í
Hörðudal Hannessonar prests á
Staðabakka Þorlákssonar sýslu-
manns á ísafirði Guðbrandssonar
sýslumanns á Lækjamóti Am-
grímssonar lærða, vígslubiskups á
Sigursveinn D. Kristinsson.
Mel Jónssonar.
Helga var dóttir Gríms, b. á Lang-
húsum í Fljótum Magnússonar,
klausturhaldara á Möðrufelli
Grímssonar b. og læknis á Espihóli
Magnússonar. Móðir Magnúsar
Grímssonar var Sigurlaug Jósefs-
dóttir b. á Ytra-Tjarnarkoti, bróður
Jónasar, afa Jónasar Hahgrímsson-
ar skálds. Jósef var sonur Tómasar
b. á Hvassafelli Tómassonar, ætt-
föður Hvassafellsættarinnar. Móðir
Helgu var Ólöf Ólafsdóttir b. á
Kroppi Jósefssqnar, bróður Sigur-
laugar. Móðir Ólafs var Ingibjörg,
systir Gunnars, langafa Hannesar
Hafsteins. Ingibjörg var dóttir Hall-
gríms b. á Kjarna Jónssonar og
konu hans Halldóru Þorláksdóttur
b. á Ásgeirsbrekku Jónssonar, ætt-
fööur Asgeirsbrekkuættarinnar.
Móðir Ólafar var Halldóra Jósefs-
dóttir b. á Munkaþverá Jósefssonar,
bróöur Ólafs á Kroppi.